Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 53 Útsalan er hafin Hlíðasmára 17, Kópavogi barna- vöru- verslun HALLGRÍMSSÓKN í Reykjavík var stofnuð í október 1940, þegar Dómkirkjusókn, sem spannaði alla Reykjavík, var skipt upp í þrjár sóknir, Nessókn, Laugar- nessókn og Hallgrímssókn. Prestskosningar fóru fram í des- ember og voru tveir prestar skip- aðir sóknarprestar í Hallgríms- sókn, þeir séra Jakob Jónsson, sem lést árið 1989, og séra Sig- urbjörn Einarsson. Næstkomandi sunnudag, 7. janúar, eru liðin 60 ár frá því séra Sigurbjörn var skipaður prestur í Hallgrímssókn, þá 29 ára gamall, og mun hann prédika við messu í Hallgríms- kirkju kl. 11 f.h. þennan dag. „Enda þótt séra Sigurbjörn þjónaði Hallgrímssöfnuði ekki nema þrjú ár, þar sem hann var kallaður til kennslustarfa við guðfræðideild Háskóla Íslands, hefur hann æ síðan og fram á þennan dag fylgst með starfi safnaðarins og verið bæði hvetj- andi og styðjandi þátttakandi í því starfi sem fram fer í Hall- grímskirkju. Sigurbjörn biskup er án efa einn áhrifamesti kennimaður þjóðkirkjunnar á liðinni öld, bæði sem kennari við guðfræðideild- ina, prédikari, sálmaskáld, rithöf- undur og biskup, og enn tekur hann virkan þátt í starfi hennar, bæði í vörn og sókn,“ segir m.a. í frétt frá kirkjunni. Hallgrímssöfnuður hefur und- anfarið minnst afmælis síns með margvíslegum hætti og er guðs- þjónustan næstkomandi sunnudag lokaþáttur þeirrar hátíðar. Við messuna þjóna, auk Sigurbjörn biskups, prestar safnaðarins, þeir séra Sigurður Pálsson og séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Mót- ettukór Hallgrímskirkju/Schola cantorum mun syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar kant- ors. Sigurbjörn biskup, eiginkona hans frú Magnea Þorkelsdóttir og Baldur Pálmason, sem söng í kirkjukór Hall- grímskirkju frá upphafi og um fjörutíu ára skeið, gleðjast á afmæli Hallgrímssafnaðar í október síðastliðnum. Sigurbjörn biskup préd- ikar í Hallgrímskirkju Þrettánda- brenna í Grafarvogi HÓPUR áhugasamra íbúa Grafar- vogs um álfa og tröll, Ungmenna- félagið Fjölnir, skátafélagið Vogabú- ar og Gufunesbær standa að þrettándagleði í Gufunesi laugar- daginn 6. janúar. Álfar, tröll og jólasveinar verða á ferli og syngja fyrir íbúa á Eir og á sambýlunum í Grafarvogi frá kl. 18.45–19.45 en þá verður safnast saman á Gylfaflöt við Vélamiðstöð Reykjavíkur. Kl. 20 verður farin blysför að brennu í Gufunesi, kyndl- ar seldir á staðnum, dansað og sung- ið, álfadrottning flytur ávarp og kl. 21 verður flugeldasýning í boði Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar. Þrettándabrenna í Fossvogsdal ÞRETTÁNDABRENNA verður í dag, laugardaginn 6. janúar, á íþróttasvæði HK í Fagralundi í Fossvogsdal. Farin verður blysför frá vallarhúsinu í Fagralundi og að brennunni og hefst gangan kl. 17.30. Flugelda- og blysasala verður í vall- arhúsinu frá kl. 13. LEIÐRÉTT Láðist að geta söngvara Í UMFJÖLLUN um Vínartón- leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í blaðinu í gær láðist að geta tveggja söngvara sem komu fram í síðasta atriði tónleikanna. Þær heita Helga Magnúsdóttir og Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Þá var það Margrét Ásgeirsdóttir sem söng í umræddu atriði en ekki Arndís Halla Ásgeirs- dóttir. