Alþýðublaðið - 28.04.1995, Page 10

Alþýðublaðið - 28.04.1995, Page 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 28. APRÍL -1. MAl' 1995 M e x í k ■ Ingólfur Margeirsson var á ferð í Mexíkó og segir lesendum Alþýðublaðsinsfrá þessu landi andstæðnanna Ástæðurnar að baki kreppunni í peningamálum Mexíkó eru stjórnmálalegar umbætur. Lífíð í Mexíkóborg gengur sinn vanagang. Ekkert virðist benda tii þess að daglegt líf 22 milljón borg- arbúa sé með óeðlilegum hætti þótt heimspressan flytji fréttir af gengishruni, pólitísku uppgjöri og upplausn á gjaldeyrismarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Umferðin heldur áfram eftir yfirfullum breiðgötunum, mann- Iífið er litríkt og elskulegt og stöð- ugleiki þjóðlífsins virðist óhaggað- ur. En ekki er allt sem sýnist. Und- Ungur Mexíkaní tekur lagiö á veitingastað í Mexí- kóborg: Lífið gengur sinn vanagang en undir niðri óttast almenningur pólitískar hræringar í kjölfar peningalegrar kreppu. ir yfirborðinu eiga sér stað miklar hræringar, kannski þær mestu frá byltingunni á öðrum áratug 20. aldar sem leiddi af sér „eins flokks lýðræði“ byltingarflokksins PRI. Gengishrunið eru fyrstu vorleys- ingar lýðræðislegri tíma í Mexíkó. Fyrir fáum mánuðum var Mexíkó skærasta stjaman í ríkjum Suður- Ameríku. Stöðugleiki ríkti í landinu, þjóðin var í hraðri framþróun frá lok- uðu hagkerfi til opins lýðræðisríkis og pólitískar umbætur blöstu við. Landið gerðist aðili að NAF-TA- samningnum ásamt Bandaríkjunum og Kanada fyrir 15 mánuðum og flutti út vömr á neytendamarkaði heimsins í miklum mæli. Viðskipta- hallinn var að vísu stór í Mexíkó en þar sem erlend fjárfesting var ör í landinu, virtist hallinn vera hættu- laus og skuldir Mexíkana erlendis miðað við þjóðarframleiðslu vom litlar á alþjóðlegum mælikvarða eða um 40% af landsframleiðslu. Hvað fór úrskeiðis? Stjórnmálaólga veldur ring- ulreið á gjaldeyrismarkaði Þegar Carlos Salinas de Gortiari Hið daglega brauð: Stoltur bakari sýnir framleiðslu dagsins. Gengisfellingarnar hafa gert líf túristans að hreinni paradís. tók við forsetaembætti árið 1988 var erlent fé fengið til að endurskapa efnahag Mexíkó. Háir vextir og stöð- ugt gengi mexíkanska pesóans drógu tii sín milljarða dollara frá Banda- ríkjunum, ekki síst frá ýmis konar sjóðum, aðallega lífeyrissjóðum. Á ámnum 1991-93 flæddi erlent íjármagn inn í landið. Mexíkanar neyttu og fjárfestu mun meira en þeir framleiddu. Salinas gerði umbætur á hinu pólitíska sviði og opnaði meðal annars stjómkeríið og efldi lýðræð- islega umgjörð stjórnmálaflokk- anna. Þessar um- bætur mynduðu ákveðna ólgu. Flótti fjárfesta vegna vaxandi stjómmálaólgu í Mexíkó olli ringul- reið á gjaldeyris- markaði. Þegar inn- streymi íjárfesta fór að minnka, hefði neysla átt að drag- ast saman. Mexí- kanar hefðu, með öðmm orðum, átt að verða lyrir tals- verðri tekjuskerð- ingu. En stjómvöld neituðu að horfast í augu við vem- leikann. Allt til byijun þessa árs héldu mexíkönsk stjómvöld því fram, að pesóinn væri of sterkur, ekki of veik- ur. Meira að segja Banamex, stærsti viðskiptabanki í Mexíkó, eyddi stærsta hluta ffétta- bréfs síns síðastlið- inn desember til að sýna fram á að pes- óinn væri of lágt skrifaður og þyrfti að hækka hann. Stjórnmála- menn héldu uppi