Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 5
Einar Arnórsson drepur á það á öðrum stað að silfursjóður Ketilbjarnar og annar auður, hafi hugsanlega orðið til vegna þess að landnámsmaðurinn hafi áður en hann sigldi til Islands, verið með í ráns- og vík- ingaferðum „vestur um haf“ eins og það er orðað og þá átt við írland. Hafi Ketil- björn verið í víkingaferðum, hefur ekki vafizt fyrir honum að drepa einn eða tvo þræla. Hann er fulltrúi tímaskeiðs sem þá er að líða undir lok; heiðinn maður sem trúlega lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að byggja hof á Mosfelli og höfur án efa vilja hafa það veglegt, hvað sem líður sögunni um þvertré af silfri. Börn Ketilbjarnar og Helgu Margt er kunnugt um niðja Ketilbjarnar og Helgu og þá einkum vegna þess að út af þeim eru komnir þeir menn sem einna mest bar á hér á landi frá því um 1000 og framyfir miðja 13. öld. Engin ætt í forn- öld hefur mótað sögu landsins til jafns við hana. í landnámabókum er getið 9 barna Ketil- bjarnar, en með Helgu konu sinni átti hann íjóra syni og fjóra dætur. Það er athyglis- vert, að Ketilbjörn gerir hlut tveggja dætra sinna meiri en hinna systkinanna, með því að þær verða landnámskonur og skipta Ytri tungunni í Biskupstungum á mili sín. Þorkatla var gefin Eilífi auðga. Þau byggðu bæ í Höfða og fengu allt land upp að Hagagarði, landamerkjagarði sem hlað- inn var þvert yfir tunguna úr Brúará, yfir Torfastaðaheiði og í Víkina sem gengur inn úr Tungufljóti hjá Hrosshaga. Þorgerður virðist hafa verið uppáhalds- dóttir Ketilbjarnar, því hún fékk miklu stærra land, eða öll lönd ofan Hagagarðs og inn í Langjökul, nema hvað landnámið í Haukadal var frá skilið eins og áður seg- ’ir. Þorgerður var gefin Ásgeiri Ulfssyni og þau byggðu bæ í Hlíð, sem síðar var nefnt Hlíð hin ytri og loks Úthlíð. Ásgeir Úlfsson byggði hof í Úthlíð, sem hefur verið mikil bygging og stendur tóftin enn. Sonur þeirra Þorgerðar og Ásgeirs var Geir goði, sem kemur við sögu í Njálu og víðar. Fyrir frændsemi sakir við Mosfell- inga, veitti hann lið Gizuri hvíta frænda sínum, þegar hefndarskyldan bauð, að jafna þurfti um Gunnar á Hlíðarenda fyrir víg Kirkjubæinga; þeir voru niðjar Hallkels landnámsmanns, sem var bróðir Ketilbjarn- ar. Aðförin að Gunnari er talin hafa átt sér stað árið 990 og Geir goði hefur verið einn þeirra stórbænda og goða, sem sam- þykktu hinn nýja sið tíu árum síðar og hefur þá tekið hofið sitt til annarra nota, eða fellt það. Um syni Ketilbjarnar, þá Ketil og Þor- leif er ekkert vitað og heldur ekki um Þormóð, annað en það að frá honum eru komnar merkar ættir og hann er langafi Halls Þórarinssonar í Haukadal, sem hóf þar búskap 1025 og er talinn hafa verið framúrskarandi maður. Teitur er talinn fyrstur af börnum Ketil- bjarnar og er trúlegt að hann hafi verið þeirra elztur; fæddur um 900. Hans er þó ekki sízt minnst vegna þess að hann verður forfaðir göfugasta ættleggsins frá Ketil- birni og Helgu. Samt er fátt um sagnir af Teiti. Eins og sómdi höfðingasyni hefur hann siglt utan á fyrri hluta ævinnar, lík- lega 920-930 og síðan fékk hann Álofar dóttur Böðvars hersis, sem var stórættuð, því faðir hennar var fjórði liður frá Eiríki Hunda-Steinarssyni jarli á Englandi. Hefur þótt jafnræði með þeim Teiti og Álofu, enda bæði jarlborin og hersiborin í ætt fram. Landnámabækur og Flóamannasaga láta Teit búa í Höfða, en Einar Arnórsson telur í ritgerð sinni að hann hafi farið með goð- orð Mosfellinga og trúlega búið á Mosfelli. Það