Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 1. sept. 1990 Mitterrand Frakklandsforsetí þykir mjög myndrænn þjóðarleiðtogi, leikrænn í svip og tilþrifum. Þarna er hann á blaðamannafundinum þegar hann tilkynnti opinberlega að Frakkar hygðust veita íslencfingum stuðning í gerð sérsamninga við Evrópubandalagið. A-myndir: Kristín Bogadóttir. Frönsku blaðamennirnir frá Mitterrand-heimsókninni: Fóru ánægðir heim Stórmenn heimsveldanna hafa komið til íslands i heimsóknir i sumar. Elisabet Englandsdrottning kom hingað fyrr i sumar ásamt eiginmanni sinum Filipp- usi, prinsi af Edinborg, og nú á fimmtudag lauk heimsókn Mitterrands Frakklandsforseta og fylgd- arliðs hans. í þeim hópi var mest áberandi, utan Mitterrands sjjálfs, hinn vinsæli menningarmála- ráðherra Frcdcka, Jack Lange, sem gerði hér nokkra menningarsamninga við íslendinga. EFTIR: GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR Jack Lange, hinn vinsæli menningarmálaráðherra Frakka, virðir fyrir sér útsýnið á Lauganesinu frá Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar, þar sem honum var boðið upp á list og harðfisk að íslenskum hætti. Sumir telja þessa ferð með ár- angursríkari opinberum heim- sóknum hingað til lands. Það hafi verið skipst á loforðum og samn- ingum sem þegar eru orðin áþreif- anleg að hluta. En oft hafa verið gefin fögur fyrirheit í svona heim- sóknum sem sjálfagt skila sér en án þess þó að það gerist í eins stór- um stökkum og nú. T.d. kom mörgum það í opna skjöldu er Mitterrand og hans þjóð ætlaði að standa með íslendingum í gerð sérsamninga við Evrópubanda- lagið vegna sérstöðu íslendinga. Fleiri en fylgdu___________ drottningu_________________ Fjöldi fréttamanna fylgir ávallt svona heimsókn. Að ekki sé talað um fylgdarlið forsetans sem einn- ig var fjölmennt. Með í för nú voru 40 erlendir fréttamenn sem eru töluvert fleiri fréttamann en fylgdu drottningunni en þeir voru um 15 talsins. Umfjöllunin um þá heim- sókn var ekki mikil enda stóð heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu yfir. Strax að lokinni hinni opinberu heimsókn Frakklandsforseta, að kvöldi miðvikudagsins, fór um helmingur fréttamannanna heim. Er það m.a. því að kenna að fá hót- elpláss voru laus hér á landi og þurfti meginþorri fréttamannanna að búa á Hótel Örk í Hveragerði. Þeir fréttamenn sem eftir voru fylgdu honum í einkaheimsókn hans á Gullfoss, Geysi og Þingvelli þar sem hann skoðaði sig um og snæddi hádegisverð i boði forsæt- isráðherrahjónanna. 'Að sögn Guðna Bragasonar sendirráðsritara, sem sá um skipu- lagningu fyrir fjölmiðlafólkið, þykja fjörutíu fréttamenn eðlileg- ur fjöldi í heimsókn sem þessari. Fyrir þá þurfti sem endranær að skipuleggja dagskrá sem gengur alveg samhliða dagskrá gestanna. Það þarf að skipuleggja ferðir út í ystu æsar og reynt er að hafa þá á sem flestum stöðum þar sem eitthvað er að gerast. Gestirnir staldra yfirleitt stutt við á hverjum stað og keyra hratt á milli. Því er það ekki alltaf gerlegt að allir fréttamenn geti verið þar sem þjóöhöfðingjarnir eru. Dæmi um það er þegar Mitterrand fór frá Geysi yfir á Þingvelli með þyrlu. Þá þurfti að hafa þann háttinn á að skipta upp fréttaliðinu, þeir sem tóku myndir og fylgdust með þeg- ar Mitterrand skoðaði Árnastofn- un fylgdu honum til Þingvalla því forsetinn fór beint frá Árnastofnun að skoða Gullfoss. Þeir fréttamenn sem vildu fylgjast með viðkomu forsetans við Gullfoss og Geysi komust ekki til Þingvalla, því eins og áður segir fór hann með þyrlu Frítt föruneyti fylgir venjulega þjóðarleiðtogunum frá stóru löndunum. Ef rignir þá eru regnhlífaberar ekki langt undan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.