pólitísku sýndargóðæri Efnahagssér- fræðingar hefðu getað sagt sér, að pesóinn var ofmet- inn. Alþjóðabank- inn vildi lægri skráningu pesóans til að mæta miklum viðskiptahalla Mexíkó og fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna bað stjómvöld í Mexíkó í einkavið- tölum, að fella pes- óann um 30% eða meira. Teiknin vom augljós. Eftir að Luis Donaldo Colosio. sem talinn var eftir- maður Salinas á forsetastóli, var myrturímars 1994, snarlækkuðu fjár- festar skráninguna á ríkisverðbréfum um 25 milljarða dollara. Bara þetta eitt hefði átt að vera viðvömn við því sem síðar kom. Carlos Salinas de Gortiari, land- flótta forseti Mexíkó: Opnaði fyrir lýðræðislegar umbætur en huldi fjármagnsflótta fjárfesta og hið raunverulega efnahagsástand með þeim afleiðingum að gjald- eyrismarkaðurinn hrundi. Gengið var því ekki fellt í tíma, heldur héldu yfirvöld uppi innlendri neyslu og fjárfestingu áfram fyrst og fremst af pólitískum ástæðum. Stjómmálum var blandað í efna- hagsmálin og það kann oftast ekki góðri lukku að stýra. Það reyndist ógemingur að fá stjómmálamenn hins alls ráðandi stjómarflokks PRI til að fella pesóann fyrir forsetakosn- ingamar í ágúst síðastliðnum og færa þar með lífskjör almennings niður á við. Hár pesói þýddi ódýra ameríska kagga og ódýrar gallabuxur. Kaup- máttur launana var með öðmm orð- um mikill og þessu ástandi vildu stjómmálamenn viðhalda framyfir Almenningur horfir á sápuóperu í sjónvarpi í búðar- glugga í miðborg Guadalajara: Stórfelidar gengis- feliingar hafa í för með sér óðaverðbólgu og stór- skertan kaupmátt almennings. kosningamar. Stjómrflokkurinn PRI vildi að forsetaframbjóðandi þeirra Ernesto Zedillo ynni kosningamar og tryggði flokknum áframhaldandi völd eftir 65 ára samfellda valdasetu. En nú var góðærið orðið falskt góðæri. Fyrr eða síðar hlaut bólan að springa. Umdeild efnahagsaðstoð Mexíkó hefði átt að velja milli þess að hafa lága vexti eða stöðugt gengi. Það var vonlaust að gera báða hluti samtímis í þessu ástandi. Bandarískir íjölmiðlar hafa haldið því fram, að það sé ekki rétt að Wall Street hafi valdið efnahagseifiðleik- um Mexíkó, en hins vegar þurfa Bandaríkjamenn að taka stóran hluta af tapinu. Bandarískir íjármálamenn saka Mexíkana um að hafa leynt hin- um raunvemlega vanda. Þetta er þó ekki sanngjöm gagnrýni því margir vom búnir að spá áhættunni við snöggri og hraðri erlendri Ijárfest- ingu í Mexíkó. Mexíkanar saka hins vegar Bandaríkjamenn og aðra alþjóðlega fjárfesta og einkum lánadrottna fyrir að hafa lánað Mexíkönum of mikið. Þeir áttu að vita að dæmið myndi aldrei ganga upp. Luis Bravo Aguil- era, fyrrum ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu og virtur hagfræð- ingur, fullyrti við mig í heimboði hjá Eduardo Rihan, aðalræðismanni Islands í Mexíkóborg, að það sé jafn mikið erlendum lánadrottnum að kenna hvemig komið væri eins og Mexikönum sjálfum. Umheimurinn hefur sett gífurlega fjármuni inn í Mexíkó til að stöðva gengisfellinguna og upplausn á pen- ingamarkaði. Alls hefur efnahagsað- stoðin erlendis frá numið 52 millj- örðum dollara, þar af 20 milljarðar dollarar frá bandaríska fjármálal- ráðuneytinu og 32 milljarðar frá AI- þjóðlega peningasjóðinum. Þegar ég

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.