Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1988, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 22. júlí 1988 MPBWBIMÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. VIÐ ÞURFUM NYJAN STJÓRNARSÁTTMÁLA Efnahagsástandiö og líf ríkisstjórarinnar hefur veriö í brennidepli aö undanförnu. í holtaþoku stjórnmála- umræðunnar og hagfræöispekinnar hefur þó lítið farió fyrir tilraunum til samantektar á vanda íslenska þjóöar- búsins og nýjum, ferskum hugmyndum til úrbóta. Stjórn- málamenn jafnt sem fréttaskýrendur, svo ekki sé talað um grátkór atvinnuveganna, hafa verið ötulir aö benda á ýmis sjúkdómseinkenni án þess aö skilgreina ástandiö í heild eöa opna fyrir nýjar leiöir sem renna stoðum undir heil- steypt, heilbrigt og gróskumikiö þjóölíf. Ein meginorsök skammsýninnar er sú, aö eiginhagsmunir sitja í fyrirrúmi hjá einstaklingum jafnt sem samtökum eða atvinnufyrir- tækjum. Hver reynirað bjarga sér sem best hann getur, án tillits til náungans eöa heildarinnar. Afleiðingarnar eru augljósar; stöönun, samdráttur og verðbólga eins og yfirskrift forystugreinar Morgunblaösins hljóöaði í gær. Hluti vandans er pólitískur. Úrelt flokkakerfi, samofið viöskiptahagsmunum, hefur skapaö lokað fjármagnskerfi þar sem ósamkeppnishæfum fyrirtækjum er haldiö lifandi gegnum pólitíska lánafyrirgreiðslu i ríkisbönkum. Ríkiö hefureinnig í allt of miklum mæli skuldbundið sig gagnvart erlendum lánum ýmissa fyrirtækja.Sömu sögu er aö segja af ríkisstyrktum einkarekstri, þar sem skatt- greiðendur þurfa aó horfa upp á framlagt fé sitt hverfa í eina hítina á fætur annarri undir þeim formerkjum aö bjarga veröi byggðarlögum, að redda veröi undirstöðu- atvinnugreinum, en sannleikurinn er yfirleitt sá aö almenningsfé er dælt eftir pólitískum leiöslum í illa rekin og illa skipulögð gælufyrirtæki. Einn stærsti vandi íslendinga er sá, aö einstaklingar og fyrirtæki hafa átt alltof auöveldan aögang aö fjármagni í lánastofnunum. Einn stærsti vandi núverandi ríkisstjórnar er sá, aö hún hefur ekki haft pólitíska burði til aö standast ásóknina í opinbert fé. Tíð verkföll og átök á vinnumarkaði eru ennfremur veik- leikamerki íslensks þjóöfélags. Samkvæmt nýlegum skýrslum er ekkert annaö OECD-ríki, nema ef vera skyldi Ítalía, sem tapar meira á verkföllum en ísland. Yfirleitt er verkalýðshreyfingunni kennt um verkföll. Þótt verkalýðs- hreyfingin sé ekki hafin yfir gagnrýni, þá er meginorsök tíðra átaka á vinnumarkaði þó fremur sú, að eilífar björgunaraögeröir í þágu atvinnuveganna, kalla jafnóöum á auknar launakröfur. Stjórnvöld fást fyrst og fremst viö vanda atvinnuveganna, ýmist með skammtímaaðgerðum eins og gengisfellingu eða fjármokstri úr ríkiskassanum. Vinnumarkaðurog heimili eru hins vegarávallt látin mæta afgangi. Til lengdar hafa þessi vinnubrögð kallaö á andúö almennings á stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Fólk finnur að þaö er afgangsstærð. En auövitaö er fólk ekki afgangsstærð. Helsta auðlind hverrar þjóðar er fólkiö. Þess vegna veröa íslenskir stjórnmálamenn aö ná strúts- hausnum sínum úr eyðimerkursandi íslenskra