Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1919 ■ ■ FOL Stjórnarflokkamir rœöa inngöngu Borgaraflokksins ÞRJÚ RÁÐUNEYTI Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og umhverfismálaráðuneytið. Þótt enn hafi ekki tekist endanlegt samkomulag milii núverandi rikisstjórnarflokka og Borgaraflokks um málefni nýrrar rikisstjórnar er innan stjórnarflokkanna rætt um hugsanlega ráöuneytis- skiptingu meö tilkomu borg- araflokksmanna. Flest bendir til að ef Borgaraflokkurinn kemur inn i heilu lagi fái hann tvö ráðuneyti. Fyrst yrði tekist á um þau ráðuneyti sem heyra fleiri en eitt undir hvern stjórnarflokkanna. Af hálfu stjórnarflokkanna er, samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins, helst talið koma til greina, að Borgara- flokkurinn fái dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sam- gönguráðuneytið og um- hverfismálaráðuneyti. Af samtölum sem blaöiö átti viö fulltrúa flokkanna viröist sem ráöuneytaskipt- ingin hafi enn ekki komið til tals á milli ráóherra og full- trúa Borgaraflokksins. Þó mun liggja fyrir aö Borgara- flokksmenn geri ekki kröfu til þeirra ráöuneyta sem for- menn stjórnarflokkanna gegna í dag. Fyrst yröi tekist á um þau ráðuneyti sem heyra undir einn og sama ráðherrann. Um er aö ræöa dóms- og kirkju- málaráðuneytið, sem heyrir undir Framsókn. Samkvæmt heimildum Mþýðublaðsins hvllir ráöuneytiö þungt á Halldóri Ásgrímssyni og mun ekki vera mikil fyrirstaða hjá Framsókn aö sleppa þeim bita. Þau ráöuneyti sem Al- þýðubandaiagiö er helst talið vilja gefa eftir eru samgöngu- FRUMLEGUR SNJÓMOKSTUR í KÓPAVOGI. Þótt vel sé fært um allar götur á höfuðborgar- svæðinu eiga starfsmenn bæjarfélaganna þó enn eftir mikið starf við að hreinsa gangstéttir. í Kópavogi virðist hentug lausn fundin. þar rakst Ijósmyndari blaðsins á snjómokstur sem líktist meira garðslætti, en gekk hratt og vel fyrir sig. A-mynd/E. Ól. ráðuneytið eöa landbúnaöar- ráöuneytiö. Aö því er varðar Alþýóuflokkinn er um aö ræða iónaöarráðuneytió eöa umhverfismálaráðuneyti. Sem málaflokkur heyra um- hverfismál undir Jóhönnu Siguröardóttur. Fyrir liggur tillaga frá forsætisráðherra um aó stofna sérstakt um- hverfis- og íþróttamálaráðu- neyti. Af hálfu Alþýðuflokks- manna er helst taliö koma til greina aö gefa þaö ráöuneyti eftir. Alþýöuflokksmenn sem blaðió ræddi viö segja liggja Pétur á Skarfi aflakóngur vikunnar Alþýöublaðið kynnir i fyrsta sinn aflakóng vikunnar. Á hverjum föstudegi birtir blaðið upplýsingar um aflahæstu báta í hverjum fjórðungi, en aðeins einn hlýtur útnefning- una „Aflakóngur vikunnar“. Sjá „Sjávarútvegssiðuna“ bls. 4 i umsjá Sigurðar Péturs Harðarsonar. Hvalasinnar eða gölluð vara? KANNAR NYJAR HLIÐAR A ALDI-MALINU HALLDÓR Sjávarútvegsráöuneytiö fyr- irhugar, samkvæmt heimild- um Aiþýðublaðsins, að biðja Aldi-fyrirtækið í V-Þýskalandi um skýr svör við því, hvort riftun þeirra á samningi við Sölustofnun lagmetis stafi raunverulega af þrýstingi hvalaverndunarsinna eða hvort aðrar ástæður liggja að baki. Atliygli hefur vakið að Sölustofnun lagmetis hyggur ekki á málaferli vegna riftun- arinnar og telja heimildir Al- þýðublaðsins líklegt að Aldi beri fyrir sig þessa ástæðu til að afla sér vinsælda með- al Þjóðverja, frekar en að bera fyrir sig gallaða vöru. Halldór Ásgrlmsson sjávar- útvegsráöherra vildi ekki staðfesta þetta í samtali viö Alþýðublaðið. Aöspuröur hvort hin raunverulega ástæða gæti veriö gölluö vara sagóist Halldór ekki kannast við þaö. „Það voru fundir meö Aldi-fyrirtækinu í haust og þaóan fengust ákveðin svör. Um það leyti var þaö mat Sölustofnunar lagmetis aö þaö myndi ekki takast að tryggja áframhald- andi viðskiþti við Aldi. Það kom hins vegar í Ijós að þeir voru tilbúnirtil áframhald- andi viöskipta og svörin voru skýr í þeim efnum. Annað bréf hefur síöan borist um aö þeir vilji hætta þessum við- skiptum aó óbreyttum aö- stæðum og þaö er aö sjálf- sögðu nauðsynlegt aö fá frekari skýringar á því hvers vegna afstaóa þeirra er breytt og hvaö hafi breyst frá því í haust af okkar hálfu, að þeirra mati. Viö skrifuðum þeim bréf þar sem vió til- kynntum hvað fyrirhugaö væri af okkar hálfu, i fram- haldi af fullyröingum þeirra um aö litið heföi gerst af hálfu íslenskra aðila i kynn- ingarmálum, og báöum um að fá aö ræöa málin frekar viö þá. Forstjóri fyrirtækisins hefur veriö fjarverandi undan- farna daga og okkar menn ekki getað rætt máliö frekar. Viö bíðum eftir frekari upp- lýsingum.“ Aðspurður um hvort ráö- herra teldi ekki einsýnt að Ijóst fyrir frá stjórnarmyndun i haust, aö Alþýðuflokkurinn komi ekki til með að láta iön- aðarráóuneytið af hendi. Úr herbúðum Borgara- flokksins heyrist aö þeir muni gera tilkall til einhverra þeirra ráðuneyta, sem krefjist tilfærslu milli núverandi stjórnarflokka. Þau sem helst eru talin koma til greina í því sambandi, samkvæmt heim- ildum blaösins, eru mennta- málaráðuneytið og heilbrigð- is- og tryggingamálaráðu- neytið. ástæöan væri gölluð vara en ekki sú uppgefna neitaöi ráö- herra. „Þaö er ekkert tilefni til að álykta sem svo. Þaö eina sem ég hef fyrir framan mig er viöbrögö fyrirtækisins í haust, bréfiö núna og orða- lag þess. Annað hef ég ekki. Viö höfum rætt málið (tar- lega við forsvarsmenn Sölu- stofnunar lagmetis og þaö voru vinsamleg samskipti. Við höfum ásamt Félagi fs- lenskra iönrekenda reynt að fá skýr svör í málinu," sagöi sjávarútvegsráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.