Alþýðublaðið - 01.09.1990, Side 12

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Side 12
• ••• •••• • • •••••• ••• •••• • •• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • AMMAN Javier Perez de Cuellar, aöalritari Sameinuðu þjóðanna, hitti Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks.tvisvar til þess að kanna hvort irakar vilji ganga að kröfu Samein- uðu þjóðanna um að þeir hafi sig á brott frá Kúvæt og sleppi erlendum gíslum. Ekki var vitað hver niðurstaðan varð. Leiðtogar arabaríkjanna sem funda í Kairó krefjast þess að Saddam Hussein taki her sinn frá Kúvæt og borgi stríðsskaðabætur til þess að leysa Persaflóadeiluna. írakar og bandamenn þeirra mættu ekki til fundarins. LONDON: Margaret ff. jÆummmmmmmmÉm Thateher. forsætisráðherra * Bretlands. hafnaði friðar- lausn Husseins Jórdaníu- kommgs eftir að liafa ráð- fært sig við Bush Banda- jm ríkjaforseta. Að siigu emb- a'ttismaima greinir lliatc- lier og llussein verulega á um orsakir Persaflóadeil- unnar og um ieiðir til þess að leysa hana. LONDON ! írösk yfirvöld segja að engar konur né börn séu notuð sem skildir ástöðum sem þykja líkleg skotmörk hugsanlegra árása. í Baghdad var því neitað að írakar krefðust þess að þegnar landsins sem eru í farbanni i Bret- landi og Frakklandi fái að fara heim til íraks í stað vestrænu gíslanna sem lofað var að fara heim. WASHINGTON: George Bush Bandaríkjaforseti hvatti alla bandamenn sína að taka þátt í kostnaðinum við hern- aðaruppbyggingu Bandaríkjanna við Persaflóa. Þetta kom fram eftir að bandarískur öldungaideildaþingmaður lýsti yfir áhyggjum sínum af kostnaðinum sem vera hersins á Persaflóasvæðinu hefur í för með sér. Bush hringdi í leið- toga Saúdí-Arabíu, Bretlands og Frakklands til þess að ræða þessi mál, að sögn talsmanns Hvíta hússins. DHAHRAN, (Saúdí-Arabíu): Norman Schwarzkopf, yfirmaður í bandaríska hernum, sagði að írakar þyrftu að borga dýru verði gerðu þeir árás á Saúdí-Arabíu. TELAVIV: Jórdanskar flugvélar fljúga yfir Saúdí-Arabíu til þess að njósna um hernaðaruppbyggingu araba og Vest- urlanda fyrir íraka, að sögn ísraelska hersins. DURBAN, (S-Afríku); Forysta s-afríska Þjóðarflokksins hefur ákveðið að veita svörtum inngöngu í flokkinn og biðja félaga um aðfagna breytingunum, að sögn de Klerks forseta. A-BERLIN:a- ogV-Þýska- ^ JBL I land ruddu mikilli hindrun w’ úr vegi í átt til sameiningar ~ með þvi að samþvkkja sátt- [ mála þess eíliis að sameina BlfíVj stjórmnála- og dómskerfi ríkjaima. Þessi sáttmáli hef- I ur verið mjög umdeildur. KflKjH Rikin sameinast 3. október. BBfeÍSwRBflBBBBHBÍ SEOUL: Yfirvöld í Seoul ætla að láta fjarlægja allan and-kommúnískan áróður af strætum borgarinnar til að forðast að móðga þingmenn N-Kóreu, sem koma í opin- bera heimsókn til borgarinnar í næstu viku. VARSJA: Þrír verkamenn létust af völdum sjóðheitrar tjöru þegar tankur sem innihélt 40 tonn af tjöru sprakk í loft upp í efnaverksmiðju, að sögn pólsku fréttastofunnar. ZURICH: Svissneskur gimsteinasali, sem hataði banka, bauð fjórum bankastarfsmönnum á veitingastað í Zúrich þar sem hann dró upp byssu og skaut þá með þeim afleið- ingum að þrír þeirra særðust og einn lést. Að loknum verknaðinum framdi gimsteinasalinn sjálfsmorð og seinna fundu lögreglumenn lík konu hans og tveggja barna. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson Frá v-þýska þinginu. Sameining þýsku ríkjanna: Sáttmálinn undirritaður Austur- og Vestur-Þjóð- verjar undirrituðu í gær sáttmála um sameiningu ríkjanna 3.október nk. og markar hann tímamót í sögunni. Það voru innanríkisráð- herra V-Þýskalands, Wolf- gang Scháuble, og a-þýski ut- anríkisráðherrann, Gúnther Krause, sem undirrituðu loks nöfn sín á sáttmálann, sem er einar þúsund blaðsíður, eftir margra mánaða samninga- þóf. Aður höfðu ríkistjórnirnar í Bonn og A-Berlín lagt bless- un sína yfir samninginn, sem tryggir sameiningu þýsku ríkjanna aðeins ári eftir hrun Berlínarmúrsins og fall kommúnistastjórnarinnar í austri. Við þetta tækifæri sagði Lothar de Maiziére, forsætis- ráðherra