Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 15
SPESSI MEÐ SÝNINGU í HAFNARHÚSINU Morgunblaóið/Kristinn „ÉG VAR að leita að einhverju sérstöku í venjulegu fólki," segir Spessi um Ijósmyndasýningu si'na íHafnarhúsinu. TILRAUN UM PORTRETT „ÞETTA ER tilraun,“ segir ljósmyndar- inn Spessi um sýningu sem hann heldur nú í Hafnarhúsinu, „þetta er tilraun með portrettið. Ég reyni að láta fólkið á myndunum koma fram í sinni tærustu mynd. Hér er enginn leikur með ljós eða sjónarhorn, myndirnar eru teknar beint framan á fólkið, bakgrunnurinn er hvít- ur og myndirnar eru í fullri manns- stærð. Eg reyni ekki að breyta neinu. Þetta eru myndir af hinum venjulega manni eins og hann er úti á götu þar sem við sjáum hann yfirleitt ekki, þar sem við veitum honum nánast aldrei athygli. Það er vissulega vænlegra að fá ein- hvern frægan til að silja fyrir og brosa og þar með gera viðkomandi ódauðleg- an, lifandi vitnisburð um eigin frægð. En ég, ég er vinur litla mannsins, af því að ég er hann. Mér datt í hug að taka myndir af venjulegu fólki og sjá hvort það yrðu ekki góðar myndir. Ég var að leita að einhverju sérstöku í venjulegu fólki, um leið og ég sá það bað ég um að fá að mynda það. Ef ég fengi að skipta um fræga fólkið eins og við þekkjum það í dag myndi ég selja þetta fólk í staðinn. Þú veist allt um frægar manneskjur af því að þú sérð þær svo oft. En þú sérð svo sjaldan venju- legar manneskjur þó þú mætir þeim á hveijum degi. Þekkjum við ekki neinar venjulegar manneskjur af því að við sjáum ekki myndir af þeim á hveijum degi? Niðurstaða tilraunarinnar er sú að um leið og maður hefur tekið hinn venjulega mann út úr mergðinni verður hann sér- stakur; hann hættir að vera venjulegur og verður einstakur.“ Sýningin stendur til 26. október. HOLLENSKUR FLAUTUKVARTETT í SIGURJÓNSSAFNI HOLLENSKI flautukvartettinn Brisk held- ur tónleika í Sigutjónssafni á sunnudag kl. 20.30. Á verkefnaskrá kvartettsins eru tón- smíðar frá barokk- og endurreisnartímanum sem og nútímaverk, sum hver samin sér- staklega fyrir kvartettinn. Þá hefur kvart- ettinn einnig lagt áherslu á létta og hraða tónlist í anda Henry Purcell og Matthew Locke. Leikió vióa um Evrópu „Brisk kvartettinn var stofnaður árið 1985 af þeim Maijan Banis, Alide Verheij, Jantien Westerveld og Bert Honig en þau lærðu öll fiðluleik í Sweelinck Conservatory í Amsterdam. Þau hafa haldið fjölda tón- leika í Hollandi. Þá hefur kvartettinn leikið á tónleikum víða um Evrópu og tekið þátt í mörgum þekktum tónlistarhátíðum. Einnig hefur kvartettinn komið oft fram í útvarpi og sjón- varpi og mun á þessu ári halda hljómleika bæði í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Til þess að ná hinum rétta hljómi nota fjórmenningarnir margar tegundir af flaut- HOLLENSKI flautukvartettinn Brisk heldur tónleika í Sigurjónssafni á sunnudag. um. Þeirra á meðal er blokkflautusafn sem smíðað er af Englendingnum Adrian Brown,“ segir í kynningu. MARGAR SKOÐUNARVERÐ- AR SÝNINGAR r Ahugamenn um myndlist þurfg ekki aó sitjg auóum höndum í skammdeginu því aó íslensk listasöfn bjóða upp ó margar skoðunarverðar sýningar. ÞRÖSTUR HELGASON leit í sýningarskrór safnanna. í LISTASAFNI íslands vekja þrjár sýningar sérstaka athygli. Afmælissýning