Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 28

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 28
m Miövikudagur 30. mal 1979. Hafið aðelns á ykkur peninga til dagsinsl ,,Þótt ekki sé skylt að sýna vegabréf á ferðum innan Norðurlandanna er rétt að benda fólki á að hafa vegabréf með sér, þegar það kemur til Kaup- mannahafnar, þvi að oft ákveður það að halda áfram héðan og þá vantar vegabréf. Eins er best fyrir fólk að kaupa farseðla fram og til baka strax áður en það leggur af stað. Iðulega kemur fyrir að fólk stendur hér uppi peninga- og farseðilslaust i lok dvalarinnar”. Þetta sagði séra Jóhann Hliðar sendiráðsprestur i Kaupmannahöfn, þegar Visir spurði hann hvað helst bæri að athuga áður en menn legðu af stað til Kaupmannahafnar. „Aldrei of varlega fariö meö feröapeningana” segir séra Jó- hann Hliöar sendiráösprestur i Kaupmannahöfn. Séra Jóhann er oft kvaddur til, þegar landar hans hafa lent i einhverjum vandræðum i heimsborginni og getur þvi gefið ýmsar ábendingar, sem gætu komið i veg fyrir að menn lentu i klandri. „Þegar fólk er komið hingað til Kaupmannahafnar, ráðlegg ég þvi að láta geyma peninga sina i gestamóttöku hótelanna og að hafa ekki meira fé á sér en það telur nauðsynlegt til dag- legra nota. Þá peninga er eins gott að varðveita vel þvi að margir Islendingar hafa eins og aðrir ferðamenn orðiö fyrir barðinu á vasaþjófum hér i borginni. Þar er oft um að ræða atvinnulausa útlendinga sem stundum eru nokkrir saman og miklir kunnáttumenn á sinu sviði”, sagði séra Jóhann. Sendiráðspresturinn sagði að ef menn hygðust dvelja viku eða hálfan mánuð i borginni væri hægt að fá inni á vistlegum „pensjónötum” eða gistiheimil- um á mun hagkvæmara verði en á hótelum. Þá væru einbýlishús eða sumarbústaðir einnig til leigu og væri auðvelt að setja auglýsingar um slikar óskir i Politiken eða Berlingske Tidende. Kæmu jafnvel til greina ibúðaskipti ákveðinn tima i þvi sambandi. VÍSIR SPYR í DANMÖRKU Hvað dettur þér i hug, þegar þú heyrir ísland nefnt? Paul Ashton, Esbjerg: Þorska- st'rið og eldgos. Grethe Torp, Kaupmannahöfn: Eldfjöll og kuldi. Skrifstofustólar fró 8 DANFLEX Verð kr. 32.000 Einar J. Skúlason Skrifstof uvéla- verslun og verkstæði Hverf isgötu 89 Sími 2-41-30. Sumortískon fyrir ungor konur VfRZIUNIH Vlsir innan um önnur dagblöö viös vegar aö úr heiminum I blaöagrind KTK blaösölunnar á Amager. AUÐVELT A0 FÁ VÍSI í HÖFN Vfsir leggur áherslu á að þjóna lesendum sinum i Kaupmanna- höfn sem best og þvi geta landar i borginni keypt Visi á tveim stöð- um. Fjöldi tslendinga býr á Amager og þvi er Visir á boðstólum i KTK blaðsölunni i Amager Centret, skammt frá Oresundskollegiet. Þá er Visir einnig til sölu á aðaljárnbrautarstöðinni þar sem þægilegt er fyrir Islendinga sem eru á ferðalagi að nálgast blaðið, svo og landa i Kaupmannahöfn þegar þeir eiga leið um miðborg- ina. —SG A járnbrautarstööinni i Kaupmannahöfn blasir Visir viö augum I blaöasölunni. Trúöarnir I Benneweis-sirkusnum bregöast ekki. Nærri aiflar- gamall sirkus Sirkus Benneweis hefur haft aðsetur i Sirkushöllinni i Kaup- mannahöfn i 10 ár, en 93 ár eru siðan Benneweis hóf starfsemi sem farandsirkus. Stór hluti flokksins er stöðugt á ferðalög- um, meðan hinn hlutinn skemmtir gestum i Kaup- mannahöfn. Sirkushöllin er opin mánuðina april til október og eru sýningar á hverju kvöldi klukkan 20. Einnig eru sýningar klukkan 16 á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, svo og klukkan 15 á miðvikudögum. Höllin er við Axeltorv og þarna skemmtir fjöldi listamanna frá ýmsum löndum, að ógleymdum dýrun- um sem koma fram. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.