Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTASKÝRING Laugardagur 1. sept. 1990 Ertu þá svona, Cohen? Kftirfarandi er haft eftir hinum vinsæla Leonard Cohen, sem viö þekkjum hér á landi eftir afbragös tónleika í fyrra: „Enginn maöur hefur nokkru sinni forfært konu. baö er æv- inlega konan sem flekar manninn". Ertu þá svona, Cohen? Nýr toppmaður i sinfóníunni Menntamálaráðherra hefur skipað Sigursvein K. Magnússon, skóla- stjóra Tónskóla Sigur- sveins (D. Kristinssonar), formann stjórnar Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Meö honum í stjórn eru þau Einar Jóhannesson, klarinettuleikari í hljóm- sveitinni, Elía Björk GunnarsdóUir, fram- kvæmdastjóri Ríkisút- varpsins, Haukur Helga- son hagfræðingur, til- nefndur af fjármálaráðu- neyti, og Jón Þórarinsson tónskáld, tilnefndur af Reykjavíkurborg. Hrútfírðingur að „westan" Helgi Austman stjórnaöi hinni stóru heimsókn Vestur-íslendinga hingaö til lands, hinn reffijegasti maður og góður íslend- ingur. Helgi er ættaöur úr Hrútafirðinum í móöur- ætt, en fólk hans flutti til Kanada 1882. Fööurættin er af Fljótsdalshéraöi og Borgarfirði eystra. Helgi lærði íslensku af afa sín- um og ömmu vestra, hélt henni við en var við þaö að tapa íslenskunni þegar hann var við nám í Wis- consin-háskóla. Tók hann það þá til bragðs að hefja bréfaskriftir við móður sína og hélt þannig ís- lenskunni við, — og talar í dag prýðis íslensku. Nýir Flugleiðatoppar Hólmfrídur Árnadóllir hefur verið skipuð for- stöðumaður þjónustu- deildar Flugleiða hf. Hún er stúdent frá MR og við- skiptafræðingur frá Há- skóla íslands. Hólmfríöur starfaði á Hótel Loftleið- um 1971—75, gerðist síð- an framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa og starfaði þar um 8 ára skeið að hún gekk í þjónustu Flugleiða. þá hefur Sigurdur Skagfi- eld Sigurðsson verið skip- aður forstöðumaður sölu- deildar Flugleiða á Is- landi. Hann hefur yfirum- sjón með allri millilanda- farsölu á íslandi, Færeyj- um og Grænlandi. Sigurð- ur er MH-stúdent, viðskiptafræðingur og stundaði framhaldsnám við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hóf störf hjá Flugleiðum 1985 og var síðast for- itöðumaður þjónustu- deildar. Hið fullkomna ,,plott## eða ofleikur Davíðs? Borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna i Reykja vik býðst nú oð halda óbrey ttum laun- um áheyrnarf ulltrúa ■ borgarráði gegn þvi að þeir leggist ekki gegn áformum meirihlutans um að hækka laun borgarstjórans um 100—150 þúsund á mánuði auk þess sem laun nefndaformanna verði hækkuð og nef ndalaun endurskoðuð. Af hálf u meirihlut- ans er málið þannig sett fram að ætlunin er augljóslega að stilla minnihlutanum upp við vegg. Ef fulltrúar minnihlutans samþykkja þetta ekki með þögninni verða laun þriggja af fimm minnihlutafulltrúum skert um þvi sem næst helming. EFTIR: JÓN DANÍELSSON Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík er talinn framtíðarleiö- togi Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur haft örugg tök á meirihluta sjálfstæðismanna í borginni og virðist nú til viðbótar hafa sett sér að kúga fulltrúa minnihlutans til hlýðni. Svo virðist sem að minnsta kosti einhverjir fulltrúar minnihlutans eigi enn erfið- ara með að kyngja þessum áformuðu launahækkunum einmitt vegna þess hvaða að- ferðum er beitt. Rökin fyrir launahækkunum nefndarfor- manna eru nefnilega þess eðlis að erfitt er að mótmæla þeim á málefnalegum grund- velli. Tíminn til þessara breyt- inga er á hinn bóginn vægast sagt ekki heppilegur, nú þeg- ar búið er að setja bráða- birgðalög til að stemma stigu við hækkunum til láglauna- fólks. Ýmis rök hniga að hækkun_______________ Rökin fyrir því að hækka þurfi laun formanna nefnda eru í stuttu máli þau að for- mennirnir þurfi augljóslega að leggja á sig miklu meiri vinnu en aðrir nefndarmenn og mun meiri en svari til þeirra 20% sem formennirnir fá nú umfram aðra nefndar- menn. I þessu sambandi mun algengt sjónarmið að gróf- lega megi áætla að vinnu- framlagið sé a.m.k. tvöfalt. Það mun líka algengt í ýms- um nefndum