Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir bæklingur frá Heims- ferðum. MORGUNBLAÐINU í dag utan höfuðborgarsvæðis fylgir blað frá Kringlunni, „Kringlukast“. NÝ þota fraktflugfélagsins Blá- fugls kom til landsins í gærmorgun eftir breytingar í Bandaríkjunum. Fyrsta fraktferðin verður farin næstkomandi sunnudag til Kölnar. Fyrirtækið ráðgerir flug milli Ís- lands, Englands og Þýskalands fimm sinnum í viku og um helgar verður einnig flogið til Lúx- emborgar. Þota Blá- fugls komin til landsins Morgunblaðið/Jim Smart TÖLUVERÐ átök urðu á flokks- þingi Framsóknarflokksins í gær um sjávarútvegsmál. Unnið var að því að ná samkomulagi í sjávarútvegsnefnd þingsins og hefur komið fram tillaga um að skipuð verði nefnd til að fara ítarlega ofan í þessi mál innan flokksins. Magnús Stefánsson, sem stýrir sjávarútvegshópnum, sagðist vonast eftir að samkomulag tækist um þessa málsmeðferð. Það væru margir á þeirri skoðun að það þyrfti að skoða miklu betur þær hugmynd- ir sem fram hefðu komið á þinginu. Samkvæmt drögum að ályktun um sjávarútvegsmál sem liggja fyrir þinginu er lagt til að „að við endur- skoðun á lögum um stjórn fiskveiða verði byggt á því samkomulagi sem náðist í auðlindanefnd. Tekið verði upp hóflegt gjald fyrir afnotarétt af aflaheimildum er taki mið af afkomu sjávarútvegsins. Tekjur af aflaheim- ildum renni í ríkissjóð“. Deilt um tillögu Kristins Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks framsóknarmanna, hefur hins vegar lagt fram tillögu um að flokksþingið lýsi sig fylgjandi svo- kallaðri fyrningarleið, en hún geng- ur út á að ákveðinn hundraðshluti veiðiheimildanna verði fyrndur hvert ár þar til allar aflaheimildir hafa verið innkallaðar. Kristinn leggur til að fyrndum aflaheimildum verði ráðstafað til ákveðins tíma með því að selja þær á markaði eða upp- boði. Kristinn vill ennfremur að sveitarfélögum verði fengið forræði yfir þriðjungi til fjórðungi veiðiheim- ildanna og þau hafi tekjur af þeim. Magnús Stefánsson sagði að tekist hefði verið á um þessar tillögur í sjávarútvegsnefnd flokksins. Flestir væru hins vegar sammála um að þörf væri á að ræða þessi mál betur innan flokksins. Það lægi t.d. ekki fyrir hvernig menn vildu útfæra fyrning- arleiðina og eins lægi ekki fyrir hvaða afleiðingar gjaldtaka eða fyrn- ing hefði á sjávarútveginn og byggð- ir landsins. Þess vegna hefði komið fram tillaga um að flokkurinn setti á fót nefnd til að fjalla ítarlega um þessi mál með hliðstæðum hætti og gert var í Evrópumálum. Magnús sagði að ef þetta gengi eftir yrðu bæði tillaga Kristins og til- laga um hóflegt auðlindagjald dregn- ar til baka og færu til nánari skoð- unar í nefndinni. Hins vegar yrði lagt til við flokksþingið að það álykt- aði um að áfram yrði byggt á tví- skiptu kerfi, aflamarkskerfi annars vegar og hins vegar smábátakerfi sem yrði blandað aflamarkskerfi og sóknarmarkskerfi. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra gagnrýndi til- lögu Kristins á þinginu í gær og mælti með því að látið yrði reyna á hvort hún ætti stuðning í atkvæða- greiðslu. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, fyrrverandi alþingismaður, var- aði einnig við afleiðingum af tillögu Kristins. Tillaga Kristins fékk hins vegar stuðning frá allmörgum þing- fulltrúum. M.a. lýsti Einar Skúlason, formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna, stuðningi við hana. Sjávarútvegsályktun þingsins verður afgreidd í dag, á lokadegi þingsins. Átök um sjávarútvegsmál á flokksþingi framsóknarmanna Auðlindagjald og fyrning- arleið verði skoðuð í nefnd KJARASAMNINGUR var undirrit- aður í húsakynnum Ríkissáttasemj- ara aðfaranótt laugardags milli samninganefndar ríkisins og Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands og Félags matreiðslumanna vegna starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Í fréttatilkynningu frá Ríkissátta- semjara segir að samningurinn taki mið af kjarabreytingum sem orðið hafa hjá farmönnum og gildir hann til 31. ágúst 2004. Fundur hófst kl. 13.30 í gær í deilu sjómanna og útgerðarmanna en fundir hafa staðið stíft síðustu daga. Samið við sjómenn hjá Gæsl- unni KOSNINGABARÁTTA Framsókn- arflokksins vegna alþingiskosning- anna 1999 kostaði flokkinn 34,4 millj- ónir króna. Þetta kom fram í skýrslu Unnar Stefánsdóttur, gjaldkera flokksins, á flokksþingi Framsókn- arflokksins. Hún sagði að fjárhags- staða flokksins hefði oft verið verri en brýnt væri að lækka skuldir flokksins sem væru ekki síst komar til vegna kosningabaráttunnar. Á