Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 3. febrúar 1989 MPYÐUBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Friðrik Þór Guómundsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Breytir þátttaka Borgaraflokks einhverju? Launasamningareru lausirum miöjan mánuðinn. Forsætisráö- herra hefur lýst því yfir að hann vilji hafa hönd á framvindunni og geta gripiö inn í til að þóknast öllum sem vilja hlusta á hann. I fyrrakvöld hélt hann fund á Akureyri og geröist vinur alþýðunnar fyrir norðan. Steingrímursagði m.a. annars aö nauðsynlegt væri að færafjármagn frá„miklu fleirum“en launafólki til útflutnings- atvinnugreina. Það er erfitt að átta sig á því hvað þessi ummæli þýða í raun. Er forsætisráðherra að boða millifærslur milli atvinnuvega, frá einhverjum til útflutningsgreina? Hann hefur áður gefið í skyn að þau fyrirtæki sem hafa borið meira úr býtum en önnur að undanförnu eigi að leggjameirai þjóðarbúið. Erfitt er aö gerasér grein fyrir því hvaða fyrirtæki það eru. Ekki eru það fjármagnsfyrirtækin blessuð, og varla bankarnir sem eru að dra- ga saman seglin. Verslunin sem blómstraði ber sig illa, o.s.frv. Og því miður er svo um fleiri ummæli forsætisráðherra, að það er erfitt að átta sig á því, hvað hann á við. Um svipað leyti og nýtt tlmabil erfiðrar samningagerðar um kaup og kjör er að hefjast rekst ríkisstjórnin í ýmsu. Forsætis- ráðherra er að ganga frá kaupum á svo sem eins og einum stjórnmálaflokki. Kröfur Borgaraflokksins hljóðuðu upp á stór- felldan niðurskurð á ríkisútgjöldum og virtust algjörlega úr lau- su lofti gripnar. Nú ber lítið á milli samningamanna ríkisstjórnar og Borgaraflokks að mati forsætisráðherra og er forvitnilegt að sjá hver kúrs ríkisstjórnarinnar verður á næstu mánuðum. Ráð- herraefni Borgaraflokksins kalla viðræðurnar „stjórnarmyndun" en virðast gera sér að góðu að fá hæga ráðherrastóla. Forsætisráðherra vill beitahandafli í efnahagslífinu til að stýra þjóðarskútunni að lokinni verðstöðvun á allra næstu dögum. Ýmsum þykir tónninn gefa til kynna að horfið verði áratugi til baka. Gamla miðstýringin og millifærslurnar verði hafðar að leiðarljósi. Vonandi gefst stjórninni tækifæri til að komast að vænlegri niðurstöðu um stjórn þjóðarbúsins. Þó að Borgara- flokkurinn komi inn í stjórninaerekki Ijóst hvort það hefur nokkra stefnubreytingu í för með sér. Flest virðist falt á vettvangi stjórnmála í dag. Július Sólnes, sem eitt sinn var boðberi óheftr- ar frjálshyggju og varð undir I prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, kemurnú fram sem hinn ábyrgi ráðherra félagslegs jafnréttis. Ut- an við stjórn berjast Kvennalistakonur við hlið Sjálfstæðis- flokks. Tilvistarvandinn er vlöa. Boðar ASÍ breyttar áherslur? Miðstjóm Alþýðusambands íslands hefur viðrað hugmyndir að væntanlegum áherslum I væntanlegum samningaviðræðum um kaup og kjör. Telur hún samflot æskilegt og athygli vekur að imprað er á því hvort skammtímasamningar séu ekki eðlilegir miðað við ástand atvinnumála i landinu. Það leynir sér ekki að óvissa á vinnumarkaði hræðir. Auk viðurkenndra krafna um launahækkanir eru atriði sem benda til þess að ASÍ sé tilbúið að hugsa á óþekktum brautum í launabaráttunni. Til