Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 21

Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 21 FISKISKIPIN eru nú að hefja veið- ar á ný eftir jól og áramót, en flest voru þau inni yfir hátíðirnar. Reyndar er nú bræla víðast hvar og mörg skipin komin í land á ný. Ekk- ert er enn að frétta af loðnu og síld- veiðar liggja niðri vegna veðurs. Togararnir eru hins vegar flestir að. Hér er verið að gera Björgu Jónsdóttur ÞH og Geira Péturs ÞH klár fyrir brottför á Húsavík. Björg fer á loðnu en Geiri Péturs á rækju. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skipin halda til veiða á ný METVERÐ fékkst fyrir karfa á fisk- markaðnum í Bremerhaven í Þýska- landi fyrstu dagana eftir áramót. Framkvæmdastjóri markaðarins segir að hátt verð helgist meðal ann- ars af aukinni eftirspurn eftir fiski vegna umræðunnar um kúariðu í Evrópu. Meðalverð á karfa úr fyrstu fjór- um gámunum, sem seldir voru á fisk- markaðnum í Bremerhaven eftir áramótin, var um 350 krónur og hef- ur aldrei verið jafnhátt að sögn Samúels Hreinssonar, fram- kvæmdastjóra Íseyjar í Bremer- haven. Gámarnir voru frá ísfisktog- urunum Drangavík VE og Jóni Vídalín ÁR. Verðið hefur lækkað nokkuð síðustu daga og í gær var karfakílóið selt á um 295 krónur. Samúel segir mikla spurn eftir fiski á þessum árstíma og því miði margar útgerðir við að selja aflann fyrstu daga ársins. Hann segir að komið hafi 12 gámar frá Íslandi milli jóla og nýárs og þeir seldir á mark- aðnum eftir áramótin. Í þessari fyrstu viku ársins voru seld samtals um 124 tonn, þar með talið ufsi og smákarfi, og var meðalverðið rúm 261 króna. „Verðið er vanalega mjög hátt fyrstu viku ársins því það er rík hefð fyrir fiskneyslu í Þýskalandi eftir hátíðirnar. Ég á von á því að verðið haldist áfram hátt alla næstu viku. En verðið nú er óvenju hátt. Ég tel að það megi rekja til kúariðuum- ræðunnar. Undanfarið hefur svína- kjöt einnig blandast inn í umræðuna, þannig að kjöt á mjög undir högg að sækja um þessar mundir. Það verður enn frekar til þess að fólk sækir í fisk.“ Samúel segir að ekkert íslenskt skip hafi að þessu sinni siglt með aflann til Bremerhaven til að selja strax eftir áramótin enda hafi veru- lega dregið úr siglingum undanfarin ár. Breki VE frá Vestmannaeyjum var við veiðar yfir áramótin og mun sigla með og selja aflann í Bremer- haven um miðjan þennan mánuð. Þá mun Dala Rafn VE selja í Bremer haven 22. janúar nk. Metverð á fiskmarkaðnum í Bremerhaven Karfinn á 350 krónur AFLAVERÐMÆTI skipa Síldar- vinnslunnar hf. á Neskaupstað nam á síðasta ári alls um 1.260 millj- ónum króna. Það er nærri 200 millj- ónum króna meira verðmæti en árið 1999. Munar þar mestu um mikinn afla nóta- og togveiðiskipsins Bark- ar NK á síðasta ári en þá veiddi skipið alls um 72.800 tonn sem lík- lega er Íslandsmet. Þar af aflaði skipið 37.375 tonnum af kolmunna, 28.500 tonnum af loðnu, 6.700 ton- um af síld, auk þess sem skipið bar á land um 225 tonn af loðnuhrogn- um. Heildaraflaverðmæti skipsins nam á síðasta ári 347 milljónum króna. Þetta er veruleg aukning á afla skipins frá árinu 1999 en þá landaði skipið samtals 34.500 tonn- um, að verðmæti 182 milljóna króna. Afli nóta- og togveiðiskipsins Beitis NK jókst einnig frá fyrra ári, var í fyrra um 47.100 tonn, en var 39.400 tonn árið 1999. Togarar Síldarvinnslunnar, Barði NK og Bjartur NK, veiddu samtals um 5.863 tonn af bolfiski í fyrra og nam verðmæti aflans um 677 millj- ónum króna. Þar af veiddi frystitog- arinn Barði NK um 3.478 tonn fyrir um 476 milljónir sem er töluverð aukning frá árinu 1999, bæði í afla og verðmæti. Afli og verðmæti ís- fisktogarans Bjarts NK minnkaði aftur á móti frá fyrra ári. Aflamet hjá Berki NK í fyrra                                                                                !  NÝTT sjávarútvegsfyrirtæki er í burðarliðnum á Seyðisfirði og hefur það hlotið nafnið Strandberg. Fyrir- tækið mun í fyrstu vinna uppsjávar- fisk á Seyðisfirði. Fimm aðilar koma að stofnun hins nýja fyrirtækis; Seyðisfjarðarkaup- staður, Gullberg, Skagstrendingur, SR-Mjöl og Byggðastofnun. Hver að- ili verður með 20% eignarhlut. Fyr- irtækið hefur ekki verið stofnað en stjórn Byggðastofnunar á eftir að fjalla um málið. Gert er ráð fyrir að stofnhlutafé verði um 50 milljónir króna. Strandberg mun kaupa eignir Strandasíldar sf. sem Byggðastofnun eignaðist á uppboði sl. haust. Strandasíld sf. fékk úthlutað 57 tonn- um af byggðakvóta frá Byggðastofn- un á síðasta ári og er gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki nýti kvótann. Að sögn Adolfs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Gullbergs, verður fyrst um sinn stefnt að vinnslu á uppsjávarfiski, einkum síld og loðnu. „Markmiðið er að styrkja vinnslu á uppsjávarfiski heima fyrir. Við stefnum á að vera til- búnir að hefja frystingu á loðnu um leið og hún berst en einnig höfum við möguleika á að salta síld. Við munum í fyrstu kaupa hráefni af þeim skipum sem það bjóða,“ segir Adolf. Nýtt fyr- irtæki á Seyðisfirði VEGNA fullyrðinga forvígismanna sjókvíaeldis á laxi af norskum upp- runa við Íslandsstrendur um að svo gott sem enginn lax sleppi lengur úr sjókvíum hjá nágrannaþjóðum okkar vill Landssamband stanga- veiðifélaga koma eftirfarandi á framfæri: Greint er frá því á frétta- vef InterSeafood.com að á jóladag hafi um 20.000 laxar, eða um 40 tonn, sloppið úr sjókvíaeldi hjá Nord-Senja-fiskeldisfyrirtækinu í Noregi. Fram kemur að óveður og mikil ölduhæð hafi valdið því að lax- inn slapp úr kvíunum. Landssamband stangaveiðifélaga er alfarið á móti sjókvíaeldi á norskum eldislaxi hér við land og varar við hættum sem því fylgja. Slíkt eldi er mikill mengunarvaldur, samþjöppun fisks á litlu svæði skapar sjúkdómahættu og stroku- fiskur getur valdið mjög óæskilegri erfðablöndun við villta íslenska laxastofna, auk þess að keppa við þá um fæði og búsvæði. Nærri lætur að þeir laxar sem sluppu frá Nord-Senja á jóladag séu jafnmargir og þeir sem veidd- ust alls á stöng á Íslandi sumarið 2000. Þá veiddust um 23.000 fiskar að frátöldum þeim fiskum sem Rangárnar gáfu. Eldislax sleppur úr kvíum í Noregi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.