Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIK.l \I5IAI)SI\S - >ll\\l\(,/IISriH 40. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Tveir listmálarar Kjartan Guðjónsson og Helgi Þorgils Frið- jónsson deila opnu Lesbókarinnar að þessu sinni. Kjartan er einn úr upphaflega sept- emhópnum. Nú opnar hann sýningu sem hann nefnir Konan og ljóðið. I samtali við Þröst Helgason af því tilefni eru þó hvorki konur né ljóð honum efst í huga, heldur sérfræðingaveldið í myndlistarheiminum. Helgi Þorgils Friðjónsson er nemandi Kjartans. Málverkið átti við andstreymi að etja og árið 1980 var Helgi Þorgils meðal annars sagður hafa málað síðasta málverk- ið sem gert yrði. Þeirri útför hefur þó ver- ið aflýst, eins og Orri Páll Ormarsson segfir í umfjöllun um Helga Þorgils sem er á Sjón- þingi Gerðubergs þessa helgi. Björn Jónsson - karlssonur ævintýrisins - eins og grein- arhöfundurinn, Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor, nefnir hann, var af alþýðu- fólki kominn en reis til þeirra metorða að verða bæði ritstjói ísafoldar og ráð- herra eftir kosningarnar 1908. Það er síðari hluti greinarinnar sem hér birtist og heitir: Bardagamaður í eðli sínu. Ivar Aasen faðir nýnorskunnar var mikill íslandsvin- ur og bar djúpa virðingu fyrir íslenskri tungu og menningu. Hugur Aasens til íslendinga kom einkar skýrt í ^jós í ávarpi sem flutt var á þjóð- hátíðinni á Þingvöllum 1874. Þar segir Aasen að á sama tíma og Norðmenn vanræktu hina gömlu norrænu tungu og hættu að no ta hana í kirkju og skólum hafi íslendingar haldið tryggð við málið og fullkomnað það enn meir. Norð- menn vi^ji nú þakka þessa tryggð Islend- inga. Kjartan G. Ottóson hefur skrifað grein um Aasen í tilefni þess að á þessu ári minnast menn 100 ára ártíðar hans. Forsíóumyndina tók Einar Falur af listmólurunum Kjartani Guðjónssyni og Helga Þorgils Friðjónssyni. STEINGRÍMUR THORSTEINSSON HVAR ERU FUGLAR ÞEIRÁSUMRISUNGU? Hvar eru fuglar þeir á sumrí sungu? Þeir suður flugu brímótt yfír höf. Hvar eru blómin sæl frá sumrí ungu? Und snjónum hvfla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærrí um hvítnað land, en þung með drunu-hljóð, þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri, .hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð. Hvað er nú blóma? helblóm hörku viður, sem hrímhvít skarta frosnum rúðum á, og geislablóm, sem glitar máni niður á glerskyggð blásvell vetrarheiði frá. Nei, sönglíf, blómlíf fínnst nú aðeins inni, þar andinn góður býr sér sumar til með söng og sögu, kærieik, vina-kynni á kuldatíð, við arin-blossans yl. Svo dvelji söngflug hver einn fyrír handan og hylji fönnin blómið hvert, sem dó; vér eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó. Steingrímur Thorsteinsson, 1831-1913, vor eitt helsta skóld rómantísku stefnunnar í íslenskum bókmenntum. Hann las mólfræði við Hafnarhó- skóla, ótti heima í 20 ór í Danmörku þar sem hann fékkst við ritstörf og var orðinn þjóðkunnur þegar hann hélt heim, þar sem hann gerðist kennari og siðor rektor lærða skólons. Þjóðin kunni utanað mörg ættjarð- arljóð Steingrims, þvi þau voru oft ort við þekkt sönglög. RETT AÐFERÐ, RÖNG EÐA WHITBY-AÐFERÐIN RABB SNEMMA sumars skrapp ég til Englands til að kynna mér verkmenntun og fullorðins- fræðslu ásamt nokkrum öðr- um Evrópubúum. Við dvöld- um vikutíma við Teeside, norðarlega í Iandinu við vöggu sjálfrar iðnbyltingar- innar. Nú bera borgir og bæir merki atvinnu- leysis og niðurlægingar. Umhverfís eru fagrar sveitir og lítil sjávarþorp sem minna enn á smyglara og dulúð fortíðar. Við lærðum þarna margt og mikið um gæðastjómun í verkmenntun, um Evrópu- staðla prófa, um nákvæmari inntökuskilyrði nemenda, matsaðferðir og samkeppni