Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. febrúar 1989 VIÐTALIÐ Tryggvi Harðarson nýráðinn framkvcemdastjóri A Iþýðuflokksins „Borgar sig ekki að lofa of miklu" „Þetta leggst bara vel i mig, en ég held að það borgi sig ekki að lofa alltof miklu i upphafi," segir Tryggvi Harð- arson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins. Tryggvi tók við af Guö- mundi Einarssyni sl. miðviku- dag, en framkvæmdastjórn gekk frá ráðningu hans á þriðjudagskvöld. Tryggvi Harðarson er 34 ára Hafnfirðingur, sonur Harðar Sophaníassonar og Ásthildar Ólafsdóttur. Hann er stúdent frá Flensborg, en stundaði í fjögur ár nám í kínversku og sögu við Háskólann í Peking. Síðustu ár hefur Tryggvi aðal- lega starfað við járnabinding- ar, en hann er jafnframt bæj- arfulltrúi fyrir Álþýðuflokkinn í Hafnarfirði og hefur séð um útgáfu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ástu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn. „Framkvæmdastjóri sér auðvitað um daglegan rekst- ur, en það sem ég hef mest- an áhuga á er að efla starfió um allt land og tengja það betur saman,“ sagði Tryggvi aðspurður um helstu áherslu- atriði. — A flokksþinginu í haust kom fram að Alþýðuflokkur- inn skuldaði á níundu milljón eftir siðustu kosningar. Er vinnandi vegur að losa flokk- inn út úr skuldunum? „Ég ætla að vona að það takist í góðu samráði við gjaldkera flokksins. Menn eru með öll spjót úti til að reyna að gera þessar skuldir upp sem fyrst. Starfið gengur m.a. út á að reyna að finna fjáröflunarleiöirnar." — Þú hefur verið áberandi í ungliðahreyfingunni, sem fylgir utanríkisstefnu sem virðist ganga töluvert á skjön við stefnu formanns flokks- ins og utanríkisráðherra. Verður þetta ekki óþægilegt fyrir þig í þessu ábyrgðar- starfi? „Ég hef engar áhyggjur af því. Það hafa löngum verið mismunandi áherslur á utan- ríkismál innan flokksins. Menn hafa ekki verið sam- mála um allt í þeim efnum, en það segir ekkert um sam- starf hvað varðar önnur mál- efni. Auk þess veit ég ekki hvað í raun skilur á milli ein- stakra manna.“ — Þú kemur úr þekktri kratafjölskyldu. Hefurðu allt- af verið krati? „Ég byrjaði með ungum jafnaðarmönnum 15—16 ára gamall og starfaði þar fram- undir tvítugt. Síðan var ég er- lendis i fjögur 4 ár. Fyrst eftir að ég kom heim starfaði ég ekkert í flokknum." — Skildi leiðir? „Ég var bara utan flokka, en eftir að maður fór að taka þátt í lífsbaráttunni, koma þaki yfir höfuðið og eiga börn, vildi maður ekki standa lengur hjá og skellti sér út í baráttuna. Þá byrjaði ég aftur að starfa með ungum jafnað- „Sjálfsagt að kanna málið,“ segir Tryggvi Harðarson um hugsanlegan samruna A-flokkanna. A-mynd/E. Ól. armönnum, en fór síðan út í bæjarmálin í Hafnarfirði." — Mikil umræða er um samruna A-flokka í kjölfar fundaherferðar formannanna „Á rauðu ljósi“. Er mögulegt að ná saman jafnaðarmönn- um í Alþýðuflokknum og þeim sem kunna að vera í Al- þýðubandalaginu? „Mér finnst sjálfsagt að kanna málið. Auðvitað er deilt um leiðir og aðferðir, en ég tel fyllilega tímabært að þessi mál verði könnuð ofan í kjölinn. Menn eiga að vera óhræddir við að ræða saman þótt þeir kunni að vera í tveimur flokkum i dag. Ef við teljum okkur eiga málefna- lega samleið með þessu fólki þá eigum viö að vinna með því en ekki á móti,“ sagði Tryggvi Harðarson. Bresk úttekt á stjórnun fiskveiða Lagst gegn seljanlegum I opinberri skýrslu, sem gefin hefurverið út á Bretlandi um styrkveitingar til sjávarút- vegs, kemur fram, að misferli er útbreitt bæði varðandi mat fiskiskipa sem koma til úreld- ingar og vegna styrkja til ný- smíði. Breska sjávarútvegs- ráðuneytið er átalið i þessari skýrslu fyrir slaklegt eftirlit með meðferð opinbers fjár til fyrirtækja í sjávarútvegi. Skýrslan er gefin út á veg- um fjárveitingarnefndar neðri deildar breska þingsins. Þar er komist að þeirri niður- stöðu að stefnuleysi setji svip sinn á opinberar styrk- veitingar til sjávarútvegs Breta og að ákveðin markmið skorti. Stjómvöld eru sökuð um handahófskennda íhlutun í formi styrkja til nýsmíði, veiðiheimilda og úreldingar- styrkja sem grípi inn í mark- aðsfrelsi á þessu sviði. Upphaflega var stefnt að styrkveitingum með það í huga að draga úr sóknargetu og kaupa úrelt skip frá veið- um, þannig að jafnvægi næð- ist á markaði sjávarsóknar innan EB. Nefndin sem kann- aði þetta kemst að þeirri nið- urstöðu að áætlunin hafi reynst alltof dýr. Til dæmis hafi á árunum 1984—86 verið varið 17,5 milljónum sterl- ingspunda, eða einum og hálfum milljarði íslenskra króna, til úreldingar 225 fiski- skipa. Framlag úr sjóðum EB til þessarar úreldingar nam aðeins 2,5 milljónum punda, þannig að 15 milljónir komu til greiðslu úr ríkissjóði. Þá segir jafnframt að aug- Ijóst sé að gífurleg misnotk- un þessa sjóðs hafi átt sér stað með ranglega skráðu mati þeirra fiskiskipa sem komu til úreldingar. Ennfrem- ureru starfsmenn ráðuneytis- ins sakaðir um að hafa veitt styrki til nýsmíði án þekking- ar á þeim verkefnum, sem að var unnið. Þrátt fyrir þá miklu fjár- kvótum muni, sem varið hefur verið til endurnýjunar fiskiskipa- flotans og til að draga úr sóknargetu, er næstum helm- ingur flotans nú 25 ára eða eldri. Kvótakerfið er harðlega gagnrýnt f þessari skýrslu, en samkvæmt þvf er fiskiskipum úthlutað kvótum, sem síðan ' ganga kaupum og sölum. Lagt er til að ráðuneytið út- hluti veiðileyfum til skamms tíma í senn og leyfin renni að nýju til ríkisins en séu ekki framseljanleg, hvorki beint né með sölu skipa. Þá er í skýrslunni að finna gagnrýni á það hvemig ríkið kostar hafrannsóknir í stað þess að láta atvinnugreinina borga fyrir þá þjónustu. Síð- ustu tvö ár kostuðu rann- sóknirnar jafnvirði 130 millj- óna króna, en af því greiddi ríkið 100 milljónir. Lagt er til að útgerðin greiði þennan kostnað að fullu. Skýrslan sem hér greinir frá er fáanleg frá HMSO, skjalavörslu breska rfkisins, og kostar 4,30 þund. Hún heitir: „Commettee of Public Accounts Report on Finan- cial Support for the Fishing Industry in Great Britain“. Imisferli og misnotkun úreldingarsjóða mælt með að rikið eigi kvótana helmingur flotans eldri en 25 óra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.