Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 23
23 Eldar íslands Framh. af bls. 12 sem nefnd eru eldstöðvakerfi. Ari Trausti hefur tekið saman viðamikinn fróðleik um þessi kerfi og byggt á upplýsingum frá fjöl- mörgum vísindamönnum, sem sér- fróðir eru um einstakar eldstöðvar og svæði. Allt þetta efni er sett fram á einkar aðgengilegan hátt með til- liti til þess að allur almenningur geti notið þess og ekki síst lögð áhersla á myndræna útfærslu og skýringar. Bókin er í stóru broti, fjöldi glæsilegra mynda á heilum síðum og yfir opnur í bókinni, en alls eru í henni um 200 ljósmyndir, sérunn- ar skýringarmyndir og kort og hver síða prentuð í fjórum litum. Gunnar H. Ingimundarson, landfræðingur, hefur unnið um 50 kort í bókina af öllum þeim eld- virku svæðum sem vitað er um hér á landi og Eggert Pétursson, mynd- listarmaður málaði tugi vatnslita- mynda til skýringar á efni bókar- innar. Milli 20 og 30 ljósmyndarar hafa tekið litljósmyndirnar sem prýða bókina víðs vegar um land og voru ýmsar þeirra teknar sérstaklega fyr- ir bókina. Hönnun og útlit bókarinnar ann- aðist Jonas Ragnarsson, ritstjóri, og hafði umsjón með vinnslu henn- ar. Setning texta fór fram hjá Vöku- Helgafelli en alla prentvinnslu og bókband þessa mikla verks annað- ist Prentsmiðjan Oddi hf. Bókin er prentuð í fullkominni fjögurra lita prentvél fyrirtækisins og sérstakt lakk síðan sett yfir myndfleti og Iet- ur á síðum bókarinnar til þess að gefa henni fullkomnustu áferð. Hvergi hefur verið til sparað til þess að gera þetta forvitnilegt efni um ísland, eitt mesta eldfjallaland heims, sem áhugaverðast. Glæsibækur af þessu tagi hafa í nágrannalöndunum verið eitt áhrifamesta svar útgefenda við aukinni myndmiðlun í sjónvarpi og á myndböndum. Megineinkenni þeirra eru stórar litmyndir, feikna- vandaðar skýringamyndir í litum og kort, og þykir með þessu hafa sannast að enginn miðill slær bók- ina út á sviði fjölfræði og sem augnayndi. Islandseldar er í raun fyrsta bók- in þar sem þessari aðferð er fylgt út í æsar og ekkert til sparað. Það leið- ir auðvitað af sér að bókin verður dýrari en allar venjulegar bækur á okkar markaði og að því er best er vitað dýrust þeirra bóka sem út koma á bókavertíðinni núna fyrir jólin. Hún mun kosta 4860 krónur út úr búð með söluskatti. Þess má geta að ekki reyndist unnt að vinna jafn stórt upplag af íslandseldum og áætlað hafði verið nú fyrir jólamarkaðinn og er þetta fyrsta upplag bókarinnar takmark- að og ljóst að ekki verður hægt að prenta hana aftur fyrir jól. Svo viðamikið er það verk. Kirkjuþing Framh. af bls. 21 þeim samkvæmt heimild í 2. tölul. E-liðar 30. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. 3. gr. Við 4. gr. bætist ný mgr. 2. mgr., svohljóðandi: „Sé kirkjusmíð eða endurbótum á kirkju lokið, sbr. 2. mgr. 1. gr., skal með lánsumsókn vísað til árs- reiknings viðkomandi safnaðar fyr- ir liðið ár, enda komi skýrt fram í efnahagsreikningi, hverju skuldir umsækjenda nema svo og upplýs- ingar um lánstíma.“ 4. gr. 5. gr. laganna orðist svo: „Lánsupphæð má nema allt að 3/5 hlutum af framkvæmdakostn- aði eða áhvílandi skuldum. Lán til nýsmíði skulu endurgreiðast á 40 árum, en til endurbóta á 25 ár- um. Endurgreiðslur afborgana og uppsafnaðra vaxta, sem dreifast á lánstíma, sem þá er eftir, skulu hefjast á næsta gjalddaga eftir vígslu kirkju. Lánin skulu vera verðtryggð sam- kvæmt lánskjaravísitölu og bera Útvegsbankaviðræður í strand? „Kæri mig ekkert um að verða einhver bjargvættur* — segir Árni Gestsson formaður stjórnar Verslunarbankans Skiptar skoðanir meðal hluthafa bankans „Það eru afskaplega skiptar skoðanir meðal hluthafa bankans og við munum ekki gera neitt fyrr en við getum lagt málin fyrir hlut- hafafund. Það er hann sem ákveður endanlega hvað gera skal, hvort á að hrökkva eða stökkva. — Við höfum ekkert fast land undir fótum ennþá. Það eru margir lausir endar og ég get ekkert sagt til um hvaða stefnu málið tekur“, sagði Árni Gestsson forstjóri Globus og