Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 9. deserr.ber 1986 Menningar- og fræðslusamband alþýðu: Þú hefur orðið og hvernig bregstu við Bók sem á brýnt erindi í skóla landsins Eitt af því sem virðist þjaka fólk nú til dags hvað mest, er óttinn við að standa upp og segja skoðun sína við hin ýmsu tækifæri, jafnvel þótt viðkomandi langi til þess og þurfi að gera það. Að halda ræðu, flytja ávarp eða tala máli sínu á annan hátt, er allt of mörgum ofviða, sök- um þess að fólk heldur að það kunni ekki að koma fyrir sig orði og verði fyrir bragðið að athlægi. Og er nokkurs staðar hægt að læra að koma fyrir sig orði? Já, ný er það hægt. Komin er út bók hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu þar sem fólki er kennt þetta lið fyrir lið og heitir: Þú hefur orðið. Óbundin en vel unnin samt og sennilega tiltölulega ódýr. í inngangi segir að „markmiðið með útgáfu bókarinnar sé að kenna undirstöðuatriði í ræðumennsku og er þá átt við ræðumennsku í víð- tækasta skilningi, þ.e. bæði samn- ingu og flutning á ræðum og erind- um og þátttöku í umræðum". Les- og fleira. Sem sagt alhliða bók um ræðumennsku. Ég fæ ekki betur séð en að þessi ORN BJARNASON skrifar um bækur andanum er leiðbeint við alla þætti ræðumennsku, uppbyggingu ræð- unnar, undirbúning, raddbeitingu, öndun, framkomu í ræðustól og eins að semja handrit. Fleira mætti telja, svo sem ýmsar útgáfur mál- flutnings sem eru kenndar í bók- inni: Að taka þátt í umræðum, erin di, tækifærisræða, áróðursræða, Iétt spjall o.s.frv. Kaflar eru um málfar, mál og stíl, að æfa ræðuna bók sé meira en Iítið nauðsynleg núna. Á tímum þegar svo margir eru mataðir af sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum, tímaritum o.fl., eru menn nánast hættir því sjálfir að Leiðþeiningar um ræðumennski taka til máls í fjölmenni og þarf, ekki fjölmenni til, aðeins vegna þekkingarleysis og/eða feimni. Hingað til hefur heldur ekki verið fáanleg nein heppileg kennslubók til að benda mönnum á, svo ég viti til. Margir vilja þó eflaust bæta úr þessu, eru orðnir leiðir á því að hella sér yfir náunga sinn þegar samkoman t.d. er búin, nokkuð sem þeir hefðu átt að gera á sam- komunni sjálfri. Nú er sem sagt hægt á einfaldan hátt að bæta úr þessu með því að lesa bókina Þú hefur orðið, — og æfa sig samkvæmt henni. Gott væri ef þessi bók yrði skyldulesning í skólum landsins. Eitt af markmiöum almennrar skólagöngu hlýtur að vera að nem- endur hafi sæmilegt sjálfstraust þegar skólagöngu lýkur. Og Þú hef- ur orðið er bókin sem gæti komið heilmiklu góðu til leiðar þar. Bókin er norsk að uppruna og höfundar eru þrír, en Þráinn Hall- grímsson, starfsmaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, hefur þýtt og staðfært bókina. Er þýðing- in á mjög góðu og aðgengilegu máli og treystir enn ágæti bókarinnar. Vel getur verið að Hörður Berg- mann eigi þar einhvern hlut að máli, en hann las yfir handrit og gaf góð ráð um málfar, efni o.fl. Teikningar, skýringarmyndir og ljósmyndir gera bókina enn líflegri og þjóna einnig leiðbeiningarhlut- verki sínu vel. Formáli er eftir - Ttyggva Þór Aðalstcinsson. Þú hefur orðið er kennslubók í þess orðs bestu merkingu, sem skólayfirvöld mættu gefa nokkurn gaum, eins og áður sagði. Væri slæmt ef menn gleymdu því í jóla- uppskerunni og nemendur sætu áfram, margir hverjir, mállausir sem fyrr. Örn Bjarnason Listasafn A.S.