Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. sept. 1990 5 ÍþróHafélag i sviðsljósi ÞROTTUR ER A RÉTTRILEIÐ Það er bæðí ánægjulegt og fróðlegt að líta yfir af- mælisblöð, sem Knattspyrnufélagið Þróttur hefur gefið út á rúmlega 41 árs ferli sinum. Dugnaður og samheldni félaganna er til fyrirmyndar. Félagslifið er og hefur verið gott, en slikt er aðalsmerki hvers góðs félagsskapar. Forsagan Forsaga Þróttar er á margan hátt svipuð og hjá gömlu stóru knatt- spyrnufélögunum, KR, Fram, Vík- ingi og Val. Drengjafélög voru mynduð á þriðja og fjórða ára- tugnum og knattspyrnuáhuginn var mikill, en vettvangur Þróttar var á Grímsstaðaholtinu og í Skerjafirði. Farið var í keppnis- ferðir m.a. til Keflavíkur, segir Eyj- ólfur Jónsson sundkappi og einn af frumherjum félagsins í grein í 5 ára afmælisblaði Þróttar. Þegar slíkt gerðist sameinuðust þessi fé- lög og kölluðu lið sitt „Knatt- spyrnufélagið Þrótt“. Um félags- stofnun var þó ekki að ræða, held- ur var Þróttarnafnið eins konar einingartákn Grímsstaðaholts og Skerjafjarðar. Þróttur stofnaður________ 5. ágúst 1949 bæði unnið Reykjavíkur- og ís- landsmeistaratitla. Agætur árangur — en jafnframt sorgarsaga i handbolta Önnur helsta íþróttagrein Þrótt- ar var handknattleikur og þar var starfað af miklum krafti og dugn- aði um áraþil og oft náðist glæsi- legur árangur í leikjum og mótum. Hæst bar árangur handknattleiks- manna félagsins 1981, en þá var Þróttur bikarmeistari í karlaflokki og hlaut silfurverðlaun í 1. deild. Bikarmeistararnir tóku þátt í Evr- ópukeppni 1982 og komust í und- anúrslit. A sjötta áratugnum skein afrekssól Þróttar hátt í handknatt- leik kvenna og stúlkurnar unnu nær allt eða urðu Islandsmeistarar í meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Fyrir örfáum árum gerðist það ótrúlega, handknattleiksdeild félagsins lognaðist út af. Vonandi tekst Þrótturum að hefja þessa vinsælu íþróttagrein aftur til vegs og virðingar innan félagsins. Frábær afrek i blaki Það leikur ekki á tveim tungum, að í blakíþróttinni hefur Þróttur náð lengst og á 16 ára ferli blak- deildarinnar hefur félagið unnið nær óteljandi titla og sigra, eða á annað hundrað titla, sem er ótrú- legt afrek. I meistaraflokki karla varð Þróttur t.d. íslandsmeistari 7 ár í röð. Félagið hefur unnið meist- aratitla öll árin, sem það hefur lagt stund á þessa íþrótt. Nýjasta greinin er tennis Ein íþróttagrein er það enn sem Þróttarar leggja stund á og á vax- andi vinsældum að fagna, en það er tennis, sem er geysivinsæl um allan heim. Hér á fslandi hefur tennisíþróttin aldrei náð verulegri fótfestu, en nú er að verða breyt- ing á og þar á Þróttur stóran hlut aö máli. Félagsmenn hafa þegar unnið góða sigra og framtríðin er björt. Úr Grimsstadaholtinu i Sæviðarsund Eins og áður hefur komið fram í þessu greinarkorni var upphaf þessa ágæta félags á Grímsstaða- holti og í Skerjafirði og var það fyrstu áratugina. En árið 1969 verða þáttaskil í sögu Þróttar, er starfsemin flutti inn við Sund, nán- ar tiltekið Sæviðarsund. Þar er nú risið félagsheimili, knattspyrnu- vellir og tennisvellir. Framtíðar- von er gervigrasvöllur við hlið grasvallarins. Forystumenn Þrótt- ar eru bjartsýnir á framtíð félags- ins og ekki er að efa, að vonir þeirra um að gera félagið að stór- veldi í íslensku íþróttalífi munu rætast. Sundafrek Eyjólfs Ekki er hægt mað segja frá Þrótti án þess að nefna hin frá- bæru afrek Eyjólfs Jónssonar í þol- sundi. Það merkilega við hin miklu afrek Eyjólfs er að hann átti við heilsuleysi að stríða í æsku, en yfirvann það og varð einn mesti afreksmaður Islands í einni erfið- ustu grein íþrótta, sem er þolsund í sjó. Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR Stofnað: 5. ágúst 1949 Formaður: Tryggvi E. Geirsson íþróttagreinar á stefnuskrá: Knattspyrna, blak, tennis og handknattleikur Örn Eiðsson skrifar Loks kom að því að stofnun íþróttafélags var auglýst í yerslun- um á Grímsstaðaholtinu og skyldi stofnfundurinn fara fram 5. ágúst 1949. Alls mættu 37 á fundinum og allir voru sammála um að félág ið skyldi bera nafnið Þróttur. SunV ir vildu kalla félagið íþróttafélagið Þróttur, en Knattspyrnufélagið Þróttur var Scimþykkt einróma Stofnun félagsins var stórtíðindi en þá hafði ekki verið stofnað knattspyrnufélag í Reykjavik i tæp 40 ár. Þetta var dálítið merkilegt þar sem íbúafjöldi Reykjavíkur var aðeins 12.239 árið 1911 en 54.707 árið 1949. Félagið hefur frá upp hafi starfað af miklum þrótti og bjartsýni og styrk sinn fyrstu árin átti Þróttur ekki síst að þakka upp runa sínum á Grímsstaðaholti og Skerjafirði. Lítum aðeins yfir feril félagsins og þátttöku þess í íþrótta- lífinu, en í 2. grein félagslaganna segir, að markmið þess sé að efla og iðka knattspyrnu, handknatt- leik og aðrar íþróttir. Knattspyrnan er aðalgreinin Knattspyrnan er og hefur verið höfuðíþróttagrein Þróttar og fé- lagið hefur tekið þátt í nær öllum knattspyrnumótum hér á landi frá stofnun. Það hefur gengið á ýmsu í leikjum Þróttar. Þó að félagið hafi aldrei unnið æðstu titla knatt spyrnunnar, þ.a íslandsmeistara titilinn í 1. deild eða bikarmeist aratitilinn, hefur oft náðst góður árangur. Þróttarar unnu t.d Reykjavíkurmeistaratitil 1966 og oft hefur félagið leikið í 1. deild með góðum árangri, en samt varð það hlutskipti félagsins að sveifl ast milli deilda. Lyngri flokkunum hefur gengið mjög vel og fjölmargir góðir sigrar unnist. Allmargir Þróttarar hafa klæðst landsliðspeysunni, bæði : A-liði og landsliði yngri leik- manna. I dag er bjart yfir knatt spyrnunni hjá Þrótti, meistara flokkur leikur í 3. deild, en hefur tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Fé- lagið hefur yfirburði í deildinni Ekki má gleyma innanhússknatt spyrnunni, en þar hafa Þróttarar BILASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR Leiga og gjöld vegna bílastæða Frá 1. september 1990 verða gjöldin þessi: Kf. Tímagjald í stöðumæla .......................... 50 Tímagjald í bílastæðahús, fyrsta klst........... 30 Tímagjald í bílastæðahús, síðar................. 50 Tímagjald í Bakkastæði, fyrsta klst............. 30 Tímagjald í Bakkastæði síðar.................... 50 Tímagjald í Tollbrú, heill dagur............... 200 Tímagjald í Tollbrú, hálfur dagur.............. 100 Mánaðargjald Bakkastæðis .....................4.500 Mánaðargjald Bakkastæðis, hálfan daginn.......3.000 Mánaðargjald Kolaport ....................... 5.500 Mánaðargjald Kolaport, hálfan daginn..........3.000 Mánaðargjald Vesturgata 7 ................... 5.500 Mánaðargjald Bergstaðir ......................5.500 Aukaaðstöðugjöld............................... 500 Aukaaðstöðugjöld innan 3ja daga ............... 300 Stöðubrotagjald ..............................1.000 Stöðubrotagjald innan 3ja daga................. 600 Gatnamálastjórinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.