Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 33

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 33 og vildu koma á fót rauðrefastofni svo að þeir gætu haldið áfram sínum þjóðlega sið, að stunda refaveiðar í þessum nýju heimkynnum. Þetta leiddi til þess að refirnir hófu að veiða chinchilladýr á næturnar en menn veiddu chinchilladýr á daginn. Loks gripu ríkisstjórnir þriggja ríkja Suður-Ameríku, Chile, Perú og Bolivíu, til þess ráðs að banna veiðar og sölu á afurðum chinchilla- dýrsins árið 1918 til að koma nag- dýrinu litla til bjargar en þá var teg- undin á barmi algerrar útrýmingar. Eftir mikið verndunarátak eru nú til litlir einangraðir stofnar syðst á hinu upprunalega útbreiðslusvæði dýrsins í Chile og hafa mörg þess- ara svæða verið friðuð til að tryggja framtíð þess. Chinchilla hefur á síð- ari árum orðið vinsælt gæludýr víða í Norður-Ameríku og Evrópu og er einnig ræktað vegna feldsins. Nýyrðasmiðir virðast ekki hafa séð ástæðu til að nefna chinchilla ís- lensku nafni. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Hvað eru margar fisktegundir við Ísland? SVAR: Við síðasta fiskatal sem Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, tók 15. nóv- ember 2000 var vitað um 360 fisk- tegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland. Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háf- fiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru helstu nytjategundirnar eins og þorskur, ýsa, síld, loðna og lax svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa fundist tvær tegundir svokall- aðra vankjálka eða hringmunna (sæsteinsuga og slímáll). Sumar þessara tegunda eru mjög sjaldgæf- ar á Íslandsmiðum og hafa aðeins veiðst einu sinni. Þá eru 40-50 teg- undir greinilega flækingar hér frá öðrum hafsvæðum, komnir hingað í ævintýraleit eða villtir af leið. Þegar hin merka bók Bjarna Sæ- mundssonar, Fiskarnir, kom út árið 1926 voru aðeins þekktar 130 teg- undir við landið og var þá miðað við 400m dýptarlínuna. Næsta fiska- bókin kom út 1983. Það var bók Gunnars Jónssonar, Íslenskir fisk- ar, og hafði þekktum tegundum við Ísland þá fjölgað í 231 en eru nú orðnar 360 eins og áður sagði. Segja má að þetta séu ekki marg- ar tegundir fiska sem hér finnast ef haft er í huga að í heimshöfunum þekkjast 24-25 þúsund fisktegundir. Jakob Jakobsson, prófessor í fiskifræði við HÍ. Suður-ameríska nagdýrið chinchilla. FRÉTTIR FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 7. janúar kl.10 í sína fyrstu dagsferð á árinu og er það árleg nýárs- og kirkjuferð. Að þessu sinni er farið í Krýsuvík með heim- sókn í Krýsuvíkurkirkju og í Her- dísarvík. Ferðin er í tilefni þess að 25 ár frá fyrstu kirkjuferð Útivistar sem var einmitt farin á sömu slóðir. Séra Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins verður með í för og flytjur hugvekju í kirkjunni, en síðan verður haldið til Herdísarvík- ur og umhverfið skoðað. Gengið verður niður á ströndina, kveikt fjörubál og skoðað Einarshús þar sem Einar Benediktsson skáld bjó síðustu æviár sín ásamt Hlín John- son. Fræðst verður um búsetu þeirra og annarra í Herdísarvík og fleira skemmtilegt sem tengist þessum mögnuðu slóðum þar sem búið var um aldir og í Herdísarvík og eru minjar um það og útræði fyrri tíma. Um fararstjórn og leiðsögn sjá Nanna Kaaber og Kristján M. Bald- ursson, en Nanna var einmitt með í fyrstu nýársferðinni fyrir 25 árum. Allir eru velkomnir í ferðina en far- gjald er 1.700 kr fyrir félaga og 1.900 kr fyrir aðra og frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Miðar eru seldir í farmiðasölu BSÍ og brottför er kl.10 frá BSÍ. Stansað verður við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Útivist fagnar nýju ferðaári með tunglskinsgöngu á fullu tungli og blysför næstkomandi þriðjudagskvöld 9. janúar og er mæting kl. 20 á áningarstað og bíla- stæði Heiðmerkur við Hrauntún- stjörn (ekið um Rauðhóla) og geng- ið þaðan á slóðir álfa og trölla sem leynast í skóginum og víðar. Nýársferð í Krýsuvík og Herdísarvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.