Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 6
í i { j LEIFTUR • • FRA OÐRUM HEIMI Finnsk byggingarlist hefur löngum verió hátt skrifuó og vió Hvittrask, eóa Hvítavatn, skammt vestur af Helsinki, standa byggingar sem bera henni fagurt vitni. QRRI PÁLL ORMARSSON svipaóist nýverió um á staónum, þar sem nú er safn, og kynnti sér sögu arkitektanna, Gesellius, Lindgrens og Saarinens, sem hönnuóu byggingarnar í upphafi aldarinnar. EFTIR AKSTUR um hefðbundna hraðbraut og skuggsælan skóg- arveg er komið að ijóðri þar sem við blasir eftirminnileg sjón — einhver friðsælasti og ósnortn- asti staður sem hugsast getur á jarðríki, Hvittrásk í Finn- landi. Á svipstundu er ferða- langurinn hrifinn tæpa öld aftur í tímann þegar hann stendur agndofa andspænis stór- brotnum byggingunum sem arkitektaþríeykið Gesellius, Lindgren og Saarinen, hannaði í úpphafi aldarinnar. Og það er fleira sem snert- ir streng í bijósti hans, svo sem návígið við háttúruna, en skógurinn og vatnið mynda umgjörð sem er engri lík og ekki má gleyma kynngimagnaðri kyrrðinni — sem er allt að því áþreifanleg. Hvittrásk er svo sannarlega sem leiftur frá öðrum heimi. Finnsk byggingarlist er sprottin úr Miðjarð- arhafshefðinni og hafa nýjungar fikrað sig norður eftir ólíkum leiðum á ólíkum tímum. I huga heimamanna tengjast töfrar fínnskrar byggingarlistar hins vegar öðru fremur þeirri staðreynd að austur og vestur skarast á fínnskri grundu. Fyrir vikið hafi fjölbreyttur stíllinn blómstrað þrátt fyrir hijóstrug skilyrði og takmörkuð efnisleg gæði. Samstarf Hermans Gesellius- ar, Armas Lindgrens og Eliels Saarinens hófst fyrir réttri öld, árið 1896. Skömmu síðar stigu þeir tímamótaskrefín. „Þegar við brautskráðumst frá Tækni- skólanum í Helsinki árið 1898 höfðum við þegar hlotið tvenn verðlaun og á fyrstu árunum sem við rákum sameiginlega vinnustofu var okkur úthlutað ótrúlegum fjölda verkefna,“ er haft eftir Saarinen. Árið 1900 var félögunum falið að hanna framlag Finna til Heimssýning- arinnar í París, skálabyggingu sem gerði þá heimsfræga á einni nóttu. Nutu þeir fulltingis list- málarans Axeli Gallen-Kalielas, sem myndskreytti loft bygging- arinnar. Árið 1901 var svo komið að stofan sá ekki fram úr verkefn- um og ákváðu félagamir þá að yfirgefa Helsinki. Fundu þeir sextán hektara land við Hvittrásk, ellegar Hvítavatn, vestur af höfuðborginni, þar sem þeir gátu allir byggt sér íbúðar- húsnæði með stórri sameigin- legri vinnustofu. Tóku þeir þeg- ar til óspilltra málanna við að gera teikningar og árið 1902 var byggingarframkvæmdum lokið. Húsin, sem eru í þjóð-rómantísk- um stfl, eru öll úr timbri og gran- íti en hver arkitekt hannaði vita- skuld sitt hús. Óx ásmegin dag frá degi f Byggingamar í Hvittrásk eru tvær. Suðurálma aðalbygging- arinnar var heimili Eliels Saarin- ens. Hannaði hann öll húsgögnin sjálfur og voru þau ýmist smíðuð á staðnum eða í Turku. Þá hann- aði hann jafnframt öll gólfteppi nema eitt, Logann, sem kom úr smiðju Gallen- Kallelas. Voru teppin handsaumuð af seinni konu Saarinens, Loja. Armas Lindgren hann- aði nórðurálmuna og Herman Gesellius Svarta húsið sem er öllu smærra og stendur gegnt