Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 1
Ostjórn í fjármálum Landakots AÐHALDSLEYSI OG FJÁGLQG HUNDSUO Skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir m.a. að rekstri rannsóknarstofu og lyfjabúrs er mjög ábótavant, kostnaður við þvott er 76% hœrri á legudag en hjá Borgarspítala. Styrktarsjóður lœkna spítalans hefur ekki fylgt reglum og gengið á rekstrarfé spítal- ans. Skýrsla Rikisendurskoðunar dregur upp svarta mynd af rekstri Landa- kotsspitala: Skammtímaskuldirnar nema 200 milljónum kr og eru i veru- legum vanskilum. Mörg önnur dæmi um óhagstæðan rekstur er að finna í skýrslunni sem Alþýðublaðið birtir i höfuðdráttum i dag. Jóhann L. Jónasson, yfirlœknir á Landakoti HAFÐI UM 4 MILL- JÓNIR í LAUN Jóhann segir niðurstöðu ríkisendur- skoðunar um 18,1 milljón í laun til sín byggða á misskilningi og rangfœrslum. Á fréttamannafundi í gær sagði fjármálaráðherra að forráðamenn Landakotsspit- ala segðu stofnunina vera sjálfseignarstofnun og úttekt Ríkisendurskoðunar sýndi að þeir teldu álitamál hvort spit- alanum væri skylt að fara eft- ir fjárlögum. Að öðru leyti hefur ráðherra ekkert viljað segja um „svörtu skýrslu“ Rikisendurskoðunar en fjár- málaráðherra og heilbrigðis- ráðherra hafa komist að sam- komuiagi um að segja ekkert um innihald eða viðbrögð við skýrslunni fyrr en svör frá spítalanum liggja fyrir. Stjórn Landakots hefur beðið um frest til miðvikudags til að svara niðurstöðum ríkisend- urskoðunar. Skv. heimildum Alþýðu- blaðsins sýna niðurstöður ríkisendurskoðunar m.a. aö Helgarpósturinn OSKAÐ EFTIR OPINBERRI RANNSÓKN Fer ekki í gjaldþrot að sinni. Skuldir umfram eignir talið 15 millj. kr. Framhaldsaðalfundur Goð- gár hf., útgáfufélags Helgar- póstsins samþykkti í gær að óska eftir opinberri rannsókn á fjárreiðum síðustu ára, þar eð skoðun á bókhaldi félags- ins gefur tilefni til slíks eins og segir í fréttatilkynningu frá útgáfufélaginu. Hins vegar ákvað framhaldsaðal- fundurinn að óska ekki eftir gjaldþroti að svo stöddu þótt útgáfa blaðsins sé stöðvuð og verði svo áfram. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að í Ijós hafi kom- ió við gerð milliuppgjörs fyrir árið 1988 aukið rekstrartap félagsins upp á tæpar 4 mill- jónir króna vegna ársins 1987. Heildartap fyrir 1987 sé því a.m.k. 11 milljónir króna og skuldir Goðgár hf. umfram eignir séu a.m.k. 15 milljónir kr. Framhaldsaðalfundur fé- lagsins samþykkti ekki árs- reikningana fyrir 1987. eftirliti og skráningu lyfja- notkunar er mjög ábótavant og athuga þurfi samskipti lyfjabúrs spítalans við Læknamiðstöðina hf. á Marargötu 2 og Læknamiö- stöðina í Álfheimum 74. Styrktarsjóður lækna Landa- kotsspítala er ekki færður upp sem hluti af rekstri sjúkrahússins í bókhaldi og hefurekki fylgt þeim reglum sem um hann gilda og geng- ið á rekstrarfé spítalans til aö kosta endurbætur á eignum sjóðsins. Sjóðurinn hefur „gefið“ spitalanum gamma- myndavél og hluti af kostnað- inum verið greiddur með röntgenfilmum sem voru eign spítalans. Skilyrðum tollalaga hafi tæpast verið fullnægt þegar felldir voru niður tollar af tækjunum vegna fjárhags- legra tengsla aðilanna. Bent er á að óeðlileg laun Jóhanns L. Jónassonar yfirlæknis á rannsóknarstofu upp á 18,1 milljón kr. á síð- asta ári þurfi athugunar við. Hér sé eingöngu um laun að ræða án þess að rekstur rannsóknarstofu komi inn í þá upphæð. Póstur og sími hefur