flokksþinginu voru reikningar vegna áranna 1998–2000 afgreiddir. Samtals námu rekstrartekjur á þessum árum 140,9 milljónum. Rekstrargjöld námu 152,8 milljónum og þess vegna var rekstrartap þess- ara þriggja ára 11,9 milljónir. Stærsti einstaki tekjuliðurinn var 90 milljóna króna framlag frá þing- flokki framsóknarmanna. Vaxta- gjöld námu 11,2 milljónum. Fram kom í máli Unnar að langtímaskuldir Framsóknarflokksins næmu sam- kvæmt þessu uppgjöri 30 milljónum og skammtímaskuldir 25 milljónum. Hún tók fram að á fyrstu mánuðum þessa árs hefði tekist að lækka skuldir flokksins og mikilvægt væri að halda því áfram. Kosninga- baráttan kostaði 34 milljónir MYNDAVÉLUM, myndbandsupp- tökuvélum og linsum fyrir milljónir króna var stolið í innbroti í verslun Hans Petersens við Laugaveg að- faranótt laugardags. Þrír menn voru að verki en komust undan. Fulltrúi fyrirtækisins segir að svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt en ræningjarnir voru flúnir 27 sekúnd- um eftir að hafa brotið rúðu á fram- hlið verslunarinnar. Að sögn lögregl- unnar var innbrotið tilkynnt klukkan 5:19 á laugardagsmorgun. Eftirlitsmyndavélar námu inn- brotið og athafnir mannanna þriggja inni í versluninni en þeir voru allir grímuklæddir. Létu þeir viðvörunar- bjöllur, sem fóru í gang við innbrotið, ekki aftra sér. Er þetta þriðja inn- brotið í verslunina á skömmum tíma. „Þetta er skelfileg þróun og glæpamennirnir virðast ekki láta sig öflugar varnir neinu skipta. Við sjáum ekki önnur ráð úr þessu en hafa vaktmenn í verslununum á nótt- unni,“ sagði fulltrúi Hans Petersen við Morgunblaðið. „Þetta hefur verið þrælhugsað innbrot og glæpamennirnir virðast vita nákvæmlega hvað þeir vilja.“ Innbrot hjá Hans Petersen Milljónaverð- mætum stolið Morgunblaðið/Kristinn Glerbrot og auðar hillur mættu starfsfólki Hans Petersen á laugardags- morgun eftir að innbrotsþjófar höfðu látið greipar sópa um verslunina. SÍMINN mun næsta sumar gera áskrifendum GSM-þjónustu kleift að fá 64 kílóbita SIM-kort sem í er fólgin rafræn undirskrift. Með þessum hætti hyggst Síminn tryggja að GSM-notendur geti stundað viðskipti eða verslað með símum sínum í gegnum Netið með öruggum hætti. Magnús Salberg Óskarsson, verkefnisstjóri hjá Símanum, sagði að fyrirtækið væri meðal fyrstu símafyrirtækja í heimi til þess að hefja miðlun rafrænna undirskrifta í SIM-kort til notenda GSM-þjón- ustu en hægt verður að nota debet- kortareikninga eða kreditkort með þessari tækni. Hann sagði að ástæða þess að nýjum kortum væri skipt út fyrir þau gömlu, sem voru 16 eða 32 kílóbita kort, væri sú að nú væri hægt að tryggja öryggi með svokölluðum PKI-staðli, sem er hin eiginlega rafræna undir- skrift, og WIM-staðli, sem tryggir að notandi með WAP-síma geti nálgast rafrænu undirskriftina í símanum sjálfum en þurfi ekki að fá hana senda með SMS-skilaboða- þjónustu. „Bankarnir hér á landi fóru á sín- um tíma af stað með WAP-þjónustu fyrir viðskiptavini sína en vegna þess að ekki náðist sátt um þá ör- yggisstaðla sem voru til staðar komst þessi þjónusta aldrei á flug. Með nýjum kortum getur hins veg- ar sá sem veitir ákveðna þjónustu orðið þess fullviss að viðskiptavin- urinn sé sá sem hann segist vera en ekki einhver sem hefur fengið upp- lýsingar um kortanúmer á óheið- arlegan hátt. Þá getur viðskiptavin- ur haft fullvissu fyrir því að engar fleiri færslur fari fram án hans samþykkis en sérstakur kóði mun tryggja öryggi viðskipta hjá báðum aðilum. Með öðrum orðum fær GSM-notandi sitt eigið auðkenni sem tryggir öryggi í hvívetna.“ Gert er ráð fyrir að hægt verði að dreifa kortunum í júní eða júlí en Magnús taldi víst að þau mundu opna fyrir ýmiss konar nýja þjón- ustu eins og greiðslumiðlun í gegn- um GSM-síma, aðgengi að innri upplýsingakerfum fyrirtækja eða að gagnasöfnum opinberra aðila eins og hjá skattayfirvöldum og heilbrigðisstofnunum. Hann benti jafnframt á að Ísland væri tilvalið til þess að gera tilraunir með greiðslumiðlun í gegnum GSM- síma því hjá Reiknistofu bankanna væri hægt að komast að sameig- inlegu miðlægu kerfi allra banka í landinu. „Með góðri lausn er hægt að fá aðgengi að öllum reikningum landsmanna í gegnum GSM-síma.“ Hjá Símanum eru um 130 þúsund viðskiptavinir í GSM-áskrift en Magnús sagði ekki ljóst hvort þeir mundu bera einhvern kostnað af því að skipta út sínu SIM-korti fyr- ir nýtt. Hann vildi ekki gefa upp hvaða kostnað Síminn bæri af því að kaupa ný SIM-kort fyrir not- endur. Rafræn undir- skrift í GSM-síma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.