Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 7
BUÐARRAP A SIGLUFIRÐI A Siglufirói var óvenjulega blómleg verslun um miója ölding og telur JON SÆMUNDUR SIGURJQNSSON, sem greinina skrifar, aó þar hgfi þó veriö um 70 verslanir. Til dæmis um fjölbreytnina mó nefna aó í bænum voru ekki færri en tvær hattabúðir. SÉÐ YFIR Siglufjörð á fögrum sumardegi EGAR Siglfirðingafélagið kemur að tímamótum 35 ára sögu, hvarflar hugurinn heim á þær slóðir og í það um- hverfi sem félagið er sprottið úr. Ljóst er að margt hefur breyst frá þeim tíma er mað- ur var sjálfur að vaxa úr grasi á heimaslóð og er í því sambandi af nógu að taka. Það er t.d. skemmtilegt að láta hugann reika um það, hvemig verslun var háttað á Siglufirði um miðja öldina. Það er einkennandi fyrir Siglufjörð í dag, eins og reyndar fleiri smærri staði, að öll verslun er í miðbænum. Það er reyndar einn- ig sagt sem einkenni fyrir smæð verslunar- staða, að þar sé engin skóbúð. Ég man nú ’ reyndar ekki eftir neinni verslun á Siglu- fírði, sem var bara skóbúð, en vefnaðarvöru- deild kaupfélagsins hjá henni Jóhönnu í Suð- urgötu 2 í aðalhúsi fyrirtækisins var tví- skipt. Önnur deildin var skóbúð. Aðrar búð- ir, eins og Oddur og Óli Thor í Útvegsbanka- húsinu, versluðu einnig með skó ásamt öðru fatarkyns. Áður en ég man eftir mér var skóbúð í húsi Andrésar Hafliðasonar við Aðalgötu. Séð frá þessu sjónarhomi er auð- vitað augljóst að Siglufjörður var enginn smábær. Búóir hér og þar Dreifíng verslunarinnar bar þess líka merki. Það voru ekki bara búðir í miðbænum. Þegar ég var sendur út eftir mjólk fyrir 1950, þá skoppaði ég oftast eftir Suðurgötunni suður í Bakkabúð, sem var í húsi Kela Ben., föður Kiddjóns vinar míns, en þar var fyrst í stað danskur maður á fleti fyrir, sem hét Kaj. Hann rak Bakkabúðina einhvem tíma þar til Siggi bakari í Félagsbakaríinu yfírtók reksturinn og Kaj flutti burtu. í Bakkabúð- inni fékkst mjólk og brauð. Seinna opnaði Eggert Theodórs nýja Bakkabúð í húsi sem var flutt úr Lækjargötunni í Suðurgötu 40. Siggi Sófusar og faðir hans vom svo með Litlu búðina í Suðurgötu 22 og létu Hebba málara og Edda Pál skreyta hana svo með auglýsingum að það fór ekki fram hjá nein- um. Seinna var Kolla Eggerts með búð á þessum stað. Kaupfélagið seldi líka mjólk og brauð í Suðurgötu 4, en brauðið fékk það úr eigin bakaríi í Hvanneyrarbraut 42. í því húsi var líka matvömverslun og emm við þá komin í hinn enda bæjarins. í nokkum tíma gerði Gestur Fanndal tilraun með mat- vömverslun enn utar í bænum, en sú verslun var staðsett í húsi sem nú er íbúðarhús ská- hallt fyrir ofan sundhöllina. Bakari og fiskbúóir Um tíma vom bakaríin þrjú. Yngsta bakarí- ið, sem Siglfírðingar kalla nú gamla bakaríið, var kaupfélagsbakaríið, sem Steindór Hannes- son stjómaði og sem nú er orðið íbúðarhús, þá kom Félagsbakaríið, sem nú er kallað Bill- inn, sem Siggi bakari átti í Lækjargötunni