efnahags- málaog skimaeftirfólkinu og kjörum þess. Þaö verðurað minnka hinn feiknalega langa vinnutíma sem hér ríkir, sá lengsti í heiminum samkvæmt nýlegum rannsóknum Félagsvísindastofnunar, efla launakjör og tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapinn. Þess vegna þarf núverandi ríkisstjórn að leggja fram nýja efnahagsstefnu; nýjan stjórnarsáttmála, eigi hún aö ná tiltrú fólksins aö fullu. Sú efnahagsstefnaveröuraðtakamiðaf endurskipulagningu atvinnuveganna, nýrri og stöðugri peninga- og gengis- stefnu, nýju launakerfi og vinnutíma og sem tryggir félagslegt öryggi bæöi í afkomu og húsnæðismálum. ONNUR SJÓNARMIÐ ARNI Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, ritar hugleiöingu í dálkinn Klippt og skoriö í blaði sínu í gær. Hugleiðing- in fjallar um samkeppnina í þjóðfélaginu og þó einkun samkeppnina í rekstri sjón- varpsstöðvanna. Árni setur fram þau sjónarmið, að sam- keppnin sé ekki af hinu góða heldur líði báðar sjónvarps- stöðvarnar fyrir samkeppn- ina. Þannig farast Árna orð: „Samkeppnin leiðir til þess að þeir peningar sem Islendingar eyða i sjónvarp skiptast í tvo staði, stöðvarn- ar geta ööru hvoru gert eitt- hvað sæmilegt, en báðar vantar uthaid, mannskap, hugmyndir. Auk þess leiðir samkeppni i sjónvarpi um all- an heim ekki til aukinnar fjöl- breytni, betri gæða, heldur til_ þess að menn fá æ meira af þvi sama. Það getur þvi meir en verið að dagskrá tveggja sjónvarpsstöðva á íslandi séu lakari en ein dagskrá var áður — vegna hinna lamandi áhrifa samkeppninnar." Og síðan víkur Árni að of- neyslu á sjónvarpsefni: „Og þó er ekki víst að þeg- ar menn í stórum stíl hætta að nenna að horfa á sjónvarp að það sé fyrst og fremst vegna þess að dagskrám fari aftur. Menn gleyma því oft að það er eitthvað til sem heitir að éta yfir sig. Það er einsog innbyggt í framfarahugmynd- ir okkar að öll neysla hljóti að aukast (nema kannski neysla á feitmeti eftir að heilsubylgjan skall yfir). En þegar betur er skoðað: er nokkur ástæða til þess að við getum haft gaman af því til lengdar að horfa á sjón- varp svo sem fjórar-fimm stundir á kvöldi? Við vorum kannski bíósjúk hér í gamla daga, meöan við vorum krakkar, en ein bíómynd á dag var nóg og meira en það. Dettur engum i hug, aö það sé blátt áfram jákvætt, elsku- legt og heilbrigt merki um að fólk hefur sioppið frá þvi að gera sjónvarp aö einskonar vímugjafa og er þar með ekki dautt úr öllum æðum? Og finna sér eitthvað annað til skemmtunar og andlegs lífs. SegirÁrni Bergmann rit- stjóri Þjóðviljans. UNDARLEG uppákomaá forsíðu DV í gær: Tvær Ijós- myndir þöktu forsíðuna, önn- ur í svart-hvitu, hin í lit. Báðar sýndu þó sama atburðinn: Steingrímur Hermannsson liggur bjargarlaus og drukkn- andi í Laxá í Aðaldal en ný- ráðinn bankastjóri Lands- bankans og veiðifélagi Stein- gríms, Valur Arnþórsson, rær lífróður frá utanríkisráðherra. Á litmyndinni má hins vegar sjá þá félaga koma í land, Steingrímur glaðbeittur og blautur meö stöng í annarri hendi en lax í hinni. Valurer að bjástra við gleraugu sín og stendur í árabátnum. í texta með myndinni segir að Valur