og ráðum á veg- um ríkisins að formenn fái tvöfaldar greiðslur á við aðra nefndarmenn. Davíð Oddson borgarstjóri vísaði einmitt til þess, þegar málið var borið undir hann, en sagði hins vegar engin áform uppi um svo mikla hækkun til for- manna nefnda á vegum borg- arinnar, heldur væri rætt um að hækka álagið úr 20 í 50%. Sigurjón Pétursson, gamal- reyndur í hlutverki borgar- stjórnarfulltrúa og vel kunn- ugur nefndastörfum á vegum borgarinnar, tekur undir það sjónarmið að 20% álagið sé of lítið og telur í sjálfu sér fulla ástæðu til að endur- skoða þessi launakjör. Sigur- jón tók að beiðni borgarstjóra þátt í starfi óformlegs um- ræðuhóps með nokkrum meirihlutafulltrúum, þar sem þessi mál voru rædd. Borgarstjórinn__________ dregst aftur úr_________ Borgarstjórinn í Reykjavík hefur fram að þessu haft sömu launakjör og forsætis- ráðherra. Á síðustu árum hef- ur það hins vegar gerst að bæjarstjórar í nágranna- byggðum og jafnvel víðar á landinu hafa hækkað í laun- um. Eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnanr í vor þurftu sjálf- stæðismenn í Kópavogi að greiða hátt verð, í bókstaf- legri merkingu orðanna, fyr- ir stuðning Framsóknar- flokksins. Sigurður Geirdal fékk bæjarstjórastöðuna og umtalsverða launahækkun miðað við fyrri bæjarstjóra. Hann mun nú hæst launaður bæjarstjóri á landinu með hátt á fimmta hundrað þús- und krónur á mánuði. Borg- arstjórinn í Reykjavík er ná- lægt 100 þúsundum lægri og kannski ekki von að það falli í góðan jarðveg innan meiri- hlutans í Reykjavík. Einnig innan minnihlutans virðist viss skilningur fyrir hendi gagnvart launakröfum sjálfstæðismanna fyrir hönd borgarstjórans. Almennt virðist því ekki mótmælt að borgarstjórinn í Reykjavík eigi a.m.k. að vera jafnvel launaður og best gerist í öðr- um sveitarfélögum. Sumum þætti þó eðlilegra að farin væri „niðurfærsluleið" ef jafna ætti kjör bæjarstjóra. Hid fullkomna____________ „plott"__________________ Sem pólitískt ,,plott“ má vera að sumum þyki fag- mannlega staðið að hernað- aráætlun sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fyrst var minni- hlutafulltrúunum tilkynnt að í stað fullra mánaðarlauna fyrir setu í borgarráði, yrði áheyrnarfulltrúum framvegis greitt fyrir hvern fund. Þetta þýðir launalækkun úr um 75 þúsund krónum niður í 15—20 þúsund á mánuði og snertir 4 af 5 fulltrúum minni- hlutans einhvern tíma á kjör- tímabilinu. Við þetta bættust svo hótanir meirihlutans um að engum nema kjörnum borgarfulltrúum verði heim- ilt að taka sæti í borgarráði sem varamenn og jafnvel að áheyrnarfulltrúum verði hreinlega fækkað sem þýðir að ekki fengju allir minni- hlutaflokkarnir aðgang að borgarráði. Næsta skref í hernaðar- áætluninni var síðan að láta berast óformleg boð um að ef minnihlutinn fallist á þær hækkanir sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, þá sé hugsanlegt að falla frá áform- uðum breytingum varðandi áheyrnarfulltrúa og laun þeirra. Sjálfur sagði borgar- stjórinn í samtali við Alþýðu- blaðið að laun sín væru auka- atriði í þessu máii. Úr herbúð- um minnihlutans hef ég heyrt allt aðra sögu. Það mun sönnu næst að laun borgar- stjórans séu hreint ekkert aukaatriði, hvort heldur sú krafa er komin frá félögum hans í borgarstjórnarmeiri- hlutanum eða honum sjálf- um. Stillt upp við vegg Óneitanlega er fulltrúum minnihlutans stillt upp við vegg. Það er meira að segja gert afar persónulega. Láti þau launalækkunina ganga yfir sig, þýðir það að þeim er gert ókleift að sinna borgar- málum sem starfi nema að litlum hluta. Þetta telja sumir viðmælendur beinlínis at- lögu að lýðræðislegum vinnubrögðum í borgar- stjórninni og segja jafnframt að sjálfstæðismenn hafi ekk- ert á móti því þótt minna heyrist frá minnihlutanum, ef fólk þar á bæ þurfi að vinna fyrir sér annars staðar. Vafalaust reiknuðu sjálf- stæðismenn þó með að minnihlutafulltrúarnir myndu láta kúgast. Hitt virð- ist þeim alveg hafa yfirsést að e.t.v. hefði ekki þurft að beita svona þaulhugsuðu „plotti" til að ná samþykki minnihlut- ans. Nú virðist það hins vegar