Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 7
HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ1995 ALÞÝbUBLAÐIÐ 7 ó r n m á I Doktor Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, er höfundur bókarinnar Frá flokksrædi til per- sónustjórnmála - Fjórflokkarnir 1959 til 1991, sem nýverið kom út. í harðsoðnu samtali við Stefán Hrafn Hagalín ræðir Svanur meðal annars um bókina og greinir í grófum dráttum frá helstu niðurstöðum sínum. Einnig kemur fram að hann er að skrifa bók um nýafstaðnar alþingiskosningar sem áætlað er að komi út síðari hluta árs..., jólabókin í ár? DoktorSvanur Kristjánsson, pró- fessor í stjómmálafræði við félagsvfs- indadeild Háskóla íslands, hefur sent frá sér bókina Frú flokksrœði til per- sónustjómnwla - Fjórflokkamir 1959 til 1991. Útgefendur eru Félags- vísindastofnun Háskólans og Há- skólaútgáfan. í samtali við Stefún Hrnfn Hagalín ræðir Svanur um bók- ina og greinir í grófum dráttum frá helstu niðurstöðum sínum. „Þetta er mikil bók sem skiptist í fjóra kafla og fjallar um fjórflokkana. I fyrsta kaflanum em raktar fram- boðsaðferðir flokkanna og með hvaða hætti þingmenn hverfa af Al- þingi og nýir koma í staðinn og hvemig þeir hætta: livort þeir hætta sjálfviljugir eða em píndir til að hætta - hvort þeir féllu í prófkjömm eða kosningum. Ennfremur fjalla ég um bakgmnn þingmannanna: hvernig skólagöngu og starfsferli erháttað. Eg tek fyrir alla þingmenn sem á Alþingi sátu á ámnum 1959 til 1991. Ef við tökuni Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi þá skoða ég hvaða aðferðir hann hef- ur notað til að velja á framboðslista í hverju kjördæmi fyrir sig á þessu tímabili, hvort það hefur verið með uppstillingamefnd, prófkjöri og svo framvegis. Annar kafli nefnist Um- boð og vald og þar einbeiti ég mér að því til hverra stjómmálamennimir sækja sitt umboð. Þriðji kafli fjallar síðan um íjórflokkakerfið í heild og þar velti ég fyrir mér tengslum þess við samfélagið og nkisvaldið. Þeirri umfjöllun skipti ég niður í þijú tíma- bil: 1959 til 1967, umrótsskeiðið 1967 til 1971 og 1971 til 1991. í fjórða og síðasta kafla bókarinnar er sjónarhomið svo víkkað enn frekar. Þetta leiðir nefnilega hvert af öðm: þingmennimir, flokkamir, flokka- kerfið, ríkisvaldið, samfélagið og síð- asti kaflinn þar sem einkum er fjallað um tvennt: Annarsvegarem ísland og Bandaríkin borin saman mjög ítarlega - meðal annars vegna þess að Island er eina ríkið sem notar prófkjör tíl að velja frambjóðanda og þetta er gert í Bandaríkjunum sem ekki er þingræð- isríki - og ég lít þannig á stjómmála- flokkana í þessum tveimur löndum og ber saman. Hinsvegar fjalla ég í þess- um kafla um kenningar um lýðræði og hvort þessi þróun stjómmálaflokk- anna á íslandi hefur orðið til þess að styrkja stjómmálaflokkanna eða ekki.