Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 13
Híssh ■■ ii ÍjBB ] IVAR Aasen fæddist árið 1813 í 0rsta á Sunnmæri á vesturströnd Noregs, miðja vegu milli Björgvinjar og Þrándheims. mörg orð sem Aasen hlýtur að hafa smíðað sjálfur, á grundvelli þeirra sveitamálsorða sem hann hafði safnað á ferðum sínum. Nefna má orð eins og landlæra (landafræði), lærebygnad (kenningakerfi) og ombroytes- mann (umbótasinni). Hins vegar er vart hægt að finna eitt einasta hreint tökuorð úr nútímaíslensku í Prover. Seinni málfræóirit Aasens Þegar Aasen var búinn að koma frá sér málfræði og orðabók yfir sveitamállýskurnar og gefa sýnishorn af nýju ritmáli á grund- velli þeirra hafði hann lokið grunnþáttunum í hinu upphaflega ætlunarverki sínu. Næstu árin gat hann sýnt betur hvers hið nýja rit- mál var megnugt í frumsömdum bókmennt- um, þýðingum og öðrum verkum. Einna brýn- ast þótti Aasen að minna norskan almúga á tengsl alþýðumálsins við fornmálið. Aasen tók því saman En liden Læsebog i Gammel Norsk sem kom út 1854, með fornnorskum textum eingöngu. Þegar fram liðu stundir sá Aasen þörfina á að endurskoða málfræði sína og orðabók. Honum hafði legið talsvert á að koma niður- stöðum rannsókna sinna á framfæri, og vildi vinna úr þeim í betra tómi, og taka með nýtt efni sem hann hafði safnað síðan. Mikil- vægast var þó að nú vildi hann skrifa mál- fræði og orðabók þar sem hið nýja ritmál, landsmálið, var lagt til grundvallar, og fjallað um mállýskurnar sem talmálsafbrigði af landsmálinu. Á þessum árum hélt Aasen áfram að velta fyrir sér íslenskri nýyrðasmíð. Meðal annars íhugaði hann að þýða fræði Lúters á norsku, og aflaði sér íslenskrar þýðingar til að hafa til hliðsjónar. Aasen hafði sem sé hugsað sér að vera jafn strangur og íslendingar við að forðast tökuorð í þessu riti. Árið 1858 kom hins vegar út bók á nýnorsku, sem ýtti við Aasen, Ny hungrvekja eftir Jan nokkurn Prahl í Björgvin. í þessari bók var að fínna mörg nýyrði sem tekin voru beint úr nútímaís- lensku, og Aasen fann að mörg þeirra áttu illa við í norskunni. Hin nýja norska málfræði Aasens, þar sem hann leggur hið samræmda ritmál til grund- vallar í stað mállýsknanna, hét einfaldlega Norsk Grammatik, og kom út árið 1864. Orðabók Aasens hét á sama hátt Norsk Ord- bog, og kom hún út 1873. Skilgreiningar orðanna í þeirri bók hafa hlotið einróma hrós orðabókahöfunda fýrir það, hve gagnorðar, nákvæmar og áreiðanlegar þær eru. Fjöl- margir Norðmenn nota orðabók Aasens reglulega enn á okkar tímum. I Norsk Grammatik má sjá gagnhugsaðar niðurstöður af hugleiðingum Aasens um hvernig skipulega megi rækta orðaforða hins nýja ritmáls. Það sýnir vel, hve Aasen var langt á undan sinni samtíð, að í umfjöllun hans er sláandi margt líkt því sem finna má í íslenskum málræktarritum frá okkar eigin öld. Aasen er ekki skilyrðislaust á móti öllum tökuorðum, og sér mismikla ókosti við ein- stök tökuorð. Sá ókostur er þó við tökuorð almennt, að þau lama hina skapandi krafta í því máli sem tekur við fjölda þeirra. Aasen bendir á ýmsar leiðir til að forðast tökuorð með því að auðga hinn innlenda orðaforða. Meðal annars ætti að nota sjaldgæf, en ná- kvæm mállýskuorð, og taka upp orð úr forn- málinu sem fallið hafa í gleymsku. Þá telur Aasen þjóðráð að víkka merkingu ýmissa góðra orða, t.d. agn, sem í norsku alþýðu- máli táknaði aðeins eina tegund tálbeitu, en mætti nota yfír hvers kyns tálbeitu. Um nýleg hugtök, sem ekki er til nokkurt norskt orð fyrir, sé eðlilegt að mynda orð af norskri rót og eftir reglum norsks máls. í seinni ritum sínum á nýnorsku notar VrCX>y- $cí íí\ fitogg Íímfjttgtng tjncr Bhttpmttgcn gg JlcmtcfhjR, tiímfintnb fijrc UitgbDmcn. Jhlptanto. ffmroflt oti brt iiocftí Samtajci. 