Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 8
MM9UBUBIB Föstudagur 22. júlí 1988 . Skyrsla Ríkisendurskoðunar um Landakotsspítala FJÁRLÖG HUNDSUÐ OG REKSTUR í ÓLESTRI Rekstrarhallinn 10 milljónir kr á mánuði, fasteignir keyptar án heimilda, styrktarsjóður spítalans með milljóna- hagnað af ríkissjóði, eftirliti og skráningu lyfjanotkunar ábótavant, kaupleigu- samningar upp á 30 milljónir kr. ekki bókfœrðir sem skuldbindingar í reiknings- skilum, yfirlœknar sitja í nefnd sem hafa á eftirlit með eigin reikningum. Það var i desember sl. sem Ríkisendurskoðun gerði fyrst athugasemdir við fjármál og rekstur Landakotsspitala. í mars gerði fjárlaga- og hag- sýslustofnun athugasemdir við það að stjórnendur Landakotsspítala hefðu farið út í meiriháttar eignakaup án heimilda i fjárlögum. Byggði stofnunin athugasemdir sínar áathugun Rikisendurskoðun- ar á bókhaldi og reiknings- skilum spítalans árin 1985- 1986. Sem kunnugt er fór stjórn spítalans fram á það við ríkið að það greiddi úr gríðarlegum rekstrarvanda hans og greip jafnframt til samdráttaraðgerða 1. apríl. í vor hélt Ríkisendurskoð- un áfram athugunum á rekstri og fjármálum Landa- kotsspítala fyrir síðasta ár og að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu, hefur sú skýrsla legið fyrir í ráðuneytinu í nokkrar vikur. Sl. miðvikudag hittust svo fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra og ræddu efni hennar og gerðu sameiginlega tillögur í tiu lið- um sem kynnt verður stjórn spítalans. Ráðherrarnir kom- ust að samkomulagi um að opinberaekki efnisatriði skýrslunnar fyrr en stjórn spítalans hefði komið með athugasemdir og svör. Mun stjórn Landakots hafa beðið um frest fram á miðvikudag í næstu viku til að svara þeim hörðu athugasemdum sem fram koma í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Nokkur helstu atriði hennar hafa þeg- ar lekiö út í fjölmiðla og því má búast við að forráðamenn Landakots birti svör sín fyrr, en fram til þess verður skýrslan í heild leyniplagg í kerfinu. 200 MILUÓNIR í VANSKILUM Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins eru helstu athugasemdir og niðurstöður Ríkisendurskoðunar eftirfar- andi: Umfang rekstrar og stofn- kostnaöur Landakots hafa verið aukin umfram heimildir fjárlaga. Uppsafnaður rekstr- arhalli vegna þessa er 166 milljónir kr. um síðustu ára- mót. Nú nema skammtíma- skuldir spítalans 200 milljón- um og eru þær i veruiegum vanskilum. Rekstrarhalli er því um 10 milljónir á mánuði, án fjármagnskostnaðar. Framlög á fjárlögum til fram- kvæmda á síðasta ári voru 10 milljónir kr. á meðan fram- kvæmdaáform spítalans voru yfir 100 milljónir. Alvarlegasta niðurstaða Ríkisendurskoð- unar er sú að stjórnendur spítalans breyta ekki áform- um sínum í samræmi við fjár- lög og Landakot hefði verið verulega umfram heimildir þótt tillögur þeirra til fjárlaga hefðu verið samþykktar óbreyttar. FASTEIGNIR KEYPTAR ÁN HEIMILDA Gerðar eru athugasemdir við að keyptar hafa verið fast- eignir fyrir fé ríkissjóðs án þess að heimildaværi leitað og í slæmu ástandi og þurfa því verulegra endurbóta við. Þær eru illa nýttar og yfirleitt ekki