Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 9. desember 1986 Hin lýðræðislega leið til friðar, frelsis og framfara Framhald af bls. 8 6. Gildismat jafnaðarmanna Þetta leiðir af grundvallarvið- horfum lýðræðisjafnaðarmanna til einstaklinga og þjóðfélags. Hug- myndir lýðræðisjafnaðarmanna eiga jafnt við í ríkum þjóðfélögum og snauðum. Þær hafa almennt gildi. (13) Fyrsta gildið er frelsið: Það eru augljós tengsl milli valddreif- ingar í efnahagslífinu og pólitísks frelsis. Markaðskerfið, sem byggir á frjálsum aðgangi að upplýsingum og frjálsu frumkvæði einstaklinga, gegnir þýðingarmiklu hlutverki í okkar þjóðfélagi. Það verður hins vegar að lúta félagslegri stjórn. (14) Annað gildið er lýðræði: Það eru augljós tengsl milli lýðræðis og samkeppni. Án samkeppni verða mannlegar eigindir eins og hug- kvæmni, frumkvæði, sköpunar- kraftur og dugnaður, ekki leystar úr læðingi. En samkeppni á efnahags- sviðinu og í þjóðfélaginu veldur árekstrum, ef hún fær ekki póli- tíska útrás í farvegi lýðræðisins. Ein merkasta uppgötvun s.l. tveggja áratuga er að lýðræði er praktísk nauðsyn fyrir efnahagslegar fram- farir. (15) Þriðja gildið er félagsleg sam- staða: Félagsleg samstaða er for- senda fyrir árangursríku starfi fjöldahreyfinga eins og verkalýðs- hreyfingar og samvinnuhreyfingar, í lýðræðisþjóðfélagi. Félagsleg samstaða þarf að birtast í smærri einingum: Á vinnustöðum, í sveit- arfélögum og í samtökum áhuga- manna um sérstök málefni samfé- lagsins. Félagsleg samstaða smærri byggðarlaga t.d. í löndum Þriðja heimsins, er lífsnauðsyn fyrir sjálf- vöknum efnahagsframförum. (16) Fjórða gildið er útvikkun rétt- arríkisins: Meginmunurinn á lýð- ræðisjafnaðarstefnu og þróuðum kapitalisma, fyrir utan kröfuna um félagslega samstöðu, er sá, að við takmörkum ekki gildi löggjafar- valds og réttarríkis eingöngu við löggæslu og réttarfar. Löggjafar- valdið hefur líka þýðingarmiklu hlutverki að gegna varðandi stjórn- un efnahagsstarfseminnar. Mark- aðir eru þýðingarmiklir, en tak- markaðir. Það verður að stýra sam- keppni. Stundum að neyða einka- aðila til samkeppi. Það verður að setja reglur um réttindi verkafólks; lög um takmörkun á einokunarað- stöðu; reglur um stjórnun mark- aða, ekki hvað síst í alþjóðavið- skiptum. (17) Þess vegna er inntak frelsis- hugtaksins allt annað í hugmynd- um lýðræðisjafnaðarmanna en markaðshyggjupostula. Báðir tala um virðingu fyrir frelsinu. Frelsi til að hugsa, tjáningarfrelsi, prent- frelsi, ritfrelsi, samtakafrelsi, fundafrelsi. Við leggjum áherslu á samtakafrelsi, þar með talið frelsið til verkfalla. En aðalmunurinn er þessi. Við viljum að frelsi einstaklingsins sé tryggt líka með löggjöf, þegar kem- ur að efnahagsstarfseminni og sam- skiptum manna á því sviði. Við þurfum ekki bara lögreglu og dóm- ara í prívatsamskiptum okkar. Samkvæmt hugmyndum markaðs- hyggjumanna ber að afnema állan rétt samfélagsins til íhlutunar í efnahagsstarfsemina. En ef allir eiga að vera frjálsir að gera það sem þeir vilja á efnahagssviðinu er það um leið orðið að frelsi til að ganga á rétt annarra. Óteljandi dæmi um misbeitingu auðhringa á efnahags- legu valdi sínu, á kostnað almenn- ings og neytenda, sanna hið tvö- falda siðferði markaðshyggjunnar á þessu sviði. (18) Fimmta