Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 28. APRÍL -1. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ k 11 i 1 M e spurði Aguilera um þessa efnahags- aðstoð, sagði hann einfaldlega: „Wall Street greiðir bara sjálfu sér aftur lánin til Mexíkó. Þetta eru fyrst og fremst efnahagsaðstoð á pappfr- unum.“ Hin mikla ólga á gjaldeyrismark- aði landsins hefur gert það að verk- um að það hriktir í íjármálastofnun- um í Mexíkó. „Margir bankar munu verða gjaldþrota,“sagði Aguilera við mig. Erlendir fjárfestar jafnt sem lánadrottnar landsins hafa einning sett spumingamerki sett við sjálf- stæði Seðlabankans í Mexíkó og tal- ið hann of tengdan pólitískri stjóm- un. Atvinnuvegir, vömframleiðsla, útflutningur og vinnuþekking var ekki nægjanleg til að standa undir jafn öflugum fjárfestingum á jafn skömmum tíma. Kreppan er því fyrst og ffemst peningaleg. Núverandi kreppa er ekki skuldasúpudrama eins og átti sér stað í upphafi níunda áratugarins. Það er reyndar lítil huggun fyrir Mexíkana að vita að kreppan þeirra er „bara“ gjaldeyriskreppa, peninga- leg kreppa, sem getur gerst í hvaða þjóðríki sem er sem reynir að við- halda vitlausri gengisskráningu of lengi. En peningaleg kreppa getur orðið að stjómmálalegri kreppu. Þess vegna er gengishrunið pólitísk púðurtunna. Þetta vita meðal annars Banda- ríkjamenn - landamæraþjóðin - og spumingin sem þeir spyija sig er þessi: Hve riðandi er Mexíkó? Full- Merkileg saga: Indíánar í Mexíkó stóðu að mörgu leyti á hærra menningarstigi en Evrópubúar. Menn- ing þeirra var lögð í rústir - en eftir standa risavax- in minnismerki. komið hmn yrði áfall fyrir Bandarík- in og myndi þýða að hjarðir af Mex- íkönum myndu leita norður á bóginn yftr landamærin og eyðileggja efna- hagslegt jafnvægi og tengingu milli ríkjanna. En spumingin er einnig mikilvæg fyrir erlenda fjárfesta, þá sem eiga þegar peninga í fyrirtækj- um og verðbréfum í Mexíkó og þá sem hafa hug á að fjárfesta í framtíð- inni. Kreppan í Mexíkó hefur haft vem- leg áhrif á önnur lönd í Suður-Amer- íku eins og Argentínu og Brasilíu og veikt tiltrú Vesturlanda á ijárfestingu í Þriðja heiminum. Gengishrun: Paradís fyrir ferðamenn Ástandið í Mexíkó á líðandi stundu er ekki beysið: Vextir em komnir yfir 90% meðan yfirvöld reyna að forða bankakerfinu frá hmni. Verðbólgan í 14% og stefnir óðfluga upp á við, sennilega í 40%. Hvað þýðir gengishmnið fyrir rekstur íyrirtækja? Svarið er einfalt: Uppsagnir og sam- drátt. Hótelstýra í borginni Guadalaj- ara sagði við mig, að hún væri alveg hætt við að reyna að kaupa aðföng frá Bandaríkjunum eins og hún hefði verið vön. Það myndi einfaldlega ríða hótelrekstrinum að fullu. Ferðamannaiðnaðurinn, þriðji stærsti atvinnuvegur í Mexíkó, bæði og græðir og tapar á hinni miklu gengisfellingu. Kaupmáttur ferða- manna með erlendan gjaldeyri marg- vex og sú staðreynd lokkar fleiri ferðamenn til landsins. Jafnvel ferðamaður frá íslandi með aumar krónur verður margfaldur að burðum í gengishmninu mexíkanska. Það var til dœmis afar fróðlegt að vera verðkönnun í dœmigerðri kjörbúð í ferðamannabœnum Pu- erto Vallerta. Svona hljóðuðu vöru- verðiit ííslenskum krónum: 2 lítrar af Pepsí: 35 krónur 12 egg: 65 krónur Kílóið afadvocado: 40 krónur Kíló af bönunum: 10 krónur Jógúrtdolla: 13 krónur Einn lítri afmjólk: 24 krónur Stórt fransbrauð: 14 krónur Grillaður kjúklingur: 100 krónur Fyrir þá sem hafa garnan af því að drekka áfengi í sumarleyfinu hljóðuðu verðin á þennan veg: 6 dollur af bjór: 100 krónur 1 lítri af Smimojf vodka: 220 krónur 1 pottur afKahlúa: 270 krónur Flaska aftequila: frá 180-370 krónur Það er því ljóst, að það er sannar- lega þess virði að leggja á sig langt flug til Mexíkó og örlítið hærra far- arverð, því kostnaður við mat og drykk er mun lægri í þessu gengis- ástandi en í ferðamannalöndum Evr- ópu. En auðvitað má búast við verð- bólgu í kjölfarið sem mun hækka vömverð eitthvað. Hinar neikvæðu hliðar gengis- fellingarinnar fyrir ferðamanna- iðnaðinn em auðvitað þær, að verð- gildi pesóans er minni. Tekjum- ar falla ef ekki er greitt í erlendri mynt. Þess vegna reyna öll hótel sem ég gisti að setja reikning- inn á dollara og margar búðir reyndu einnig að skrifa reikninga greiðslu- kortsins á bandaríska dali. Þegar ég bað um að greiða í pesóum, neitaði enginn og tóku á móti greiðslum í innlendri mynt en ekki alltaf með brosi. Gata i Reykjavík eftir Snorra Arinbjarnar. ■ Harald Bergstedt Sósíalistasöngur Magnús Ásgeirsson færði í íslenskan búning. (Lag: Det gaar en Stormtid over Verden.) Um heim fer þytur storms og stríða. Nú stoðar engum blundur vær. í ysi dagsins annatíða oss örlaganna skóhljóð nær: Sjá, fána á stöng ber fylking breið mót sól með söng á sigurleið! Sá fáni er krafa um frelsi manna, sú fylking heimili öreiganna, sá söngur hróp frá hæð að strönd: Vér heimtum völd um gervöll lönd! í þúsund ár vér höfum hneigt oss við harðstjóranna veldisstól og fyrir þeirra boðum beygt oss, sem bæði rændu oss jörð og sól. Nú heimtar stétt, sem braut sitt band, sitt líf - sinn rétt, sitt ljós - sitt land! Vér fellum hina fáu, háu, vér frelsum hina mörgu smáu! Kom, langhrjáð fólk, frá fjalli að strönd! Tak forráð landsins þér í hönd! Þú gamli þjónn, þú þreytti maður af þrælkun rangláts samfélags, skalt loksins augum loka glaður við ljóma af sól hins nýja dags. Þú æskuher, fylg oss í stríð, unz sigrað er í hinztu hríð! Sjá safnast öreiga allra þjóða. Kom einnig þú, þitt lið að bjóða! Senn tengja þjóðir tryggðabönd. Vér tökum völd um heimsins lönd! Ljóðið birtist fyrst í Sunnu- dagsblaði Alþýðublaðsins, 29. september 1935. Magnús Ás- geirsson var mikilvirkasti Ijóða- þýðandi aldarinnar. Á þessu ári eru 40 ár frá andláti hans. Magnús Ásgeirsson 1901-1955. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.