Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. júli 1988 5 FRETTASKYRING Haukur Holm skrifar STEFNUMÖRKUN I SKIPULAGSMÁLUM Fráfarandi Þingvallanefnd, sem í sátu Þórarinn Sigur- jónsson, Þorsteinn Pálsson og Hjörleifur Guttormsson, undirritaði í lok maí s.l. Stefnumörkun í skipulags- málum, sem unnin hefur ver- ið af þeim Einari E. Sæmund- sen og Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitektum, og hafa þeir unnið við hana frá í maí 1985. Nýja Þingvallanefnd skipa þeir Ólafur G. Einars- son, Steingrímur Hermanns- son og Hjörleifur Guttorms- son, og hefur hún haft Stefnumörkunina til athugun- ar og frekari ákvarðanatöku. Stefnumörkunin hefur ný- lega verið gefin út og verður hér litið aðeins á innihald hennar. Þess má geta, að i næstu viku verða liðin 60 ár frá því að „Reglur um umferð og hegðun á Þingvöllum,“ var fyrst gefin út. í Stefnumörkuninni kemur meöal annars fram, aö heild- stætt skipulag hafi ekki verið gert af hinu friðaða svæði hingað til, heldur hafi Þing- vallanefnd mótað allar ákvarðanir hverju sinni, og þá sérstaklega i aðdraganda stórhátíða. Þingvallanefnd hefursíðan 1980 rætt gerð aðalskipulags, og sótt um fjárveitingar til skipulags- vinnu. Við fjárlagaafgreiðslu árið 1985 fékkst hálf milljón króna til verksins, og í byrjun maí 1985 voru landslagsarki- tektarnir Einar og Reynir ráðnir til að vinna að skipu- lagi fyrir Þjóðgarðinn á veg- um Þingvallanefndar. Sam- hliða því komst á samráð Þingvallanefndar og Skipu- lagsstjórnar ríkisins, sem þá hafði falið skipulagsstjóra að hafa forgöngu um gerð svæð- isskipulags fyrir Þingvalla- svæðið. MARKMIÐ OG GILDI SKIPULAGS Markmíðið er að vernda á sem öruggastan hátt hina einstæðu náttúru og menn- ingarsögu Þingvalla. Verður það meðal annars gert með því að fræða gesti þjóðgarðs- ins um gildi hans, og gera þá þannig þátttakendur í vernd- un hans. Fjöldi ástæða er fyrir því að marka þarf fram- tíðarstefnu í málefnum þjóð- garðsins og Þingvallasvæðis- ins í heild. Höfuðborgar- svæðið verður sífellt fjöl- mennara, útivist er sivaxandi þáttur í tómstundum fólks og samgöngurvið Þingvelli hafa gjörbreyst á örfáum árum. FORNLEIFARANNSÓKNIR Það var Ijóst strax í upp- hafi skipulagsstarfsins að framkvæma þyrfti fornleifa- rannsóknir á staðnum, og á fundi með Guðmundi Ólafs- syni fornleifafræðingi frá Þjóðminjasafninu var ákveðið að Þjóðminjasafnið sæi um þetta fyrir Þingvalanefnd. Byrjað var á að mæla öll sjáanleg mannvirki og færa þau inn á kort, og ekki var talið að þetta leiddi neitt nýtt í Ijós, þar sem til voru eldri kort og uppmælingar af svæðinu. Það kom hins vegar í Ijós að með nýrri skráning- araðferð fékkst mun ná- kvæmari og fjölbreyttari mynd af rústasvæðinu en áð- ur hafði verið mögulegt. Hægt var að greina rústirnar I eldri og yngri byggingar- skeið, og sums staðar voru allt að 4 til 5 lög, byggð hvert ofan á annað. Það kom í Ijós, sem öllum var kunnugt, að brýn nauð- syn er til að gera lagfæringar á gönguleiðum um þing- svæðið, sem liggja víða yfir rústirnar, þannig að þeim er hætta búin. Reyndar eru sumar rústirnar mjög skemmdar af ágangi manna. FERÐIR FÓLKS UM ÞINGVELLI í skýrslunni eru sundur- liðaðar ferðir fólks um þjóð- garðinn, með tilliti til þess á hvaða hátt er ferðast. Þar segir meðal annars að ( nóv- ember 1986 hafi verið leitað til framkvæmdaaðila í feröa- mannaþjónustu eftir upplýs- ingum. Samkvæmt svörum frá tíu aðilum sem voru af mismunandi stærð, var farið með rúmlega tuttuguþúsund manns á Þingvöll áriö 1984, tæplega tuttugu og fimmþús- und árið 1985 og nærri tutt- uguogsexþúsund árið 1986. Svör fengust ekki frá mörg- um mjög stórum aðilum í ferðamannaiðnaðinum. Einn- ig má lesa úr svörunum, að yfir 90% þeirra sem komu til