Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 12
IVAR AASEN - MALFRÆÐ- INGUR OG ÍSLANDSVINUR EFTIR KJARTAN G. OTTÓSSON Mikil hátíóahöld hafa verió í ár um endiiangan Noreg til aó minnast 100 ára dánarafmælis Ivars Aasens, föóur nýnorskunnar. Aasen var mikill Islandsvinur og einnig hér á landi er afmælisins minnst meó hátíóadagskrá í Norræna húsinu á morgun, sunnudag. FLESTIR íslendingar þekkja danska málfræðinginn Rasmus Rask, sem mat íslensku mest af þeim flölmörgu málum sem hann kunni. Hann dvaldi um hríð á íslandi og var aðalhvatamaður- inn að stofnun Hins íslenska bókmenntafélags. Annar af- burða málfræðingur, sem fæddist nokkrum áratugum seinna en Rask, var Ivar Aasen. Hann bar einnig mikla virðingu fyrir ís- lenskri tungu og menningu, en markaði ekki djúp spor í íslenska menningarsögu, enda kom hann aldrei til_ Islands. Engu að síður er full ástæða fyrir íslendinga að hafa minn- ingu hans meira í heiðri en gert hefur verið. Uppvöxtur «9 eeskuór Ivar Aasen fæddist árið 1813 í 0rsta á Sunnmæri á vesturströnd Noregs, miðja vegu milli Björgvinjar og Þrándheims. Hann var bóndasonur, örverpið í átta systkina hópi, og missti móður sína þegar hann var þriggja ára. Það var Aasen til happs að í hans sveit var betra menningarástand en víðast hvar í norskum sveitum, m.a. var þar almennings- bókasafn sem hann fékk lánaðar bækur úr. Átján ára varð hann farkennari í sveit sinni. Þegar Aasen var tvítugur komst hann í heimaskóla hjá prófasti í einni nágranna- byggðinni, þar sem aðaláhersla var lögð á latínu. Eftir tvö ár þar varð hann heimiliskenn- ari í Solnor á Sunnmæri, og var þar í sjö ár (1835-42). Á þessum árum hóf Aasen að leggja mikla stund á málfræði, og íhugaði alvarlega þáverandi ófremdarástand í málfars- efnum í landinu. Enda þótt Noregur hefði fengið fullveldi 1814, í konungssambandi við Svíþjóð, átti landið ekkert sérstakt ritmál, heldur var rit- málið danska. Embættismannastéttin í bæj- unum talaði líka mál sem byggði á þessu danska ritmáli, þótt framburðurinn væri norskur. Sveitafólk talaði hins vegar sínar fjöl- breytilegu mállýskur, en litið var niður á þær. Þetta ástand olli erfíðleikum í alþýðu- menntun. Á þessum tímum þjóðemisstefnu hlaut Norðmönnum líka að sáma að eiga ekki sérstakt sameiginlegt mál. Þegar árið 1836 skrifaði Aasen ritgerð sem ekki var birt að honum lifandi, þar sem hann lagði fram áætlun um að skapa nýtt alnorskt ritmál á grundvelli mállýsknanna. Aasen lagði til að norskar mállýskur yrðu rannsakaðar skipulega, safnað orðum úr þeim og málfræði- legum upplýsingum um þau. Síðan skyldi nefnd málfræðinga velja úr þessu efni og setja upp stafsetningar- og málfræðireglur fyrir nýtt ritmál. Ástæður Aasens em að nokkm leyti félagslegar, hann talar um hve sér hafí alltaf sviðið að heyra hvemig mál sitt, alþýðu- málið, var haft að spotti og spéi. Aasen notar jafnframt þjóðemisleg rök, og kallar heima- málið heilagan arf, dýrmætan fjársjóð frá fomöldinni. Aasen byijaði á því að skrifa málfræði sinnar eigin mállýsku á Sunnmæri. Jafnframt sökkti hann gér niður í fommálið norsk- íslenska í nokkur ár frá og með 1838. Á þess- um tíma var almennt litið svo á, einnig í Noregi, að enginn teljandi munur væri á nú- tímaíslensku og fommálinu norsk-íslenska. Rasmus Rask varð til að styðja þessa skoðun í málfræði sinni frá 1811 með hinn lýsandi titil Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog. Þetta var fyrsta málfræði eldri eða nýrri íslensku sem kemst nálægt því að mæta nútímakröfum. Það var þessi mál- fræði sem Aasen studdist mest við í fommáls- námi sínu, og hrifning Rasks á íslenskunni hafði mikil áhrif á unga manninn. Ekki var öðmm orðabókum til að dreifa en íslenskri orðabók Bjöms Halldórssonar sem Rask hafði gefíð út 1814. Sú orðabók