Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 46

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 46
Miðvikudagur 30. mal 1979 46 Mlkill agl 1 Konungiega lelkhúsinu „Friðrik konung- ur tðk ðátt f að sviðsetja eina óneruna” Magnús Jðnsson óperusöngvarl rlfjar upp mlnningar frá 10 ára starfi vlð Konunglega lelkhúsið ,,Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna við svona leikhús, þar sem andrúmsloftið beinlinis kallar á að menn geri sitt besta,” sagði Magnús Jónsson óperusöngvari i samtali við Visi. Magnús er einn fjögurra tslendinga, sem um langt árabil störfuðu við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hinir voru Einar Kristjánsson, Stefán íslandi og Anna Borg. Þau voru þar öll samtíma en siðan þeir Stefán og Magnús fluttu heim fyrir rúmum áratug, hafa islendingar ekki unnið við leikhúsið. ,,Jeg kan ikke” Við spurðumMagnús hvernig hann hefði komist að viö leikhúsiö, þvi varla mun þaö vera mjög opið fyrir útlending- um. „Nei, útlendingar eru yfirleitt ekki teknir inn, nema þeir séu þá talsvert betri en þeir, sem Danir hafa á aö skipa,” sagði hann. „Forsagan er sú, að Poul Reumert heyrði mig syngja i Kátu ekkjunni 1956 og kom eftir það nafni minu á framfæri i Konunglega leikhúsinu. Ég fékk bréf frá leikhússtjórninni þar sem mér var boðið aö koma út og prufusyngja. Þetta er í eina skiptið sem ég hef prufusungiö og mér fannst það alveg hryllilegt. Þarna var mér stillt upp á þessa stóru senu með dimman salinn fyrir framan mig. Mér gekk vel með fyrstu ariuna en svo fannst méir ég alls ekki geta þetta og sagði á lélegri dönsku: „Jeg kan ekki synge nú”. En það var auðvitaf} ekki tekið I mál að ég hætti og þegar ég var búinn aö jafna mig, byrjaði ég a.ftur að syngja. A eftir kom svo leikhússtjór- inn upp á svið og réði mig á stundinni með þvi skilyröi aö ég færi I óperuskólann f tvö ár, aðallega til að læra að leika. Og það er ekki að orölengja það, að ég tók boðinu og var sfðan við leikhúsiö næstu 10 árin.” Mikill agi. Á þessum árum söng Magnús 15—16 hlutverk og voru þau oftast aðalhlutverk. Frumraun- in kom strax á öðru ári, en þá söng hann II Trovatore. „Æfingar stóðu yfirleitt yfir I þrjá mánuði og strax eftir frum- sýningu var byrjað að æfa næsta verkefni. Einu sinni man ég eftir aö hafa sungið í þrem óper- um þrjá daga i röð. Það var geysilegur agi I leikhúsinu og aldrei slakað á. Leikstjórinn kom á hverja sýn- ingu og ef honum fannst eitthvað vera farið að slakna á, þá voru æfingar teknar upp aft- ur. I óperu á hver hreyfing alltaf að vera nákvæmlega eins og hún var á frumsýningunni.” Urðu að vera betri. Hvernig var að vera lslend- ingur við Konunglega leikhúsið? „Ég kunni mjög vel við Dani, en við fundum það strax að við urðum að vera betri en hinir, annars vorum við látir fara. Það er ósköp skiljanlegt. Ég býst ekki við að við Islendingar kærum okkur um gesta- söngvara nema þeir taki okkur fram. Danir hafa alltaf átt mjög góða söngvara. Þá hefur helst skort tenórsöngvara og viö Einar og Stefán höfum kannski notiö góðs af þvi.” . Sterkar hefðir „Vinnuaðstaðan við leikhúsiö var hreint út sagt dásamleg. Þar rlktu mjög sterkar hefðir, sem sköpuðu skemmtilegt and- rúmsloft. Starfsfólkið bar gagn- kvæma virðingu hvert fyrir öðru og fyrir húsinu.