Í. og Lögberg: Bók um ævi og list meistara Ásgríms — sem málaði íslensku tröllin þannig að nú þekkj- um við þau hvar sem við sjáum þau! Ég játa mig sigraðan strax. Und- irritaður er ekki maður til að fjalla um bók sem skrifuð er um list Ás- gríms Jónssonar. Hitt er svo annað mál að það getur verið gaman að fá álit leikmanns, á málverkinu sem sennilega er gert fremur fyrir al- menning í upphafi en ekki sérfræð- inga, þótt þe'r síðarnefndu séu bráðnauðsynlegir til að auka skiln- ing okkar hinna á myndlist og öllu því sem að henni lýtur, — þrátt fyrir allt. Ásgrímur Jónsson, listmálari, fæddist 4. mars 1876 og er því einn af brauðtryðjendunum í íslenskri myndlist. Náttúrumálari kannski fyrst og fremst? Blýants- og penna- teikningar Ásgríms eru einnig víð- frægar, sérstaklega þjóðsagna- myndir hans og eru þær sennilega það sem almenningur man best eft- ir og tengir nafn hans við. Uppstill- ingar, vatnslitamyndir, eldgosa- myndir, sjálfsmyndir o.fl. Tónlist- arunnandinn í hópi brautryðjenda í íslenskri málaralist. Rómantiskur. Við það að skoða landslags- myndir Ásgríms frá hinum ýmsu tímum á málaraférli hans, mundi leikmaður eins og ég byrja á því að skipta þeim í tvo hópa: Annars veg- ar þessar nákvæmu og fíngerðu, — það er rétt eins og sumar þeirra séu unnar með saumnál svo smágerðar eru þær og hins vegar þær kröft- ugu, ákveðnir pensildrættir og stór- ir fletir, hreinni og fyllri litir. Hvort tveggja gaman að skoða. Mikil „saga“ á bak við hvort tveggja. Þessi myndflokkur, landslags- myndirnar, er sagður umfangs- mestur í listferli Ásgríms. Að mínu viti eru þær t.d. merkilegar fyrir það að vera lifandi án þess að það sé fólk á þeim. Reyndar eru þær held- ur ekki lifandi á sama hátt sem t.d. einkenndi Kjarval, fullar af öndum og táknum í landslaginu. Nei, þær eru lifandi á annan hátt fyrir mér. Þær eru lifandi vegna þess að mað- ur getur vel hugsað sér að eiga heima í svona landslagi. Þarna er friður. Það er einhver náttúrleg um- föðmun í þessum myndum sem býður mann velkominn og það hlýt- ur að vera mikið líf þarna. Málið er bara hvar er það? Kannski í þessum eina lágreista bóndabæ sem á myndinni er? Ef til vill, en það er meira. Maðurinn sem horfir á myndina er með á myndinni. Er það kannski hinn mikli galdur Asgríms, — að lofa áhorfandanum að gera sér bústað í myndum sínum og landslagi. Það getur verið. Þetta upplifi ég að minnsta kosti í hinum fíngerðari myndum meistarans. Hinar hrjúfari eru einnig villtari, dálítið eins og í uppnámi. Þar vill maður ekki endilega eiga heima, en þar er tilkomumikið að vera stadd- ur. Það á einnig við um eldgosa- myndirnar. Þær eru reiðar. Svona getur Guð orðið vondur. Fólkið á þeim myndum er ópersónulegt og hrætt. Hvers vegna er Guð svona reiður? Hefur mannfólkið gert eitt- hvað af sér? Myndir Ásgríms úr þjóðsögum, teikningar, eru tilkomumiklar. Stór tröll en umkomulausir menn, hjálp- arvana stúlka og undrandi Búkolla. Tröllin eru þó ekki æst, en þau eru stór og kraftmikil. Nátttröllið á glugganum (olía), fylgist frekar með stúlkunni á myndinni heldur en að það vilji eitthvað illt. En hvað er tröllið þá að gera þarna? Og hvers vegna er stúlkan hrædd. Tröllin hans Ásgríms meiða ekki neinn. Eru þau þá bara hugarburður okk- ar allra? eru þau kannski ekki til? Vatnslitamyndir. Þetta við- kvæma listform. Fíngert, — eins og gegnsætt. Barnafossar eins og upp- kast af sköpun. Tunglsljós, — um hvað er stúlkan að hugsa? Frá Skagaströnd, — stórt stórt fjall sem endurspeglast í lygnri ánni. Ætli búi fólk þarna á bænum? Spurningar. í myndunum hans Ásgríms er svo mikið af spurning- um. Uppstillingar. Blóm í vasa frá 1946. Þarna á einhver heima. Borð- skúffan er hálfútdregin, bækur undir borðinu og blómin eru með fullu lífi, (olía). Uppstilling, vatns- litamynd. Könnur á borði, tvær flöskur, skaftpottur, epli, penslar. Svona nokkuð notar mannfólkið, — kannski málarinn sjálfur? Þannig má endalaust velta fyrir sér myndum í þessari bók. Stund- um er eins og vanti eitthvað á mynd- irnar, en við nánari athugun er það allt á sínum stað. Þetta er einhver galdur og hann kunni Ásgrímur. Hrafnhildiir Schram og Hjörleif- ur Sigurðsson hafa skrifað um ævi og list Ásgríms. Sá texti er út af fyrir sig forvitnilegur, en hvort neikvæð gagnrýni sem skrifuð var á þennan hluta bókarinnar af fagmanni í DV er rétt eða ekki, hef ég ekki þekk- ingu til að dæma um. Hitt