aðalbyggingunni. Arkitektastofan í Hvittrásk var á þessum tíma sú eftirsóttasta í Finnlandi og óx ásmeg- in dag frá degi. Hugmyndir þremenninganna fjarlægðust hins vegar ört og árið 1905 gerð- ist hið óhjákvæmilega, upp úr samstarfinu slitnaði. Það var Lindgren sem klauf sig út úr hópnum og sneri aftur til Helsinki þar sem hann varð síðar prófessor við tækniskólann í borginni. Festi Saarinen kaup á hluta Lind- grens í Hvittrásk. Saarinen og Gesellius störfuðu saman í tvö ár til viðbótar en settu þá hvor sína vinnustof- una á laggirnar í Hvittrásk. Þegar krabba- mein i hálsi lagði þann síðarnefnda að velli árið 1916 seldi ekkja hans Saarinen Svarta húsið og hafði hann þar með eignast Hvittrásk í heild sinni. Lét hann breyta híbýlum félag- anna í dvalarstað fyrir vini sína, vandamenn og samstarfsmenn. Á ýmsu hefur gengið í Hvittrásk í gegnum tíðina og árið 1922 varð norðurálma aðalbygg- ingarinnar eldi að bráð. Var hún endurbyggð Morgunblaðið/Jari Soini SUÐURÁLMA aðalbyggingarinnar í Hvittrásk, hönnuð af Eliel Saarinen. Þar er nú safn til húsa. Hvittrask (Sauna) SETUSTOFAN í suðurálmunni, þar sem menn á borð við listmálarann Axeli Gallen-Kallela og rithöfundinn Maxím Gorki, sem voru miklir vin- ir Saarinens, sötruðu kaffi á sínum tíma. Húsgögnin hannaði Saarinen. á árunum 1929-33 samkvæmt teikningum Eeros Saarinens, sonar Eliels, sem jafnframt var arkitekt og er nú öllu smærri í sniðum. Þegar frá leið jukust umsvif Saarinens í Bandaríkjunum. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að enskukunnátta var af skomum skammti í Finnlandi á þessum tíma og brá Saar- inen á það ráð að fá til liðs við sig breskan arkitekt, Charles að nafni, til að annast sam- skiptin við viðskiptavinina vestra. Charles þessi var mikill áhugamaður upi norræna lifnaðar- hætti og kostaði kapps um að læra hina ýmsu siði sem hafðir voru í hávegum í Finnlandi. „I say ..." Eitt af því sem freistaði Bretans var að læra á skíðum, þannig að Saarinen lét einn góðan veðurdag til leiðast og skundaði með hann á fjöll. Þegar upp var komið og Charles búinn að binda á sig skíðin tókst hins vegar ekki betur til en svo að hann stökk af stað, Saarinen algjörlega að óvörum, niður brekku sem þakin var skógi. Gestgjafanum varð vitaskuld um og ó enda ekki til þess vitað að nokkur Finni hefði gerst svo fífl- djarfur að reyna fyrir sér í um- ræddri brekku, hvað þá erlendir grænjaxlar. Hann reif því af sér skíðin og hljóp í dauðans ofboði niður til að „hirða upp leifarnar af Charles," svo sem hann ku hafa orðað það sjálfur. En hvað var að tarna? Þegar niður var komið bar ekki á öðru en Bretinn væri heill á húfi. Hann var reyndar fatalítill, blár og marinn, auk þess sem öðru skíðinu hafði snúist hugur í miðri brekku — en heill á húfi. Saarin- en rak að sjálfsögðu upp stór augu en þegar Charles tók til máls vissi hann að þar hafði hann eignast vin fyrir lífstíð. Ummælin er, gildi sögunnar vegna, óhugsandi að þýða á ís- lensku: „I say, what an extraord- inary sport you have here in Scandinavia." Svo mörg voru þau orð. Eftir að hafa hlotið önnur verðlaun í Chicago Tribune Tow- er-keppninni árið 1922 ákvað Saarinen