Þar var til dæmis aldrei farið inn á senu með höfúfat eða I frakka. Og ég man aldrei eftir þvl aö fólk rifist , á senunni. Það var þá frekar gert annars staöar. Konunglega leikhúsiö er mik- " iö menningarmusteri fyrir allar listir og þaö voru mjög mík'iar kröfur gerðar til allra. Það þurfti meira að segja mikiö til að komast I kórinn, hvað þá annað. En þegar menn höfðu verið teknir inn þá voru þeir lika vel launaðir. Ég býst viö að laun þeirra sem voru 1 aöalhlutverk- um hafi verið og séu jafnvel enn fimmföld verkamannalaun.” Konunglegur stjórnandi „Konungsfjölskyldan hefur gertsitttilað auka álit leikhúss- ins. Hún hefur alltaf sýnt húsinu mikinn áhuga og kemur oft á sýningar. Einu sinni man ég eftir að Friörik konungur tók talsveröan þátt i einni uppsetningunni. Við vorum að æfa Gianni Schicci og Friðrik langaöi til að stjórna verkinu. Hann kom á margar æfingar, en það varð aldrei úr að hann stjórnaöi. Ég held að hann hafi ekki haft þrek i það. í hvert sinn sem þjóðhöfðingj- ar komu I heimsókn, var þeim boðið I Konunglega leikhúsið. Einu sinni söng ég fyrir þrjá . kónga I einu.Gústaf Sviakonung, Ólaf Noregskonung og Friðrik Danakonung. Við þessi tækifæri vió brúum bilió ámilli fslands og umheimsins Skipá vegum fcimskips koma íi annaó þúsund sim- urn i meira en 100 hafnir i yfir 20 londum á hvórju árf. Ivteó þviadveiiavióökvtavúium smum svo fjólbroytta rnoflukJika a oruggn og þæg*legrf þjónustu stutMar Eimskip aó bættum tengsJum Islands vió him vió- gkiptatoga umhetm HF EIMSKIPAFELAG ISLANDS „Andrúmsloftið kallar á að menn geri sitt besta”. Visismynd JA - voru sýningarnar sérstaklega hátiðlegar og það voru einu skiptin sem viö hneigðum okk- ur. Að öllum öðrum sýningum loknum var „fýrað” niður járntjaldi, sama hvað mikiö var klappað. Mér fannst þetta alltaf kuldalegt Það var eins og vatns- gusa framan i áhorfendur. Þau eru leiðinleg þessi járntjöld.” Breytingar „Ég held að þessar sterku heföir hafi riðlast slðustu 10 árin. Eldri mennirnir hafa reynt að sporna gegn þeirri þróun, en ekki tekist það fyllilega. Menn eins og Reumert héldu uppi reisn leikhússins og smituðu frá sér og meðan hann var við leikhúsið hélst þessi virðing manna fyrir þvi og starfinu þar. Reumert var einn mesti leik- ari, sem uppi hefur verið. Það er ómetanlegt að hafa haft svona kennara. Þau hjónin Paul Reumert og Anna Borg veittu mér mikinn stuðning. Þau kröföust líka mikils af mér og vildu t.d. ekki að ég umgengist aðra íslendinga fyrstu 2—3 árin á meðan ég var að ná tökum á dönskunni. Eins var Stefán Islandi mér hjálpsamur. Hann var búinn að vera við leikhúsið i 10—15 ár og hann tók mig I tfma og hjálpaði mér á alla lund. Mér var það mikils virði, þegar hann færði mér blóm eftir mlna fyrstu frumsýningu og sagðist vera himinlifandi yfir árangrinum. Þó vorum viðá sömullnu, ef svo má segja.” Ef fólk hlustar Eftir 10 ára starf tók Magnús þá ákvörðun aö flytja heim. „Nei, ég sé svo sem alls ekki eftir þvi,” sagði hann. „Ég hef haft heilmikið að gera I söngn- um þótt hann sé ekki mitt aöal^ starf. Mér finnst alltaf langbest að syngja í leikhúsum og ég hef töluvert sungiö við Þjóöleikhús- ið. Og þótt það sé ekkert sér- stakt við það að syngja á skemmtunum, getur oft skapast þar góð stemmning. Það er sama hvar maður syngur, ef maður finnur að fólkið hlustar, er þaö gleöilegt og gaman.” —SJ Magnús Jónsson I hlutverki sinu i óperunni Rigoletto við Konung- lega leikhúsið I Kaupmannahöfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.