og svo Hertervigsbakaríið, sem var niður í Vetrarbraut. Siglfirðingar hafa að vísu lítið gefið eftir í þessum efnum því nú munu tvö bakarí vera á staðnum, þótt hvomgt þeirra sé staðsett á söguslóðum bakaría fyrri tíma. Mjólkurbúðir vom kafli út af fyrir sig. Mjólk var ekki seld í mátvömbúðum, heldur í séstök- um mjólkurbúðum þar sem mjólkinni var dælt á brúsa, sem hver og einn kom með sér í búðina. Mjölnir var hættur, þegar ég man eftir mér, þannig að Drangur sá um alla að- flutninga á mjólk frá Akureyri og frá Sauðár- króki, en F-7 dró mjólkina frá Hóli, oftast með Hansen við stýrið. Rósa í mjólkurbúðinni var fyrir mér ein helsta virðuleikapersónan í bænum. Hólsmjólkurbúð hennar var í Tún- götu 2. Það var heppileg staðsetning, beint á móti fískbúðinni hans Togga í Túngötu L Þar fyrir utan var helsta mjólkurbúðin hjá KEA í Aðalgötu 9. Fiskbúðin hans Togga að Túngötu 1 var ekki eina fískbúðin á svæðinu, því ef gengið var niður fyrir norska sjómannaheimilið og upp með því að sunnan, var maður kominn í fiskbúðina hans Petersens, sem var í kjallaran- um í því húsi. Nú hefur um árabil verið starf- rækt fískbúð í þessum kjallara, fyrst Jósi og Böddi og síðan Eysteinn, Guggi og Salli, en þá er gengið inn um vesturendann. Þegar Toggi og Petersen voru hættir tók Matti í fiskbúðinni við, en hann var með sína fiskbúð í gömlu bílastöðinni beint á móti Bíócafé á homi Aðalgötu og Lækjargötu. Aðalgötumeg- in í því húsi rak Kristmar Ólafsson sjoppu og hafði opna lúgu á kvöldin og var því alltaf kallaður Kristmar í gatinu af krökkunum. Fjöldi matvörubúéa Matvörubúðir voru all margar eins og hæfði stórum bæ. Ekki fann ég fyrir verslun Gests Fanndal þótt ég gengi niður Suðurgötuna í þá daga. Í húsi hans á Suðurgötu 6 var þá rakarastofa Jónasar, en mér þótti lengi vel skrýtið að Gestur ætlaði að hafa búð í rakara- stofunni þegar að því kom. Gestur var með sína matvörubúð í Aðalgötu 20, útibú úti í Bakka eins og áður sagði, og vefnaðarvöru- deild hinum megin á hominu í Aðalgötu 15, en uppi bjó Addi Þum vinur minn með sína fjölskyldu. Þegar Gestur flutti með verslanir sína í Suðurgötu 6, tók Sófus Ámason og Sigurður sonur hans við húsnæðinu í Aðal- götu 20 og ráku þar Litlu búðina, en glæsileg: ur jólabasar þeirra líður seint úr minni. í mörg ár rak Jóhann Stefánsson, sem eiginlega var þekktari sem Jói dívana, Eyrarbúðina þar við hliðina og seldi sápusælgætið fræga, en þar hafði Versjunarfélagið verið áður til húsa undir foiystu Ásgeirs Jónassonar. Seinna rak Ásgeir samnefnda verslun í Aðalgötu 14. Umfangsmestu matvöruverslunina rak senni- lega kaupfélagið að Aðalgötu 32, þar sem Haraldur frændi minn Ámason og Fanna á Eyri vom fremst í flokki í mínum huga. Versl- unarfélagið við Túngötu 3 með þá bræður Þórhall og Ásgeir Bjömssyni að ógleymdum sjálfum Jónasi Ásgeirssyni var mjög umfangs- mikið, en einnig var þó nokkur verslun hjá Pétri