Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 25 sögumaður sem heldur í gömul am- erísk gildi og varpar á þau gullnum ljóma og að því leytinu gerir hann þægilegar myndir. Hann vill ekki rugga bátnum of mikið. Hann vill hæga en örugga siglingu. Þannig er sárafátt út á Söguna um Bagger Vance að setja, sem gerist á kreppuárunum í Banda- ríkjunum og segir frá færum golf- ara sem lagt hefur kylfuna á hill- una eftir vonda upplifun í fyrri heimsstyrjöldinni en ákveður að taka þátt í stórmóti fyrir bæinn sinn, Savannah. Myndin er vel leik- in að mestu leyti. Myndatakan er í þessum fortíðarhyggjustíl sem á að fá Bandaríkjamenn til þess að trega saklausari tíma með falleg- um sólarlagsmyndum og smekk- legu götulífi eins og Norman Rock- well teiknaði það fyrir áratugum. Leikstjórnin er eins fagmannleg og hægt er að hafa það, býst ég við. Það eru hvergi tæknilegir hnökrar í frásögninni. Umbúðirnar eru lýtalausar. Nema hvað sagan er þegar allt kemur til alls kannski ekki beint máttlaus heldur ein- hvern veginn óskaplega þægileg. Redford tekst að sigla hjá öllum meiriháttar árekstrum þannig að meira að segja uppgjör golfhetj- unnar okkar við fortíðina, upplif- unina skelfilegu í stríðinu auðvitað sérstaklega, sem gert hefur hann að drykkjuhrúti og aumingja í meira en áratug, en líka ónýtt samband við stórglæsilega eigin- konuna (Charlize Theron), verður hvorki að einu né neinu. Í anda Redfords er miklu meira gert úr því t.d. þegar hetjan hittir holu í höggi um miðbik mótsins. Þá setur Redford allt í einu á him- neskan kórsöng og myndin fær svip heilagleikans og gömlu, amer- ísku bíóvellunnar í senn. Við erum náttúrulega ekki að horfa á golf heldur lífið sjálft með sigrum þess og ósigrum. Við kynnumst heim- speki golfsins með hliðsjón af lífs- baráttunni í gegnum dularfullan kylfusvein, sem Will Smith leikur glettilega vel. Hann virðist varla vera af þessum heimi heldur virkar hann eins og engill sendur af himn- um ofan til þess að gerast sálfræð- ingur hetjunnar á golfvellinum. Hann er gersamlega óútskýrð per- sóna, sem er allt í lagi vegna þess að engin persóna í allri myndinni er útskýrð nema á snöggslegnu yf- irborði golfvallarins. Þrátt fyrir það leiðist manni ekki að horfa á myndina líklega vegna þess hve hún er þægileg. Maður þarf ekki að taka neitt inn á sig. Þarf ekki að taka afstöðu til eins eða neins, bara láta hana fljóta í gegn á fagmennskunni og sólarlag- inu og átakaleysinu og kórsöng- num, þess fullviss að svona hafi tímarnir verið fullir af glæsi- mennsku og riddaramennsku og fallegu fólki að spila golf inn í kvöldið áður en næsta styrjöld braust út. Kannski ekki merkileg kvik- myndagerð en þægilegra gerist það ekki. ROBERT Redford, sem einu sinni var skærasta kvikmynda- stjarnan í Hollywood, gerir þægi- legar bíómyndir. Hann var einn af fyrstu stórleikurunum sem gerðist leikstjóri og vakti strax mikla at- hygli fyrir prýðilegt fjölskyldu- drama, Venjulegt fólk. Það er góð- látlegur, manneskjulegur húmor í myndum hans (Stríðið um bauna- akurinn í Milagro), frásögnin er vönduð og mjög öguð (A River Runs Through It) og við fáum jafnvel eitthvað leyndardómsfullt eða yfirnáttúrulegt í kaupbæti (Sagan um Bagger Vance). Red- ford er einstaklega gamaldags Lífið er golfKVIKMYNDIRS t j ö r n u b í ó o g R e g n - b o g i n n „The Legend of Bagger Vance.