dæmis er gef ið í skyn að hægt sé að fallast á að gefið verði eftir af launakröfum með því skilyrði að atvinnu- rekendur greiði allt lífeyrissjóðagjaldið. Það myndi lækka láns- kjaravísitöluna um 2%. Þá er bent á að lífeyrissjóðir gætu orðið beinirþátttakendurí atvinnulífinu með hlutafjárkaupum. Erfyrir- myndin hérlaunþegasjóðirnir í Svíþjóð? Þareru launþegarorðn- ir beinir þátttakendur í atvinnulífinu I gegnum digra sjóði. Sjónarmið ASÍ-forystunnar eru forvitnileg. í raun eru þeir að boða samráð um atvinnu- og launastefnu næstu mánaða. ÖNNUR SJÓNARMIÐ J°N Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á Stöð 2, skýtur aðvörunarskotum að keppinautnum, Ríkisútvarp- inu, i síðasta hefti Sjónvarps- vísis Stöðvar 2. Fyrst eru mamma sjónvarpsstjórans og slöar 16 ára sonur vinar hans kölluð til vitnis: „Mamma kallaði það alltaf „hið opinbera“ og óttabland- in virðingin leyndi sér ekki í málrómnum. Hið opinbera vorum við öll. Sextán ára sonur vinar míns kallar þetta „helvítis kerfið“ og er ekki annað að sjá en þar mæli hann fyrir munn margra jafnaldra sinna, ef ekki stórs hluta þjóðarinn- ar.“ Jón Óttar segir þaö því miður staðreynd að líklegast sé að sameiningartáknið (hið opinbera) sé að verða „sam- eiginlegt vandamál". Æ fleiri klóri sér í höfðinu, segir Jón Óttar, og spyrji sig hvort alda- mótakynslóðin hafi nokkurn tíma haft rétt fyrir sér um rík- ið sem „samvisku þjóðarinn- ar“. Og síðan hefst samfelld gagnrýni: „Og því miöur. Dæmin blasa við hvert sem litið er. Aðeins það nýjasta sker i auga. Verðstöðvun sem allir súpa seyðið af nema örfá, út- valin ríkisfyrirtæki sem eru i náðinni. Gauksunginn er auövitaö málsvari ríkisvaldsins, Ríkis- útvarpiö fær 28% hækkun af- notagjalda á meðan múl- bundnir keppinautar skulu kyngja hækkandi kostnaði og rýrnandi tekjum. Tímasetningin gat ekki ver- iö unaðslegri. Nokkrum mán- uöum eftir aö Rikisendur- skoðun afhjúpaði slíkt bruðl hjá stofnuninni að í einkafyr- irtæki dygði það til ævarandi brennimerkingar. Staðreyndin er auðvitaö sú að allir vita innst inni og hlæja að því á tyliidögum, að ríkið á mesta sök á sukkinu og bruðlinu sem þjóðin borg- ar af milljarða í refsivexti á ári hverju. Mest er sukkið í nokkrum útvöldum ríkisfyrirtækjum sem virðast geta sóaö fé á báða bóga meðan allir aðrir verða að beita ýtrustu útsjón- arsemi tif þess eins að halda velli. Þetta allt veit auðvitað þjóðin. Og hún veit að spill- ingin í ríkiskerfinu er víða orðin slik að hún dregur i sí- fellt meiri mæli heiðvirða ein- staklinga með sér ofan í svaðið.“ Jón Óttar telur áfengis- kaup hæstaréttardómara fremur saklaust dæmi hjá „hryllingnum sem þjóðin hefur kynnst í gegnum tíðina og þekkir orðið utanbókar: Krafla, Ríkisskip, Saltverk- smiðja og a.m.k. hundrað önnur dæmi til viðbótar. Dæmin um ruglandann eru mýmörg, en hér skal aðeins eitt tilgreint. Stöð 2 er braut- ryðjandi i kostun, þ.e. sam- starfi menningarstofnana og atvinnulífs, sem flestum ber saman um að gæti lyft grett- istaki hvað varðar íslenska menningu. En hver eru viðbrögðin? Aö flestu leyti neikvæð og ýmis- legt bendir jafnvel til þess að skattayfirvöld og rikisvaldið séu aö undirbúa að setja Stöðinni stólinn fyrir dyrnar í þessu máli. Hvað