Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 8
R A N N S jr 0 K N 1 I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter 1 !í\ Ém Æ ;.ýV ’ ’■ ‘ Hlaðinn hringstigi. Rafeindasmásjármynd af vikri, 1000 fóld stækkun. Byggingar- efnið vikur Kornastærð nim Opnar pomr 2 Eitt af meiri háttar áföllum sem byggingariðnað- urinn hefir orðið fyrir er hrun hleðslusteinaiðn- aðarins á sínum tíma. Með þessum orðum er ekki átt við að beint krónutap iðnaðarins hafi orðið svo geigvænlegt heldur hafi tapið verið fólgið í því að þjóðfélagið missti af afar hag- kvæmri og hentugri byggingaraðferð. Eðlisrýmdir mismunandi kornastærða. Lokaðar pórur= ófyllt rými eftir 48 klst í vatni. Þegar hleðsluiðnaðurinn hrundi, missti þjóðfélagið af afar hentugri byggingaraðferð. Eftir HARALD ÁSGEIRSSON Steypan er voðfelld, en flýtur út við minnstu viprun. Sagan Léttsteypuiðnaður ruddi sér til rúms víða um lönd strax eftir síðari heimsstyrjöldina. Þessi þróun byggðist fyrst og fremst á fram- leiðslu leirefna, sem freydd eru við hátt hita- stig og notuð sem léttsteypuefni en einnig á gjalli frá jámbræðsluefnum og á náttúruleg- um frauðsteinum. Þannig gátu t.d. Þjóðveijar byggt upp borgir og iðnað á skömmum tíma með því að nýta vikurnámur sínar til fram- leiðslu á hvers konar steinum, plötum og bit- um. Á sama tíma hófst líka hleðslusteinaiðnað- ur úr vikri hér á landi en því miður var þar eins og svo oft rasað nokkuð um ráð fram. Bæði skorti efnisþekkingu og hleðslutækni. Frumkvöðlum iðnaðarins mun ekki hafa verið ljóst mikilvægi veðrunarþols framleiðslunnar og lögðu jafnan aðaláherslu á varmaeinangr- unareiginleikana. Hér á landi er hinsvegar slagregn tíðara en annars staðar á byggðu bóli og frostsveiflur um 80 á ári. Því urðu frostskemmdir iðnaðinum að aldurtila. Afleiðing þekkingarskortsins var að hleðslubyggingarnar grotnuðu niður. Þróun, sem hefði átt að leiða til fullkomnari bygging- araðferðar, snerist upp í öfugþróun. Hleðslu- byggingar voru dæmdar óhæfar og megn vantrú skapaðist á byggingaraðferðinni. Fordæmingu er erfitt að uppræta. Vítin ættu að nýtast til varnaðar. Nýtt framtak að byggjast á þekkingu sem er afrakstur markvissra rannsókna. ByggingYikurs Vikur er frauðkennt súrt eldfjallagler ná- skylt líparíti, perlusteini og hrafntinnu að efnasamsetningu. Frauðbyggingin er einstak- lega fíngerð svo sem sjá má í rafeindasmásjá (mynd 1). Örsmæð bólanna og enn þynnri veggir þeirra koma þá í ljós. Mismikil leiðni er milli bólanna og þær geta fyllst af raka, ef ekki með ísogi þá með þéttingu. Þannig er mest af Hekluvikrinum mettað af raka við nám hans úr nær níu alda gömlu jarðseti. Samt er rakadrægni efnisins lítil og þekkt er að vikur hefir velkst lengi um í sjó, og jafnvel rekið yfir Atlantsála, án þess að fyll- ast af raka. Rakaþétting í Vikri í rannsóknastofu er tiltölulega auðvelt að rakametta vikur með lofttæmingu undir vatni. Fíngerðustu pórurnar (bólumar) fyllast þó ekki. Hinsvegar sleppur raki í gufuformi gegnum efnið og því er auðveldlega hægt að rakametta vikursteypur með því að kæla þær svo að rakinn þéttist í þeim. Einmitt það fyrir- bæri mun hafa valdið mestu um skemmdirnar á gömlu vikurbyggingunum. Raki hefir þá gufað upp úr innri hlið veggja en þéttst und- ir köldu og þéttu múrlagi á ytri hlið og fros- ið. Engin léttsteypa getur staðist álag af þeirri þenslu sem við það myndast. Fyrir- byggjandi atriði gegn þessum skemmdum hafa verið höfð að leiðarljósi í fjölþættum rannsóknum Rannsóknastofnunar bygginga- riðnaðarins á notkunarmöguleikum vikurs í byggingar. PÓRURÝMIOG RÚMÞYNGDIR Vikur er ekki einslett efni