Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 8
 Föstudagur 3. febrúar 1989 Fjárhagsáœtlun Hafnarfjarðar ALLT I SOMANUM HJA KRÖTUM OG KOMMUM Heildartekjur Hafnarfjarö- arbæjar eiga samkvæmt fjár- hagsáætlun fyrir yfirstand- andi ár að hljóða upp á 1.639 milljónir króna (MKR) og er stefnt að 1,5 MKR afgangi. Sameiginlegar tekjur bæjar- sjóðs nema þar af 1.038 MKR, en aðrar tekjur 600,4 MKR. Bein útgjöld bæjar- sjóðs vegna hinna ýmsu málaflokka hljóða upp á 1.033 MKR, en gjaldfærð og eignafærð fjárfesting er áætluð 604,4 MKR, þar sem á móti koma tekjur upp á 322,4 MKR. Af sameiginlegum tekj- um er útsvarið stofn upp á tæplega 54% eöa 560,2 MKR, en af beinum gjöldum ber hæst 266,2 MKR til fé- lagsmála og 166,3 MKR til fræðslumála. Reiknaö er meö því aó fjár- hagsáætlunin veröi afgreidd að fjórum viknum liðnum. „Hún er í raun beint framhald af gífurlegum framkvæmdum fyrra árs. 1988 var metár hvaö varðar nýframkvæmdir og mér sýnist að þetta ár verði metið slegiö og er þá mikið sagt,“ sagði Guðmundur Ární Stefánsson, bæjarstj'óri Hafn- arfjarðar, í samtali við Al- þýðublaðið. „Það fer rúmlega þriðja hver króna sem um bæjarsjóð fer í nýfram- kvæmdir. Fjölmörg stór verk- efni eru á dagskrá. Nefna má að áformað er að opna á næstu 12—14 mánuðum 270 ný dagvistarrými í bænum. í tíð núverandi meirihiuta verð- ur þá búið að fjölga dagvist- arrýmum um 400, sem er sama rými og Sjálfstæðis- flokkurinn og félagar byggðu upp á 14 ára tímabili. Þá eru I gangi útboð vegna nýja íþróttahússins, framkvæmdir eiga af hefjast síðar í mánuð- inum og er ætlunin að Ijúka þeim á einu ári. Við erum að leggja lokahönd á nýja sund- laug, hún hefur verið í bygg- ingu í nokkur ár en verður opnuð nú í ágúst. Fram- kvæmdir við nýja skólabygg- ingu í Setbergshverfi hófust í desember, sem á að vera að- eins 10 mánaða verkefni, við ætlum að hefja þar kennslu 1. september næstkomandi. Ég nefni þetta sem dæmi af fjölmörgum stórum og smá- um verkefnum bæjarins." HVORKI RÁ0HÚS NÉ SKOPPARAKRINGLA Guðmundur sagði að reikn- að væri með áframhaldandi mikilli eftirspurn eftir lóðum bæjarins og því væru 60 MKR áætlaðar til að brjóta svæði til byggða með gatna- og holræsagerö. Haldið yrði áfram ríkjandi átaki í fegrun bæjarins og varanlegri gatna- gerð. „Við ætlum hins vegar ekki að reisa ráðhús eða skopparakringlu. Við leggjum meira upp úr að klára hluti eins og viðbyggingu við Sól- vangsspítala, dagvistarrými og annað eftir því.“ Varðandi almennan rekstur og þjónustu sagði Guðmund- ur að ákaflega erfitt væri að gera sér fullkomlega grein fyrir þróun verðlags og launa. „En i áætlun okkar gerum við ráð fyrir að laun hækki um nálægt 10,5% milli ársmeðal- tala og að rekstrargjöld hækki um 12% á sama tíma. Við ætlum okkur að beita ströngum aðhaldsaðgerðum án þjónustuskerðingar og tekur áætlunin mið af því. Sem betur fer hafa tekjur hækkað nokkuð vegna þess að staögreiðslan kom betur út en áætlað var og ásókn í lóðir hefur verið mikil og um leið hefur mikil drift verið í bæjarfélaginu og hjá atvinnu- rekstrinum sömuleiðis." FJÁRHAGSSTAÐAN ER STERK Það er auðheyrt á bæjar- stjóranum að í Hafnarfirði er rífandi gangur. „Það kemur ekki til af engu að hér er líf og fjör og að hér vill fólk búa. Við afneitum jaessu kreþþu- tali, þótt við höfum auðvitað áhyggjur af atvinnumálum almennt. En við teljum það skyldu okkar að ganga veg- inn með góðu fordæmi með því að halda uþþi öflugri starfsemi og framkvæmdum til hvatningar annarri atvinnu- starfsemi á svæðinu. Það er allt í góðu horfi hjáokkur krötunum og kommunum f Hafnarfirði, fjárhagsstaðan er sterk og fjármálastjórnunin örugg og traust," sagði Guð- mundur Árni. Nánar tiltekið gerir áætlun- in ráð fyrir þvi að bein út- gjöld til félagsmála verði 266.2 MKR auk fjárfestinga upp á 85,5 MKR. Bein útgjöld til fræðslumála verða 166,3 MKR og fjárfestingar 116,8 MKR. Til heilbrigðismála