“ Leikstjóri: Robert Redford. Aðal- hlutverk: Matt Damon, Will Smith, Charlize Theron. DreamWorks 2000. SAGAN UM BAGGER VANCE 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason MYNDLISTARMAÐURINN Aernout Mik heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands á Laug- arnesvegi 91 mánudaginn 8. janúar kl.12.30, stofu 24. Aernout Mik er kunnur hol- lenskur myndlistarmaður sem notar myndbönd sem sitt aðal- tjáningarform. Hann er búsett- ur í Amsterdam og kennir við Ríkisakademíuna þar í borg. Aernout Mik var fulltrúi Hol- lendinga á Tvíæringnum í Fen- eyjum árið 1997. Hann er um þessar mundir gestakennari við Listaháskóla Íslands og í fyrirlestrinum seg- ir hann frá eigin verkum og sýnir myndbönd. Bæklingur um námskeið á vegum Opna listaháskólans á vorönn 2001 er kominn út og liggur frammi á skrifstofu LHÍ og hjá Opna listaháskólanum. Hann er einnig að finna á heimasíðu skólans, slóð www.lhi.is. Fyrirlestur í Listaháskóla RÚSSNESKA kvikmyndin Þrettándakvöld verður sýnd í Bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. janúar kl. 15. Myndin er frá árinu 1955, byggð á samnefndu leikriti W. Shakespeares. Leikstjóri er Júrí Fried. Kvikmyndin er með enskum texta og er aðgangur ókeypis. Þrettánda- kvöld í bíósal MÍR Kaffileikhúsið Síðasta sýning á einleiknum Missa Solemnis verður á í dag, laugardag, kl. 17.30. Í Missa Solemnis (árleg dýrðar- messa) segir frá vitringunum þrem- ur sem við þekkjum úr guðspjöllun- um sem fylgdu stjörnu Jesúbarnsins og færðu því gjafir; gull, reykelsi og myrru. En þar segir líka frá fjórða vitringnum, sem lagði af stað í sömu erindagjörðum en náði ekki að hitta barn ljóssins heldur lenti í saltnám- unum við Sódómu. Leikari er Jórunn Sigurðardóttir. Síðasta sýning FÁTT er amerískra en klappstýr- ur; þessar hjarðir íturvaxins kvenna- blóma sem sýna snilli sína í dans- mennt og söng ásamt hvatning- arhrópum til liðsins síns á ýmsum kappleikum í Vesturálfu. Gjarnan með dúska í höndum, léttklæddar mjög í litum heimaliðsins. Um slíkar ofurgellur fjallar Bring It On, og viti menn, gerir það merkilega skamm- lítið. Klappstýran Torrance (Kirsten Dunst) vinnur kosningu sem yfir- klappstýra í menntaskóla í San Diego í upphafi skólaársins. Aðrar sitja súr- ar eftir. Starfið reynist stórpólitískt, ótal ljón á veginum; öfundsjúkar klappstýrur í hennar eigin liði og öðr- um, ekki síst þeldökkar rappklöppur í fátækum nágrannabæ, byggðum lit- uðum. Þær gera stallsystrum sínum í San Diego ýmsar skráveifur, ræna þær m.a. danssporunum. Torrance ræður þá dansahöfund, sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Markmið allra klappstýra í Banda- ríkjum Norður-Ameríku er að kom- ast í alríkiskeppnina, sem fram fer í Flórída ár hvert. Þangað stormar allt liðið í fyllingu tímans og skekur sig hver sem betur getur. Dunst, og enn frekar Eliza Dushka, sem leikur nýliða í San Diego-liðinu, eru báðar svo góðar leikkonur og glæsilegar stúlkur að maður lítur tæpast á úrið, myndina á enda. Slíkt er kærkomið kraftaverk, miðað við efni og aðstæður. Vitaskuld er mynd- in þunn í roðinu, fyrirsjáanleg og aulaleg á köflum, en tekst að halda haus. Það má mikið vera ef Dushka á ekki eftir að verða þekkt nafn í kvik- myndaheiminum, það er unun að sjá hvað hún getur gert úr moðinu og heldur myndinni uppi oft og tíðum. Dunst getur einnig borið uppi atriði og Gabrielle Union leikur leiðtoga blökkustúlknanna af ámóta reisn og krafti. Annar góður kostur við Bring It On eru fjöldamörg snjöll og vel útfærð dansatriði, einkum hópsýningar sem sumar hverjar minna á meistara Busby Berkeley. Valdabarátta sem er spegilmynd af átökum hinna full- orðnu úti í þjóðfélaginu, þótt hún komust svona rétt með tærnar þar sem hin firnagóða Election hafði