Alþýðublaðið - 28.04.1995, Qupperneq 19

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Qupperneq 19
HELGIM28. APRÍL -1. MAÍ199,5i ALÞÝÐUBLAÐIÐ ff 19 U t I ö n d MAIþýðublaðið á fjórða áratugnum var stórveldi. Þar skrifuðu færustu stílistar landsins um menningu, pólitík og alþjóðamál. En lesendur fengu fleira að heyra. Við blöðum í helgarútgáfu blaðsins haustið 1936 og lítum á nokkrar sannkallaðar útlenskar Ky n j asög u r Konan sem geispaði í 40 sólarhringa, 117 ára sjálfs- morðingi, maðurinn sem galaði betur en hani, Japaninn sem át 26 sítrónur, minnsta kýr í heimi - og fleiri furðuverk. T)ne de Laurentís, 37 ára gamall Ameríkumaður, er talinn mest- ur matmaður í heimi. Hér um dag- inn langaði hann skyndilega í epli, og áður en hann hafði hugmynd um var hann búinn að borða 366 epli. Að því loknu langaði hann í ofurlít- inn matarbita og át 8 kíló af spag- hetti og drakk l lítra af víni með. Að þessu loknu drakk hann kaffi- sopa en hafði enga lyst á vínar- brauðum með því. Maður nokkur í Bombay hefir ffamið sjálfsmorð á þann hátt, að hann hoppaði út um flugga á 5. hæð. Og þetta var ekki að ástæðulausu. Hann varð nefnilega 117 ára þennan dag. Hann hefir sennilega hugsað að hann ætti ekki að fá að deyja, nema hann hjálpaði sér sjálfur. Hinn frægi enski leikari Charles Laughton er oft mjög utan við sig og gætir þá ekki að því, hvað hann segir. Einu sinni fengu kunn- ingjar hans hann til þess að heim- sækja gamlan leikara, sem lá veikur. Laughton reyndi að hughreysta gamla manninn og sagði: Þegar þú ert orðinn fh'skur aftur, tek ég þig með mér til Hollywood. Svo sneri hann sér við, en tók þá eftir því, hvað íbúðin var léleg, stíginn skakkur og dymar þröngar - og bætti við: Erfitt held ég að verði að koma kistunni inn, piltar. pp á síðkastið hefir mikið borið á því í París, að konur hafa horfið og ekki hafst upp á þeim. Loksins hefir þó lögreglan komist að hinu sanna í málinu. Þær höfðu hafnað í kvennabúrum ríkra Araba og kærðu sig ekkert um að fara það- an. Þrír menn, Frakki, Itali og Arabi, hafa verið teknir fastir, sakaðir um að hafa verið kvennamiðlarar Arabanna. Dýrahermikrákan Daniel Chandlier frá Harrisbury varð fokreiður þegar hann heyrði sagt um sig, að hann kynni ekki að herma eftír hana. Chandlier fór með borgarstjóran- um út að hænsnabúi skammt frá borginni og galaði þar bæði vel og lengi. Borgarstjórinn gaf honum síðan vottorð um það, að hann gal- aði miklu betur en haninn. Mabel, 16 ára gömul stúlka, dóttir milljónamærings í New York, var dauðskotín í ungum manni, sem ekki var neitt hrifin af henni og gekk að eiga aðra stúlku. A brúðkaupsdaginn var Mabel í kirkjunni í hvítum silkikjól og hafði saumað í kjólinn eftirfarandi með rauðum stöfum: „William Stratton hefir heitið mér eiginorði og svikið mig.“ Bóndi nokkur í Trenton í Ohio í Bandaríkjunum getur hælt sér af því að eiga minnstu kúna í heimi. Hin fræga kýr, sem enn hefir ekki unnið verðlaun á sýningu, þótt hún verðskuldi almenna aðdáun, er að- eins 92 sm á hæð og vegur 110 kíló. Nýfædd var hún aðeins 9 kíló að- þyngd. Hún er af Jerseykyni, og samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum mjólkar hún þyngd sína á 16 dögum. Fðlusnillingurinn Marcel Masc, einn af ffægustu fiðlusnilling- um Ungveija, dó fyrir nokkrum vik- um. Um mörg ár hafði hann töfrað áheyrendur með tónum sínum og hann brást því ekki heldur á dauða- stundinni. Hann dó á hljómleik, þar sem hann var að leika á fiðlu sína. Þegar áttí að ná fiðlunni úr höndum hans, hélt hann svo fast um hana, að hún náðist ekki. Var hann því látinn hafa fiðluna sína með sér í gröfina. s rópeka í Kansas var nýlega sam- keppni um það, hver væri fljót- astur að klæða sig. Frank Garrey hlaut fyrstu verðlaun; hann klæddi sig á 22 sekúndum. En það fylgdi ekki sögunni, hvort hann klæddi sig í baðföt, kjól eða eitthvað annað. Og svo var það Japaninn Tutsukoma, sem settí heimsmet í því að borða sítrónur. Hann borðaði 26 sítrónur á klukkutíma, en skæðasti keppinaut- ur hans sprakk á þeirri tuttugustu og fimmtu. Merkur borgari í Tékkóslóvakíu hafði í erfðaskrá sinni mælt svo fyrir, að vinir sínir skylu haga erfisdrykkju sinni á ntjög fágætan hátt. Þeir áttu að safnast saman við gröf hans og halda veisluna þar. Meðal annarra rétta var lamb steikt í heilu lagi og ein tunna af víni. Pranskar hagskýrslur skýra svo frá, að þar í landi hafi 92 menn beðið bana 1934 á þann hátt að þeir duttu fram úr rúminu sínu. / IBúdapest hóf nýlega útkomu sína betlarablað, sem ungverskir betl- arar gefa út. Markmið blaðsins er að vekja eftirtekt þjóðarinnar og stjóm- arvalda á hinum erfiðu kjörum ung- verskra betlara síðan kreppan hófst. Frir nokkru fannst lík af manni í miðaldabúningi í holum eikar- stofni skammt ffá þorpi einu. Sverð- ið, sem var við hliðina á beinagrind- inni, var orðið svo ryðgað að það datt í sundur þegar snert var á því. Menn halda helst að maðurinn hafi flúið inn í tijástofninn undan fjend- um sínum og ekki komist út aftur. Hafi hann þvf dáið úr hungri. Við Sorbonne-háskólann í París er prófessor, sem talar og ritar 45 tungumál. Nýlega bar svo við, að hann gleymdi móðurmáli sínu og skilur nú ekki orð í frönsku. Læknar álíta, að þetta stafi af ofþreytu. Féttír frá Vancouver herma frá konu einni, sem hefir geispað stanslaust í 40 sólarhringa. Geispinn er mismunandi tíður, stundum allt að þijátíu geispar á mínútu. Enginn læknir getur neitt ráðlagt við þessu. Veiki þessi byijaði á þann hátt, að hún hló óstjómlega að fyndni sem maður hennar sagði. Rétt á eftir fór hún að geispa og hefir haldið það út síðan. s IAbessiníu er skáldskapur mjög í hávegum hafður. Sérhver mennt- aður maður yrkir, en enginn þeirra vill gefa kvæðin út. Ameríkumaðurinn Big Ronald skrifaði 62 rómana árið 1935. Hver róman var 200 blaðsíður. Hann var að meðaltali 5 daga að semja hvem róman. En - sem betur fer var enginn þeirra gefin út. s riorginni Dagahabur í Abessiníu var 13 ára piltur gerður að borg- arstjóra. Hann þykir gáfaðisti íbúi borgarinnar og kann 6 tungumál.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.