standa mjög í fulltrúum and- stöðuflokkanna að sam- þykkja þetta, einmitt vegna aðferðarinnar sem beitt var. Það mætti kannski segja að hinn hæfileikaríki leikari, Davíð Oddsson, hafi gert sig sekan um að ofleika gróflega. Áhrif þ|ódarsáHar Þjóðarsáttin sem í gildi er og meira að segja lögboðin, gerir mönnum líka erfiðara fyrir og gildir það bæði um meiri- og minnihluta. Þetta er að hluta til ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn leggja svo ríka áherslu á að fá minni- hlutann með sér, eða tryggja a.m.k. hlutleysi hans. Borgarstjórnarfulltrúar í Reykjavík eru hæst launaðir allra sveitarstjórnarmanna í landinu. Launin ákvarðast sem hlutfall af þingfararkaupi og virðist gert ráð fyrir að a.m.k. einhverjir borgarfull- trúar geti lifað af launum sín- um fyrir þessi störf. Þetta er þó afar misjafnt ogákvarðast að stórum hluta af „bitling- um.“ Því fer fjarri að launin fyrir setu í borgarstjórn dugi til framfæris fjölskyldu. Þau eru um 50 þúsund. Launin snarhækka liins vegar ef borgarstjórnarfulltrúinn kemst í borgarráð. Fyrir það borgast nefnilega um 75 þús- und. Seta í fleiri nefndum get- ur svo gert viðkomandi að hálaunamanni. Fyrir nokkru var hér í fréttaskýringu gert að um- talsefni, hvernig sveitarfélög- in í landinu launuðu kosna stjórnendur sína. I ljós kom að tvenns konar viðhorf eru ríkjandi. Annars vegar eru þess víða dæmi á lands- byggðinni að litið sé á þessi störf sem einhvers konar þegnskylduvinnu og þau séu ólaunuð eöa því sem næst. Þannig má nefna Neskaup- stað sem dæmi, en þar má e.t.v. áætla að sá bæjarfulltrúi sem sæti eigi í flestum nefnd- um kunni að komast upp í 10 þúsund á mánuði. Á suðvesturhorninu og sumsstaðar í stærri þéttbýlis- kjörnum ryður það sjónar- mið sér til rúms að kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnum eigi að geta varið a.m.k. talsverð- um hluta starfsdagsins til að sinna málefnum samborgar- anna. ValdahluHöH í___________ ésamrœmi vid____________ kosningaúrslit__________ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórari kosningasigur í borg- arstjórnarkosningum í Reykjavík í vor, fékk yfir 60% atkvæða. Kosningareglur og lieppni urðu þess svo vald- andi að heita má að meiri- hlutaaðstaða flokksins í flest- um nefndum og ráðum borg- arinnar samsvari því að hann hefði fengið um 80% at- kvæða. Þannig hefur flokkur- inn fjóra af fimm fulltrúum í borgarráði og sömu sögu er að segja um meirihluta nefnda á vegum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru laun fyrir setu í borgarstjórn nú 48.425 krónur á mánuði. Fyr- ir setu í borgarráði greiðast hins vegar 72.638 krónur á mánuði. Við þetta bætist raunar þóknun vegna ferða- kostnaðar, 3.600 og 4.500 krónur. Alltítt er að borgar- fulltrúar sitji líka í nefndum á vegum borgarinnar. Fyrir nefndasetu eru til þrír taxtar. Laun nefndarmanna í Bygg- inganefnd, Félagsmálaráði, Skipulagsnefnd, Skólamála- ráði og stjórn Innkaupastofn- unar borgarinnar eru nú 21.068 krónur á mánuði. Nokkru lægri laun, eða 15.041 króna á mánuði, greiðast fyrir nefndarstörf í Barnaverndarnefnd, Hafnar- stjórn, íþrótta- og tómstunda- ráði, stjórnum Dagvista, sjúkrastofnana og veitustofn- ana og umhverfismálaráði. Loks er svo þriðji flokkurinn sem í eru Atvinnumálanefnd, Bygginganefnd aldraðra, Menningarmálanefnd, stjórn SVR og umferðarnefnd. Full- trúar í þessum nefndum fá 9.024 krónur á mánuði. Margir fullsaemdir Fari svo að laun nefnafor- manna verði hækkuð þannig að formennskuálagið fari upp í 50%, þýðirþað um 25% hækkun launanna. Fyrir þá sjálfstæðismenn sem gegna formennsku í fleiri en einni nefnd getur þetta þýtt tals- verða búbót. Verði laun borg- arstjórans hækkuð með því að honum verði framvegis greidd laun fyrir setu í borg- arstjórn og borgarráði, auk 50% álags á borgarráðslaun- in fyrir að gegna þar for- mennsku, þýðir það launa- hækkun upp á meira en 150 þúsund á mánuði. Ymsir meðlimir þessa þjóðfélags þættust áreiðanlega góðir ef heildarlaun þeirra næmu þessari launahækkun einni sama.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.