greindi ekki milli fommáls og nútímaíslensku. Við þetta nám sitt sá Aasen glöggt skyld- leika sinnar eigin mállýsku á Sunnmæri við fommálið, og þá jafnframt sjálfkrafa við nú- tímaíslensku. Á þessum tíma var það hins vegar algeng skoðun meðal norsks almennings að norskar mállýskur væm aðeins afbökun á hina danska ritmáli í landinu. Rannsóknir Aasens á norskum mállýskum Sumarið 1841 fór Aasen til Björgvinjar og sýndi biskupinum þar málfræði sína yfír mál- ið á Sunnmæri. Biskup varð svo hrifínn að hann skrifaði grein um málfræðina og höfund- inn í Björgvinjarblað. Þetta varð til þess að vekja athygli Fredrik Moltke Bugge á þessum gáfaða sveitamanni. Bugge þessi var formað- ur Vísindafélagsins í Þrándheimi og beitti sér fyrir því að Aasen fékk styrk frá félaginu til að ferðast um Vestur-Noreg og rannsaka mállýskumar þar. Seinna stækkaði félagið starfssvið Aasens, þannig að hann fór einnig yfír aðra hluta Noregs, og var á sífelldu ferða- lagi frá 1842 til 1846. Á þessu ferðalagi not- aði Aasen það sem mælikvarða á gæði mál- lýsknanna, hve mikið þær líktust íslensku. Aasen settist síðan að í Kristíaníu, eins og Óslóarborg hét þá. Árið 1848 lagði hann fram niðurstöður rannsókna sinna í mállýskuyfírlit- inu Det norske Folkesprogs Grammatik, og Ordbog over det norske Folkesprog kom svo 1850. I þessum bókum fylgdi Aasen mállýsk- unum nákvæmlega og gerði ekki að sinni til- raun til að setja fram samræmt ritmál á gmnd- velli þeirra. Þessar bækur vom tímamótaverk og ollu byltingu í þekkingu manna á norskum mállýskum. Þeim var yfírleitt afar vel tekið í Noregi, enda tóku menn fegins hendi öllu því sem þeir töldu lýsa þjóðareðli hinnar ungu norsku þjóðar. Á þessum tíma var einna mestur andans maður í því landi sagnfræðingurinn P. A. Munch. Hann skrifaði í ritdómi um málfræð- ina, að þama væri komin þjóðargersemi sem öll þjóðin mætti vera stolt af. Munch sagði að bókin sýndi að hið þúsund ára gamla nor- ræna mál væri ennþá lifandi á vömm fólks í Noregi. Norskar mállýskur hefðu meira að segja varðveitt fommálið miklu betur en ís- lenskan hefði gert, bæði framburðinn, og ekki síst orðaforðann. Hér kvað sem sagt við allt annan tón en áður hvað varðar samband ís- lensku og norsku við fommálið, og var geng- ið enn lengra út í öfgar norskunni í hag. Aasen var alveg Iaus við þessar öfgar Munchs, enda gerði hann sér mun betur ljóst hið raunvemlega samband milli málanna. Aasen segir í Det norske Folkesprogs Gram- matik að norskur orðaforði sé mjög líkur ís- lenskum, og að megnið af honum sé einnig að fínna í íslenskum orðabókum. Aasen dreg- ur hins vegar ekki fjöður yfir það, að norskan hafi tapað sínum fyrri fullkomleika vegna þess að hún var aðeins notuð sem talmál langa hríð, og ekki í riti eða opinberri umræðu. Þetta ólán hafí meðal annars komið í veg fyrir að orðaforðinn þróaðist og fram kæmu orð fyrir ýmis flóknari og sértækari hugtök. Nýtt alnorskt ritmól Aasen hafði alltaf haft í huga að nota IVAR Aasen var tregur að láta mynda sig. Þessi mynd var tekin af honum um sextugt. rannsóknarferðir sínar sem undirbúning und- ir að skapa nýtt ritmál. Aasen sneri sér að því verkefni árin eftir 1850, og lagði fram sýnishom af hinu nýja máli, í fremur lítilli bók, Prover av Landsmaalet i Norge 1853. Fyrri hluti bókarinnar voru þjóðsögur og sagnir á ýmsum mállýskum norskum, en í seinni hlutanum voru frumsamdir og þýddir textar á hinu samræmda ritmáli, bæði fræði- legir textar og bókmenntir. Aasen hugsaði ritmálið, sem hann kallaði landsmál, sem samnefnara allra sveitamál- lýsknanna í Noregi. Bæjarmállýskunum hélt hann utan við, þar sem hann taldi þær of blandaðar dönsku. Aasen lagði ekki neina eina mállýsku til grundvallar, heldur leitaði þess sem upphaflegast var, í hvaða mállýsku sem það var að