for- maður stjórnar Verslunarbankans í samtali við Alþýðublaðið þegar hann var spurður, hvað liði umræð- um um sameiningu Verslunarbank- ans, Útvegsbankans og Iðnaðar- bankans i hlutafjárbanka. „Ég hef heyrt hjá æðimörgum hluthöfum bankans og það er mik- ill hugur í þeim að stækka Verslun- arbankann. Það yrði þá gert með því að auka hlutafé og gera eigið fé meira heldur en verið hefur. Þannig yrðu umsvif bankans aukin. Stað- reyndin er sú að við erum ekki stór banki, en nú er búið að gefa aukið frelsi í starfsemi bankanna og vilj- um gefa okkur meiri tíma til að skoða málið“, sagði Árni. Stjórnvöld hafa sagt að lausn á fjárhagsvanda Útvegsbankans þoli enga bið og sett hefur verið mikil pressa á að ljúka þessu máli og talið brýnt að sameiningin gangi sem hraðast fyrir sig. Alþýðublaðið spurði Árna hvort pressan væri e.t.v. óþarflega mikil. „Þetta er bara ekki ennþá komið á það stig að hægt sé að fóta sig“, sagði Árni, „og ég fyrir mitt leyti kæri mig ekkert um að vera bjargvættur einhverra sem hafa komið þessum málum á það stig sem þau eru komin á í dagí‘ Árni og Höskuldur Jónsson bankastjóri voru erlendis í síðustu viku. Árni sagði að þeir hefðu verið að kynna sér ýmsar leiðir í banka- starfsemi. „Við vorum t.d að kanna ýmislegt með tilliti til gjaldeyris- málanna og með tilliti til þeirra hluta sem hægt verður að gera þeg- ar þetta mikla frelsi verður komið á. Viðhorfin koma til með að breytast og vinnuplanið í leiðinni“ Árni sagði að ógerningur væri að segja hvenær niðurstaða lægi fyrir. Síðustu daga hefur verið unnið að gögnum í málinu og reynt að fá fram á yfirborðið tölur sem hægt er að skilja. Hann sagði að ekki hefði verið boðaður fundur ennþá, en sagðist reikna með að hægt yrði að ná saman fundi fyrir lok vikunnar“ Endalok fara einungis eftir því hvort maður telur þetta vera hag- stætt fyrir þá sem við höfum verið kosnir til að vera umbjóðendur fyr- ir“, sagði Árni Gestsson formaður stjórnar Verslunarbankans. sömu vexti og lán Húsnæðisstofn- unar ríkisins bera á hverjum tima og komi ákvæði um það fram í reglugerð samanber 8. gr. Þátttaka leikmanna í kirkjulegu starfi. „Kirkjuþing felur Kirkjuráði að láta fara fram könnun á því, hvernig auka megi þátttöku leikmanna í starfi kirkjunnar og skila skýrslu um málið til Kirkjuþings 1987“ Eyðni (Aids) „Kirkjuþing 1986 ályktar: 1. Að lýsa yfir stuðningi við eft- irfarandi ályktun fram- kvæmdanefndar Alkirkju- ráðsins á fundi þess í Reykja- vík 15.—19. september 1986 um sjúkdóminn eyðni: Fram- kvæmdanefnd Alkirkjuráðs- ins vekur athygli kirknanna á hinu alvarlega vandamáli sem sjúkdómurinn eyðni er. Vér hvetjum kirkjurnar til þess að bregðast á viðeigandi hátt við, með sálgæslu, varnaraðgerð- um og félagslegri þjónustu. 2. Að lýsayfir stuðningi viðstarf landlæknisembætt í því for- varnar- og fræðslustarfi, sem nú er hafið vegna „eyðni“. 3. Kirkjuþing skorar á alla kristna menn, að taka hönd- um saman og hefja sig upp yf- ir alla fordóma og leita sam- starfs við hvern þann einstakl- ing, samtök og stofnanir, sem af heiðarleika vinna gegn þeirri vá sem eyðni er“ Saga íslenskra kirkna Kirkjuþing 1986 fagnar því fram- taki Bókaútgáfunnar Arnar og Ör- lygs að hefja útgáfu á ritverki um ís- lenskar kirkjur. Auk þess komu fram tvær tillög- ur, annarsvegar tillaga um stuðning við framkomna tillögu á Alþingi um málefni Nikaragua og áskorun á stjórnmálaflokkana að vinna að auknum jöfnuði i launum og öðr- um lífskjörum og aðvörun vegna hávaxtastefnu. Ekki kom til at- kvæðagreiðslu um þessar tillögur, heldur var þeim vísað til Kirkju- ráðs. Stórt skref Framhald af bls. 1 „Það er alltaf ástæða til að hafa áhyggjur af því að tilraunir til að hækka við þá sem verst eru settir verði til þess að þeir sem meira hafa, reyni að ná til sín meiru. Ég vænti þess hins vegar að menn skilji hvað hér er á ferðinni. Það tapar enginn á þttsum samningum, það græða allir og þeir sem verst eru settir mest. Það verður að treysta á sam- stöðu verkafólks og annarra