veit ég að prentun og öll vinna við bókargerð- ina er til fyrirmyndar, þarna hefur verið mikið í lagt. Þessi bók gerir það að verkum að nú getum við öll skoðað svolítið list meistara Ásgríms Jónssonar. Það eigum við Listasafni ASÍ og Lög- bergi að þakka, — og þannig getur hver og einn átt örlítið brot af meistaranum út af fyrir sig heima hjá sér. Og það er allnokkuð. Örn Bjarnason Forvitnileg bók frá Almenna bókafélaginu: Örlagasinfónía veðurguðanna Ungur höfundur er alltaf merki- legur og merkilegar bækur eru allt- af ungar. Eða er það ekki annars? Hitt er svo annað mál að ungir höf- undar eru misjafnlega merkilegir og merkilegar bækur eru misjafn- Iega ungar. Aðalatriðið er að hafa gaman af bókum, ég tala nú ekki um fyrir þá sem settir eru í það ein- kennilega hlutskipti að skrifa um bækur. Bækur þurfa ekki endilega að vera stútfullar af heimsfrelsun- um hverri annarri betri og meir áríðandi. Þarna held ég að liggi hundurinn grafinn. Það er vissulegar gaman að lesa bókina Eftirniáli regndrop- anna eftir Einar Má Guömunds- son, en hann er svo sem ekkert að veifa gáfum sínum eins og kröfu- spjaldi í kringum sig, sem er háttur sumra höfunda og gerir bækur þeirra allt að því ólesandi. Fyrir bragðið verður þetta svolítið gáfuð bók! En hún er ekki augljós, — hún gabbar mann framan af en svo venst þetta og verður eðlilegra þeg- ar á líður bókina. En um hvað fjall- ar svo þessi sérkennilega bók? Nú er það glæpur við söguna að skýra frá því mjög náið. Betra að lyfta örfáum steinum og gá hvað er undir. Hvernig maður er söðla- smiðurinn og vinir hans? Gera þeir ekki annað en að drekka öl og spritt og segja dularfullar sögur á kvöldin á verkstæði söðlasmiðsins? Og hvaða menn eru þetta? Hvað eru þeir að hugsa? Það á dálítið dimmt í mestallri sögunni. Myrkur. Nema auðvitað þegar blossinn mikli verð- ur, þá birtir heldur en ekki. Og hvaða blossi er þetta? Elding? Eða kannski angi af sjálfri . . . Hvalbeinsgrindin. Öðlast hún allt í einu Iíf? Þannig er forvitni les- andans sífellt við haldið út alla bók- ina og dettur hvergi niður. Verður að segjast eins og er að það er vel að verið hjá höfundi. Eins og fleira. Stíllinn er fallegur. „Mannskrattinn skrifar í steríó“. Ólíkur öðrum. Hvernig maður er Daníel prest- ur? Og hvað er hann að bauka? Hvað táknar það þegar Daníel sér sjómennina taka ofan sjóhattana og höfuðin um leið? Reyndar gam- alt tákn úr þjóðsögum, — allt í Iagi samt. Hvenær fórst skipið þarna úti fyrir. Það skyldi þó aldrei vera, að . . . Eða Sigríður. Hana dreymir einkennilega drauma. Hvað merkja þeir? Er prestfrúin spámaður nú- tímans? Og hvað tákna þessir draumar? Kannski er þetta bara rugl. Þessum og þvílíkum spurningum er haldið að lesandanum frá upp- hafi til enda. Að minnsta kosti næstum því til enda! Eða guli geðspítalinn. Hið mikla hús. Og hver var það sem þennan dag gekk um fjöruna? Karl eða kona, — og meðal annarra orða: Hvaða máli skiptir það svo sem? Það eru mikil veður í þessari skáldsögu: Stormur sem æðir um götur, jarðskjálfti sem ekki mælist, blálýstir blossar, flóðið í dalnum og regndropar rauðir sem blóð. Já, vel á minnst: Hver bankar á hurðina hjá Anton rakara þannig að loka verður vegna sumarleyfa? Jafnvel um hávetur. Og skýjaflókarnir koma. Þarna eru afmælisveislur haldn- ar í náttmyrkri. Það er einkenni- legt. Og kosningaloforð gefin í há- loftunum. Einar Már Guömundsson hefur sannarlega skrifað sérkennilega, dularfulla og skemmtilega skáld- sögu þar sem Eftirmáli regndrop- anna er. Sennilega á þessi bók eftir að komast í Norðurlandakeppnina! Ekki kæmi mér það á óvart. Með þessari bók er ég aftur farinn að trúa því að íslenska skáldsagan nái sér á strik. Bókargerðarmenn hafa einnig staðið sig vel. Bókin er prýðilega vel unnin. Almenna Bókafélagið gefur út. Örn Bjarnason. Vinningstölur 6. des. 2-3-10-13-29

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.