Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 17
Miövikudagur 30. raai 1979. 17 „Aoeins orðið var vlð göðan hug til Islands” „Islendingar koma hér talsvert við sögu, einkum á lista- og menningarsviðinu og einnig á iþróttasviðinu. Tryggvi ólafsson, myndlistarmaður hélt mikla málverkasýningu hér fyrir skömmu og Sveinn Björnsson stóra yfirlitssýningu á verk- um sinum. Þá var Háskólakórinn á ferð hér nýlega og iþrótta- hópar hafa komið hing- að að minnsta kosti mánaðarlega upp á sið- kastið”, sagði Agnar Klemens Jónsson, sendiherra Islands i Danmörku er Visir ræddi við hann ytra. seglr flgnar Klemens Jónsson, sendlherra í Kaupmannahöin, sem brátt lætur al störfum eftlr 45 ára start f utanrtkls- blðnustu Dana og ísiendlnga Starfsfólk sendirdðs- ins hefur mismikil afskipti af slikum viðburðum, en aukinn ferðamannastraumur til Dan- merkur og þaðan áfram út i heim hefur orðið til þess að oft er leitað til sendiráðsins vegna vegabréfa- útgáfu ,peningavandræða eða annarra vandamála, sem islensk- ir ferðamenn eiga við að glima. Veruleg kynningarstarf- semi „Starfið hér i sendiráði tslands i Kaupmannahöfn er ólikt starf- inu i öðrum sendiráðum sökum þess.hve tengslin milli Islands og Danmerkur hafa verið náin öld- um saman. Við höfum til dæmis litil afskipti af viðskiptum milli landanna, enda er þar yfirleitt byggt d gömlum viðskiptasam- böndum” sagði Agnar Klemens Jónsson er hann var spurður nán- ar um sendiherrastarfið. „Starfsmenn sendiráðsins vinna aftur á móti allmikið starf i sambandi við kynningu á Islandi, islenskum málefnum og islensk- um útflutningsvörum meðal ann- ars i tengslum við vörusýningar eða opnun nýrra fyrirtækja sagði Agnar Klemens.” „Núna á dög- unum var ég til dæmis i Vejle þar sem Hilda h.f. tók þátt i sýningu sem nefnist Nordfair, en þar eru kynntar prjónavörur. Slik sýning var i Tönder fyrir tveimur ár- Byrjaði ferilinn hjá Dönum Þegar hann rifjar upp þennan langa feril er honum ofarlega I huga starfið i dönsku utanrikis- þjónustunni á fjórða tug aldarinn- ar, en i kjölfar sambandslaga- samninganna voru nokkrir ungir íslendingar ráðnir i danska utanrikisráðuneytið. Það fór jafnframt með málefni Islands. Sömuleiðis segir hann að ánægjulegt hafi veriö að vinna með Vilhjálmi Þór við að koma á fót fyrstu aðalræðismannsskrif- stofu Islands i New York haustið 1940 og fást við skrifstofustjóra- starfið i islenska utanrfkisráðu- neytinu eftir lýðveldisstofnunina. _ Þvi starfi tók Agnar við i janúar * 1944, en þaö embætti svarar til þess sem siöar hefur verið nefnt embætti ráðuneytisstjóra. En okkur gefst hvorki timi né rúm til þess að fara nánar út i langan feril Agnars i þágu utanrikisþjónustunnar á þessum vettvangi. Góður hugur til íslands Aður en viðkveðjum vikjum við aftur að starfsemi sendiráðsins i Kaupmannahöfn og samskiptum Islendinga og Dana. „Ég hef aldrei orðið var viö annaö en mjög góðan hug til Islands og Islendinga hér i Danmörku” sagöi Agnar Klem- ens. „Við fáum mjög góða fyrir- greiðslu þegar við þurfum að leita til danskra aðila og reynum eftir mætti að greiöa götu danskra fyrirtækja og einstaklinga, sem leita til okkar, ýmist varðandi upplýsingar um tsland eða fyrir- greiðslu varðandi inn- eða út- flutning.” „Er mikiö fjallað um Island I fjölmiðlum hér i Danmörku?” „Það birtist tiltölulega litið af fréttaefni frá Islandi hér I blöö- um, en það, sem að öðru leyti er skrifað um landiö er yfirleitt mjög vinsamlegt. Við fylgjumst að sjálfsögöu náiö meö skrifum um Island og erum á verði gagn- vart heiðri og sóma landsins, og