Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. febrúar 1Ö89 5 SJÁVARSÍÐAN Fiskverð SJOMONNUM MIS- MUNAÐ VERULEGA Meö tilkomu fiskmarkað- anna hefur verö á fiski hækk- að verulega umfram hiö svo- kallaða landssambandsverö, sem er í raun þaö verö sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákveóur á hverjum tíma. í gegnum tíöina hefur sjómönnum verið greitt fyrir afla sinn samkvæmt þessu verði, sem er lágmarksverð. En nú sitja sjómenn ekki allir við sama borð, því þeir sem hafa möguleika á því að selja afla sinn á fiskmörkuðunum á SV-horni landsins fá 47—53% hærra verð en landssambandsverðið kveður á um, fyrir sambærilegan fisk. Er þetta’samkvæmt meðalveröi á fiskmörkuðun- um á siðastliðnu ári. Úti á landsbyggðinni, þar sem fisk- mörkuðum er ekki til að dreifa, fá sjómenn greitt sam- kvæmt landssambandsverði með fáum undantekningum, samkvæmt upplýsingum Al- þýðublaðsins. Þeir sjómenn á landsbyggðinni sem Alþýðu- blaðið hefur verið í sambandi við telja sig hlunnfarna að þessu leyti. Hvers eiga sjó- menn úti á landsbyggðinni að gjalda? er spurning sem heyrist æ oftar. Ef litið er á meðalverð á fiskmörkuðum á siðastliðnu ári skýturenn- fremur upp þeirri spurningu hvort það verð sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins ákveóur sé ekki löngu orðið úrelt. Aka aflanum langan veg Á fiskmörkuðunum ráða framboð og eftirspurn verð- inu á fisknum. Þegar um- boðsmenn fyrir erlenda fisk- kaupmenn bjóða í fiskinn á fiskmörkuðunum virðist kaupverðið ekki skipta þá neinu máli, ef þá fisktegund vantar á erlendan markað. Þetta hefur haft veruleg áhrif á fiskverðið. í sjávarplássum á landsbyggðinni er þessu öðruvísi farið. Þar eru fáir fiskkaupmenn í hverju sjávarplássi og lögmálinu um framboð og eftirspurn ekki til að dreifa. Sjómenn í þessum byggðarlögum verða að sætta sig við að leggja upp hjá fiskverkendum i þeirra heimahöfn. Til hvaða ráða hafa sjómenn gripið? Þeir sjómenn sem róa frá verstöðvum í nágrenni SV- hornsins hafa tekið það til bragðs að aka aflanum á fisk- markaðina. Þeir sem um lengri veg hafa þurft að fara hafa sent aflann í gámum á markaðina. Þrátt fyrir tals- verðan kostnað því samfara hafa sjómenn fengið betra verð fyrir afla sinn, þegar flutningskostnaður hefur verið dreginn frá, helduren þeir hafa fengið i heimabyggð sinni. Tvö tonn = 38 þúsund króna mismunur Til að sýna fram á hver mismunurinn á fiskmarkaðs- verði og landssambandsverði er skulum við gefa okkur eft- irfarandi forsendur: Bátur landar tveimur tonn- um af fyrsta flokks slægðum fiski ísuðum i kassa meó meðalþunga 2,5 kílógrömm. Samkvæmt landssam- bandsverði skal greiöa fyrir hvert kíló 33.42 krónur auk 10% kassauppbótar, sem gerir samtals 36.76 krónur fyrir kílóið. Fyrir þessi tvö tonn fær báturinn þvi 73.520 krónur. Ef þessi tvö tonn væru seld á fiskmarkaði fengjust 55.56 krónur fyrir hvert kíló eða samtals 111.120 krónur fyrir tvö tonn og er þá gengið út frá meðalverði á mörkuðunum það sem af er þessu ári. Mismunurinn í þessu dæmi er 37.600 krónur fiskmörkuðunum í hag. Þetta dæmi sýnir að verulegur munur er á verði eftir þvi hvort selt er sam- kvæmt landssambandsverði eða fiskmarkaðsverði. Þó ber að geta þess að verðið á fisk- mörkuðunum hefurverið í hærri kantinum það sem af er þessu ári. Meðalverð á þorski hefur verið 55.56 kr. hvert kíló frá áramótum. Með- alverð á síðasta ári var 40.70 kr. Af hverju er landssam- bandsverð ekki í takt við fiskmarkaðsverð? Þegar ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög 20. maí 1988 og batt alla kjarasamninga til 10. apríl 1989 áttu sjómenn eftir að ganga frá sínum samningum, sem losnuðu skömmu eftir að bráðabirgða- lögin voru sett. Og þar með voru samningarnir settir í gildi án þess að nýir samn- ingarværu gerðir. Launa- hækkun sú sem tók gildi 1. júní 1988 og var 10% náði ekki til sjómanna. Nýtt fisk- verð tók gildi 1. júni sl. og var hækkunin aðeins 4,9% þrátt fyrir að almenn laun hafi hækkað á sama tíma um 10%. Þegar ný ríkisstjórn tók við 28. september sl. var gild- istími bráðabirgðalaganna styttur til 15. febrúar og á þeim tima skal fiskverð hækka um 1,25%. Nú var fiskverði sagt upp 26. janúar sl. og áhöld eru um hvort 1,25%-hækkunin 15. febrúar nær fram að ganga. Að sögn Sveins Finnssonar hjá verð- lagsráöi tekur hækkunin ekki gildi eins og ráð var fyrir gert. Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands íslands, er á öðru máli og segist líta svo á að hækkunin taki gildi svo framarlega sem nýtt fiskverð liggi ekki fyrir innan þess tíma. Hvað fram- tiðin ber i skauti sér er ekki vitað. AFLAKÓNGUR VIKUNNAR Pétur Jóhannsson skipstjóri á Skarfi GK666 EKKI VERIÐ AÐ SPARA AURINN OG KASTA KRÓNUNNI Aflakóngur vikunnar 22. til 28. janúar I989 var Pétur Jó- hannsson, skipstjóri á Skarfi GK-666. Hann var eina viku á veiðum og landaði samtals 65.064 kílóum á Fiskmarkað Suðurnesja. Á Sjávarsíðunni, sem verður í blaðinu hvern föstudag, verð- ur aflakóngur vikunnar út- nefndur. Pétur var aflakóngur á vetr- arvertíð í fyrra á Suðurnesj- um og nú er hann aflakóngur sl. viku yfir landið. Við tókum hann tali og spurðum fyrst hverju hann þakkaði þessa velgengni. Velgengnin öðrum að þakka Pétur sagði að útgerð Skarfsins, Fiskanes, gerði vel út. Þetta væri mjög góð út- gerð þar sem menn væru ekki að spara aurinn og kasta krónunni, en þannig væri það hjá mörgum útgerðarfyrir- tækjum. Einnig sagði hann að um borð væri línubeiting- arvél og hefði hann hana fram yfir marga aðra og gæti af þeim sökum sótt lengra. Pétur sagði að hann væri með mjög góða áhöfn um borð og það væri stór hluti af þessari velgengni. í áhöfn Skarfsins eru 15 menn, sem hafa unnið lengi saman, og mjög lítið er um mannabreyt- ingar. Útiveran hjá þeim er yf- irleitt vika og þeir róa að jafn- aði þrjá róðra i mánuði með löndunum og stoppum. Áhöfnin á Skarfi á fjóra daga í mánuði í landi. Markaðirnir kjarabót Pétur selur afla sinn á Fiskmarkaði Suðurnesja. Við spurðum hvort hann væri sáttur við það verð sem hann fékk, rúmar 57 krónur fyrir hvert kílógramm. Hann sagð- ist ánægður, það væri lítið um fisk og því færi verðið upp. Pétur sagði að sér fynd- ist verðið á mörkuðunum vera heldur of hátt, en hiö svo- nefnda landssambandsverð alltof lágt og ekkert í takt við tímann. Pétur sagðist þeirrar skoð- unar, að þetta háa verð á mörkuðunum væri útgerðar- mönnunum að kenna, því þeir hundsuðu að selja fisk á mörkuðunum, þeir vildu frek- ar verka hann sjálfir. Þar af leiðandi væri minna framboð á fiski og því færi verðið upp. Ef útgerðarmenn hefðu sett allan afla sinn í upphafi á markaðina hefði orðið meira jafnvægi í verðinu. Pétur sagðist hlynntur fiskmörkuð- um. Hann sagði að lands- sambandsverð á fiski hefði ekki hækkað í takt við annað og þessi sala á markaðnum væri mesta kjarabót á bátn- um hjá sér fram að þessu. Farinn aö læra á miðin Þeir á Skarfi GK hafa róið á Vestfjarðamið og aðallega verið úti í köntum, í Víkurál og á milli Víkuráls og Djúp- áls. Þetta er sama veiðisvæð- ið og Vestfjarðabátarnir sækja á og einnig þrír aðrir bátar sem eru með beitingarvélar. Ekki sagðist Pétur eiga sína eigin hóla á þessu svæði. Hann kvaðst hafa róið á Vest- fjarðamið í mörg ár og að- spurður kvaðst hann vera far- inn að læra á miðin. Að lokum sagðist Pétur skipta yfir á net þegar loðnan gengi yfir; þar sem hann gæti ekki beitt loðnu í beit- ingarvélinni um borð. AFLAKÓNGAR FJÓRÐUNGANNA Slðastlióna viku var mikið gæftaleysi um allt land. Bátar fiskuðu nokkuð vel þegar gaf á sjó. Mest var um að bátar reru með linu og hef ur af li á hana ver- ió góður. allt upp i 250 kiló- grömm á hvert bjóð, sem verður aó teljast nokkuð gott. Aflakóngar í einstökum lands- hlutum vikuna 22.-28. janúar 1989 eru eftirtatdir: Suðvesturland: Skarfur GK-666 Útgerðarstaöur: Grindavik Afli: 65.064 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Pétur Jóhannsson Vesturland: Tjaldur SH-270 t Útgeröarstaður: Rif Afli: 31.200 kg Veiöarfæri: Lina Skipstjóri: Jóhann Kristinsson Vestfirðir: Vikingur III ÍS-280 Útgerðarstaður: ísafjöröur Afli: 46.000 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Skarphéöinn Gislason Noröurland: Frosti ÞH-220 Útgerðarstaðun Grenivik ' Afli: 27.995 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Jakob Þorsteinsson Austurland: Sæljón SU-104 Útgerðarstaður: Eskifjörður Afli: 49.989 kg Veiðarfæri: Net v Skipstjóri: Ómar Sigurösson Vestmannaeyjar: i Styrmir VE-82 ! Útgerðarstaður: Vestmannaeyjar! Afli: 17.500 kg ! Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Atli Sigurösson !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.