hafi róið af kappi í Rær Valur lífróður frá Steingrími? Orðinn eins og Jónas Haralz, Clint Eastwood, frelsarinn og Fríkirkjuprestur — í laginu. Samkeppni sjónvarpsstöðva leið- ir til þess að efnið verður einhæft. átt til utanríkisráðherra þegar hann lá í ánni. En myndirnar sýna annað: Að Valur rær að landi frá utanríkisráðherra. Nema að Valur rói afturábak. Aðalatriðiö er þó að báðir náðu björgusamlega landi og laxinn hafðist ennfremur á land. En eftir situr þó blaðles- andinn með tilfinninguna að nýráðinn bankastjóri Lands- bankans hafi snúið baki við formanni Framsóknarflokks- ins á örlagastundu en greini- lega snúist hugur og komið Steingrími til bjargar áður en hann fór niður í þriöja sinn. Þar með má segja að Valur hafi greitt fyrir lífgjöf sína og Sambands íslenskra sam- vinnufélaga gegnum árin. FLOSI Ólafsson sem gleð- ur Alþýðublaðslesendur um hverja helgi með frábærum pistlum sínum, gladdi DV-les- endur I gær með sögum af sjálfum sér I Náttúrulækn- ingahælinu I Hveragerði en þar hefur Flosi dvalist til að líkjast Jónasi Haralz og Clint Eastwood. Það er að segja I vexti. Flosi er sem sagt búinn að vera á svonefndu glasafæði og hefur misst heilmörg kíló og orðinn eins og tvíbura- bróðir Jónasar Haralz og að öllum líkindum orðinn kandídat Alþýðuflokksins I bankastjórastól Búnaðar- bankans. En víkjum aftur að DV-við- talinu við Flosa. Flosi lýsir sjálfum sér á eftirfarandi hátt: „Ég er þannig af guði gerð- ur — ef ég er þá af guöi gerður — að ég er það sem kallað er á góðri íslensku rið- vaxinn, en það er aö vera hnellinn, samanrekinn, stælt- ur, jakalegur o.s.frv. Alla tíð hef ég verið að ergja mig yfir að vera ekki hoj og slank, eins og það var kaliað í minu ungdæmi. Þess vegna var það nú þegar læknar bentu mér á að ég ætti, ef til vill af heilsufarsástæðum, að fara á hvíldarheimili aldraðra í Hveragerði og borða gras eins og ferfætlingar flaug mér í hug hvort ekki væri grá- upplagt aö breyta útlitinu í leiðinni. Og ég hugsaði sem svo: Það væri ekki amalegt að vera eins og frelsarinn i lag- inu. — Þetta máttu alls ekki hafa eftir mér,“ skýtur Flosi inn í og bætir við, „Það má engan særa. Við skulum heldur segja eins og Fri- kirkjuprestur í laginu. — Nei, sleppum þessu bara. Þegar kom að því að ég fór austur var ég orðinn staðráð- inn í þvi að þegar ég kæmi aftur til baka væri orðin á mér það sem kailað er mannsmynd. Og mér var Ijóst að því yrði ekki náð nema fara í svelti." Þar með varð Flosi eins og Fríkirkjuprestur í laginu, og gott betur. Við nefnum engin nöfn. En þeir sem vilja halda áfram að fylgjast með vaxta- verkjum Flosa geta og eiga að lesa Alþýðublaðið á laug- ardögum. Þá fer Flosi hamförum á blaðsíðu 2 í Alþýðubiaðinu og við þann lestur hefur margur íslendingurinn lést — alla vega andlega. Einn me8 kaffinu Borgarbarnið konn í sveitina í fyrsta sinn. Bóndinn fór með borgarbarnið inn í fjósið til að sýna því kýrnar. — Hvernig líst þér á mjólkurkýrnar? spurði bóndinn. — Algjört æði, svaraði borgarbarnið, en rosalega eru þær með puttana á skrýtnum stað!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.