Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 57

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 57 SINNA verka nýtur seggja hver, sæll er sá, sem gott gerir. Svo segir í Sólarljóðum og það á víða við, t.d. á Bjarni S. Konráðsson heiður skilinn fyrir dugnað við að safna og gefa út vísur og ljóð. Nýjasta verk hans, Undir blá- himni, kom út nú fyrir jólin, ljóðakver prentað í prentsmiðjunni Hólum, 208 bls. með gömlu og nýju efni. Gamla efnið er tilefni þess að ég rita þessa grein. Ef vafi er á hver sé höfundur ber að forðast fullyrðingar og að skrá vísu, sem kveðin var um 1726 eftir mann, sem fæddist rúmri öld síðar er vægast sagt fráleitt. Auk þess er 1. og 3. ljóðlínum vísunnar ruglað. Vísan, Far vel Hólar fyrr og síð, er prentuð á bls. 197 í bókinni og sögð vera eftir Jon Benidiktsson, það tel ég rangt. Ég lærði vísuna 1946 og Jónas afi minn sagði mér að hún væri nokkuð örugglega ort af Jóni Pálssyni Vídal- ín 1726. Jón Pálsson var sonur Páls lögréttumanns í Víðidalstungu, sem var eitt af betri skáldum 17. og 18. aldarinnar. Jón P. Vídalín var skip- aður sýslumaður yfir Eyjafjarðar- sýslu 1726 þá 25 ára gamall og ný- kvæntur Helgu dóttur Steins biskups á Hólum. Sagt var að þegar hann fór frá Hólum til Möðruvalla að birta lög- sagnarbréf sitt hafi hann ort vísuna Kveðju vísu til Hóla. Jón sneri heim til Hóla 12. okt. 1726 í tvísýnu veðri og fólkið í Flögu- seli, fremsta bæ í Hörgárdal, vildi að hann og tveir unglingar, sem voru samferða honum, gistu þar yfir nótt- ina en degi var þá mjög tekið að halla og snjódrífa nokkur. Jón þakkaði gott boð með vísu: Ó hvað tíminn er að sjá undarlega skaptur. Hvað mun dagurinn heita sá að hingað kem ég aftur? Hann kom aldrei aftur að Flögu- seli, því aftaka veður olli dauða þeirra þriggja á Hjaltadalsheiðinni og líkin fundust ekki fyrr en í júlí árið eftir. Þrátt fyrir mikla leit, sem Steinn biskup lét gera um veturinn, fundust bara hestarnir og slitin beisli við læk á heiðinni, snærinn geymdi líkin fram í júlí. Þannig var sagan, sem afi sagði mér um tilurð þessara tveggja vísna, við munum atburði betur með að tengja þá einhverju eftirminnilegu og ártali. Sýslumaðurinn ungi á betra skilið af okkur sveitungum hans en að við í lok 20. aldar rænum hann andans verkum, enda veit ég eftir samtal við Bjarna S. að það var aldrei ætlun hans né heldur að prenta oss í Brúar- vallavísu Jónasar frá Hofdölum á bls. 101 í staðinn fyrir þeim, óhöpp í prentun, sem ég vil benda eigendum bókarinnar á að leiðrétta, hver í sínu eintaki yfirstrika Benidiktsson á bls. 197 og skrifa að líkindum Pálsson Ví- dalín í staðinn, tölusetjið svo 1. ljóð- línu sem 3. og 3. sem 1. þannig er bók- in meira virði. Ég vona svo að Bjarni fari gæti- lega í skráningu höfunda á gömlum húsgönguvísum í næstu bók sinni. Þekktur fræðimaður á Akureyri, Hörður Jóhannsson, tjáði mér að Hólavísan væri prentuð á bls. 183 í Vísnasafni Páls Vídalíns, sem Jón Þorkelsson sá um og fékk prentað í Kaupmannahöfn 1897. Þar eru nokkrar vísur fleiri eignaðar Jóni Pálssyni og hinn grandvari útgefandi segir að sumar vísurnar séu af sum- um