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Risaflugelda- sýning KR-flugelda ÁRLEG risaflugeldasýning KR- flugelda verður haldin á KR-svæðinu við Frostaskjól á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar kl. 18:30. Með henni fagna KR-flugeldar nýju ári, nýrri öld og nýju árþúsundi með glæsibrag, og vilja jafnframt þakka fyrir mikinn stuðning vesturbæinga og reyndar Reykvíkinga allra í flug- eldakaupum fyrir áramótin, segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni verður boðið upp á flest það besta sem völ er á í formi sýningarflugelda. Þrettándaflugeldasala KR-flug- elda verður jafnframt opin frá kl. 14 til 22 í KR-heimilinu við Frostaskjól. Stjórn Öryrkja- bandalagsins átelur ríkisstjórnina STJÓRN Öryrkjabandalags Íslands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. janúar 2001: „Stjórn Öryrkjabandalags Íslands átelur ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa virt að vettugi dóm Hæstaréttar við greiðslu tekjutryggingar um síð- ustu mánaðamót. Stjórn bandalagsins gerir þá lág- markskröfu að Tryggingastofnun rík- isins verði án tafar og undanbragða- laust gert að skila öryrkjum þeim hluta tekjutryggingar sem augljós- lega var af þeim tekinn með ólögmæt- um hætti þann 1. janúar síðastliðinn. Nú er hálfur mánuður liðinn frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stjórn Ör- yrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin tefji ekki lengur eðli- legan framgang laga og réttar. Stjórn Öryrkjabandalagsins vænt- ir þess að stjórnvöld taki af skarið áð- ur en vikan er á enda. Stjórnin mun koma saman til fundar mánudaginn 8. janúar kl. 8 árdegis til að meta stöð- una að nýju.“ Félag framhalds- skólanema ályktar um verkfallið Spár þeirra svartsýnustu að rætast FÉLAG framhaldsskólanema hefur sent frá sér eftirfarandi: „Spár svartsýnustu manna virðast rætast. Skólahald í framhaldsskól- um landsins hefur legið niðri í rétt um tvo mánuði og nemendur látnir húka utan veggja skólanna. Húka er þó kannski ekki rétta orðið, þolin- mæði meðalmanna endist ekki það lengi að þeir húki í tvo mánuði. Sem betur fer hafa flestir leitað á vit nýrra ævintýra, fengið sér vinnu, flutt sig til annarra landa. Þeir sem eftir húka eru þeir sem ekki hafa kost á öðru vegna atvinnuskorts í sinni heimabyggð og húka því í al- gjöru aðgerðaleysi og svo þeir sem enn húka yfir rykföllnum doðrönt- um, sem annars eru kallaðir skóla- bækur. Nú berast okkur fréttir af bjart- sýnum ráðamönnum þessarar deilu. Þeir tala um það að lítið þurfi á að bæta svo hægt verði að ljúka henni á næstu dögum. Á að bæta hvað? Þarf aukið fjármagn? Eða aukinn sveigj- anleika samningsaðila? Þarf fleiri daga í árið? Eða kannski fleiri kenn- ara í stöðurnar? Þarf aukna pressu framhaldsskólanema? Eða foreldra? Hvað svo sem það er þá er borin von að til sé aukaskammtur af þol- inmæði nemenda. Þeir hafa lang- flestir kastað af sér þungu fargi óvissu og sjálfsnáms. Við sem enn erum með hugann við deiluna krefj- umst því þess að hvað svo sem þarf að bæta verði bætt. Við viljum að samningsaðilar brjóti framan af of- læti sínu og geri það sem til þarf svo endar nái saman, leysi deiluna. Við viljum að hlýju verði hleypt inn í skólabyggingar og kennara til starfa til að taka á móti framhaldsskóla- nemum þjóðarinnar. Við viljum að báðum önnum skólaársins 2000-2001 verði lokið með þeim hætti að þeir framhaldsskólanemar sem líta um öxl á ævintýraferð sinni sjái hag sinn í því að snúa til baka og kjósi þá leið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.