Þingvalla í skipulögðum ferð- um voru erlendir ferðamenn. Þá eru ótaldir þeir sem koma í óskipulögðum ferðum og þeir sem komu I dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu. Afar erfitt er að áætla fjölda þeirra, en samkvæmt tölum úr umferðartalningu frá árinu 1985, má ætla að um þjóð- garðinn fari um 300 til 400 þúsund manns á heilu ári. Skipulagsarkitektarnir gerðu sjálfstæöa athugun á dvöl gesta ( þjóðgarðinum sumarið 1986, og er athyglis- verðast við þá skoðun það gífurlega álag sem er á þjóð- garöinum yfir háannatímann. Segir í skýrslunni að Ijóst sé, að ein mikilvægasta verndar- aðgerð í þjóögaröinum sé sú, að takast megi að stjórna umferð og dvöl þjóðgarðs- gesta. í skýrslunni segir, að hug- myndir um friðun stærra svæðis við Þingvallavatn eigi fyllilega rétt á sér, og komi til greina að vernda það síðar. Gert er ráð fyrir að girðing um þjóðgarðinn verði flutt vestar á svæðinu frá Skógar- hólum suður fyrir Kárastaða- nes. Og að aðalhlið þjóð- garðsins verði á móts við Kárastaði. Segir að með þeirri ráðstöfun skynji vegfar- endur að þar eru þeir komnir í friðland þjóðgarðsins. RYGGINGAR 0G ÞJÓNUSTA í Stefnumörkuninni segir, að stefna beri að því að ný mannvirki og meiriháttar starfsemi sem laði að bíla- mergð og mangrúa, verði vestan Almannagjár. Það svæði sé vel falliðf/7 bygg- inga og aðstöðu fyrir ferða- menn. Það sé fyrir utan sprungusveiminn, og þar séu ekki sérstæöar jarðmyndanir sem taka þurfi tillit til við mannvirkjagerð. Lagt er til að við Kárastaðastíg vestur af hringsjánni, verði reist vegleg menningarmiðstöð sem gegni margþættu upplýs- inga- og þjónustuhlutverki. í henni verði beitt fullkominni kynningar- og fræðslutækni, og leitast við að fræða ferða- fólk almennt um sögu og náttúru svæðisins. Einnig hefur komið til tals að reisa hús á Þingvöllum á vegum Alþingis og Þjóðkirkjunnar, og i skýrslunni segir, að þær byggingar megi tengja menn- ingarmiðstöðinni. Ekki sé hins vegar svigrúm til að fjölga byggingum á Valhallar- svæðinu. Um sumarbústaði innan þjóðgarðsins segir, að samn- ingar um þá renni út á næstu árum og verði ekki fram- lengdir, nema þá til tíu ára í senn. Þá er gert ráð fyrir að i Vatnsvík verði útbúin aðstaða fyrir gamalt fólk og fatlað til að komast að vatninu með veiðistöng. Þá segir að glögg merki megi sjá að troðningar sem myndast hafa skipulagslaust hafa skemmt gróður í Þing- helginni, sem sé sögufræg- asti helgidómur þjóðarinnar. Við því þurfi að bregðast taf- arlaust með því að gera ná- kvæmt deiliskipulag og leggja gangstíga samkvæmt því. Deiliskipulag verði að innifela allt svæðiö frá Kára- staðastíg við brún Almanna- gjár, norður fyrir Furulundinn og austur fyrir Flosagjá að vegi og suður að Þingvalla- vatni. Talað er um að I deiliskipu- laginu verði gerð athugun á gömlu þjóðleiðinni niður Al- mannagjá, vegurinn lagfærð- ur þannig að hann fari betur í landi og reynist betur sem göngustígur. Endurbætur þurfi að gera á brú yfir Öxará, og athugað verði hvar jarð- rask hefur átt sér stað og metið hvar sé þörf á aðgerð- um, er þar t.d. átt við Drekk- ingarhyl. Stefnan sé sú, að engin óþarfa þjónusta sem laði að fólk og bíla, verði neðan gjár. Eins og að framan greinir, hefur nýja Þingvallanefndin haft Stefnumörkunina til at- hugunar og frekari ákvarð- anatöku. Hún hefur þegar fundað tvivegis, og frekari fundarhöld eru fyrirhuguö á næstunni. Það má sjálfsagt segja, að ekki sé hættandi á frekari töf, eigi að komast hjá því að þetta fagra svæði verði snjáð og illa útlítandi, eins og farið hefur fyrir ýms- um öðrum fögrum stöðum, eins og t.d. Ásbyrgi. I stefnumörkun Þingvalla- nefndar segir; að deiliskipulag sé forsenda allra athafna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.