Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júlí 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Heimurinn stóö á öndinni áriö 1962 þegar Kúbudeilan stóö yfir og stórveldin virtust viö öllu búin. ÞEGAR HEIMURINN STÓÐ Á ÖNDINNI Minning frá barnæsku: Norskt barn á skólalóðinni, horfir áhyggjufullum augum til himins. Kjarnorkustríð? Þetta var árið 1962 og heimurinn stóð á öndinni. í fyrsta sinn voru flestir sam- mála um, að stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovét-Rúss- land, stæðu sitt hvoru megin við djúpa gjá og ekki væri gott að segja hvort stórveld- anna yrði á undan að leggja í stökkið. í október, í fyrra, voru 25 ár síðan. Það er það langur tími liðinn að menn geta litið á málið frá öllum hliðum, og það stuttu síðan að flestir muna eftir þessu. Núlifandi meðlimir í nánasta ráðgjafa- hóp Kennedy, þjóðaröryggis- ráðinu, komu saman til ráð- stefnu í fyrra. Ráðstefnan var haldin í hinum fræga háskóla Harward og umræöuefnið var hvaða skoðanir menn hefðu á því sem gerðist, 25 árum sið- ar. í timaritinu Foreign Affairs (haustið 1987) er fjallað um þennan ráðstefnufund. Forseti Bandaríkjanna stóð frammi fyrir því að taka afger- andi ákvörðun. Flestirvoru sammála um það, að það væri nauðsynlegt öryggi Vesturlanda, að sovésku meðaldrægu eldflaugarnar, sem staðsettar voru á Kúbu yrðu fjarlægðar. En hvernig gengi það aö fá þessu fram- gengt — og ef þeir nú neit- uðu að fallast á þetta? Til allrar hamingju varö lausnin friðsamleg. Sovésku eldflaugarnar voru fjarlægð- ar, og Bandaríkin lofuðu að gera ekki innrás á Kúbu. Á móti fjarlægðu Bandaríkja- menn sínar meðaldrægu kjarnorkuflaugar frá Tyrklandi — sem kannski hefurveriö vanmetið i fréttaflutningi. Þrátt fyrir þessa farsælu lausn, höfðu margir af þeim sem næst stóðu Kennedy, mismunandi skoðanir á því, hvernig Sovétríkin myndu bregðast við hernaðaraðgerö- um frá hendi Bandaríkjanna — til dæmis með sprengju- árás. Myndu þau svara í sömu mynt? — og þá jafnvel með kjarnorkuvopnum — eða myndu þau gefast upp? Flestir töldu að ógnun yrði leiöin þ.e. að ógna með því sem maðurvill koma í veg fyrir — nefnilega stríði. Mörgum ráðstefnumanna fannst það fráleitt að beita hervaldi, þvi þeir voru sann- færðir um að jafnvel smá- möguleiki á því að kjarnorku- stríð hæfist, væri of dýru verði keypt og sá árangur sem með því hefðist væri tví- sýnn. Það hefur komið fram löngu eftir aö Kúbumálið var leyst, að Kennedy forseti hafi, á meðan þessi erfiöi tími varði, haft áhyggjur af því að stríð gæti skollið á, þó hvorugur aðilinn vildi það, af einskærri óheppni. Það hefur verið lán fyrir heiminn, að Kennedy forseti gaf sér tíma til að lesa merka sagnfræðibók, sem kom út 1962 og er eftir Barbara Tuch- man, þekktan bandarískan sagnaritara. Bókin heitir „Guns of August" fjallar um jíann tíma þegar fyrri heims- styrjöldin braust út. í bókinni er sýnt fram á röð afdrifaríkra mannlegra mistaka og mis- skilnings, sem komu síðan af stað þessum fjórum blóði drifnu árum, sem sýna fram á, svo ekki verður um villst, að árás er sjaldnast besta vörnin. Haft er eftir Edward Kennedy, bróður John Kennedy forseta, að forset- inn hafi lesið bókina og að hún hafi haft mikil áhrif á hann. Honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann sá hverju mann- leg mistök og rangar ákvarð- anir geta komið af stað þegar um er að ræða milliríkjadeil- ur. Hann hafði orð á því, aö vissara væri fyrir þjóðar- leiðtoga að hugsa sig um tvisvar áður en þeir létu „hernaðarlega og stríðsglaða ráðgjafa" hafa of mikil áhrif á sig. Hafi þessi bók haft þau áhrif á Kennedy forseta, að hann tók rétta ákvörðun í Kúbudeilunni, má segja að „Guns of August“ sé sú sagnaritun, sem hafi haft hvað mesta þýðingu á þess- ari öld. Þau afdrifaríku áhrif, sem þessi bók virðist hafa haft á forsetann meðan á Kúbudeil- unni stóð fyrir 25 árum, sýnir einfaldlega, hvað það er mik- ils virði, að þjóðarleiðtogar séu gáfaðir, vel menntaðir og fylgist með menningarlega. Kennedy forseti var mennt- aður sagnfræðingur og hefur það vafalaust ýtt undir hann við að lesa það sem kallað var „bók ársins“ í tómstund- um sínum. Þærvoru ekki margar á þessum tíma því mikið álag hvíldi á forsetan- um. Sagt er, að í heimi bók- anna öðlist maðurinn innri ró, jafnframt því að vega og meta og líta gagnrýnum aug- um á það sem hann les, og að lestur bóka geti einnig fengið lesandann til sjálfs- gagnrýni og komið honum i skilning um, að það sé ekki alveg víst að hann (lesand- inn) hafi alltaf rétt fyrir sér. Ætli stjórnmálamenn í dag lesi mikið? (Arbeiderbladet.) Söguþekking og reynsla, eru áríöandi þegar taka á pólitískar ákvarðanir. Líklega hefur það verið mikið lán, að Kennedy forseti gaf sér tíma til að lesa sögulegt verk, meðan á Kúbu „krísunni“ stóð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.