Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 22. júlí 1988 SMÁFRÉTTIR Gullmolinn Nýverið var afhent ein af Renault 5 cl bifreiðum í skyndihappdrætti DAS, Gull- molanum, og kom hún á miða sem seldur var í Reykja- vík. T.h. á myndinni er fulltrúi happdrættisins að afhenda hinum heppna vinningshafa vinninginn, (í miðið) ásamt fulltrúa bifreiðaumboðsins t.v., og fór afhendingin fram í sýningarsal Renault umboðs- ins að Suðurlandsbraut 20 Reykjavík. Að sögn forráða- manna skyndihappdrættisins hefur salan á Gullmolanum fariö mjög vel af stað og þeg- ar hafa gengiö út hundruð vinninga sem dreifast nokk- uð jafnt niður á landsbyggð- ina. Þar á meðal eru siglingar um Karabíska hafið, flug og bíll, gasgrill ofl. en vonast er til að miði með einum af að- alvinningunum, BMW 520i, skili sér inn næstu daga 8-9000 manns hafa séð Chagall- sýninguna Sýning Listahátíðar á verk- um Marc Chagall hefur vakið mikla athygli og hefur að- sóknin verið mjög góð. Þegar þegar hafa á níunda þúsund manns séð sýninguna, sem stendurtil 14. ágúst í Lista- safni islands. Þar er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 11-17. Ellilífeyrisþegum er nú boðið að sjá sýninguna á sér- stökum kjörum á þriðjudög- um og miðvikudögum, en auk þess er aðgangur ókeyp- is fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Tímaritið Þroskahjálp komið út Tímaritið Þroskahjálp, 3. tölublað 1988, er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. Sem dæmi um efni má nefna áhugavert viðtal við unga móður frá Ólafsvík, en yngsta barn hennar af þrem- ur er stúlka með Downs syndróm. Síðasta greinin af þremur Um Tótu sem er, ung stúlka alvarlega fötluð, frá Sauðárkróki birtist í þessu hefti og sagt frá framtíðar- heimili ungs fólk á Selfossi. Einnig er ritað um sameigin- legt verkefni Safamýrarskóla og Skálatúns í grein sem nefnd er Látum ekki deigan síga. Þá er að finna í þessu hefti grein eftirÁstu B. Þor- steinsdóttur formann Þroska- hjálpar, en grein sína kallar hún Svari hver fyrir sig. Er þar víða komið við. Fastir pistlar eru á sínum stað, svo sem Af starfi samtakanna og Fréttamolar. Tímaritió Þroskahjálp kem- ur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst i lausasölu í bókabúðum, blað- sölustöðum og á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskrittarsíminn er 91-29901 Myndbönd TOPP 20 (13.7.-20.7. 1988) 1. (1) No Way Out (Skifan). 2. (3) The Bourne Identity (Steinar). 3. (2) Full Metal Jacket (Steinar). 4. (-) Norn- irnar frá Eastwick (Steinar). 5. (4) Innerspace (Skífan). 6. (5) The Last Innocent Man (J.B. Heildsala). 7. (-) Windmills of the Gods (J.B. Heildsala). 8. (15) Blue Velvet (J.B. Heild- sala). 9. (-) The Man with two brains (Steinar). 10. (6) Dirty Dancing (J.B. Heildsala). 11. (19) Disorderlies (Steinar). 12. (7) Something Wild (Skifan). 13. (12) He’s My Girl (Mynd- box). 14. (14) White Water Summer (Skífan). 15. (8) The Jerk (Laugarásbíó). 16. (9) No Mercy (Steinar). 17. (13) Wise Guy (J.B. Heildsala). 18. (18) The Boy in Blue (Skífan). 19. (10) Raising Arizona (Steinar). 20. (11) Hands of a Stranger (J.B. Heildsala). Ný alþjóða- samþykkt um öryggi og holl- ustu í byggingariðnaði Alþjóða vinnumálaþingið var haldið í 75. sinn í Genf dagana 1. til 22. júní. Þingið afgreiddi tvaer nýjar alþjóða- samþykktir. Önnur fjallar um öryggi og hollustu í bygging- ariðnaði og kemur í stað eldri samþykktar sem sett var fyrir 50 árum. í henni eru fjölmarg- ar nýjungar þar sem brugðist er við breyttum vinnuaðferð- um með það að markmiði að bæta vinnuumhverfi og auka öryggi í byggingariðnaði. Samþykktin tekurtil allra byggingarstiga, allt frá undir- búningi á byggingarstað þar til framkvæmdum er lokið. Hin alþjóðasamþykktin fjallar um aukið framboð vinnu og félagslegt öryggi. Höfuðmarkmið samþykktar- innar er að samræma at- vinnuleysistryggingar stefnu í atvinnumálum. Ríki sem fullgilda samþykktina eiga að stuðla að þvi að atvinnuleys- isbætur hvetji atvinnurekend- ur til að bjóða fram atvinnu og örvi atvinnulausa til að leita sér að starfi. Gestir sem ávörpuðu þing- ið voru að þessu sinni Cora- zon Aquino, forseti Filipps- eyja og Felipe Gonzales, for- sætisráðherra Spánar. Sam