Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 9- desember 1986 Frá síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins í Hótel Örk í Hveragerði. isminn — óheftur markaðsbúskap- ur — hefur einatt skelfilegar félags- legar afleiðingar í för með sér. Fjár- magnseigendur leita jafnan eftir einokunar- og forréttindaaðstöðu, á kostnað fjöldans. Markaðskerfið felur í sér innbyggt jafnvægisleysi, sem lýsir sér í ójöfnum vexti lands- hluta og þjóðfélagshópa. Óheftur markaðsbúskapur virðist ekki ráða við það vandamál, að skapa at- vinnu handa öllum. Hann hefur í sér tilhneigingar til ofþenslu og samdráttar. Aðalatriðið er að kapitalisminn leiðir til eigna- og tekjuskiptingar, sem er í engu samræmi við vinnu- framlag og atorku einstaklinganna. Sú tvískipting þjóðfélagsins milli allsnægta og forréttinda annars vegar og örbirgðar og réttleysis hins vegar, sem hlýst af óheftum mark- aðsbúskap, útilokar að lokum að lýðræðislegt stjórnarfar geti þrifist. Kapitalisminn er þess vegna, út frá okkar lífsskoðun, siðferðilega fordæmanlegur. Einu takmörkin fyrir arðráni og kúgun verkafólks í slíku kerfi eru fólgin í skipulegu andófi og styrk fjöldahreyfinga, verkalýðshreyfingar og stjórnmála- flokka. Hvert sem litið er um heims- byggðina í dag má sjá þjóðfélög sem, vegna ójafnrar þróunar mark- aðskerfis, eru á barmi þjóðfélags- byltingar: íran er dæmi um þjóðfé- lag sem þoldi ekki slíkt álag. Mexico, Brasilía, S.-Kórea og jafn- vel Indland eru dæmi um þjóðfélög á barmi sprengingar. Þetta getuleysi kapitalismans til þess að leysa þjóð- félagsleg vandamál er höfuðein- kenni þess byltingarástands, sem ríkjandi er í löndum Þriðja heims- ins. Örbirgð fjöldans í þessum þjóð- félögum leiðir til örvæntingar. Ör- vænting leiðir ævinlega til ofbeldis. Kapitalisminn getur þess vegna hvorki boðið mannkyni upp á frið né hagsæld. 3. Sérstaöa jafnaðarmanna (5) Jafnaðarmenn hafna hvoru tveggja, kommúnisma og kapital- isma, sem þjóðfélagsfyrirmynd. Framhald á bls. 6 Þessi stefnuyfirlýsing um • hugmyndafræði jafnað- armanna • jafnaðarstefnuna sem þriðja aflið í heimsmynd samtímans • hlutverk ríkisvaldsins í þjóðfélagi jafnaðar- stefnunnar og • samstöðu lýðrœðisafl- anna um varðveislu frið- ar var samþykkt á síðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins sem haldið var í Hveragerði 5. október s.l. 1. Friðarpólitík (1) Það sem sameinar okkur til at- hafna í stjórnmálum er sameigin- legt lífsviðhorf. Þetta sameiginlega viðhorf til einstaklingsins og sam- skipta einstaklinga í þjóðfélaginu köllum við: LYÐRÆÐISLEGA JAFNAÐARSTEFNU. í 70 ár hef- ur ALÞÝÐUFLOKKURINN verið merkisberi þessarar lífsskoðunar í íslenskum sjtórnmálum. (2) Vandamál mannkynsins á okk- ar tímum virðast við fyrstu sýn vera risavaxin og illviðráðanleg: Þau snúast um stríð eða frið, líf eða dauða, hungur eða hagsæld, alræði eða lýðræði. Birtingarform þessara vandamála eru misjöfn í hinum ýmsu heimshlutum. En öll eru þessi vandamál okkar vandamál. Þau eru sameiginlegt úrlausnarefni alls mannkyns. Því að við byggjum eina jörð. Örlög hennar og framtíð er í okkar höndum. Stjórnmálahreyfing sem skír- skotar til alls mannkyns á því aðeins brýnt erindi, að hún geti í verki fært mannkyni frið og hag- sæld. 2. Alrœði — auðhyggja Á okkar öld hafa menn einkum reynt þrenns konar aðferðir við að leysa þessi vandamál. (3) Framan af öldinni vildu margir trúa því, að sovétkommúnisminn gæti leyst vandamál ójafnaðar og •ófriðar. En dómur reynslunnar er annar. Sovétkommúnisminn byggði á hugmyndum um ríkiseinokun efnahagsstarfseminnar og þar með alls efnahagslegs og pólitísks valds. Reynslan sýnir að þjóðfélög af þessu tagi eru ósamrýmanleg lýð- ræði og frelsi. Þeim er haldið sam- an með valdbeitingunni einni sam- an. Þeim hefur Iíka mistekist að leysa efnahagsvandann. Þjóðfélög af þessu tagi eru því ekki lengur fyr- irmynd fátækum þjóðum, sem vilja brjótast til bjargálna. En þessi þjóðfélög eru hættuleg heimsfriðn- um, einfaldlega vegna þess að þau byggja á ofbeldi og fótum troða mannréttindi. (4) Sagan sýnir einnig að kapital- JAFNAÐAR- STEFNAN Hin lýðræðislega leið til friðar, frelsis og framfara Samstaða lýðræðisafla er forsenda friðar „Stjórnmálahreyf- ing sem skírskotar til alls mannkyns á því aðeins brýnt erindi, að hún geti í verki fœrt mannkynifrið og hag- sœld.“ BÍLABORG HF Smiðshöföa 23sími 6812 99 • Þægilegur í snattið, hægt að leggja honum hvar sem er. • Mjög rúmgóður, þægindi eins og í þeim stóru, dýru. • Sparneytinn og ódýr í rekstri. Já, Skutlan frá Lancia hentar mér fullkomlega! Skutlan kostar nú frá aðeins 259 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.