Asgríms Jóns- sonar verður opnuð 19. október. Liðin eru 120 ár frá fæðingu Ásgríms og verður í tilefni þess sýnt úrval verka úr listaverkagjöf hans í efri sölum listasafnsins. íslensk náttúra var meginviðfangsefni Ásgríms og eru landslags- myndir flestar meðal málverka í safni hans en einnig má nefna þjóðsagnamyndir, manna- myndir, blómamyndir og mannlífsmyndir. Enn- fremur verða sýnd ýmis gögn úr fórum lista- mannsins sem varpa ljósi á líf hans og starf. Á vængjum vinnunnar nefnist sýning á verk- um Edvards Munchs sem mun sýna óvænta og lítt þekkta hiið á þessum mikilhæfa lista- manni. Hér kemur Munch fram sem sérstakur áhugamaður um stritvinnu og líf verkafólks. Nokkrum sinnum á ferli sínum tók Munch sig tii og málaði myndir af verkafólki, bændum og sjómönnum við ýmis störf eða leik. Meðal stærstu verka Munchs er einmitt langmynd af verkafólki sem hann gerði fyrir Freia-verk- smiðjuna í Ósló. Á sýningunni, sem verður opnuð 9. nóvember, verða 66 verk, olíumál- verk, teikningar og grafísk þrykk. Einnig vekur sérstaka athygli sýning á höggmyndum eftir Max Ernst en hann var einna fjölhæfastur þeirra listamanna sem telj- ast til súrrealismans. Jafnframt því að fást við myndlist var Ernst afkastamikill rithöfundur og fyrirlesari. Hann hafði sérstakan áhuga á því hvernig list frumstæðra þjóða hefði haft áhrif á vestræna list. Þessi áhugi birtist meðal annars í ævilangri gagnrýni hans á svonefnda siðmenningu. Sýningin, sem hefst 8. febrúar, gefur yfírlit yfír verk Emsts á ámnum 1930 til 1974. Einnig verða sýndar ljósmyndir af honum teknar af mörgum þekktustu ljósmynd- urum aldarinnar, svo sem Man Ray, Bill Brandt og Henri Cartier-Bresson. Þijár aðrar sérsýningar verða í Listasafni ísiands í vetur; sýning á verkum Eiríks Smiths verður opnuð 6. desember, í mars og maí verða sýnd verk sem safnið hefur keypt síðustu ár og í apríl og maí verða sýndar erlendar teikning- ar en þar sýna sextán listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna teikningar sem liggja nær fagurfræði hugsunarinnar en viður- kenndri fagurfræði forms og línu. Pósl-húmanismi og mikió innlent Fjórar sýningar eru fyrir áramót á Kjarvais- stöðum, sýningar á verkum Jóhannesar Kjarv- als, Robertos Matta og Guðrúnar Gunnarsdótt- ur standa fram í miðjan október en 2. nóvem- ber verður opnuð sýning á nýjum verkum í eigu listasafnsins. Yfirlitssýning á verkum Hrings Jóhannes- sonar verður opnuð 11. janúar auk sýninga á verkum eftir Jónínu Guðnadóttur og Kjarval frá árunum 1930 til 1945. Tvær athyglisverð- ar sýningar hefjast svo 22. febrúar. Sýning í vestursal sem nefnist Post-humanisme inni- heldur verk eftir Peter Angermann, David Boives, Helga Þorgils Friðjónsson, Jan Knap, Milan Kunc, Luigi Ontani, Alexis Rockman og Salvo. í miðsal mun hins vegar Ólafur Elías- son sýna ný verk, hann hefur starfað erlendis og er þetta fyrsta einkasýning hans hér á landi. Yfirlitssýning á glerskúlptúrum Larrys Bells verður opnuð 5. apríl. Sumarsýning Kjarvals- staða verður svo á verkum úr eigu listasafnsins. I Listasafni Kópavogs verður megináhersla lögð á innlenda listamenn. Nú standa þar yfír sýningar á málverkum Ragnheiðar Jónsdóttur og Þorbjargar Höskuldsdóttur og gullsmíða- munum