er líklegra í ljósi þess að Ketilbjörn hafði áður byggt dóttur sinni Höfða og þá má hugsa sér að hann hafi ætlazt til þess að Teitur tæki við ættaróðalinu á Mosfelli. Hér er ekki allt á hreinu. Hungurvaka telur Teiti Ketilbjarnarsyni það til giftu, að hann hafi fyrstur reist bæ í Skálaholti. Kristnisaga segir aftur á móti að Gizur hvíti, sonur Teits og Álofar hafi fyrstur byggt þar. Einar Arnórsson telur að Hung- urvaka sé betri heimild, því frásögnin þar muni höfð eftir Gizuri Hallssyni, sem var fimmti liður í beinan karllegg frá Teiti. Við skulum því trúa því þar til annað kem- ur í ljós, að Teitur eigi heiðurinn af þvi að hafa byggt bæ i Skálaholti. ftttarhöf óingi og trúboði Gizur hvíti, sonur Teits og sonarsonur Ketilbjarnar er talinn í Kristnisögu meðal mestu höfðingja í Sunnlendingafjórðungi um 980, þá er Teitur faðir hans að líkindum dáinn. Onnur börn Teits Ketilbjarnarsonar voru Jórunn, móðir Ásgríms Elliða-Gríms- sonar í Bræðratungu, og Ketilbjörn, sem engar sögur fara af. Bróðir hans, Gizur hvíti, varð þeim mun fyrirferðarmeiri. Hann mun vera fæddur um 950 og sýnist hafa tekið við staðfestu í Skálaholti eftir föður sinn, þó Njálssaga segi hann hafa búið á Mosfelli. Raunar kallar Njála niðja Ketil- bjarnar Mosfellinga og má til sanns vegar færa, þótt ekkert verði af því leitt um bú- staði einstakra þeirra. Ef til vill hafa þeir feðgar, Teitur og Gizur hvíti haft bú á báðum stöðum. Gizur virðist hafa verið sjálfkjörinn ættarhöfðingi. Hann hafði auk ættgöfginn- ar til að bera vitsmuni, hófsemi, stillingu, góðgirni og skapfestu. Jafnvel í aðförinni að Gunnari á Hlíðarenda breytir hann eins og góðum dreng sæmir. Gunnar hafði rofið þá sátt að vera þrjá vetur erlendis og sæmd- ar sinnar vegna gat Gizur ekki látið hann komast upp með það. Hann þvertók fyrir að Gunnar yrði brenndur inni, þó líf sitt lægi við. Hann fylgdi í einu og öllu gild- andi siðalögmáli og bannaði að rænt væri eða spillt á Hlíðarenda. Þó segir í Njáls- sögu að víg Gunnars hafi mælst illa fyrir. Með afskiptum sínum af ættar- og hér- aðsdeilum hefur Gizur hvíti skipað sér í röð höfðingja á borð við Mörð gígju og Síðu- Hall. Um eðliskosti hans og fleiri afkom- enda Ketilbjarnar segir Einar Arnórsson svo: „Hófsemi, sáttfýsi, vitsmunirí bezta lagi, góðgirni og þó skörungsskapur er á reyndi, eru ættgengir kostir með niðjum Ketilbjarn- ar gamla. Isleifur og Gizur biskupar og Haukdælir niðjar ísleifs biskups sýnast hafa verið þessum kostum búnir í ríkulegum mæli. “ Það er þó ekki fyrst og fremst þetta sem heldur nafni Gizurar hvíta á loft, heldur hlutdeild hans í því að koma á kristnum sið á íslandi. Með því hefur Gizur hvíti markað dýpri spor en flestir eða allir samt- íðarmenn hans. Ekki er vitað hvenær Gizur hvíti gerðist kristinn, en vera má að það standi í sam- bandi við kristniboð þeirra Friðriks biskups og Þorvalds víðförla Koðránssonar ein- hverntíma eftir 980. Svo náið sem sýnist hafa verið með þeim frændum, Gizuri hvíta og Geir goða í Hlíð, er merkilegt að Geir virðist halda áfram að vera goði, en Gizur er aldrei nefndur með þeirri nafnbót. Að sögn Ara fróða var Gizur hvíti meðal hinna fyrstu manna á landi hér sem létu skírast og hann á heiðurinn af því að hafa byggt fyrstu kirkjuna í Skálholti. Það var þó ekki fyrsta kirkja landsins. Elzt er sú er Þorvald- ur Spak-Böðvarsson lét gera að Ási í He- granesi árið 984. Ísleifur Gizurarson: Menntafrömudur i erfiðri slöðu. Þeir sem næstir stóðu Gizuri hvíta hafa gerzt með honum