“ Og brástu þér ekki yfir Atlants- pollinn til rannsókna og þesshátt- ar? „Ég er náttúrlega upphaflega skólagenginn í Bandaríkjunum. En mestallt er þetta skrifað meðan ég var sem gestakennari við Rockefeller-há- skólann í Albany, höfuðborg New York-fylkis, árin 1991 til 1992. Síðan má nefna að ég átti rannsóknasam- starf við menn á Norðurlöndunum." Ef við lítum á kaflana útaf fyrir sig og byrjum á þcim fyrsta er fjall- ar um þingmcnnina sjálfa: hverjar eru helstu niðurstöður þínar þar? „Það em allskonar niðurstöður þama að finna, en það má segja að meginniðurstaðan sé sú, að þing- mennskan er orðin að sérhæfðara starfi en áður var og menn sinna varla öðm. Árið 1959 vom alþingismenn í öðmm störfum meðffam þing- mennskunni því hún var ekki fullt starf. Það sést nú tíl dæmis með því að líta á þann fjölda sem var á þingi, en gegndi jafnframt öðmm opinberum embættum. Þetta þróast þannig að 1959 em 29 þingmenn - eða 26,7% - sem vinna hjá hinu opinbera, en 1987 til 1991 kemur aðeins einn þingmað- ur úr þeim geira. Þingmenn koma einnig úr öðmm starfshópum en áður. 1959 vom 40% þingmanna úr ein- ungis fjómm hópum - sjö bændur, sex bæjar- og sveitarstjórar, sex for- ystumenn verkalýðshreyfinga og sex sýslumenn. Og ef maður lítur á kosn- ingamar 1991 þá em bændur eini hópurinn sem eftir er af þessum fjór- um fjölmennustu 1959.1 þessum efn- um hafa orðið gífurlega mikil um- skipti og sú staðreynd stakk einna mest í augun. Sýslumenn. kaupfé- lagsstjórar, forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni, útgerðarmenn og bæj- ar- og sveitarstjórar em að langmestu leyti horfnir af Alþingi. I staðinn komu kennarar, framkvæmdastjórar og fjölmiðlamenn - sem til dæmis sést ágætlega á Alþýðublaðinu þínu þar sem ritstjórar hafa verið eða verða þingmenn." Rúllum yfir í annan kafla sem fjallar um forystuna og umboð hennar; helstu niðurstöðumar þar? „Það er eiginlega of flókið mál fyr- ir svona stutt viðtal því þar er verið að tala um þingið í heild og þróunin hef- ur verið svo mismunandi í hverjum flokki fyrir sig. Almennt má segja að vald þingmanna - hvar í flokki sem þeir em - sé miklu persónubundnara en áður fyrr og þeir hafa miklum mun meira svigrúm í pólitík. Þeir em fijálsari, en um leið óömggari því flokkamir tryggja mönnum ekki þingsetu lengur." Og þá er komið að þriðja kaflan- um sem fjallar um samspil fjór- flokkanna og ríkisvaldsins... „Þama athugaði ég hveiju flokk- amir ráði. í margræðiskerfi einsog á íslandi þurfa tlokkamir að deila vald- inu með öðmm. Það em meiri sveifl- ur núna milli kosninga, kerfið er opn- ara og allir geta unnið með öllum.“ Hefur valdið færst mikið frá stjórnmálaflokkunum yfir til hins opinbera? , Já, já. En ekki bara þangað heldur tíl allskonar aðila - fagfólks af ýmsu tagi sem ræður meiru um sín mál en áður. Einnig em stofnanir og samtök f þjóðfélaginu mikið sjálfstæðari en áð- ur tíðkaðist. Skólakerfið, bankamir, heilbrigðiskerfið og fjölmiðlamir - allt nýtur þetta meira sjálfstæðis en áður.“ Hefur þessi þróun eitthvað með það að gera, að nú taka heilu hags- munahóparnir sig einfaldlega sam- an og stoppa kerfisbreytingar; til að mynda læknar, apótekarar og fleiri? „Það hefur í sjálfu sér lengi tíðkast að vald hagsmunasamtaka sé mikið. En það sem er nýtt í þessu er að hags- munasamtökin hafa í dag beint vald yfir sínum málum og það án þess að þurfa fara með málefnin í gegnum flokkana. Hagsmunasamtökin vinna nú að sínum málum með beinum hætti. Margrét S. Bjömsdóttir, fyrr- verandi aðstoðarmaður Sighvats Björgvinssonar, sagði frá þessari þróun í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar lýsti hún beinni þátttöku hagsmunahópanna og mikl- um áhrifum þeirra í nýafstaðinni kosningabaráttu; sérfræðilæknamir og það alltsaman.