keyptar með ákveðna notkun í huga. Árið 1983 keypti spítalinn húseiginina Marargötu 2 og leigir hana læknum sjúkra- hússins og öölast þeir for- kaupsrétt að eigninni og gengur 50% af leigugreiðsl- um upp í kaupverðið. Þessa eign keypti Landakot án heimilda og hefur tapað fjár- munum í þessum viðskipt- um. Samanlagt kaupverð og endurbætur eru 55% hærri en eðlilegt markaðsverð og samanlagt tap nemur 12,4 milljónum áverðlagi siðasta árs og er þá ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar vegna tap- reksturs spítalans. Eignin stendur ekki undir lánum og þarf spítalinn að yfirtaka 4,1 milljón af skuldunum ef hún verður seld. DÝR ÞV0TTUR Ríkisendurskoðun bendir á að nýtt þvottahús og sauma- stofa hafi verið sett upp á Seltjarnarnesi sem sé verri kostur en áframhaldandi rekstur gamla þvottahússins og mun dýrara en að kaupa þjónustunaaf ríkisspítölun- um. Hér er um mikla fjárfest- ingu að ræða án heimildar og tíu ára leigusamning. Rekstur þvottahússins er 27% dýrari en gamla hússins árið 1988. Rekstarkostnaður þvottahússins er 5,8 m. kr. meiri i ár en viðskipti við Þvottahús ríkisspítala hefðu kostað. Kostnaður við þvotta og lín er 76% hærri á legu- deild en hjá Borgarspítala. Vegna breytinga á leiguhús- næði hefði fjárþörf spítalans verið 15,7 m. kr. lægri á sið- asta ári ef gamla þvotta- húsið hefði verið notað. Selur auk þess Landakot Reykja- lundi þvottaþjónustu langt undir kostnaðarverði. STYRKTARSJÓDUR GENGUR Á FÉ SPÍTALANS Alþýðublaðið náði ekki tali af Loga Guðbrandssyni fram- kvæmdastjóra Landakots i gær en í viðtali við hann í mars um málefni spítalans sagði Logi að sérstakur styrktarsjóður spítalans hefði verið að íþyngja fyrir stofnun- ina fremur en hitt. Ríkisend- urskoðun bendir á að hann ætti að færast upp sem hluti af rekstri sjúkrahússins í bókhaldi en hann hafi ekki fylgt þeim reglum sem um hann gilda og m.a. keypt fast- eignir og það komið í hlut sjúkrahússins að kosta nauð- synlegar endurbætur á eign- unum og þannig hafi sjóður- inn gengið á rekstrarfé spítal- ans sem ríkissjóöur greiðir. Þannig hafi sjóðurinn hagn- ast um a.m.k. 11,6 m. kr. á því að leigja sjúkrahúsinu hús- næði. Endurbætur á hús- næði sjóðsins draga 7,1 m. kr. út úr rekstri spítalans á síðasta ári og 5,5 m. kr. í ár. Endurbætur á húsnæði sjóðsins hafi verið látnar ganga fyrir endurbótum á húsnæði spítalans. Sjóðurinn hefur „gefið“ spítalanum gammamyndavél en hluti af kostnaðinum var greiddur með sölu á röntgenfilmum sem voru eign spítalans. Felldir voru niður toliar fyrir 4,1 m. kr. á grundvelli tolla- laga en Rikisendurskoðun telur hæpið að skilyrðum lag- anna um aó ekki séu fjár- hagsleg tengsl á milli aðila að ræða sé fullnægt. Undir vélina hefur verið byggt nýtt húsnæði en hér er um rann- sóknartæki að ræða en ekki lækningatæki og bendir Rík- isendurskoðun á að gert sé ráð fyrir að slíkar rannsóknir fari fram í K-byggingu Lands- spítalans. YFIRLÆKNIR MED RÚMAR 18 MILUÓNIR Á ÁRI Á rannsóknarstofu Landa- kots starfa 65 manns og námu heildarlaunagreiðslur á síðasta ári 27,5 m. kr. Allar rannsóknir á sjúklingum utan sjúkrahússins eru krafðar til sjúkrasamlags á