taldar eftir Jón son Steins bisk- ups sem dó ungur á 2. tug átjándu aldarinnar, þar er öryggis gætt en Jóns Ben. ekki, enda er hann þá í fullu fjöri og gat komið sínum at- hugasemdum að ef einhverjar hefðu verið. Öll erum við mannleg og okkur hendir óhjákvæmilega mörg mistök, það er eðlilegt. Hitt verðum við að kappkosta að gjöra sem minnst illt og skaða engan að ósekju, eg ætla að ljúka þessu pári mínu með tilvitnun í orð nýkjörins manns 20. aldarinnar skáldsins Laxness er hann segir í Ís- landsklukkunni: Okkar glæpur er að vera ekki menn, þó við heitum svo... Megi svo 21. öldin okkur blessun veita. Far-vel Hólar fyrr og síð, farvel sprund og halur, farvel Rafta-fögur-hlíð, farvel Hjaltadalur... PÁLMI JÓNSSON, Hólavegi 27, Sauðárkróki. Hver er höfundur vísnanna? Frá Pálma Jónssyni: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu um- ferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn á í Reykjavík í nóv- ember. Við veltum fyrir okkur mik- ilvægum þætti er snertir öryggi okk- ar í umferðinni. Hvers vegna við unga fólkið tökum áhættu með því að aka undir áhrifum áfengis. Því vilj- um við benda ykkur, kæru jafnaldr- ar, á nokkur atriði sem skipt geta sköpum í þessu efni. Við erum viss um að það að aka undir áhrifum áfengis er mesta ábyrgðarleysi sem menn geta sýnt. Við fullyrðum það vegna þess að við vitum eftirfarandi: Dómgreindin skerðist verulega við áfengisneyslu. Viðbragðstími lengist við neyslu áfengis. Aksturinn verður óöruggur. Sjónsviðið þrengist. Auknar líkur á syfju í akstri. Menn verða kærulausari við neyslu áfengis. Við erum réttlaus ef við ökum undir áhrifum áfengis. Því hvetjum við ykkur til að huga að því að skilja bílinn eftir heima (og lyklana) ef þið ætlið að neyta áfengis. Best væri bara að sleppa því að drekka. En ef það gengur ekki og bíllinn er nálægt er þjóðráð að biðja vin okkar sem er edrú um að geyma lyklana. Við hvetjum ykkur til að taka strætó eða leigubíl. Kostnaður- inn við slíkt eru smáaurar í saman- burði við þann kostnað sem við gæt- um þurft að leggja út ef við völdum tjóni ölvuð. Að lokum viljum við benda ykkur á að það er ekkert hægt að gera til að flýta fyrir því að verða edrú. Lifrin í okkur vinnur sitt verk hægt og bít- andi. Því verðum við að gæta þess að fara ekki of snemma af stað að morgni eftir neyslu áfengis. Margir hafa farið of snemma af stað og misst prófið daginn eftir. F.h. ungra ökumanna í ökuskóla Sjóvár-Almennra í Reykjavík í nóvember, EINAR GUÐMUNDSSON forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. Hefur þú ekið undir áhrifum? Frá ungum ökumönnum í ökuskóla Sjóvár-Almennra: Ölvaður ungur ökumaður getur verið í allt að 900 sinnum meiri hættu á að slasast en væri hann edrú. Er áhættan þess virði? Hér fór illa. RAÐGREIÐSLUR Útsala í dag laugardag 6. janúar kl. 12-19 og sunnudag 7. janúar kl. 13-19. Allt að 45% afsláttur ef greitt er með korti 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Sigtúni, Reykjavík, Fákafeni 11, sími 568 9120 Útsala 10-60% afsláttur af gjafavöru opið til kl.22 öll kvöld VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.