að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Settist fjöl- skyldan að í Cranbrook, Michig- an, en dvaldist jafnan í sumar- leyfum í Hvittrásk til ársins 1949, þegar hún seldi hjónunum Rainer og Anelma Vuorio eign- ina. Ári síðar gaf Saarinen upp öndina og var lagður til hinstu hvílu í Hvittrásk þar sem Gesell- ius er jafnframt grafinn. Árið 1968 eignaðist Gerda & . ,Gröf Saarinens Salomon Wuorio stofnunin Hvittrásk og lét hún gera umtalsverðar endurbætur á húsunum á árunum sem komu í kjölfarið. Aðalbygging- unni var breytt með safn í huga og Svarta húsinu var breytt í veitinga- og kaffihús. Finnska ríkið festi kaup á Hvittrásk árið 1981 og Hvittrásk-stofnuninni, sem heyrir undir menntamálaráðuneytið, var komið á fót til að annast rekstur staðarins. Safnið er nú eingöngu í syðri álmu aðalbyggingarinnar en lítið hótel í þeirri nyrðri. í Svarta húsinu er sem fyrr rekinn veitingastaður. í þeim rekstri felst ennfremur að annast bókanir vegna hót- elsins og baðhússins, sem komið hefur verið upp við vatnið, auk þess að ráðstafa vinnustof- unni vegna ráðstefnuhalds og annarra athafna af því tagi. Byggingarnar f riðadar í september 1989 ákvað finnska ríkisstjórn- in að byggingarnar í Hvittrásk skyldu friðað- ar samkvæmt lögum um friðun bygginga með menningarlega, sagnfræðilega eða byggingar- sögulega þýðingu og ári síðar var farið að leggja drög að umfangsmiklum endurbótum á húsunum. í október 1993 lá fyrir fram- kvæmdaáætlun þar sem ráð var fyrir gert að húsin yrðu gerð upp í áföngum. Er markmið- ið vitaskuld að varðveita þessar sögufrægu byggingar í upprunalegri mynd — eða því sem næst. Nú á haustmánuðum 1996 sér síðan fyrir endann á framkvæmdunum og eru þær svo vel á veg komnar að safnið var opnað almenningi í maí síðastliðnum. Sitthvað sérkennilegt hefur drifið á daga iðnaðarmannanna sem starfað hafa að endur- bótunum — sumt spaugilegra en annað. Eitt af því sem ákveðið var að fjarlægja voru timb- urklæðningar á veggjum aðalbyggingarinnar sem voru á skjön við hina upprunalegu innrétt- ingu. Er þeim hafði verið varpað fyrir róða kom í Ijós veggfóður sem reyndist vera fram- leitt af breska fyrirtækinu Sandersons árið 1902, sama ár og húsið var byggt. Þar sem í Ijós kom að fyrirtækið væri enn starfandi var því sent sýnishorn af veggfóðrinu og ósk- að eftir áþekku mynstri. Ekki stóð á svari frá Bretunum: „Að sjálfsögðu getum við útvegað ykkur áþekkt mynstur en hvers vegna má ekki bjóða ykkur sams konar mynstur — lík- aði ykkur það ekki?“ Hveijum þykja sínir sið- ir sæmilegir. Saarinen, Lindgren og Gesellius skipa veg- legan sess í sögu finnskrar byggingarlistar en þeir hönnuðu á áttunda tug bygginga í Finnlandi, þar á meðal Járnbrautarstöðina, Þjóðminjasafnið, Liðsforingjaskólann og Po- hjola-bygginguna, allt í Helsinki. Þá hannaði Saarinen fjölda bygginga í Bandaríkjunum, svo sem Cranbrook drengjaskólann, Listaskól- ann í Cranbrook og Kingswood-skólann í Blo- omfield Hills. Þá leysti hann fjölda verkefna í félagi við son sinn, Eero, þeirra á meðal Tæknistofnun General Motors. Að margra mati var Hvittrásk þó hápunkturinn á ferli þeirra allra. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.