A-Þýskalands, að þetta væri eitt merkilegasta skjal i sögu Þýskalands frá stríðsárunum. Þetta er annar meiri háttar sáttmálinn sem bindur þýsku ríkin saman. Sá fyrri, sem undirritaður var í maí sl., sameinaði efnahagstefnur landsins sem nú hefur einn gjaldmiðil, þýska markið, eða „deutschmark". Sáttmálinn sem undirritaður var í gær sameinar stjórnmála- og lagakerfi ríkjanna. Erfiðlega hefur gengið að koma hon- um saman. Deilur milli flokka Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna í austri og vestri neyddu samningsaðila næstum til að falla frá samn- ingnum. í Austur-Berlín 19 ítalskar konur og börn komu til Jórdaníu frá Irak í gær og eru þau á meðal fyrstu vestrænu gíslanna sem fengið hafa að fara frá landinu frá því að Saddam Hussein Iraks- forseti Iofaði að veita kon- um og börnum faraleyfi frá írak, að sögn utanríkis- ráðuneytisins þar í landi. Ekki var minnst á hvernig fólkið komst til Jórdaníu. Skandinavíska flugfélagið, SAS, hefur sent vélar áleiðis til lstanbul í Tyrklandi en þar munu þær bíða eftir lending- arleyfi í Baghdad. Fjöldi sænskra kvenna og barna fékk vegabréfsáritanir í gær og talsmaður sænska utan- ríkisráðuneytisins er bjart- sýnn á að hægt verði að flytja fólkiö heim í dag, laugardag. Aætlað er að flytja alla þá Norðurlandabúa sem fengið gengu jafnaðarmenn út úr stjórninni, sem er undir for- ystu Kristilegra demókrata, vegna deilna um nákvæmis- atriði og tímasetningu sam- hafa fararleyfi en ekki er vit- að hversu margir frá hverju Norðurlandanna geta kom- ist með vélunum í dag. Vitað er um 50 sænskar konur og börn sem ákveðið hafa að vera eftir í Irak. Sjónvarpsstöðin CNN sagði i gær aðyfirvöld í Irak heimt- uðu að Irakar í Bretlandi og Frakklandi fengju að snúa heim til íraks í stað gísla sem Hussein hafði lofað fararleyfi. Fréttin var höfð eftir Naji al-Hadithi, upplýsingaráð- herra Iraks. Hann sagði einn- ig að fólkið gæti eingöngu farið úr landi í íröskum flug- vélum. írakar hafa hins vegar neitað að hafa sett þessi skil- yrði fyrir lausn gíslanna. Þeir sögðust vera að vinna að því að koma þeim irökum, sem bannað er að fara frá Bret- landi og Frakklandi, heim en bættu við að það væri ekki einingarinnar. I V-Þýskalandi munaði litlu að ekki tækist að tryggja % meirihluta þingsins til þess að sáttmálinn yröi samþykktur. skilyrði fyrir því að vestræn- ar konur og börn fengju að fara frá írak. Talsmaður uppreisnar- manna Kúrda í írak sagði í gær að Bretar, Bandaríkja- menn, og aðrir vestrænir gísl- ar væru notaðir sem skildir gegn hugsanlegri árás á þrjú uppistöðulón og herflugvöll i norðurhluta íraks. Að hans sögn eru lónin í Eski Mosul, Dokan og Derban Dikhan en herflugvöllurinn í Kirkuk. Hann sagði ennfremur að konur og börn hefðu verið meðal gíslana en vissi ekki hvort þau væru þar enn. Irösk yfirvöld hafa neitað því að konur og börn væru notuð sem skildir á stöðum sem þykja líkleg skotmörk. Upp- lýsingaráðherrann, al-Hadit- hi, sagðist ekki vita hvort bú- ið væri að flytja allar konurn- ar og börnin til Baghdad. Konur og börn fara frá írak: Flutningar hafnir S-afríski Þjóöarflokkurinn: Svartir fái inngöngu Forysta s-afríska Þjódar- flokksins hefur ákveðið að opna flokkinn fyrir blökkumönnum og bað meðlimi um að styðja til- löguna. F.W. de Klerk, forseti S-Afr- íku og leiðtogi Þjóðarflokks- ins, sagði að kynþáttahatur og kynþáttamismunun væri liðin tíð í S-Afríku. Þjóðarflokkurinn komst til valda árið 1948 og hafði það að markmiði sínu að skilja í sundur svarta og hvíta og er þessi stefna þekkt undir nafn- inu „aðskilnaðarstefnan" eða „apartheid". Hingað til hafa félagar Þjóðarflokksins ein- göngu verið hvítir. De Klerk sagði að með þessari ákvörð- un væri stigið stórt skref í átt að „nýrri S-Afríku“. Það var de Klerk sem bar upp tillög- una á fundi með forystu- mönnum flokksins og var hún samþykkt samhljóða. Fastlega er gert ráð fyrir að hún verði samþykkt af flokks- mönnum en líklega mun það taka u.þ.b. ár að framkvæma breytingarnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.