Sigurðar Þórólfssonar. Hrólfur Sig- urðsson sýnir málverk, Sigrid Valtingöjergraf- ík og Gunnar Árnason þrívíð verk á sýningum sem hefjast 26. október. Ljósmyndarafélag Islands heldur svo sýningu sem hefst 15. nóv- ember í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Á sama tíma verða opnaðar sýningar á málverkum eftir Alistair Macintyre og þrívíðum verkum eftir Guðbjörgu Pálsdóttur. í janúar verður afmælissýning á vegum Blaðamannafélagsins og Félags fréttaljós- Á VÆNGJUM vinnunnar nefnist sýning é verkum Edvards Munch í Listasafni ís lands. Myndin heitir Verkamenn í snjó. myndara í Listasafni Kópavogs. 8. febrúar verða opnaðar sýningar á þrívíðum verkum eftir Helga Gíslason, lágmyndum eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur og málverkum Sólveigar Jón- ** asdóttur. Sveinn Björnsson og Sigurbjöm Jóns- son sýna málverk í apríl og Gréta Mjöll grafík. I Hafnarborg stendur nú yfír afmælissýning Leirlistarfélagsins, en 19. október opna Jón Garðar Henrysson og Helgi Ármanns mál- verkasýningar. Jón Óskar sýnir málverk í nóv- ember og um leið verður opnuð sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Ljósmyndasýningar Michaels Moore og Hermanns Smára hefjast 10. janúar. Fimm sýningar eru á dagskrá Listasafninu á Akureyri fram að áramótum. I september sýndi Einar Helgason í austursal myndir unnar með vatnslit og olíukrít, í vestursal sýndi safn- ið nýleg verk sem það hefur eignast og í vestursal var leirlistarsýning Eddu Jónsdóttur og Koggu sem var í Norræna húsinu í haust með tónlist eftir Guðna Franzson. í október _ sýnir Dröfn Friðfinnsdóttir tréristur og mál- verk en í nóvember verður Þorvaldur Þorsteins- son með innsetningar í safninu. Fjölbreytt i NÝLÓ, sjónþing og norreenar kerlingar Fjölbreytt dagskrá verður í Nýlistasafninu í vetur. Ólöf Nordal og Gunnar Karlsson sýndu í september. í október, nóvember og desémber sýna svo Gabriel Orozco, Rirkrit Tiravanija, Robert Thill, Steingrímur Eyfjörð, Margrét Sveinsdóttir, Erik Dijkman, Finnur Arnar Arn- arsson og Ingileif Thorlacius. Fram á vor munu Svava Björnsdóttir, Guðjón Ketilsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Bjarni Þórarinsson, Níels Hafstein, Sólveig Eggertsdóttir og Guð- rún Einarsdóttir sýna. í maí verður sett upp sýning á verkum eftir hollenska listamenn en sýningarstjóri verður Rúnar Lúðvíksson. Sjónþingin halda áfram í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi; fyrir áramót verða Helgi Þorg- ils Friðjónsson og Guðrún Kristjánsdóttir tekin fyrir. Einnig verður opnuð sýning á mynd- skreytingum úr norrænum barnabókum í mið- stöðinni 23. nóvember. í Norræna húsinu verður meðal annars sett upp forvitnileg sýning í febrúar og mars sem ber heitið Norrænar kerlingar en þetta er sam- norræn sýning þar sem íslenskir þátttakendur verða tveir, Guðný Magnúsdóttir og Kogga. í janúar verða sýnd verk eftir Ludvig Stiefel og Gerhard R. Zeller. I febrúar sýnir Norðmaður- inn Morten Krogvold ljósmyndir frá íslandi. Tryggvi Ólafsson sýnir málverk í mars og apríl og Antti Linnovaara frá Finnlandi sýnir málverk í apríl og maí. í maí verður einnig norræn samsýning á verkum gullsmiða í Nor- ræna húsinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.