til að breyta þjóðfélaginu í réttlátara horf. Við teljum okkur hafa stigið stóra skrefið í þá átt“, sagði Karl Steinar. Nokkuð hefur verið rætt að sam- heldni launþegahreyfingarinnar færi dvínandi og að það hafi komið í Ijós í þessum samningaviðræðum þar sem m.a. Dagsbrún, stærsta einstaka félagið innan Verka- mannasambandsins gekk út. En er þetta sigur fyrir heildarsamtökin? „Þetta er mjög mikill sigurí' sagði Karl Steinar. „Það er hins vegar rangt að það hafi ekki verið samstaða. Samstaðan hefur sjaldan verið jafn góð og innan Verka- mannasambandsinsvar mikil eining þrátt fyrir útgöngu Dagsbrúnar, sem mér þótti miður, því mér er mjög hlýtt til Dagsbrúnarmanna", sagði Karl Steinar.j Líkt og í febrúarsamningunum er gert ráð fyrir að ríkið komi inn í svo árangur kjarasamninganna verði í samræmi við innihald þeirra. Karl Steinar sagði að ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit hefðu þau gengið að fallöxinni. Nú eru líkur til þess að skipt verði um ríkisstjórn á samningstímanum, en gert er ráð fyrir að samningarnir gildi til des- ember á næsta ári. „Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að betri ríkisstjórn taki þá við og því engin ástæða til að ætla ann- að en gerðir okkar muni halda“, sagði Karl Steinar. Alíslensk fyndni Hollur hlátur lengir lífið Magnús Óskarsson borgarlögmaður safnaði og setti saman Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur gefið út bókina Alíslensk fyndni — hollur hlátur lengir lifið — sem Magnús Óskarsson borgar- lögmaður hefur safnað efni í og sett saman. Á bókarkápu segir m.a.: „Það gerist ekki á hverjunt degi, að háttsettur embættismaður varpar af sér alvöruskikkjunni og dregur fram sannar og ótrúlega skemmti- legar myndir úr hversdagslífinu í kringum okkur, í þeim tilgangi ein- um að skemmta fólki. Magnús Ósk- arsson, borgarlögmaður, hefur ár- um saman safnað drepfyndnum setningum, fyrirsögnum og greina- brotum úr íslenskum dagblöðum. Yfirleitt er þessi fyndni óviljaverk, sem fáir veita athygli, allra síst höf- undarnir sjálfir, en verður alveg óborganleg, þegar hún er dregin fram í dagsljósið. Úr þessu safni Magnúsar hefur hann valið hátt á annað hundrað úrklippur, sem hér birtast í upprunalegri mynd. Þá seg- ir Magnús sannar, íslenskar gaman- sögur, sem flestar hafa hvorki birst né heyrst áður og inn á milli eru limrur, smáskrítlur og „spakmæli“, allt saman dýrlegur, alíslenskur húmorí1 Þriðja prentun þessarar bókar er nú hafin! Útflutningur á Svala nær innanlandsframleiðslunni á næsta ári Það er alltaf jafn stórkostlegt að heimsœkja hann Davíð Scheving Thor- steinsson hjá Sól hf. Maðurinn bókstaflega geislar af athafnagleði og bjartsýni. „Tœkifœrin eru óþrjótandi, bara ef við erum menn til þess að nýta okkur þau“, segir iðnjöfurinn og bandar hendinni til tveggja Þjóð- verja sem eru að setja upp vélmenni hið mikla, sem á að stjórna allri lager- afgreiðslu ínýja húsnæði Sól hf. „Með þessu húsnæði verður aðstaða okk- ar uppá 33 þúsund fermetra og reyndar hálfu þúsundi betur. Við byrjuðum hérna í 160 fermetrum árið 1930 þannig að þú getur sjálfur reiknað út stœkkunina. Samt er gengið inn á sama stað í húsið. Svalinn sprengir allt afsér hérna hjá okkur, við höfum ekki við að framleiða hann vinsœldir þessa drykkjar eru svo miklar. Við seljum nú 14 milljón/ernur innanlands á ári afSvala og tvœr milljón fernurfara i útflutning. A ngsta ári áœtlum við að fjórtán milljón fernur fari í útflutning, þannig að við verðum veru- lega gjaldeyrisaflandi fyrir utan allan gjaldeyrinn sem við spörum með annarri framleiðslu. íslandersvo gott og þekkt land að möguleikar okkar i útflutningi eru nánast ótakmarkaðir. Þar sem vöruvöndun hefur alltaf verið hér til staðar í Sól hf. leggjum við ótrauðir íþað að sigra heiminn“, sagði iðnjöfurinn að lokum. Ertu hættulegur í UMFERÐINNI án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuð áhrif og áfengi. Kynntu þér vel lyfió sem þú notar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.