Bjömssyni, sem hafði sína matvömbúð eiginlega á annarri hæð við Aðalgötu 25, á homi Gmndargötu beint á móti Aðalbúðinni, en þar hitti maður ljúfmennin Helga í Lindar- brekku og Ragga sendil fyrir. Elstu búðimar, sem ég man eftir á þessu sviði vom Verslun Sveins Hjartar, þar sem Hannes Guðmundsson réði ríkjum, en hún var við Aðalgötu 7, þar sem seinna var áhaldadeild Kaupfélags Sigl- fírðinga, verslun Halldórs Jónassonar í Aðal- götu 3 og svo verslunin Frón í Vetrarbraut hjá Dóra, en hjá Dóra í Frón stofnuðu tveir ævintýramenn fomsölu, sem þeir ráku í nokk- ur sumur. Verslunin Hamborg var neðst í Aðalgötu 1, en hún verslaði með fleira en matvöm. Bókabúóir- punt og prjál Aðalbúðin var eiginlega tvær búðir, en helst var hún stór og glæsileg bókabúð, sem rekin var af Blöndals-systkinum og sem kennd var við Lárus eða Lalla í Aðalbúðinni. Ógleyman- leg er auglýsing þeirra sem sagði: „Aðalleiðin liggur um Áðalgötuna í Aðalbúðina". Að sjálf- sögðu var önnur bókabúð á Siglufírði og það einnig við Aðalgötuna. Það var bókabúð Hann- esar Jónassonar, en hún stóð fyrst við Aðal- götu 7 á horni Vetrarbrautar beint á móti Sparisjóðnum og Hótel Hvanneyri. Það hús brann, þannig að Hannes og Kidda skátahöfð- ingi fluttu sig til Adda Þuru, þar sem Gestur var áður með vefnaðarvömdeildina, á Aðal- götu 15 og vom þar í mörg ár. Vefnaðarvöru- og fatabúðir voru margar og fjölbreyttar. Þegar hefur verið minnst á búðir kaupféjagsins, Gests Fanndal og versl- un Odds og Óla Thor. Fyrsta skal telja versl- unina Túngötu 1 hjá Ingibjörgu konu Togga fisksala, en Gyða Jóhanns og Anna Herter- vig ráku þá verslun eftir að fjölskyldan flutti úr bænum og stofnaði Tösku- og hanskabúð- ina í Reykjavík. En þar að auki vom a.m.k. fjórar verelanir við Aðalgötu, en það vom hattabúð Guðrúnar Rögnvalds í litlu húsi beint á móti matvömbúð kaupfélagsins, sem síðar varð Hallasjoppa, hattabúð Jennýar í nr. 21 í húsi Víkings, þar sem Jónas Ásgeirs verslaði síðar og nú er Leifsbakarí. í nr. 5 var verslun Sigurðar Kristjánssonar, sem var þekkt sem vefnaðarvömr Ingimundar og sem Daníel Þórhallsson tók síðar við og sem enn síðar varð sjómannaverslunin Dröfn hjá Jó- hanni Péturssyni og svo B-deildin svokallaða, en það var verslun Kristins Halldórssonar í Aðalgötu 4. Allt gæðaverslanir. Fyrir mitt minni vom svo tvær hannyrðabúðir, Jónínu Tómasdóttur í Norðurgötu og fröken Margr- étar í Vetrarbraut. Verslunarmióstöóin. Aðalgatan hefur verið heilmikil verslunar- gata eins og þegar hefur komið fram, en þó er langt frá allt upp talið. Útvegsbankinn, sem áður var í húsi Péturs Bjömssonar fyrir sunn- an matvömbúð hans við Gmndargötu, var efst í götunni við nr. 34 í stærsta húsinu við götuna. Áður vom á þeirri lóð tveir sölutum- ar sem Thori átti, en það er rétt svo að mig rámi í þá. í öðmm þeirra var Thora-sjoppan með ísinn fræga og í hinum var Aðalbjöm gullsmiður. Neðar í nr. 30 var