ef okkur finnst ástæða til að svara einhverju, sem fram kemur eða senda fjölmiðlum athugasemdir gerum við þaö,” sagði Agnar Klemens Jónsson sendiherra okk- ar á danskri grund. „Reynum eftir mætti að greiða götu danskra fyrirtækja og einstaklinga, sem leita tilokkar. . .”Agnar Klemens Jónsson, sendiherra,á skrifstofu sinni Isendiráöinu I Kaupmannahöfn. Visismynd: MG —ÓR. ÚTSAUMSVERÐLISTI um”. Sendiráðsdyr eru læstar Islenska sendiráðið er til húsa i húsmu númer 3 við Dantes Plads,- sem er i miðborg Kaupmanna- hafnar. Það vekur athygli Islendinga, sem þar koma, að dyr sendiráös- ins eru læstar á afgreiðslutima þess. Gestir eru beðnir aö hringja dyrabjöllu og eftir að einhver starfsmaður sendiráðsins hefur athugað gegnum örlitið gægjugat á hurðinni, hver þar er á ferð, eru dyrnar opnaöar. Agnar Klemens sagði er hann var spurður um þessa tilhögun, aö þaö hefði verið regla i þeim sendiráðum, sem hann hefði þjónaö, að hafa aðaldyr læstar. Engin ástæða væri til að hver sem væri gæti gengið þarna inn án þess að fylgst væri með þvi. Starfsfólk gæti verið upptekið við vinnu sina og óboðnir gestir gætu þá ráfað um húsakynni án eftir- lits. „Eruð þið smeyk um að hópur islenskra námsmanna ryðjist hér inn og hertaki sendiráðið, eins og bar við hér fyrir nokkrum ár- um?” „Nei, það er nú ekki ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi, enda var þaö við lýði, þegar náms- mennirnir settust hér upp um ár- ið. Þetta er að minu mati góð og gild regla, sem ástæða er til að halda i heiðri”. Góð samskipti við námsmenn „Hafið þiö mikil afskipti af þeim islensku námsmönnum, sem eru hér i Danmörku?” „Já, þaö er allmikið um aö námsmenn komi til okkar þegar þeir þurfa á ýmis konar aðstoð aö halda og við reynum að greiða götu þeirra eins og okkur er unnt. Við höfum haft góð samskipti viö námsmennina eins og aðra Islendinga, sem hér dveljast, og þegar þeir lögðu undir sig húsnæði sendiráðsins hér um árið til þess að mótmæla gerðum is- lenskra stjórnvalda fór vel á með okkur. Þetta var 25 manna hópur og nokkur börn þar á meðal. Hann var hér i sendiráðinu hér i sólarhring, hafði með sér nesti og fékk að hita sér kaffi og þetta fór allt friðsamlega framv” Reyndur á utanríkissviði Agnar Klemens Jónsson, sendi- herra, er einn af elstu og reynd- ustu starfsmönnum Islensku utanrikisþjónustunnar. Hann hóf störf sem ritari i utanrikisþjón- ustu Dana áriö 1934 og starfaði á vegum hennar i sendiráöi Dana i Washington og aðalræðisskrif- stofu þeirra i New York frá 1938 til 1940, en þá tók hann við störf- um i Islensku utanrikisþjónust- unni. Agnar gegndi um árabil starfi ráðuneytisstjóra utan- rikisráðuneytisins og haföi verið sendiherra Islands i Bretlandi, Frakklandi og Noregi, áður en hann tók við störfum sendiherra Islands i Danmörku 1976. Agnar hefur nú ákveðið eftir um fjög- urra áratuga starf i utan- ríkisþjónustunni að draga sig I hlé og mun hætta störfum sendiherra i lok þessa árs, er hann stendur á sjötugu. Með því að fylla út meðfylgjandi seðil og senda okkur hann _á§amt _ svarmerkjum að upphæð kr. 400 (f ást á öllum pósthúsum) fáið þér sendan 80 síðna litmyndaverð- lista með yfir 800 fyr- irmyndum. Navn: ................................................. Adr.: ................................................. Postnr.: .............................................. By.: .................................................. Kuponen sendes til: Eva Rosenstand/Clara Wæver Forsendelsesafdeling, Box 300 1501 Köbenhavn V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.