hæl- ana á síðasta ári. Eins er boðið uppá ógnarleiðinleg og tregafull ástamál Torrance og tveggja dísætra sveina, sem rugla klappstýruna í ríminu um sinn. Rocky á minipilsi? Tæpast. Hundr- uð álfakroppa og suðræn sól er hins- vegar sannkallað sálarvítamín í frost- beljanda og skammdegisgráma norðurhjarans. Kátína og raun- ir klappstýra KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u - b í ó , H á s k ó l a b í ó , N ý j a b í ó , A k u r e y r i , N ý j a b í ó , K e f l a v í k . Leikstjóri Peyton Reeds. Handrits- höfundur Jessica Bendinger. Tón- skáld Christopher Beck. Kvik- myndatökustjóri Shawn Maurer. Aðalleikendur Kirsten Dunst, Eliza Dushku, Gabrielle Union, Jesse Bradford, Natina Reed. Sýning- artími 95 mín. Bandarísk. Univer- sal t. Árgerð 2000. „BRING IT ON“ Sæbjörn Valdimarsson K O R T E R AMERIGO prins og Charlotte eru elskendur, en í peningavand- ræðum sínum giftist hann bestu vin- konu hennar, Maggie dóttur fyrsta bandaríska milljónamæringsins, Adams Ververs. Til að vera nálægt ástinni sinni giftist Charlotte Adam og nú er um að gera að ekki komist upp um leynilega sambandið. Hvar eru ástríðurnar? Það er ekkert gaman að þessu svona flötu. Maður finnur engan veginn fyrir ást fólksins hvers á öðru, eða hvernig þær tilfinningar breytast eða þróast. Heldur verður maður að giska á þær út frá upplýsingum sem hrynja úr munni persónanna. Og þegar maður á að lifa sig inn í til- finningar og hjartakvalir þeirra sem í raun unnast siðlausum ástum er lágmark að snertur sé viðkvæmur strengur í hjarta manns. Charlotte virkar spillt heimtufrekja á allt og alla, allir eru sífellt að velta sér upp úr tilgerðarlegum vandræðum, og maður skilur ekki af hverju. Hópur af ríku liði í leik sem ég nenni ekki að vera með í. Þetta er synd. Leikararnir hefðu geta gert miklu betur, þótt flestir standi þeir sig ágætlega miðað við aðstæður. Myndin virkar ósköp innantóm og enn tómari í svo fínni og íburðar- mikilli sviðsmynd og tilkomumiklum búningum sem fylgja svo fjársterk- um framleiðslum á períódumynd. Þetta er í þriðja sinni sem félagar Merchant og Ivory gera mynd eftir skáldsögu Henrys James, og enn og aftur er hinn viðurkenndi handrits- höfundur Ruth Prawer Jhabvala með þeim í för. Hér bregst henni hins vegar bogalistin því þótt ég hafi ekki lesið umrædda skáldsögu er handritið alls ekki nógu gott. Sum atriði eru bæði langdregin og óáhugaverð, þróun sögunnar fer fyrir ofan garð og neðan og ein- hvern veginn missir notkunin á gullnu skálinni, sem myndin heitir eftir og á að vera voða táknræn, marks. Fyrir marga er samvinna þessa fólks trygging fyrir góðri kvikmynd, en mér finnst þau mjög brokkgeng; frá því að nálgast algjöra meðal- mennsku upp í hreina snilld. Við skulum bara vona að þeim takist betur upp með næstu mynd og það er spennandi að vita hvað rit- verk þau taka fyrir þá. Ástarflækjur í fjölskyldunni KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala eftir skáld- sögu Henry James. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Jeremy Northam, Nick Nolte, Kate Beckinsale, Angelica Huston. Merchant-Ivory Productions 2000. THE GOLDEN BOWL Hildur Loftsdótt ir JAPANSKI kabuki-leikarinn Kankuro Nakamura sést hér í miðið dansa ljónadansinn, eða „Renjishi“, ásamt sonum sínum, Shichinosuke og Kant- aro, til að fagna 21. öldinni. Þúsundir Japana söfnuðust saman á nýársdag í Naruto, austur af Tókýó, til að fylgjast með dansinum og fyrstu sólarupp- rás 21. aldarinnar. AP Ljónadansinn www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.