kjötbúðin með þau Halla Hjálmars stórskáld, Heiðu Rögg, Mæju Halla, Óla Geir, Edda Páls og Ella Magg svo og Ragnari verslunarstjóra. Enginn Siglfírðingur, sem það hefur upplifað, getur nokkm sinni gleymt heimsókn Kjötkróks um jólaleytið í kjötbúðina á hominu við Lækjar- götu. Næsta hús er Nýja bíó með Bíócafé uppi næst hominu. Niðri í þeim enda, þar sem nú er sjoppa, vom gerðar ýmsar tilraunir með verslunarrekstur, m.a. var Fúsi á Bræðraá með samnefnda verslun þar um tíma sem endaði ekki vel. Fyrir neðan bíóið kom apótek- ið hjá Schiöth, sem nú er orðið að bakaríi, Þar við hliðina kom Aðalbúðin, en fyrir neðan hana, hinum megin við Gmndargötu, kom gamla pósthúsið, en skáhallt þar á móti var veiðarfæraverslunin Víkingur sem Alfons átti, en Palli í Víking stjómaði þar málum, en hann bjó á Hótel Siglufirði, sem stóð í brekk- unni upp af Aðalgötunni. Neðar þeim megin götunnar í nr. 11 var reiðhjólaverslun Egils Stefánssonar Melstað. Sparisjóður Sigluíjarð- ar var eins áður sagði í húsi Hótel Hvanneyr- ar, þar sem nú em aðalstöðvar Þormóðs ramma. Byggingavömverslanir vom a.m.k. tvær. Einco hjá Óla Ragnars í Tjamargötunni með Sigmund í Gránu við stjómvölinn, og kaupfé- lagið, sem var með sína verslun og timburlag- er yst í Grundargötunni út við stóra mjölhús- ið, en þar réðu ríkjum þeir Þórður Kristins og Páll Ásgrímsson. Veiðarfæraverslanir vom einnig tvær, Vík- ingur, eins áður var talið og svo verslun Sig. Fanndal sem Georg Fanndal rak neðst í Eyrar- götunni, en það er verslun sem enn er rekin í góðum gír. Húsgagnaverslanir vom líka tvær, en þær vom reknar af bólstrarameisturunum þeim Jóa dívana í Lækjargötunni og Hauki Jónasar í Túngötu 16, sem rekur þar enn fallega versl- un. Alveg á sama reit og þessar tvær verslan: ir ráku þeir Jón og Kristinn úra- og skartgripa- verslun í Eyrargötunni. Ekki er langt síðan Kristinn hætti rekstri. Raftæki fengust í mörgum búðum, en sér- stök raftækjaverslun var í Gmndargötu 5 hjá Jóhanni Jóhannessyni, eða Jóa raf, eins og hann var alltaf kallaður. Seinna bættist svo Raflýsing við sem sérhæfð raftækjaverslun í Aðalgötu 14, sem eiginlega er nr. 12 á homi Vetrarbrautar, en hún var rekin af þeim mágum Sverri Sveins og Þóri Björns. Alfons, eiginmaður Jennýar í hattabúðinnj og eigandi Víkings, rak einnig umfangsmikla kolaverslun. Bílarnir, sem afgreiddu kolaskip- in, óku eftir brú upp á þakið á skemmunni við Gránugötuna að sunnanverðu, þar sem nú er reykhús Þormóðs ramma, og sturtuðu kolunum niður í húsið. Ég man alltaf eftir körlunum, sem unnu í þessu, hvað þeir vom kolsvartir í framan. Flestir hituðu með kol- um, en Stóri-Brandur og Bjöm keyrari, afí Bjöms sparisjóðsstjóra, sáu um að koma kolunum í hús. Þá er minnið þrotið, þótt enn sé stærsta verslunin eftir, síldarverslunin. En það er önnur saga. Höfundurinn er formaður Siglfirðingafélagsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.