gildið er valddreifing- in: Hvorki kommúnistar né mark- aðshyggjumenn eru í reynd vald- dreifingarmenn. Jafnaðarmenn vilja dreifa hinu efnahagslega og pólitíska valdi. Þeir vilja takmarka og dreifa ríkisvaldinu, til smærri eininga héraða og sveitarfélaga. Hugmyndin er hvarvetna sú að skapa mótvægi við miðstjórnar- valdið og efla getu hinna smærri eininga til sjálfsstjórnar og sam- keppni. Aðeins með því móti verða framfarir sjálfvaknar. Þær geta aldrei orðið fyrir tilverknað utan- aðkomandi valdbeitingar. Ein helsta hindrun fyrir efna- „Dreifing hins pólit- íska valds er forsenda lýðræðis og þar með framfara hagslegum framförum í löndum Þriðja heimsins er ofvaxið ríkis- bákn, sem mergsýgur sveitir og hér- uð og veldur ójafnri þróun, ofvexti borga og uppdráttarsýki sveitanna. Hrikaleg mistök hafa átt sér stað að þessu leyti í löndum Þriðja heims- ins og með svokallaðri þróunar- hjálp. Mörg þjóðfélög eru beinlínis á barmi byltingar af þessum sök- um. Dreifing hins pólitíska valds er forsenda lýðræðis og þar með fram- fara. (19) Sjötta gildið felst í stjórnun á tækniþróuninni: Sósíalisminn sem hugmyndakerfi er sprottinn upp úr iðnþróun Vesturlanda. En hagkerfi og tækni hafa í mörgum tilvikum undirokað manninn, í stað þess að vera í þjónustu hans. Við þurfum að snúa þessu við. Lykillinn að efnahagsframförum er ekki fyrst og fremst tækni eða peningar, heldur geta mannsins til þess að ná valdi á stjórnun tækninnar. Síðan kemur allt hitt af sjálfu sér. Með stjórnun tækniþróunar vilj- um við hindra tvískiptingu þjóðfé- lagsins: T.d. i ofvaxnar borgir og vanþróuð héruð; síþensla höfuð- borga en samdrátt á landsbyggð; ofvöxt ríkisbákns en stöðnun fram- leiðsluatvinnuvega. Oftrúin á uppbyggingu þunga- iðnaðar er dæmi um slíkan söguleg- an misskilning. Jöfn þróun er fyrst og fremst afleiðing mannlegra við- horfa, menningarumhverfis og sögu; m.ö.o. hún byggir á getu ein- staklinganna til að ná tökum á nýrri tækni, til þess að auka framleiðslu- afköst og hagsæld. Hvorki kommúnismi né kapitalismi hafa getað leyst þessi vandamál. 7. Friðarhreyfing (20) í krafti þessara lífsviðhorfa, þessa siðferðilegu sjónarmiða og þessa gildismats er lýðræðisjafnað- arstefnan best fallin til þess að vísa veginn til jafnrar þróunar og þar með réttlátara þjóðfélags. Jöfnun hinna efnahagslegu gæða, jafnrétti gagnvart þeim tækifærum, sem líf- ið hefur að bjóða, greiður aðgangur að áhrifum og valdi í næsta um- hverfi. Allt eru þetta gildi, sem stuðla að friði og sáttum í hverju þjóðfélagi og þ.a.l. heimsfriöi. (21) Þess vegna er það að hin al- . sa^el savitöa? .asWL® n n ^nwn nniuúÍB SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3, SÍMAR 68 79 10 - 68 12 66 SINGER 8618: Frjáls armur Rafeinda fótstig Lárétt spóla Sjálfvirk hnappagöt Beinn saumur Zig-zag Blindfaldur Stungu Zig-zag Styrktur saumur Teygju saumur Overlock Vöfflusaumur Tvöfalt overlock Fjöldi nytja- og skrautsauma Auðvitað hefir svonafullkominvélfrjálsan arm og rafknúið fótstig. Við notkun tvö földu nálarinnar fást ýmsar skemmtilegar áferðir og auk þess saumar SINGER 8618 öll efni, mjúk sem hörð. Fæst á eftirtöldum stödum: Rafbúö Sambandsins, Mikiagaröi og Domus og Kaupféiögum um landallt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.