sem verður er hitt Ijóst að hugsjónin er horfin og í hennar stað er kominn hefndarþorsti, enda minnir rikið sifellt meira á varúlf í varnarstöðu en það goð á stalli sem einu sinni var. Þetta þýðir ekki að einka- fyrirtæki séu heilög bara fyrir það eitt að þau hækka ekki skattinn. Án efa mundu þau spiliast eins hratt og rikið ef þau byggju við sams konar forréttindi. Kjarni málsins er að upp- ræta forréttindin sem skapa spillinguna. Eina leiðin til þess er að efla samkeppni, ekki aðeins hjá þvi opinbera, heldur einmitt á öllum svið- um þjóðlífsins.“ í niðurlagi greinar sjón- varpsstjórans segir frá óhjá- kvæmilegu falli skurðgoðs- ins af stalli: „En hverju sem fjölmiðlar fá áorkað á nýju ári er hitt staðreynd sem enginn fær umflúið að skurðgoð alda- mótakynslóðarinnar, hið op- inbera, er fallið af stallinum og verður ekki framar endur- reist. Spurningin nú er að- eins þessi: Hversu hátt verð- ur fallið!“ GARRI í Tímanum tekur undir með leiðarahöfundi Al- jpýðublaðsins að ekki sé ástæða til að stofna annan framsóknarflokk. En í leiðara Alþýðublaðsins á miðvikudag er vikið að vanda Jóns Bald- vins og fleiri krata sem vilja steypa „krötum" úr A-flokkun- um I einn stóran jafnaðar- mannaflokk. Lýsing Garra á Framsóknarflokknum í Tím- anum I gær er hinsvegar nokkuð á öðrum nótum en leiðari okkar gekk út á í fyrra- dag. Framsóknarflokkurinn er aldeilis ekki gamall fyrir- greiðsluflokkur — en ... eins og framsóknarmenn vita: „... fylgir Framsókn því stefnumerki að þjóðin eigi að halda hér uppi öflugri fram- farasókn á öllum sviðum menningar- og atvinnulifs. Framsókn vill stjórna hér efnahagsmálum, en jafnframt leyfa markaðslögmálum og frjálsu framtaki dugnaðar- fólks að njóta sín innan þeirra marka sem engan skaðar. Frjálshyggju Sjálf- stæöisflokksins hafnar Fram- sókn hins vegar alfarið. Framsókn er félagshyggju- flokkur sem styður sam- vinnuhreyfinguna eindregið. Framsókn byggir á því að við hérlendar aðstæður sé þaö öllum hagstæðast að menn vinni saman að lausn sam- eiginlegra viðfangsefna. Það sé ekki til neins nema ógagns að ætla sér að flytja hingað inn hráar einhverjar útlendar fræðikenningar frjálshyggjunnar um mark- aðslögmál og ríka einstakl- inga sem öllu eigi að bjarga. Þegar öllu er á botninn hvolft verður ekki betur séð en þeir formennirnir séu í rauninni að tala um að stofna nýjan Framsóknarflokk. Af því stafar tilvistarvandi Al- þýðublaðsins þessa dagana. Þar sjá menn hvert stefnir og skilja vitaskuld líka aö með- an hér starfar öflugur og frískur Framsóknarflokkur, sem engum er vorkunn að kjósa, er gjörsamlega út í hött að vera að tala um aö stofna annan slíkan. Eða er ekki svo? Það er stundum ekki asskotalaust fyrir menn að þurfa að vera að vasast í þessari pólitík.“ skrifar Garri í Tíma ... Þrír Svíar æföu falIhlífarstökk. Flogið var upp í nokkur þúsund feta hæó, en þaðan stukku mennirnir niður, einn af öðrum. Allt gekk eftir þókinni hjá tveim þeim fyrstu, en sá þriðji krækti fallhlífinni utan í flugvélina þannig að hún rifnaði. Þegar vinurinn þaut á fljúgandi ferð til jarðar fram úr félögum sínum heyrðu þeir hann hrópa: Guði sé lof að þetta er bara æfing!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.