taxta sér- fræðinga en ekki taxta sjúkrahúsa og eru reikning- arnir í nafni Jóhanns L. Jónassonar yfirlæknis sem gerir reikningana, en hann er einnig með einka- rannsóknir að Marargötu 2 og Álfheimum 74 sem hann sameinar rannsóknum spítal- ans. Ekki ertil skriflegur samningur við Jóhann en hann fær 30% af innheimt- um reikningum spítalans eða alls kr. 16,8 milljónir kr. 1987 og þar að auki 1.362 þús. kr. í föst laun og er hér eingöngu um laun að ræða án þess að rekstur rannsóknarstofu komi þar inn eða samtals 18,1 m. kr. Telur Ríkisendurskoðun þetta óeðlilega háar greiðslur til eins manns og telur að skoða þurfi hvort kostnaðar- skipting og uppgjör séu með eðlilegum hætti. LYF LÁNUÐ EN EKKI 8ÓKFÆRD Rekstur lyfjabúrs er mjög gagnrýndur í skýrslunni. Efn- isyfirlit og skráningu lyfja- notkunar er mjög ábótavant, aðhald skortir og er lyfjanotk- un einstakra deilda ekki sundurliðið. Vill Ríkisendur- skoðun að sérstaklega verði skoðuð samskipti lyfjabúrs við Læknamiðstöðina hf. að Marargötu 2 og Læknamiö- stöðina Álfheimum 74. Við- skiptin við Marargötu eru þannig að lyf eru lánuð þang- að án þess að bókfærast en eru talin sem birgðir, einnig eru lyf seld á innkaupsverði til stöðvarinnar þannig að salan er skráð á númeraðar nótur og þeim safnað upp til ársloka þegar uppgjör fer loks fram en salan ekki bók- færð að neinu leyti fyrr. KAUPLEIGUSAMNINGAR 0G ADKEYPT SÉRFRÆÐI- ÞJÓNUSTA Á síðast ári gerði spítalinn kaupleigusamninga fyrir 27,9 m. kr. sem ekki eru bókfærðir sem skuldbindingar í reikn- ingsskilum. Kaupleigusamn- ingarnir eru til að fjármagna vélar og innréttingar i þvotta- hús og kaup á tölvubúnaði. Frá 1984-1987 eru kaupleigu- samningar spítalans 37,3 m. kr. og eru greiöslur vegna þessa 9,7 m. kr. í ár og verður greiðslubyrði þung næstu ár- in því stærsti samningurinn rennur ekki út fyrr en árið 1992. Læknar spítalans vinna sem nokkurs konar verktakar og fá greitt i einingum miðað við verkefni. Læknarnir sinna ekki öllum þeim verkefnum sem þeim er ætlað og sér- fræðiaðstoð er aðkeypt. Sér- fræðingar spítalans greiða Landakoti 35% af reikningum þeim sem þeir sjálfir senda til Tryggingastofnunar eða sjúkrasamlaga vegna sjúkl- inga sem koma í rannsóknir án þess að leggjast inn á spítalann. Er þessi hlutdeild ætluð sem greiðsla fyrir þá aðstöðu sem þeir fá á spítal- anum og námu tekjur hans 9,6 m. kr. af þessri hlutdeild á síðasta ári. HAGSMUNAÁREKSTUR í EFTIRLITSNEFND Ríkisendurskoðun bendir á fjárlög og áætlanagerð hafi ekki verið það stjórntæki inn- an spítalans sem ætlað er og eftirlit með kostnaði s.s. vegna lyfja sé ábótavant. Ná- kvæmari tímaskráningu og eftirlit vantar með almennum starfsmönnum og segir end- urskoðun að bæta þurfi reikningsskil. Eftirlit með reikningum lækna er ( hönd- um eftirlitsnefndar en hana skipa Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir, Þorkeil Bjarnason, yfirlæknirog Logi Guð- brandsson, framkvæmda- stjóri. Skráir hún ekki fundar- gerðir og bendir Rikisendur- skoðun á að eftirlit með reikningum Ólafs og Þorkels fari fram i nefndinni sem þeir sjálfir skipa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.