“ Og fjórði kaflinn er nokkuð sér- stakur; þar víkkarðu sjónarhornið og lítur yfir til Bandaríkjanna... ,Já, samanburðurinn á íslandi og Bandaríkjunum. Meginniðurstaðan í því er að pólitíska þróunin hér á Is- landi hefur verið rnjög lík því sem gerst hefur í Bandaríkjunum án þess að við höfum tekið nokkuð - þannig- lagað - upp fra Bandaríkjamönnum. Hlutir líktog prófkjör eru gömul hefð hér á landi og stafar það sennilega að hluta til vegna þeirrar staðreyndar að einsog í Bandaríkjunum þá ríkir hér almenn vantrú á stjómmálaflokka: hrein og bein andúð. Löndin eiga það síðan sameiginlegt að stjómmála- flokkamir í þeim bragðust mjög svip- að við hræringunum sem vora í kringum 1970: tóku upp prófkjör. Hér var Sjálfstæðisflokkurinn fyrsmr, síðan Framsóknarflokkurinn og seinna Alþýðuflokkurinn. í Banda- ríkjunum höfðu þeir ekki áður viðhaft prófkjör til að velja forsetaframbjóð- endur sína. Þessi þróun gengur ná- kvæmlega þannig fyrir sig, að flokk- amir missa valdið yfir framboðsmál- um sínum og upp kemur sú einkenni- lega aðstaða, að fleiri geta tekið þátt í prófkjöram heldur en kjósa síðan flokkinn. Þetta eykur sundurlyndi í flokkunum og erfiðara verður fyrir þá að móta sameiginlega stefnu. Ef flokkamir geta ekki mótað sameigin- lega stefnu þá móta þeir minna stjóm- arstefnuna sem skipulagðar heildir. Flokkamir koma ekki inní ríkisstjóm með einhveija útfærða stefnu sem þeir beita sér fyrir í ríkisstjóm. Þetta tel ég að minnki lýðræðið í landinu sökum þess, að stjómmálaflokkamir taka ekki ábyrgð á sínum fulltrúum. Þessi persónupólitík er meginorsök þess að það er nánast ógemingur fyrir kjósendur að gera stjómmálamenn ábyrga..." ...vegna þess að kjósendur hafa ekki græna glóru um hvað, hverja eða hvemig ríkisstjórn þeir eru að kjósa yfir sig... „...akkúrat. Ef stefnan er óljós er ómögulegt að segja tíl um hvað stjómmálamennimir sem kjósendur velja gera að loknum kosningum." Hversvegna skrifaðirðu þessa bók - hver undirrótin? „Ég skrifaði doktorsritgerð fyrir löngu síðan - árið 1977 - sem fjallaði um tímabilið milli 1916 og 1944. Ég gaf síðan út ýmislegt í tengslum við hana og skrifaði til dæmis ritgerð um Kommúnistaflokkinn sem birtist í Sögu. Ég ætlaði alltaf að gera úttekt á stjómmálaflokkunum á tímabilinu 1959 - þegar kjördæmabreytingin var gerð - framtil dagsins í dag og draga upp heildarmynd. Taka semsagt lyrir persónumar sjálfar - þingmennina, flokkana, samfélagið og síðan að bera Island saman við önnur lönd og þá var nærtækast að líta á Bandaríkin vegna prófkjörshefðarinnar þar.“ Var þetta skemmtilegt verk? ,Já, alveg ofboðslega skemmti- legt.“ Jafnvel þessi handavinna þín í fyrsta kaflanum - hún hlýtur nú að hafa verið leiðinleg? „Hún var ekkert leiðinleg því stað- reyndir era ekki leiðinlegar. Éf maður hefur ekki staðreyndimar á hreinu þá veit maður ekkert um hvað maður er að tala. Og svo hef ég náttúrlega á að þekkja pólitík í smáatriðum. Ég vil vita hvaða aðferð til dæmis Fram- sóknarflokkurinn notaði á Austur- landi til að velja frambjóðendur sína árið 1983. Og ég vil líka vita um alla þingmenn og þeirra feril. Ef þú vilt geta talað um íslensk stjómmál af skynsemi þá verðurðu að þekkja stað- reyndimar og smáatriðin og kort- leggja alltsaman nákvæmlega. Síðan er það spumingin um að setja stað- reyndimar inm' samhengi.