Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. desember 1986 11 Örn og Örlygur fá umboð fyrir Gyldendal 50 þúsund uppsláttarorð í tveimur bindum Hinn 3. desember voru undirrit- aðir í Reykjavík samningar milli Bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs og Gyldendal-bókaútgáfunnar í Kaupmannahöfn um útgáfurétt og samvinnu um útgáfu á alfræðibók á íslensku. Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hefur sérhæft sig í útgáfu uppsláttarrita og staðið fyrir stór- virkjum á því sviði. Má þar nefna Heiminn þinn, Lögbókina þína, Landið þitt — ísland í 6 bindum, Ensk-íslenska orðabók og Ensk-ís- lenska skólaorðabók og nú síðast mikið uppsláttarrit um Reykjavík en fyrsta bindi þess kemur út í þess- ari viku. Fyrir alllöngu hóf Bókaút- gáfan Örn og Örlygur undirbúning að útgáfu alfræðibókar. Má raunar segja að merki þess sjáist í hinni miklu Ensk-íslensku orðabók sem hefur að geyma ótrúlegan fjölda uppsláttarorða af alfræðilegum toga. Vinsældir orðabókarinnar sýndu að þörf var fyrir yfirgrips- mikið verk á þessu sviði. Eðlilegt virtist því að halda áfram á sömu braut og hefur undirbúningur stað- ið sleitulaust síðan í ársbyrjun 1985. Að vel athuguðu máli varð ljóst að það væri sýnu ráðlegra að leita sam- starfs við traustan erlendan áðila hvað varðaði hinn alþjóðlega hluta fremur en ætla að semja hann að öllu leyti hérlendis. í því skyni voru kannaðar fjölmargar erlendar al- fræðibækur, með það í huga hvort þær hentuðu á íslenskum vettvangi. Var að lokum ákveðið að ganga til samvinnu við hið þekkta bókafor- lag Gyldendal í Kaupmannahöfn, sem er elsta bókaútgáfa á Norður- löndum og hefur starfað sa'mfellt frá 1770, jafnframt því að vera ein hin stærsta, gefur út á annað þús- und bókatitla á ári hverju. Gylden- dal hefur langa og farsæla reynslu í útgáfu alfræðiorðabóka af ýmsum stærðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Eitt hið þekktasta þeirra er Gyldandals 2-binds leksikon sem fyrst kom út árið 1973 og hefur síð- an verið endurútgefið tvisvar sinn- um. Verkið hefur notið gífurlegra vinsælda og selst alls í 79.000 ein- tökum. Reynslan hefur sýnt að stærð þessa verks hentar almenn- ingi vel og það náð gífurlegri út- breiðslu meðal allra aldurshópa. Nú stendur yfir allsherjar endur- skoðun verksins þar sem efni þess verður aukið um allt að þriðjung og allt eldra efni endurskoðað jafn- hliða. Vinnur að því verki fjöldi sér- fræðinga og nær 15 ritstjórar efnis- flokka. Myndaefni verður aukið að miklum mun og drjúgur hluti verksins litprentaður. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur nú náð samningum við Gyldendal um réttinn til að gefa þetta verk út á íslensku með þeim breytingum sem sérísienskar að- stæður krefjast, þar á meðal réttin- um til að auka vægi íslenska hlutans að vild. Er ætlað að verkið verði alls um 50.000 uppsláttarorð, í tveimur bindum. Tæknideild Gyldendal hefur þróað tölvukerfi til vinnslu verksins sem er talið hið besta sem völ er á og hefur stærsta bókaútgáfa' Svía, Bra Böcker í Stokkhólmi, fengið aðgang að því við gerð hinn- ar miklu, sænsku alfræðibókar sem unnið er að þarlendis. Að þessum gagnabanka hefur Bókaútgáfan Örn og Örlygur fengið fullan að- gang við vinnslu íslensku alfræði- bókarinnar. Að undirbúningi hinnar íslensku alfræðibókar hafa margir unnið á vegum Bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs. Skipað hefur verið útgáfu- ráð en í því sitja: Ásgeir S. Björns- son lektor, útgáfustjóri verksins, Helgi Magnússon bókavörður, dr. Jón Skaftason deildarstjóri, Krist- inn Gestsson lögg. endurskoðandi, Steindór Steindórsson fv. skóla- meistari, dr. Þuríður Kristjánsdótt- ir aðstoðarrektor, Örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi, Örnólfur Thorlacius rektor. í undirbúningsnefnd sem starfa mun til aðstoðar útgáfustjóra og útgáfuráði eru: Björn Jónsson skólastjóri (þýðingarráðgjöQ, dr. Jón Skaftason (kerfisbygging), Jörgen Pind (tölvuráðgjöf). Ráðgert er að hin íslenska al- fræðibók Arnar og Örlygs komi út samhliða hinni dönsku útgáfu Gyldendals, haustið 1988. Kertastjaki m/4 kertum 425 Glös 2 stk 450 Kertastjaki f. sprittljós 149 Ávaxtadiskur 399 Skíðasett 3.660 425 Dömuskór 895 Snyrtisett 685 Snyrtitaska 879 Baðvigt 599 Kúluljós 1.090 Klukka 799 Casio reiknitölva 650 Playmobil 725 Spil 859 Jólatréseria 625 Lego (duplo) 699 Jean Louise Scherrier ilmvatn 690 Klukka 599 Reiknitölva 450 Dúkka Stytta Kertastjaki 125 125 Kertastjaki 3 stk 350 Herrabuxur 995 Herraskór 1495 Herraskyrtur 2 stk 595 Herranáttföt 699 MIKID FYRIR LfTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.