hækkað algengustu póst- burðargjöld sem nemur allt að 20%. Fyrirtækið fór fram á 28% hækkun á gjaldskrám sínum í júlí en rikisstjórnin samþykkti aðeins 15% með- alhækkun. Algengasta þjón- usta Pósts og sima hefur þvi hækkað hlutfallslega mest við gjaldskrárhækkanirnar. Starfsmaður Pósts og síma tjáði Alþýðublaðinu í gær að algengast væri að sendibréf lentu í 20-100 gr þyngdar- flokki. Þessi flokkar bréfa hækka hlutfallslega mest, Ríkisendurskoðun bendir á að nýtt þvottahús á Seltjarn- arnesi hafi verið verri kostur en áframhaldandi rekstur gamla þvottahússins og sé reksturinn 27% dýrari í ár en ella og rekstrarkostnaður 5,8 milljónum kr. meiri í ár en viðskipti við Þvottahús ríkis- spítala hefðu kostað. Enn- fremur að kostnaður við þvotta og lín sé 76% hærri á legudeild en hjá Borgar- spítala. „Stjórnendur spítalans breyta ekki áformum sínum í samræmi við fjárlög," segir í skýrslunni og er einnig bent á að eftirlit með kostnaði sé ábótavant. Eftirlit með reikn- ingum lækna sé í höndum eftirlitsnefndar sem í sitja tveir læknar við spítalann auk framkvæmdastjóra, og þar fari eftirlit með reikning- um þessara tveggja lækna því einnig fram. Þá kemur fram að rekstur Hafnarbúða sem langlegudeildar nýtist illa. sjá fréttaskýringu á bak- síðu um niðurstöðu skýrsl- unnar. eða 20 gr bréf úr 16 kr í 18 kr og síðan aftur í 19 kr þann 16. október næstkomandi, en það er 18.75% hækkun. Bréf sem eru 100 gr og smáböggl- ar af sömu þyngd hækka úr 20 kr I 24 kr eða um 20%. Bréf og smábögglar sem eru á bilinu 250- 2000 gr hækka aðeins um rúm 14%, en sendingar i þessum þyngdar- flokkum eru ekki eins al- gengar og almenn sendibréf. Almennir bögglar sem eru 5 kg hækka úr 150 kr í 175 kr en þar er um 16.6% hækkun að ræða. Að sögn Jóhanns L. Jónas- sonar, yfirlæknis rannsóknar- deildar Landakots, er niður- staða ríkisendurskoðunar um laun hans upp á 18,1 milljón sambland af rangfærslum og misskilningi. „Einu launa- greiðslur spítalans til mín eru 1360 þúsund kr. á síðasta ári því þarna er ruglað saman greiðslum til min frá öllum sjúkrasamlögum landsins sem að yfirgnæfandi meiri- hluta er rekstrarkostnaður og að upphæð 14-15 milljónir. Þóknun af þeirri tölu til min auk launa frá Landakotsspít- ala er rétt rúmlega 4 milljón- ir,“ segir hann. Hér stendur staðhæfing gegn staðhæfingu því í skýrslu ríkisendurskoðunar er orðrétt sagt að 18,1 milljón séu eingöngu laun til Jó- hanns án þess að rekstur rannsóknarstofu komi þar inn. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hefur skatt- framtal Jóhanns verið tekió til athugunar og að þar komi fram aö Jóhann hafi einungis talið fram 1,8 milljónir í laun á síðasta ári. Hafi skattrann- sóknarstjóri málið þegar undir höndum en í samtali við Alþýðublaðið vildi Guð- mundur Ð. Guðbjartsson skattrannsóknarstjóri, hvorki játa því né neita. Jóhann segir í samtali við blaðið að hann hafi ekkert heyrt gm það að skattamál hans hafi verið tekin til skoðunar enda liggi launamál hans fyriref menn vilji kynna sé þau án þess að umsnúa staðreynd- um i málinu. „Sannleikurinn í málinu öllu er sá að ef þetta samstarf rannsóknarstofu minnar og spitalans hefði ekki átt sér stað, þá hefði hallinn á restrinum orðið meiri en ella, þvi spítalinn hefur tvímælalaust tekjur af þessu samstarfi," sagði Jóhann. Póstur og sími Allt að 20% hækkun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.