Numoma, forseta bandalags þjóða í Suö-Vestur-Afriku var boðið að taka þátt í umræð- um um aðgerðirgegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, flutti ræðu á Alþjóðavinnumála- þinginu. í ræðunni fjallaði ráðherra m.a. um stöðu kynj- anna á vinnumarkaðinum og gerði grein fyrir stefnu ís- lenskra stjórnvalda I atvinnu - og jafnréttismálum. Félagsmálaráðherra átti fundi með forstjóra og vara- forstjóra ILO, Francis Blanc- ard og Bertil Bolin. Á fundun- um var fjallaö um starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunar- innar og samskipti íslands við stofnunina. Einnig var rætt um heimsókn varafor- stjóra ILO, Bertils Bolin, til ís- lands dagana 27. ágúst til 3. september n.k. Auk félagsmálaráðherra tóku þátt I þinginu sem full- trúar ríkisstjórnar íslands: Hallgrímur Dalberg ráðuneyt- isstjóri I félagsmálaráðuneyt- inu, Gylfi Kristinsson, deild- arstjóri I sama ráðuneyti, Sverrir Haukur Gunnlaugs- son sendiherra og Kristinn Árnason sendiráðsritari, báðir I Fastanefnd íslands I Genf. Fulltrúi íslenskra at- vinnurekenda var Jón Magnússon, lögfræðingur VSI. Fulltrúi launafólks var Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands íslands og Dags- brúnar. hæðir og brýr eru vettvang- ur margra um- feröarslysa. Við slíkar aöstæður þarf aö draga úr ferö og gæta þess aö mætast ekki á versta stað. JUJJFERÐAR Starf forstöðumanns og safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri er laust. Háskólapróf í þjóðháttafræðum eða öðrum grein- um, sem tengjast minjavörslu og safnstörfum, er áskilið. Umsóknir, er greini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist á stjórn Minjasafnsis, merkt: Minjasafnið á Akureyri, v/ starfsumsókn, Aðalstræti 58, 600 Akureyri, fyrir 15. ágúst næst komandi. Stjórn Minjasafnsins á Akureyri. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. júlí þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráðuneytið. KRATAKOMPAN Alþýðufólk Vestmannaeyjum Kvöldverðarfundur Næstkomandi mánudagskvöld kl. 19 verður kvöld- verðarfundur á Veitingastaðnum Munanum. Þing- mennirnir Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvinsson mæta á fundinn ásamt framkvæmda- stjóra flokksins Guðmundi Einarssyni. Tilkynnið þátttöku í síma 11422 eigi síðaren í hádeg- inu á mánudag. Fjölmennum. Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum. □ 1 2 3 ' n 5 i □ 7 8 9 10 □ ii □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 skens, 5 héla, 6 ævi- skeið, 7 mynni, 8 oft, 10 sam- stæðir, 11 hreinn, 12 áhald, 13 hermdi. Lóðrétt: 1 kvísl, 2 hjálp, 3 tón, 4 dvergur, 5 hrifsa, 7 gagnslausi, 9 kámað, 12 hvað. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svona, 5 slök, 6 kál, 7 ss, 8 andlit, 10 MA, 11 ýtu, 12 otur, 13 tapar. Lóðrétt: 1 slána, 2 völd, 3 Ok, 4 austur, 5 skammt, 7 situr, 9 lýta, 12 op. • Gengið Gengisskráning 135 - 20. júlí 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 46,040 46,160 Sterlingspund 78,811 79,017 Kanadadollar 38,487 38,587 Dönsk króna 6,5495 6,5666 Norsk króna 6,8334 6,8512 Sænsk króna 7,2464 7,2653 Finnskt mark 10,4946 10,5220 Franskur franki 7,3915 7,4108 Belgiskur franki 1,1909 1,1940 Svissn. franki 30,0522 30,1305 Holl. gyllini 22,0974 22,1550 Vesturþýskt mark 24,9283 24,9932 itölsk lira 0,03364 0,03372 Austurr. sch. 3,5463 3,5556 Portúg. escudo 0,3062 0,3070 Spanskur peseti 0,3762 0,3772 Japanskt yen 0,34578 0,34668 Irskt pund 67,050 67,225 SDR 24.11 60,0730 60,2296 ECU - Evrópumynt 51,8387 51,9739 • Ljósvakapunktar •RUV 21.50 Mitchell. Bandarísk bíó- mynd frá 1975 um baráttu við eiturlyfjahring í Los Angeles. • Stö3 1 21.00 Stöðin í sumarskapi og er með beina útsendingu frá öldurhúsi I höfuðborginni. 23.30 Síðhærður sandala- hippi er kvaddur í herinn. Bandarisk bíómynd frá 1970. • Rás t 18.03 Óli H. Þórðar og Sig- urður Helgason aka nokkra hringi á Miklatorgi og lýsa því sem fyrir augu ber í um- ferðinni. • Rás 2 12.45 Á milli mála. Bein út- sending endurtekin á þopp- rásinni. • Bylgjan 7.00 Halli veit hvað helgin býður upp á og fræðir okkur hin. • Stjarnan 22.00 Sjúdirallireivaktin fram eftir nóttu. 18.00 Rótarar hræra I frétta- pottunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.