fram- haldsskóla um nemendur og kennara. Bretar eru að endurskipuleggja verkmenntun í landi sínu. Kvöld eitt, að loknu dijúgu dagsverki, fórum við til Whitby, smábæjar við sjóinn, okkur til skemmtunar. Þaðan er sjálfur Drak- úla greifí ættaður. Við slógumst í hóp ferða- manna sem gengu um bæinn undir leiðsögn frábærs sagnamanns sem hafði bmgðið sér í gervi hins ódauðlega greifa. Hann hóf frá- sögn sína á því að segja okkur, að til séu þijár aðferðir við alla hluti, sú rétta, sú ranga og loks Whitby-aðferðin. Sú hin síðastnefnda gengur ævinlega upp þótt hún sé strangt til tekið hvorki rétt né röng. Samkvæmt henni helgar tilgangurinn meðalið. Mér varð hugsað til þess að við íslendingar notumst gjarnan við Whitby-aðferðina þegar eitthvað stendur til. Kvöld eitt í júlí setti ég sjálf allt mitt traust á Whitby-aðferðina. Þetta kvöld átti að rýma til fyrir nýrri eldhúsinnréttingu heima hjá mér. Vinkona mín barði að dymm, opnaði og gekk inn óvenju gustmikil. Hún var klædd fallegum sumarbúningi með glæsilega bláa eyrnalokka og skærmálaðar varir líkt og hún væri á leiðinni í garðveislu. „Heldurðu að maður dressi sig ekki upp fyrir niðurrifsstarf- semi,“ sagði hún hress í bragði og bætti svo við: „Sjáðu hvað ég fann,“ og veifaði vold- ugu kúbeini og þungri sleggju. Ég kvaddi eldhúsinnréttinguna mína í huganum. Við munduðum kúbeinið og nú hófst eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins. Við lögðum til atlögu við hillur og skápa, æpandi af gleði þegar eitthvað lét undan. Siguróp okkar, þegar stoð ein mikil brotnaði undan sam- eiginlegu átaki, minntu líklega fremur á Tarzan en Jane. Mér varð hugsað til vesal- ings nágranna míns, sem er óvenju næmur fyrir öllum aukahljóðum í húsinu, og vonaði heitt og innilega að hann hefði farið með spúsu sína í langa kvöldgöngu. Allt í einu sagði vinkona mín, sem ævinlega hefur vit fyrir okkur báðum: „Heyrðu, við skulum hætta að rembast þetta eins og ijúpan við staurinn og hugsa. Maðurinn minn segir að karlmenn noti ævinlega höfuðið við svona verk. Það er líklega eitthvað til í þessu hjá honum, þótt við viðurkennum það aldrei opinberlega. Svona verk eru náttúrlega eng- in kraftaverk." Ég stundi, þurrkaði svitann af andlitinu ogyggldi mig. „Jæja, það er sama hvaðan gott kemur," tautaði ég. Lík- lega var þetta ráðlegt. Við settumst niður og hugsuðum. Skoðuðum samskeyti og nagl- festingar og réðumst loks aftur til atlögunn- ar, öllu yfírvegaðri en fyrr. Nú skotgekk verkið. Fyrr en varði höfðum við rifíð allt út úr eldhúsinu. Næst losuðum við gamalt baðker á ljóns- fótum úr baðherberginu og bárum allt dótið í snyrtilega hrúgu að húsabaki. Við vorum himinlifandi og fengum þarna enn eina stað- festinguna á því að konur geta allt. Niður- rifsstarfsemin var óskaplega skemmtileg, hraðvirk og árangursrík. Uppbyggingin var erfiðari og öllu tíma- frekari. Þar kom til kasta iðnaðarmanna- flokks, sem þurfti að samstilla líkt og þegar ballettmeistari stillir saman dansara fyrir sýningu. Ekkert mátti fara úrskeiðis, störfín varð að vinna í réttri röð og án tafar. Raf- virkinn kom, greindi vanda heimsmálanna og raflagnanna og sendi mér svo son sinn til að sjá um lagnimar. Málarinn kom líka, með lið hjálparkokka, spilaði hávaðatónlist á útvarpið mitt, og sparslaði veggi. Máln- ingarvinnuna tóku þeir seinna með átaki fram á rauða nótt. Smiðurinn, yfirvegaður og stoltur, minnti helst á skurðlækni sem er að búa sig undir uppskurð á auga, þar sem hann stóð innan um kassa með innrétt- ingum og efni og raðaði foiTnum og málum í huganum áður en hann tók til óspilltra málanna. Píparinn lagði lagnir, fór svo í sólarlandaferð, sendi frænda sinn til að taka við. Sá hvarf einnig í sumarfrí, og