finna, og reyndi að fella það saman í heildstætt kerfí. Þannig má segja að Aasen hafi farið aftur í tímann til að finna samnefnara fyrir hinar margbreytilegu myndir mállýsknanna. Þar sem ýmsar vesturnorskar mállýskur, svo sem í Sogni og Harðangri, höfðu varð- veitt einna best arfínn frá fommálinu, líktist hið nýja ritmál mest þeim mállýskum. Mætti jafnvel segja að þar hafí Aasen fengið beina- grind hins nýja máls, sem hann endurbætti með málfarsatriðum úr öðrum mállýskum. Þannig hefur Aasen mælt fyrir um fleirtölu- endingar með r, t.d. hestar, þó að r-ið hafi yfírleitt fallið brott í vesturnorskum mállýsk- um. Aasen endurskoðaði ýmis minni háttar atriði í málfræðireglunum síðar, en hélt fast við meginatriðin. Eitt er að setja upp málfræðireglur, og annað að skapa nýtilegan orðaforða. Aasen var þegar ljóst, að orðaforði norska alþýðumálsins var mjög skörðóttur þegar kom út fyrir sveitalífið, en fullyrti að málið hefði möguleika til þróunar á þessu sviði. Þegar Aasen fór að hugsa alvarlega um þró- un orðaforðans var ekkert eðlilegra en að honum yrði litið til íslands. Þar var í fullum gangi við- reisn máls sem líktist að nokkru því sem hann var að hefja. Aasen var þá þegar byijaður að reyna að fylgjast með þeim bók- um og tímaritum sem komu út á íslensku. Eftir að hann settist að í Krist- íaníu 1847 keypti hann og las allmargar íslenskar bækur og tímarit. Þegar það ár las Aasen Fjölni og Mynstershugleiðingar, þau grundvallarrit í sögu íslenskrar málræktar, og á þessum árum las hann líka Ný félagsrit, ársrit Jóns Sigurðssonar. Árið 1856 varð Aasen meðlimur í Hinu íslenzka bók- menntafélagi og las félagsbækurnar af miklum áhuga áratugum saman. Ályktun Aasens af þessum kynnum af íslend- ingum var að „sidan Bokmennerne deira toko til at reinska Maalet og fora det atter paa det gamle Laget, hever Upplysningi der sti- get sterkare fram en nokot Sinn fyrrmeir." Þetta notaði hann sem rök gegn fjandmönn- um nýnorskunnar, sem héldu því fram að hún væri ekki nógu nútímaleg og myndi standa í vegi fyrir framförum í Noregi. Hugur Aasens til íslendinga kom einkar skýrt í ljóst í ávarpi til þeirra sem flutt var á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874. Aasen var falið að skrifa ávarpið fyrir hönd ný- norska bókmenntafélagsins „Det norske sam- laget“. Þar segir Aasen að á sama tíma og Norðmenn vanræktu hina gömlu norrænu tungu og hættu að nota hana í kirkju og skólum, hafi íslendingar haldið tryggð við málið og fullkomnað það enn meir. Norð- menn vilji nú þakka þessa tryggð íslendinga, og sérstaklega sé Det norske Samlaget þakkl- átt fyrir þann styrk sem fordæmi Islendinga veiti. Á þeim árum þegar Aasen var að móta hið nýja ritmál, landsmálið eða nýnorskuna, varði hann miklum tíma í að gaumgæfa ís- lenska nýyrðasmíð. Hann íhugaði gerla hvaða lærdóma mátti draga af því starfi í endur- reisn norskunnar. A árunum 1850-51 útbjó hann m.a. safn dæma úr íslensku um mögu- leikann á að þýða erlend orð. Haustið 1851 varði hann tveim mánuðum til að fara ná- kvæmlega gegnum hina nýju dansk-íslensku orðabók Konráðs Gíslasonar, og gera útdrátt úr henni. í Prover av Landsmaalet i Norge frá 1853 má sjá að hin íslenska nýyrðasmíð var Aasen fyrst og fremst innblástur og ekki upp- spretta tökuorða að neinu marki. Frumsamd- ir textar Aasens á hinu nýja ritmáli innihalda Ályktun Aasens afpessum kynnum af Islending- um var ab „sidan Bokmenneme deira toko til at reinska Maalet ogfora det atterpaa det gamle Laget, hever Upplysningi der stiget sterk- are fram en nokot Sinn fyrrmeir. “ Þetta notaöi hann sem rökgegn fjandmönnum nýnorskunn- ar> sem héldu pví fram ad hún vœri ekki nógu nútímaleg og myndi standa í vegifyrirframfór- um í Noregi. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.