framverðir kristninnar; þar á meðal tengdasonur hans, Hjalti Skeggjason. En fyrsta veigamikla sporið til að afla landinu innlends kennimanns stígur Gizur hvíti þegar hann fer utan með ísleif son sinn og setur hann til náms í Þýzkalandi. ísleifur hefur verið fæddur 1005 eða ári síðar og um það leyti sem þeir feðgar fóru í þessa ferð, hefur Gizur verið kominn á sjötugsaldur. Þegar ísleifur kom aftur heim, um 1028, hefur Gizur verið látinn. ísleifur biskup er einhver ágætastur maður sem sögur fara af. Kvæntur var hann Döllu Þorvaldsdóttur frá Ási í Vatnsd- al og tók við staðfestu föður síns í Skála- holti og það er athyglisvert, að enn er tal- að um goðorð. ísleifur varð fystur íslenzkra manna til að ganga á fund páfa og fær umboð sitt beint frá honum. En hann átti erfiða daga í embættinu því tekjustofn vantaði: „Hafði hann nauð mikla á marga vegu í sínum biskupsdómi fyrir sakir óhlíðni manna“. Er talað um „endemi“ mikil, sem menn vita ekki hver voru. Þrátt fyrir þröngan fjárhag gerðist ísleif- ur menntafrömuður og kom á skólahaldi í Skálaholti. Tveir lærisveina hans urðu síðar biskupar: Kolur Þorkelsson sem varð biskup úti í Noregi og Jón Ögmundarson á Hólum. Nokkuð varð ísleifi ágengt með að bæta siði manna, svo sem það er orðað, og snúa þeim til hlíðni við lög kirkjunnar. Isleifur lézt 1080. Niðurlag í næstu Lesbók JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR TOGO Dansað í skógarrjóðrinu ekkert kemst í hálfkvisti við að sjá þau dansa eftir góðan markaðsdag þau hafa selt eitthvað og geta nú dansað við sólarlag þau eru hvorki í mittisskýslum né máluð eins og í bíómyndum öll í hversdagsklæðum, karlar og konur í síðum pilsum konurnar hylja brjóstin en bera stóra hatta fötin svo litfögur að ég teygi mig í sólgleraugun dansa og dansa í rjóðrinu syngja og stappa og klappa mjaðmir sveiflst ótt og títt fæturnir ólmast svo hratt að ég sé þá varla nema við jörðina breið bros á öllum andlitum þau reigja sig og sveigja nálgast hvert annað dansa í burtu kasta höfðum aftur teygja hendurnar upp svitinn er glærar perlur á svörtum andlitum þau hlæja og dansa bumurnar barðar einhver blæs í flautu og annar slær gítar enginn að horfa á nema ég í ijóðrinu við luktaljós í tijánum pottur á hlóðum ekki dansað kringum hann og enginn kristniboði er í pottinum aðeins hrísgrjón, kjötbitar og ávextir hér borðaði ég soðnar appelsínur lyktin fyrir vitum mér: sviti og kátína kátína og sviti við sólsetur þegar ég horfi á þau dansa Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Jóhönnu, sem heitir „Á leið til Timbuktu" og Fróði gefur út. KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON JÓHANN VILL ÖLLUM í HÚSINU VEL Hve hann yrði glaður ef Höskuldur prófinu næði, og Haraldur þyrði að vera ekki eins og hinir, og Matthildur borðaði minna af óhollu fæði, og Marinó hringdi í Jóhönnu og þau yrðu vinir. Hann vildi að fiskverslun Ferdinands gengi betur, og foreldrar Magnúsar hyrfu frá útgöngubanni, og María litla hætti að hugsa um Pétur, og Hallgerður kynntist brátt vönduðum ekkjumanni. Hann vonar að Geirþrúður geti nú hætt að reykja, og Guðríður fái loks tjáð sig í bréfí til Harðar, og Sveinn hreppi vinning í útdráttum útvarpsleikja. En sú einasta von sem hann nærir hvað sjálfan sig varðar er að grunsemdir muni ei með hinum í húsinu vakna um að honum sé kunnugt um allt sem þau þrá og sakna. Höfundur er skóld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. QKTÓBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.