Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. sept. 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN FYRIRTÆKIN HRESSAST: Stöðugt berast fréttir af hálfsársuppgjörum fyrirtækja, — og jsað góðar fréttir. Þannig hefur óheillaþróun hjá Sambandi ísl. samvinnufé- laga verið snúið við og fyrri hluta ársins varð hagnaður hjá þeim á Kirkjusandi upp á 125 milljónir króna. Þá hefur Eimskip tilkynnt hagnað upp á 257 milljónir króna fyrri hluta þessa árs, — meginhluti þess hagnaðar stafar af sölu- hagnaði eigna, eða 220 milljónir. Og þá má skjóta því inn að Ríkisskip sem nú fagnar 60 ára afmæli, hagnaðist um 70 milljónir krónaí fyrra, sem er óvenjulegt þar um slóðir. TÓNLISTARHÚS MUN RÍSA! Svona á það að líta út, Tónlistarhúsið í Reykjavík, sem standa mun á þeim stað þar sem sirkusinn er um þessar mundir. Nú eru gallharðir tónlistarvinir byrjaðir að safna á nýjan leik, og ætla sér að fínkemba landið og miðin — og allt til Vesturheims þar sem þeir leita stuðnings í Islendingabyggðum. Tónlistarhús mun rísa, er nú sagt, og það á að vera risið 1994 þegar ís- lendingar minnast 50 ára afmælis lýðveldis. EITURHÖRÐ SAMKEPPNI: Eimskipafélagið og Skipadeild Sambandsins berjast hatrammri baráttu eftir því best verður séð. Eimskip mun hafa keypt eða yfirtekið fyrrverandi umboðsfyrirtæki Sambandsins í Vestmanna- eyjum þannig að skiptavarð um umboðsaðila. Sambandið hefur fengið fyrirtækið Gunnar Olafsson & Co. í Eyjum til að annast þjónustuna. „Þrátt fyrir hin óvenjulegu við- brögð samkeppnisaðila okkar við aukinni markaðshlut- deild Skipadeildar munum við áfram auka flutningsþjón- ustuna við Vestmannaeyjar", segja þeir Sambandsmenn galvaskir. ÁTTA UNGAR K0NUR SÝNA: Fremur óvenjuleg sýning verður opnuð í dag í Hafnarborgí Hafnarfirði. Þar sýna átta textíllistakonur verk sín. Þær eru Björk Magn- úsdóttir, Fjóla Kristín Árnadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristrún Ág- ústsdóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir. Á sýningunni getur að líta fjölbreytta textíllist. Sex kvennanna eiga sam- an vinnustofu í Garðabæ, sem heitir því frumlega nafni 4 grænar og 1 svört í sófa, — aðrartvær reka eigin vinnu- stofur. í kaffistofu Hafnarborgar sýnir níunda konan, Anna Leós. Sýningin er tileinkuð látinni vinkonu, Ólafíu Guðrúnu Jónsdóttur, Lóu, sem var mikil baráttukona fyrir alheimsfriði. K0MIÐ í VEG FYRIR TVÍSKÖnUN: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og frú Edwige Avice, aðstoðarutanríkisráðherra Frakka, undirrituðu í fyrradag tvísköttunarsamning ríkjanna. Með því er komið í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki verði skattlögð í báðum lönd- unum. Myndin er frá undirskriftinni. Karl Steinar um staðsetningu nýs álvers GETUR ORÐIÐ STJÓRNAR- SLITAMÁL „Ég hef aldrei haldið því fram að það væri frá- gegnið mál hvar væntan- legt álver kemur til með að rísa. Hins vegar hef ég sagt það aðspurður að ég væri mjög bjart- sýnn á að því yrði valinn staður á Keilisnesi," sagði Karl Steinar Guðnason alþingismað- ur í samtali við Alþýðu- blaðið. ,,Ég ræð það af þeim fundum sem ég hef átt með fulltrúum álfyrirtækjanna þrátt fyrir að þeir hafi varist fimlega þegar spurt hefur verið um staðarval væri ákveðið. Ég tel að staðsetn- ing álverksmiðju á Keilis- nesi sé ótvírætt besti kost- urinn," sagði Karl Steinar ennfremur. Mikill taugatitringur vegna málsins hefur átt sér stað víða um land og ýmsar getgátur á sveimi. Almennt virðast menn hafa afskrifað að álverið fari út á land og hafa komið fram alls konar yfirlýsingar urn að aldrei hafi staði til að álver yrði staðsett á landsbyggðinni. Steingrímur J. Sigfússon hefur lýst því yfir að aldrei komi til greina að hann samþykki byggingu álvers á Reykjanesi. Um það sagði Karl Stein- ar að spurningin stæði um það hvort reist yrði álver hér eða ekki. „Það er óhugsandi að afgreiða mál á þann hátt að fyrir ofstæk- issakir verði komið í veg fyrir frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi." Hvort hér gæti orðið um stjórnar- slitamál að ræða sagði Karl Steinar: „Það getur orðið það. Ég vona þó að menn sjái að sér og átti sig á því að ef þeir koma í veg fyrir að hér rísi nýtt álver eru þeir að biðja um meira at- vinnuleysi í landinu og frekari stöðnun," sagði Karl Steinar Guðnason alþingis- maður. Lœknabladið um hjartaþelsbólgu: 30% tilfella rakin beint til tannaðgerða „Árlega greinast á Is- landi að meðaltali sjö til- felli hjartaþelsbólgu af völdum baktería, og á ár- unum 1976—1985 dóu 24 einstaklingar af völdum þessa sjúkdóms,“ segir í ágústhefti Læknablaðsins. Talið er að rekja megi 30% tilfella hjartþelsbólgu beint til tannaðgerða, segir ennfrem- ur í blaðinu. í könnun sem var gerð meðal tannlækna reyndust rúmlega helmingur þeirra hafa einhvern tímann á undangengum sex mánuð- um hafa notað sýklalyf í for- varnarskyni. Það er ljóst að tannaðgerð- ir geta leitt til hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum með skaddaðar hjartalokur, gervi- lokur og ákveðna hjartagalla. Af þessum ástæðum er talið brýnt að einstaklingar sem eiga á hættu að fá hjartaþels- bólgu haldi tönnum sínum og gómum í góðu lagi og taki sýklalyf fyrir tannaðgerðir. I Læknablaðinu er dregin sú ályktun að „óvissa tann- lækna um hvenær skuli gefa sýklalyf í framangreindum tilgangi bendir eindregið til þess að frekari fræðslu sé þörf. Auk þess mætti ætla að bréf frá hjartalækni til tann- læknis sjúklings (sem greind- ur hefur verið í áhættuhópi) yrði áhrifaríkt." 1 blaðinu kemur einnig fram að aðeins um 30% tann- lækna hér á landi fylgja þeim tilmælum sem gefin eru út um notkun sýklalyfja. Eins er bent á að í Skotlandi hafi notkun sýklalyfja hjá tann- læknum batnað til muna eftir að gefin voru út sérstök til- mæli þar að lútandi. Prínsinn tdmddi iíósmyndarann! Einar Ólason, Ijósmyndari blaðsins, morgunhani mikill, var mættur í býtið á Reykjavíkurflugvelli til að ferðast með þyrlu út á haf til móts við NÁTO-flotann. Ekki grunaði Einar að flugmaður þyrlunnar væri sjálfur Andrew prins af Bretlandi. A mynd- inni sjáum við Andrew prins klæða Einar í sómasamlegan búnað til að ferðast með þyrlunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.