svili hans kom og hélt verkinu áfram. Loks birtist píp- arinn sjálfur aftur, brúnn og sællegur, og lauk því með prýði. Þó var múrarinn minn einn eftirminnilegasti maðurinn í þessum hópi. Hann var heimspekingur til orðs og æðis og þó fámáll. A honum hvíldi sú ábyrgð að tryggja að sturtubotn, sem verið var að koma upp, héldi vatni og væri auk þess nægilega rúmgóður fyrir fatlaðan mann að athafna sig. Ég hef sjaldan séð vandaðri vinnubrögð né meiri metnað lagðan í nokk- urt verk. Múrarinn mætti gjarnan upp úr sex á morgnana til að leggja drög að verk- inu. Hann kom aftur flest kvöld og vann frameftir. Iðnaðarmennirnir mínir umgengust hver annan ekki ósvipað og kettimir í hverfínu. Allt gekk snurðulaust svo fremi að hver um sig virti svæði hins og blandaði sér ekki í vinnubrögð náungans. Ef út af þessu brá, stundu þeir lágt og höfðu orð á því að þessi eða hin starfsstéttin hefði hæfílegt vit á fag- mennsku annarra. Þótt Whitby-aðferðin skili árangri á sinn hátt eru verksvit og fagleg vandvirkni helstu aðalsmerki manna, enda dugar Whitby-aðferðin betur til niðurrifs en uppbyggingar. Verksvit liggur væntanlega misvel við mönnum eins og flest annað. Eitt er þó víst, því betri sem verkmenntunin er á öllum svið- um, þeim mun meiri líkur eru á því að verk- menning þróist og dafni í landi framtíðarinn- ar. Því er mikilvægt að treysta sem allra best verkmenntun í framhaldsskólum okkar. Við getum lært margt af Bretum í þessu efni. Einn helsti galli á nýja verkmenntakerfi Bretanna virtist vera sá, að þeir, sem allra helst þyrftu á góðri menntun að halda, virt- ust einna ólíklegastir til að fá inngöngu í framhaldsskólana, eða ljúka námi sínu, kæm- ust þeir þar að á annað borð. Sú tilhneiging blasti við að litið væri á nemendur sem „framleiðslueiningar", og þá sem ekki ná prófí sem „óarðbærar einingar" eða „áhættufé", og skólana sem „rekstrareining- ar“ í innbyrðis samkeppni á hinum „fijálsa markaði“. Ég ræddi stuttlega við bjarteygan, sextán ára pilt, sem hafði lítillega komist í kast við lögin vegna búðarhnupls og lent á blind- götu. Hann sótti námskeið á illa búnu verk- stæði fyrir vandræðaunglinga, þar sem hann fékk hvorki réttindi til vinnu né framhalds- náms. Hann horfði á mig stórum, brosmild- um augum og sagði: „Helst hefði ég viljað læra rafvirkjun og eignast mitt eigið fyrir- tæki þegar ég verð stór, en ætli ég verði ekki bara dópsali. Auðvitað fylgir því áhætta, og maður verður að passa sig að nota ekki draslið sjálfur. En þetta svokallaða nám hér skilar okkur bara á atvinnuleysisskrá. Ég þekki það líf vel, því bæði pabbi og afí voru atvinnulausir mestan part ævinnar. Dópsal- inn í hverfinu mínu er eini maðurinn sem á bíl, kærustu og eigin íbúð.“ Ég hugsaði með mér að líklega væri þetta ekki svo vitlaust frá sjónarhóli þessa gerðarlega pilts. Koma skólarnir okkar öllum nemendum til þess þroska sem æskilegt væri? Styðjum við þá nægilega til að þeir geti forðast rugl og óráðsíu, gert mistök og lært af þeim án þess að þeir heltist úr lestinni? Við eigum afbragðs iðn- og tæknimenntað fólk og frá- bæra listamenn. Hvemig ætlum við að tryggja að svo verði áfram? Framtíðin ræðst af því að við eflum verklega, tækni- og list- menntun ekki síður en bóklegar menntir. Það er nauðsynlegt en ekki nægilegt að auka fjármagn til verkmenntunar og bæta þar kennsluhætti. Við þurfum þó allra helst að breyta viðhorfum til starfa. Latur háskóla- prófessor, kjarklaus og sérhygginn stjóm- málamaður eru jafnmiklir amlóðar og físk- verkakona sem svíkst um að beinhreinsa þorskflak. Við þurfum að átta okkur á því að störf eru einungis mikilvæg og merkileg séu þau unnin vel. DÓRA S. BJARNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.