Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. sept. 1990 9 Halla Margrét Arnadóttir, söngkonan góða sem eitt sinn söng á Júróvisjón, í góðum félags- i sig rúlluheyi sem gefið var á almenninginn. skap í Landréttum. í baksýn er hluti reiöskjótanna 150 sem báru mannskapinn. Hrossin úða HESTURINN, HUNDUR■ INN OG LOPAPEYSAN Aldrei hefur annar eins fjöldi fólks riðið um landið og í sumar, íslenskt fólk og út- lenskt. Ber þar margt til. Landsmót hestamanna var haldið í Skagafirði og sóttu það á fjórða þúsund útlendingar, sem margir fengu þá lífs- drauminn uppfylltan, að kom- ast á hestum um landið fagra í norðri, þar sem fjörhestarnir alast upp. Þá er einnig í síauknum mæli skipulega stefnt hingað hópum af útlendingum, til þess eins að kom- ast hér á bak. Eru þetta venjuiega eigendur íslenskra hesta, sem koma hingað í skipulögðum ferð- um ár eftir ár ogtískan hjá þeim er hesturinn, hundurinn — og lopa- peysan! Allt frá íslandi, ásamt öll- um þeim bókmenntum sem fást héðan af Fróni á tungumáli við- komandi. Þá á hestamennska síauknum vinsældum að fagna hér á landi, enda vart til sambærilegur unaður og sá að líða um fegurstu náttúru veraldar á fljúgandi viljugum gæð- ingi í hópi kátra félaga. Það tíðkast æ meira að kvóta- tepptir bændur finna sér lífsaf- komu aftur í þarfasta þjóninum og bjóða þéttbýlingumupp á reiðtúra um landareignir sínar eða um hér- aðið. Jafnast ekkert á við það að ferðast með heimamönnum á hestbaki, þar sem gömlu reiðleið- irnar eru farnar, hvergi nálægt vegum eða skarkala annarrar um- ferðar, heldur um grasi gróna hvamma, lækjarliakka og heiðar- brúnir, þar sem vítt sér til allra vega. Meðfylgjandi myndir eru ein- mitt teknar í svona heimatúr, þeg- ar Hestamannafélagið Geysir í Rangárþingi efndi til hópreiðar í Landréttir við Rangá. Réttirnar eru núna aflagðar vegna Heklu- goss, en voru í gamla daga þjóðhá- tíðarvettvangur sveitanna milli Þjórsár og Rangár. Var þá réttað á daginn og dansað á nóttunni og eitt vorið gátu Iworki færri né fleiri en átján börn rakið uppruna sinn til Landrétta! -GTK- Tjaldið sett upp idilk Rangvellinga. Nútima hústjöld eru svo flókin i uppsetningu aö það þarf átta fíleflda Landeyinga til þess að koma þaki yfir höfuðið. Búið að tjalda og byrjað að grilla. Söngurinn ómar svo undir tekur i Heklu og blandast Ijúfum kliðnum i undurfagurri bergvatnsámi Rangá, sem umlykur Réttarnesið Takið eftir hleðslunni á réttunum, sem eru listasmíð, arfleifð frá landnámsöld. A-myndir: GTK.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.