“ Snörum okkur yfir í annað - en þó tengt - efni. Það var að korna út 5. og 6. árangur íslenskra félagsrita og ég sé að þú ert titlaður ritstjóri. Hvað er þarna á ferðinni? „Þetta er útgáfa fyrir 1993 og 1994 og er mikið rit uppá 136 síður. Þama er að finna sex greinar og eina athuga- semd og hverri ritsmíð fylgir stutt samantekt á efni hennar: Arnór Guð- mundsson félagsfræðingur skrifar um atvinnuþátttöku kvenna og at- vinnuleysi á íslandi. Friðrik H. Jóns- son sálfræðingur ritar um ímynd stjómmálamanna - sem hefur nú ver- ið gerð einhver skil á Rús 1 að undan- fomu. Helgi Gunnlaugsson félags- fræðingur fjallar um félagsfræði á framhaldsskólastígi - skipulag náms og kennslu. Auður Styrkársdóttir stjómmálaffæðingur ræðir um kvennaframboð á íslandi og erlendis frá fyrstu áram til þessa dags og ber þau saman, meðal annars með tilliti til fylgis, árangurs og örlaga þeirra. Stef- anía Júlíusdóttir bókasafnsfræðing- ur skrifar um mannafla á bókasöfnum á íslandi - úttekt á áætlunum um hversu marga starfsmenn þurfi á bókasöfn. Gunnar Helgi Kristins- son stjómmálafræðingur ritar um lýð- ræði og sveitarstjómir - ber til að mynda þar saman áhrif og völd sveit- arstjómar hér á landi og á Norður- löndunum. Loks birtum við athuga- semd Jóns Hnefils Aðalsteinsson þjóðháttafræðings er ber heitið Þjóð- frœðileg rannsókn á Islendingasög- um og er athugasemd við ritdóm.“ Varst Jþú einn af þeim stóðu að stofnun Islenskra félagsríta? „Þetta er tímarit Félagsvísinda- deildar og við hleyptum því af stokk- unum af stað í samræmi við framboð af efni og eftírspum eftir riti af þessu tagi.“ IJmfjiillunarefnið er tilaðgera nokkuð þungt og tormelL Er nokk- ur maður sem nennir að lesa svonalagað? „Starfsmenn félagsvísindadeildar, nemendur og útskrifaðir nemendur og bókasöfhin. Það era ljölmargir hópar sem þama koma að málum og lesendahópurinn er býsna stór, ég held að upplagið sé í kringum fimm til sexhundrað eintök. Það er miklu meiri markaður fyrir svona rit en maður skyldi halda - ótrúlega stór markaður reyndar. Töluvert af fólk hefur...“ ...áhuga á hversu mikinn mann- afia þarf á íslenskum bókasöfn- um... „...ekki bara því, heldur einnig áhuga á öðrum umfjöllunarefnum ritsins: atvinnuþátttöku kvenna, sveit- arstjómum, kvennaframboðum, ímynd stjómmálamanna, kennslu- fræðum og þessháttar. Þetta er breið- ur hópur. Ein ástæðan fyrir því að við geram ekki meira til að auglýsa ís- lensk félagsrit er sú að þetta selst eig- inlega bara nokkuð vel af sjálfu sér.“ Hvaða verkefni liggur síðan fyrir hjá þér í dag? „Um þessar mundir er ég að skrifa um alþingiskosningamar 1995; kosn- ingabaráttuna, framboðin, flokkana, úrslitin, stjómarmyndunina og svo ffamvegis. Þetta verk ætla ég að klára fyrir lok ársins.“ Núúúúú... Er þetta jólabókin í ár? „Nei, nei. Ég ætla bara að klára hana fyrir jólin.“ A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.