5 nm i>. t. 1875. ' / _______________________________ IVAR Aasen skrifaði nýnorska fjölfræðibók handa unglingum og gaf út án höfundar- nafns 1875. Aasen afar fá íslensk tökuorð, eins og í því fyrsta. Þar er girnilegast til fróðleiks ritið Heimsyn frá 1875, sem er almennt fræðslu- rit fyrir ungmenni, af svipuðu tagi og lestrar- bók Þórarins Böðvarssonar. í þessu riti má þó reyndar fínna orðið ravkraft, sem að öllum líkindum er myndað eftir íslenska orðinu rafmagn. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að Aasen tók ekki meira að láni úr samtímaíslensku var kannski sú að ekki mátti lama hina ný- skapandi krafta í málinu sjálfu. Hann vildi eflaust að nýnorskan yrði fullkomlega sjálf- stætt mál, og þá gat ekki verið um það að ræða að taka upp íslensk tökuorð í stórum stíl. Það var í betra samræmi við grundvallar- hugmynd hans að reyna hve langt varð kom- ist með hinum innlenda orðaforða frá öllum landshlutum, sem hann þekkti svo vel eftir vinnu sína við orðabókina. Á þennan hátt fylgdi hann líka anda hinnar íslensku fyrir- myndar mun betur. Skáldskapur og önnur ritstörf Aasen byijaði snemma að skrifa bók- menntir á hinu nýja ritmáli, ekki síst ljóð. Eitt það fyrsta sem hann lét frá sér fara var þó lítið leikrit, Ervingen, sem kom fyrst út árið 1855. Sjálfur kallar Aasen þetta leikrit „Sangspil" á dönsku, enda voru í því ein níu frumsamin ljóð, flest við þjóðlög. Þetta leik- rit hefur verið sett á svið oftar en flest önn- ur leikrit í Noregi, einkum af áhugaleikleikfé- lögum í sveitum landsins. Aasen hafði ort ljóð allt frá unglingsárum, fyrst á dönsku, svo á mállýsku sinni. Lang- mest birti hann þó á landsmáli, og var það þó ekki mikið að vöxtum. Ýmis hinna ný- norsku ljóða hans eru enn í hópi vinsælustu og mest sungnu ljóða í Noregi. Styrkur ljóða hans er ekki fjörugt ímyndunarafl, heldur skýr hugsun og fágað form, og ekki síst al- þýðleg yrkisefni. Aasen yrkir ekki síst um land sitt og þjóð, og tekur málstað alþýðunn- ar gagnvart þóttafullri yfírstétt. Mörg vinsæl- ustu ljóða Aasens birtust í ljóðakverinu Symra frá 1863, og átti titillinn að minna á sumarið. Snemma á ferli sínum (1853) birti Aasen ljóðið Haralds-Haugen þar sem hann beitir ljóðstöfum að íslenskum hætti. Þegar fornís- lenskufræðingurinn Guðbrandur Vigfússon sá kvæðið sannfærðist hann um að Aasen þyrfti ekki að vera marga vetur á íslandi til að verða góður kvæðamaður. Efni kvæðisins er hugleiðingar við haug Haralds hárfagra, og skáldið vill að fordæmi hans hvetji Norð- menn samtímans til dáða. Eitt erindið fjallar um niðurlægingartímabil Noregs, og hér er vart eitt orð sem skýra þarf fyrir íslenskum lesendum: Lidna ero langa laaka Tider; Haralds-Ætti oyddest og ilt var Skiftet; maattlaus, modlaus, minnelaus vardt Lyden, hædt og heijat var Haralds Rike. Aasen lét sér einnig annt um þjóðleg fræði norsk. Þannig gaf hann út mikið safn norskra málshátta sem hann hafði sjálfur safnað, í Norske Ordsprog 1856. Árið 1878 gaf hann út bók um norsk mannanöfn, Norsk Navne- bog, sem hafði mikil áhrif til að endurvekja og breiða út gömul og góð norsk nöfn. Hinn lifandi áhugi Aasens á Islandi kom m.a. fram í ritdómi sem hann birti um fyrstu útgáfuna af safni Jóns Árnasonar, Islenzkum þjóðsög- um og ævintýrum 1862. Aasen fékkst einnig nokkuð við þýðingar á nýnorsku, og gaf út Friðþjófs sögu 1858. Heimsyn, fjölfræðibók Aasens fyrir ungt fólk, frá 1875, er þegar nefnd. Rit Aasens önnur en málfræðileg voru að miklu leyti til þess ætluð að afla nýnorsk- unni fýlgismanna. Almennt vildi Aasen fara varlega í sakirnar, og ekki setja hið nýja rit- mál í stað hins gamla alls staðar þegar í stað, þótt það væri vitaskuld endanlegt mark- mið hans. Hann vildi að menn tækju upp landsmálið þegar þeir lærðu það í skólum og sæju kosti þess. Margir fylgdu brátt í fótspor Aasens og tóku að skrifa nýnorsku. Meðal hinna fyrstu var skáldið Aasmund Olavsson Vinje, sem gaf út á því máli tímaritið Dolen á árunum 1858- 1870. Þegar ritmálið breiddist út var horfið meir frá fornlegum einkennum í regl- um Aasens og tekin upp önnur málfarsein- kenni sem almennari voru í talmáli í landinu í heild. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessari öld, þannig að sú nýnorska sem al- mennust er núorðið er allólík máli Aasens. En sú saga verður ekki rakin hér. Maöurinn Iwar Aasen Haustið 1847 settist Aasen að í Kristíaníu og bjó þar að kalla má það sem eftir var ævinnar. Frá 1851 fékk Aasen styrk frá norska ríkinu til að halda áfram rannsóknum sínum á alþýðumálinu, og hélt honum meðan hann lifði. Flest sumur fram til 1868 fór hann í söfnunarleiðangra, ekki síst um aust- anvert landið, sem hann hafði vanrækt nokk- uð í fyrstu umferð. Vart verður Aasen talinn fríður, og mörg- um þótti hann lítill fyrir mann að sjá. Hann naut sín ekki í fjölmenni, allra síst innan um fínt fólk. í góðra vina hópi gat hann hins vegar leikið á als oddi, hann var einstaklega minnisgóður og afar góður sögumaður. Með- al helstu skapgerðareinkenna Aasens voru vandvirkni og sjálfsgagnrýni sem gat verið lamandi. Margt af ritum hans var þannig ekki gefið út fyrr en eftir hans dag. Þessum föður nýnorskunnar var alla tíð tamast að skrifa á dönsku, því hann taldi aðeins full- kominn texta samboðinn hinu nýja máli sínu. Aasen eignaðist aldrei eigið heimili, heldur bjó alltaf í leiguhúsnæði með fæði. Einhleyp- ur var hann alla tíð, og saknaði mjög fjöl- skyldulífs, eins og m.a. kemur fram í kveð- skap hans. Hann fékk þó oft vini og kunn- ingja í heimsókn. Stundum voru þetta íslend- ingar, t.d. heimsótti Guðbrandur Vigfússon hann nokkrum sinnum. Guðbrandur skrifaði um fýrstu heimsóknimar, sumarið 1854, í frægri ferðasögu frá Noregi sem birtist í Nýjum félagsritum árið eftir. Ein helsta dægrastytting Aasens voru leiksýningar, ekki síst af léttara taginu. Fjárstyrkur hans frá ríkinu var sæmilega góður, og sjálfur var hann nægjusamur, svo ekki þurfti hann að hafa fjárhagsáhyggjur. Síðustu árin var Aasen þrotinn að kröftum. Hann birti nær ekkert eftir 1878, enda hafði hann þá líka skilað góðu dagsverki. Hann lést árið 1896, og mikill fólksfjöldi fylgdi honum til grafar. Höfundur kennir íslenzku við Óslóarháskóla. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR UPPHAF FRIÐAR Við minnumst hinnar merku stundar, hins mikla, fræga leiðtogafundar. Þá einstæður viðhurður átti sér stað sem ávallt mun festur á sögunnar blað. Á íslandi leiðtogar áttu fund í Höfða settust þá niður um stund. Um heimsfriðinn ræddu þeir merku menn. Alþjóð vænti þar afreka senn. Vógu þeir öll sín vígatól sem voru dreifð um byggð og ból. Fjöregg manna fóru um höndum framtíð þjóða í heimsins löndum. Mannkyn að Höfða mændi þá mennina tignu til að sjá taka þar saman hönd íhönd heimsfrið að bæta um álfur og lönd. Tilefni Ijóðsins er leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða 1986. Höfundurinn er bókavörður í Kópavogi. KRISTÍN JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR LJÓTUR MAÐUR Þú kysstir mig eins og þú mættir það þú snertir mig eins og sjálfsagðan hlut þú horfðir á mig eins og þú sæir mig þú komst fram við mig eins og maður gerir ekki. TUNGL- DANS Ég flýt vakin á lygnum sjó horfi á stjörnurnar og er ástfangin því þú dansar trylltan dans á fullu tungli og endurspeglast allt í kringum mig. Höfundur er hljóðfæraleikari. J LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.