fara 40.2 MKR með fjárfestingum upp á 33,1 MKR. í æskulýðs-, iþrótta- og menningarmál eiga að fara 115,3 MKR meó fjárfestingum upp á 184,3 MKR. í skipulags- og bygg- ingarmál, götur, holræsi og umferöarmál, almennings- garða, útivist og hreinlætis- mál eiga samtals að fara tæplega 135 MKR auk fjár- festingar upp á 145,7 MKR. Fjármagnskostnaður bæjar- ins hljóöar upp á nær 45 MKR, en vaxtatekjur á móti nema 36 MKR. 1988 var metár i ný- fram- kvæmdum. Stefnir í annað met- ár að þessu sinni, segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstióri. Höfum f jölgað dag- vistar- rýmum um svipað og sjálfstæðis- menn gerðu ___ _______ _____________________ _____ a 14 arum. Guðmundur Árni með Hafnarfjarðarbæ i baksýn. „Rífandi gangur“. Fjárhagsáœtlun Selfoss 40% í FRÆÐSLUMÁL 0G FELAGSHJALP Fjárhagsáætlun Selfoss- kaupstaðar fyrir 1989 gerir ráð fyrir alls 437,2 milijóna króna (MKR) gjöldum, en tekjur á móti eiga að vera 436,9 MKR og afgangur bæj- arsjóðs því ríflega 4,1 MKR. Beinar tekjur bæjarsjóðs verða 290,2 MKR en aðrar tekjur 146,7 MKR. Bein gjöld nema 339,2 MKR, en gjald- færð og eignfærð fjárfesting hljóðar upp á 93,3 MKR. Milli ára er reiknað með að tekjur bæjarsjóðs hækki um 16,7%. Útsvarstekjur verða 56,6% af þessu, alls 164,3 MKR. Framlag frájöfnunar- sjóði lækkar milli ára um nær fjórðung, en tekjur af fasteignasköttum eiga að hækka um 31,3%. Bein nettóútgjöld vegna hinna ýmsu málaflokka eiga að hækka um 18,2% milli ára og verða 217,4 MKR. Af mála- flokkum er liöurinn Almanna- tryggingar og félagshjálþ fjár- frekastur með 78,9 MKR, hækkar um 22,1% milli ára. Þar á eftir koma fræðslumál- in með 37,6 MKR. Til samans hljóða þessir liðir upp á um 40% af tekjum bæjarsjóðs. Fjármagnskostnaður hækkar nokkuð á milli ára, en telst þó Iftill sem hlutfall af tekjum og I samanburði við önnur bæjarfélög. Fjár- magnskostnaður er áætlaður 14,8 MKR en fjármagnstekjur á móti 7,5 MKR. Gjaldfærðar fjárfestingar eiga að óbreyttu að hljóða uþþ á 45,7 MKR, en á móti koma tekjur upp á 17,4 MKR, sem aðallegaeru gatnagerð- argjöld. Fjárfrekustu fjárfest- ingar undir þessum lið eru 27,6 MKR i göturog holræsi, þar af 16,3 MKR í nýbyggingu gatna. Þá eiga að fara 7 MKR í iþróttavöllinn og 3,6 MKR til oþinna svæða. •Eignfærðar fjárfestingar eiga að nema 47,6 MKR, en tekjur á móti 7,2 MKR. Stærsti liðurinn er þriðji áfangi gagnfræðaskólans með 20 MKR, en 11,3 MKR eiga að fara í fjölbrautaskói- ann. „Útkoman varð mjög góö hjá okkur á síðasta ári, sem betur fer kom staðgreiðslan mun betur út en áætlað var,“ sagði Karl Björnsson bæjar- stjóri i samtali við Alþýðu- blaðið. „Við höldum áfram með ýmsar framkvæmdir sem hafa kostað drjúgan pening, t.d. framkvæmdir vegna fjölbrautaskólans, og siðan má nefna að nánast helmingur af tæplega 15 milljóna króna fjármagns- kostnaði er beint eða óbeint vegna félagsheimilisins, sem rúmar meðal annars hótelið. En greiðslubyrðin er vel þol- anleg, við erum með lán til langs tíma með jöfnum og góðum afborgunum." Karl sagði að það sem ein- kenndi fjárhagsáætlun bæj- arstjórnarinnar hvað mest væri áhersla á gatnagerð og tengd verkefni. „Það stefnir í að við séum að Ijúka þvi dæmi með bundnu slitlagi, gangstéttum og þess háttar. Nú förum við að geta lagt bundió slitlag strax á nýjar götur í stað margra ára biðar. Að auki er áfram lögð mikil áhersla á útivistar- og um- hverfismálin og ekki síst á skólamálin, þar sem stærsti áfanginn er þriðji áfangi gagnfræðaskólans, sem hefst nú og á að Ijúka á 1—2 árum. Þangað fara 5. og 6. bekkur barnaskólans og rýmkast þá ágætlega í barna- skólanum, þar sem eru mikil þrengsli fyrir. En þrátt fyrir ýmsar framkvæmdir verða ekki tekin mikil ný lán og er- um við í raun að lækka skuld- ir bæjarins." 1437 milljóna króna gjöld með 4 milljóna króna afgangi — alls 93,3 milljónir i fjórfestingar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.