heldur er frauð- byggingin breytileg frá einni námu til annarr- ar og frá korni til korns í sömu námu. Þess vegna verður að miða við meðalgildi sýna og yfirfæra þau yfir á viðeigandi námur þegar rætt er um eðliseiginleika efnisins. Mælingar á þessum eiginleikum eru vissulega mikið vandaverk en niðurstöður rannsókna hafa m.a. leitt í ljós þær eðlisrýmdir sem sýndar eru á mynd 2. LÉTTSTEYPUR Á sjötta áratugnum hófst almennt notkun loftblendis í steypu til veðrunarvarna. Þótt þetta gerðist áratug fyrr hér en í grannlönd- um okkar var nýjungin of seint á ferðinni til þess að veija vikuriðnaðinn þeirri vantrú sem á honum skapaðist. Samt voru á þessum tíma hafnar rannsóknir á loftblendnum vikursteyp- um og á grundvelli þeirra byggð mannvirki sem nú hafa fengið 30-40 ára góða reynslu. Segja má að íblöndun lofts sé nauðsynlegt í vikursteypum. Annarsvegar vegna þess að það hefir svo mikil mýkjandi áhrif á ferska steypuna. Hinsvegar að það opnar steypupas- tann, hina hörðnuðu sementsefju, fyrir útönd- un og vergegn niðurbrotsáhrifum frystinga. Það er augljóst að ef vatnsmettað vikur- korn nær að fijósa hlýtur það að grotna. Þess vegna er svo mikilvægt að fyrirbyggja að vikurinn mettist Og er loftblendi snar þátt- ur í þeirri vörn. Þessi vörn er fólgin í því að ef fullnægjandi loftblendi er í steypunni frýs rakinn inn í loftbólurnar og veldur þá engum spennum í henni. STEYPUGERÐ Öfugt við það sem gildir um steinsteypu eru fylliefnin í vikursteypum miklu léttari en einnig veikari en harðnaða sementsefjan. í venjulegri steinseypu er rúmtak sements- eíjunnar gjarnan um 30% en í léttsteypum er það mun meira, jafnvel 40% af heildarrúm- máli steypunnar. Þekkt er að því minna vatn sem notað er í steypu því þéttari og sterkari verður hún og ef hlutfallið milli vatns og sements verður minna en einn á móti tveimur eftir þyngd hættir hin harðnaða sementseija að vera vatnsdræg. Hinsvegar er sterk sementseija óheppileg í vikursteypum vegna skorpuþorn- unar. Ysta lag steypunnar þornar þá, rýrnar og við það myndast í yfirborðinu vatns- drægar netsprungur. Við gerð á þjálli steypu úr vikri verður því að hafa hliðsjón af þessum atriðum. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vikursteypum hafa verið ijöl- þættar við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Einkum hafa þær þó snúist um þjálar vikursteypur og þróun þeirra. Þessar rannsóknir hafa m.a. leitt til notkunar á kísilryki og þöndum pólýstýren-kúlum í steyp- unum en hvor tveggja þessara efna auka mikið á stöðugleika loftblendisins í steypun- um. Þörf er fyrir mjög mikið loft til fyllingar í slíkum steypum og því hafa þessi efni haft mikið gildi fyrir þróunina. Steypa, sem þann- ig er búin til, verður voðfelld og sérlega þjál (mynd 3) og þyngd hennar er aðeins rúmur þriðjungur af þyngd venjulegrar steypu. ÁRANGUR RANNSÓKNA Á grundveili þeirra niðurstaðna sem af rannsóknunum hafa fengist hefur Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins nú byggt 750 fermetra tilraunaskála (mynd 4). í þess- um skála má sjá margvíslega notkun á vikur- steypum svo sem vatnsfælna utanhúss steypu, hijóðísogssteypu, vikurmúr, hlaðinn hring- stiga, áferðartilraunir, steypta dyrakarma, mismunandi nagl- og skrúfufestingar o.fl. Næg þekking er nú í landinu til þess að koma í veg fyrir aðra kollsteypu í léttsteypu- ' iðnaði vegna tæknilegra mistaka. Höfundur er verkfræðingur á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti. Hinn nýi tilraunaskáli Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á Keldnaholti. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.