Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 9. desember 1986 Hin lýðræðislega leið til friðar, frelsis og framfara Framhald af bls. 6 Þetta eru sterk þjóðfélög, lýðræðis- leg þjóðfélög. Þjóðfélög, sem ein- kennast af jöfnuði og mannúð og möguleikum hins almenna manns. Hlutverk ríkisvaldsins hefur verið veigamikið í þessum þjóðfélögum við að jafna tekjuskiptinguna og draga úr félagslegu misrétti. (10) En það sem Iýðræðisjafnaðar- menn þurfa einkum að endurskoða í hugmyndaarfi sínum, í ljósi reynslunnar, er einmitt hlutverk rík- isvaldsins. Reynslan sýnir að ríkis- valdið getur ekki nema að takmörk- uðu leyti verið uppspretta framfara í fátækum þjóðfélögum. Það er sögulegur misskilningur að fjár- magnið eitt sé uppspretta efnalegr- ar misskiptingar og valdbeitingar. Ríkisvaldið sjálft getur einnig verið uppsprctta efnalegs og félagslegs misréttis og ennþá meiri valdbeit- ingar. Sérstaklega er þetta augljóst í hinum fátæku löndum Þriðja heimsins, þar sem miðstýring er ein helsta hindrun sjálfvakinnar og eðlilegrar þróunar. Sem lýðræðis- sinnar hljóta lýðræðisjafnaðar- menn að vara við slíkri misbeitingu valds. Þess vegna eru lýðræðisjafn- aðarmenn í vaxandi mæli talsmenn víötækrar valddreifingar. (11) Við bendum á að einokun valds í höndum forréttindastéttar embættismanna og stjórnmála- manna leiðir til — sjúks þjóðfélags sem einkennist af síþenslu skrifræðis, sem hindrar alla ákvarðanatöku. — víðtækrar fjármálaspillingar, fjárfestingarmistaka og forrétt- „Jafnaðarmenn vilja beita samtaka- mœtti fólksins, lýð- rœðislegu löggjafar- valdi, valdi ríkis- stjórna og sveitarfé- laga og afli skipu- lagðrar verkalýðs- hreyfingar til þess að koma í veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýst af óheftum markaðsbú- skap, fái hann að hafa sinn gang“ inda nýrrar stéttar, sem beitir ríkisvaldinu til að kúga aðra. — til ójafnrar þróunar borga og landsbyggóar, vegna þess að ör- yggi og forréttindi ríkisvaldsins laðar til sín vinnuaflið í stórum stíl. — lífsstíll þjónustustéttanna er oft í engu samræmi við sögulegar hefðir og efnalega getu fram- leiðslukerfis viðkomandi lands. — útþensla skrifræðis vex oft at- vinnulífinu yfir höfuð og tor- 3 veldar þannig uppbyggingu fé- lagslegrar þjónustu almenn- ings. Þessi sjúkdómseinkenni ójafnrar þróunar í skjóli misbeitingar ríkis- valdsins eru eitt höfuðeinkenni á þjóðfélagsvandamálum Þriðja heimsins. „Þeim mun meiri miðstýring þeim mun minna frumkvœði til framfara frá einstak- lingum og samtökum fólksins.“ Þeim mun meiri miðstýring þeim mun minna frumkvæði til framfara frá einstaklingum og samtökum fólks. Þetta á við um framleiðsluna, ekki hvað síst í sjávarútvegi og land- búnaði, sem kallar á dreifðar byggðir. Þetta á við um félagslegt framtak fólks í minni byggðarlög- um. (12) Af þessu má leiða að forsenda sjálfvakinnar þróunar í fátækum þjóðfélögum er dreifing valdsins, með öðrum orðum Iýðræðislegir stjórnarhættir. Það er einmitt þess vegna sem lýðræðisjafnaðarstefnan er líklegri en kommúnismi eða kapitalismi til þess að færa mann- kyninu á okkar tímum frið, frelsi og hagsæld. Framhald á bls. 18 ■íslensk bókamennmg ex verðmæw Refska, sönn lygisaga er fyrsta skáldsaga höfundar Kristjáns J. Gunnarssonar fyrrv. fræðslustjóra í Reykjavík. Refska er skrifuð í gráglettnum ýkjusagnastíl og uppfull af sjónhverfingum þar sem staðreyndin verður fáránleiki og fáránleikinn staðreynd. Refska gerist í orðu kveðnu í árdögum íslands- byggðar og minnir víða á íslendingasögur um brag og túlkun. Kennir því margra grasa í þessari sönnu lygisögu sem vafalaust mun þykja tíðindum sæta. Einsætt er að Refska verður skipað í flokk með sérkennilegustu og metnaðarfyllstu skáldsögum í íslenskum nútímabókmenntum. Refsku bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska sagan um refskuna í íslenskri samtíð. Bókaúfgáfa /VIENNING^RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7. REYKJAVÍK • SIMI 621822 Það er mikið að gera hjá honum Sveini bakara þessa dagana enda Ijóssins hátíð skammt undan og ekki spillir að hafa gott bakkelsi til þess að létta sér upp skammdegið. Svo ekki sé minnst á öll hollustubrauðin. Þessi mynd var tekin íÁrbæjarútibúi Sveins bakara íRofabœ 39 við Verslun- ina Nóatún sem þar er. Auk þess er Sveinn bakari með útibú í Bankastrœti 2, Grensásvegi 48 og SS-búðinni glæsibœ. Um áramótin flyst svo sjálft bakaríið upp íMjódd, nánar dltekið Álfabakka 12, þar sem það fær eina fullkomnustu aðstöðu til brauð- og kökugerðar sem til er í landinu. JÓI í Rafbúðinni Mitt í skammdeginu skín okkur Ijós. Boðskapur jólanna er alltaf jafn heillandi og augu barnanna eru heilluð af jólaljósunum. Nú uppá síðkastið hafa tíðkast hér á landi aðventuljósin, sem lengi hafa verið vinsœl erlendis. ÍRafbúð Sambandsins við Ármúla fást einnig þarfir hlutir til jólanna og mikið yrði hún mamma glöð ef hún fengi sjálfvirka uppþvottavél til þess að létta sér jólauppvaskið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.