Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 'dshreyfinguna nsækni? því erfiðara fyrir að knýja ffam sínar kröfur. Ég tel það afskaplega alvarlegt ef aðgerðir á næstu áruni verði á þann veg að það eigi að gera verkalýðsfé- lögum erfiðara fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast kjarabóta. Það er sýnilegt að það er mikill óheiðarleiki af hálfu viðsemjenda að nýta sér alla þá erfíðleika sem upp koma hjá verkalýðs- hreyfingunni. Það er ekki sýndur neinn vilji mánuðum saman til að ganga til við- ræðna eða semja um Kristín: Vinnuveit- kjarabætur. Ef endur hafa yfir. það á að endur- hdndina og sýna skoða vinnu- mjkjnn óheiöar. ö | ö, 1 n a leika með því að verður að gera ,. , „ þaðmeðþeim nyta ser alla ve,k- hætti að jafn- le«ka sem upp vægis verði koma innan gætt. Slík end- hreyfingarinnar. urskoðun verð- ur að fara fram í samvinnu við verka- lýðshreyfínguna því það er ekki jafn- vægi í dag. Vinnuveitendur hafa yfírhöndina og nýta sér það mjög óheiðarlega sem meðal annars kem- ur fram í umræðunni um að verka- lýðshreyfingin sé dauð. En ef ein- hvers staðar leynist líf í hreyfingunni kemur upp umræðan um að það þurfi að breyta því svo einstakir hópar hafi ekki möguleika á að hafa frum- kvæði. Þetta sýnir kannski fyrst og fremst þá skoðun opinbera aðila að verka- lýðshreyfingin eigi að vera stein- dauð. Það tel ég vera mjög alvar- legt,“ sagði Kristín A. Guðmunds- dóttir. Breyttir tímar með breyttum vinnu- brögðum - segir Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. „Það eru breyttir tímar. Sú tími er liðinn þegar fóík stökk niður á torg, barði sér á brjóst og hafði uppi hróp og köll. Það eru breyttir tíma með breyttum vinnubrögðum og það er ekki þar með sagt að það sé unnið rninna í þágu launþega," sagði Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, formað- ur Landssambands íslenskra versl- unannanna og varaforseti ASÍ. „Verkalýðshreyfingin er að vinna geysilega mikið á mörgum vígstöðv- um. Það er reynt að vinna mikið í því að beita sér fyrir því að eitthvað sé gert í atvinnumálum. Við erum búin að leggja til heildstæða atvinnumála- stefnu og erum að reyna að fylgja henni eftir. Það hafa ýmsir tekið hana upp á sína arma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Við erum stöðugt í sambandi við stjómvöld, það er sí- fellt verið að gera samninga og fylgja þeim eftir og ég tel þetta vera framsækin vinnubrögð. Það að móta heildstæða atvinnu- stefnu og fylgja henni eftir, reyna að hafa áhrif á lagasetningar, reyna að stuðla að því að það góða sem gæti komið í gegnum EES-samninginn verði að veruleika og reyna að slást fyrir stöðugleika er allt liður í fram- sæknum vinnubrögðum. Hins vegar er auðvitað ekki mikill slagur í verkalýðshreyfingu sem er í bullandi atvinnuleysi. Ég held hins vegar að fólk hafi miklu minni tíma til að taka eftir okkar störfum en áður. Það er orðið svo gífurlegt framboð af alls konar afþreyingu sem erfitt er að keppa við. Éngu að síður emm við reyna að gefa út blöð og halda fundi til að upplýsa fólk. Viðhorfskönnunin sem Alþýðusambandið lét gera sýnir nokkuð jákvætt viðhorf til verkalýðs- hreyfingarinn- ar. Viðhorfið er þvf ekki eins neikvætt og margir hafa haldið fram. En það er ekki hægt að ætlast til þess að þær þúsundir sem em atvinnu- lausar finnist við vera að gera eitthvað. Fólk upplifir atvinnuleysið Hildur: Það þarf að beita nútíma- legum vinnu- brögðum og aug- lýsa verkalýðs- hreyfinguna í fjöl- miðlum. Ingibjörg: Það er gífurleg heift í fólki. Hins vegar er ég ekki viss um að fólk sé tilbúið til að taka verk- fallsslag. svo persónulega. En við höfum engu að síður reynt með öllum ráðum að koma ýmsum skammtímaverkefn- um í gang í samvinnu við ríkisvaldið til að slá á atvinnuleysið. Við emm einnig að beita okkur í þessum gerfi- verktakamálum til að tryggja fólki laun og réttindi. Það er gífurleg heift í fólki að niörgu leyti. Hins vegar er ég ekki viss um að fólk sé tilbúið til að taka verkfallsslag því það sér ekki fram á hvað það muni uppskera. Það breytir hins vegar ekki því að verkalýðs- hreyfingin er framsækin," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Þarf að efla upplýsinga- miðlun hreyfingar- innar - segir Hildur Kjartansdótt- ir, varaformaður Iðju. „Ég get ekki tekið undir þetia. En það er eitt sem ég tel að forysta verkalýðshreyfingarinnar þurfi að hafa mjög í huga sem er hreinlega að auglýsa þessa hreyfingu með nútímalegum hætti,“ sagði Hildur Kjart- ansdóttir, varaformaður I Iðju. „Ungafólkið sem er á vinnu- markaði í dag hugsar ekki um verkalýðsfé- lögin sem bar- áttutæki. Það hlustar á þessi niðurrifsöfl sem tala um að verkalýðs- hreyfingin sé dauð og ómerk og hafi ekkert hlutverk lengur. Unga fólkið tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa öll þau réttindi sem áunnist hafa á mörgum árum með harðri baráttu. Þetta fólk veit ekki um þá baráttu sem þurfti til að ná þessu fram. Það tel ég vera okkur að kenna. Við þurfum að koma á nútíma upplýsingamiðlun í fjölmiðlum og þar sem hægt er að ná til fólksins. Það er ekki nóg að verkalýðsfélögin gefi út sín blöð því þau eru ekki svo mikið lesin. En það er nánast það eina sem við höfum gert í upplýs- ingamálum fram að þessu. Tímarit ASI, Vinnan, nær til dæmis ekki til þeirra sem það þarf að ná til. Þessu þarf öllu að breyta og snúa vöm í sókn,“ sagði Hildur Kjartansdóttir. Breytingar eru pungar í vöfum - segir Hrafnkell A. Jóns- son formaður Árvakurs á Eskifirði. „Ég tel að verkalýðshreyfingin þurfi að aðlaga sig að verulega breyttu umhverfi. Hún er þannig uppbyggð að það tekur hana tölu- verðan tíma því allar skipulagsbreyt- ingar eru mjög þungar í vöfum innan hreyfingarinnar,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Arvakurs á Eskifirði. „Hins vegar held ég að hreyfingin muni leysa þessi mál. Þátttaka fólks í verkalýðsfélögum er að mínum dómi hvorki betri eða verri en hún var áður. Ég hef skoðað dálítið hvemig þátttakan var áður og hef síðan þann samanburð að ég hef starfað innan verkalýðshreyfingar- innar frá 1977. Ég fullyrði að þátt- taka hins almenna félaga í ákvörðun- um, dreifing á upplýsingum og ann- að þess háttar er mun meiri en áður fyrr. Þegar ég lít yfir þetta tæplega tuttugu ára tímabil sem ég hef starfað í hreyfmgunni tel ég að henni hafi farið verulega fram í að gera félög- um kleift að taka þátt í ákvörðunum og upplýsa þá um það sem er að gerast. Það Hrafnkell A. Jons- vantar hins son: Það eru en9' vegar mikið á in dauðamerki á að við höfum verkalýðshreyf- náð einhveiju ingunni. En það lokamarki í því eru kannski og vonandi ná- ákveðnir erfiðleik- um við þvf ar sem fylgja að- aldrei. lögun að breytt- Það em eng- um tímum. in dauðamerki á verkalýðshreyfmgunni. En það eru kannski ákveðnir erfiðleikar sem fylgja aðlögun að breyttum tímum. Það endurspeglar bæði styrkleika og veikleika hreyfingarinnar. Hún er nokkuð íhaldssöm á allar breytingar. Það gerir það að verkum að hún er sein að aðlaga sig breyttum þjóðfé- lagsháttum en hins vegar er haldið býsna fast í gömul og góð gildi sem er líka kostur,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR Opið hús Opið hús verður hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir útifundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi versiunar- innar á fyrstu hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Skokknámskeið Ný 15 vikna námskeið hefjast 8. maí. Kennt verðurá mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á námskeiðunum verður boðið upp á eftirfarandi: Byrjendur Kennsla kl. 9:15-21:15 Þrekmælingar Einstaklingsáætlanir/hópar Mataræði Teygjur og teygjuæfingar Þrekleikfimi Framhaidshópur Kennslakl. 17:15-19:15 Þrekmælingar Einstaklingsáætlanir Mjólkursýrumælingar Að laga hlaupastílinn (vídeóupptaka af hverjum og einum) Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæf- ingar og þrekhringur í sal að hlaupi loknu. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. Þátttakendurfá 25% afslátt af Asics hlaupaskóm hjá Gísla Ferdinandssyni og byrjendurfá sérstakttilboð í byrjun námskeiðs á hlaupagreiningu hjá Kolbeini Gíslasyni stoðtækjafræðingi. Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. INNRITUN hefst 2. maí. Upplýsingar í síma 12992 og 14106. A, STOÐTÆKNI Gisli Ferdiitandsson ítf Dekjarg** < ■ 101 fteykjavik - Hafrt*r«ri«i 8« • 600 Ahjreyri Í?ð8&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.