Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 11
samningsríkjanna. Uppfylli útlendingurinn ekki öll þessi skilyrði er honum bannað að koma inn á Schengen-svæðið. Vegabréfum farþeganna er rennt í gegnum tölvulesara (skanna) sem les texta og kóða af vegabréfunum með sjálfvirkum hætti og er beintengdur við Schengen- upplýsingakerfi (SIS) Schengen-ríkjanna. Les- arinn flettir sjálfkrafa upp í gagnabankanum, sem hefur nú að geyma milljónir færslna, þar sem skráð eru nöfn óæskilegra útlendinga, eft- irlýstra manna, stolin skilríki o.fl. Komi nafn farþega fram á skjánum er hann leiddur upp í hliðarherbergi þar sem mál hans er rannsakað frekar. Tekinn hefur verið í notkun fullkominn tæknibúnaður í landamæra- stöðinni til að rannsaka hvort ferðaskilríki eru fölsuð. Einnig er þar að finna biðherbergi með sjónvarpi, leikhorni og sturtuklefa, fyrir ein- staklinga eða fjölskyldur sem fá ekki inngöngu inn á Schengen-svæðið og er snúið við í hliðinu. Þegar farþegahópurinn hefur komist í gegnum vegabréfaskoðun og landamæraeftirlit er hann kominn inn á Schengen-svæðið á annarri hæð byggingarinnar. Nú er farþegunum frjálst að ferðast til hvaða Schengen-lands sem er án þess að sýna vegabréf eða sæta persónueftirliti á landamærum Schengen-ríkjanna. Eins og innanlandsferð Farþegar á leið frá Íslandi til Evrópu þennan morgun verða strax varir við breytingar þegar þeir hafa lokið innritun á jarðhæð gömlu flugstöðvarinnar. Íslendingar eru orðnir aðilar að Schengen-vegabréfasamstarfinu og geta nú ferðast til annarra Schengen-landa nánast eins og um innanlandsferð sé að ræða. Farþegarnir þurfa ekki lengur að framvísa vegabréfi áður en haldið er inn á fríhafnarsvæði flugstöðvarinnar þar sem vegabréfaskoðun hefur verið felld niður. Þeir þurfa þó að framvísa far- seðli og fara gegnum vopnaleit áður en þeim er hleypt lengra inn í flugstöðina. Hér skilur leiðir farþega og fylgdarmanna á völlinn sem er eftir sem áður óheimilt að fara inn á frísvæði Leifs- stöðvar. Farþegar á leið til annarra Schengen- landa geta nú farið um allt Schengen-svæði flug- stöðvarinnar á 2. hæð byggingarinnar og út í vél- arnar án þess að sæta vegabréfaskoðun. Við komu á áfangastað ganga þeir einnig rakleitt í gegnum flughöfnina og þurfa hvergi að framvísa vegabréfi. Þeir geta þó engu að síður þurft að að sæta vopnaleit og tollskoðun. Aðildarríki Schengen hafa ekki afsalað sér rétti til að krefja fólk um löggild persónuskilríki og því þurfa farþegarnir að hafa vegabréfið með- ferðis, sem er eina löggilta persónuskilríki Íslend- inga. Þegar farþegarnir innrita sig svo á hótel eða staði sem selja gistingu er þeim gert að fylla út skráningarkort og sanna á sér deili með gildum persónuskilríkjum, samkvæmt reglum Schengen- samningsins. Farþegum sem þurfa að læknisráði að hafa meðferðis lyf sem innihalda ávanabind- andi eða geðvirk efni ber einnig að hafa á sér staðfest lyfjavottorð, sem þeir gætu þurft að framvísa vegna tollskoðunar og fíkniefnaeftirlits í Schengen-löndum. Tollskoðun við heimkomu Þegar síðdeg- isvélarnar koma frá Evrópu ganga þúsundir far- þega sem koma frá Schengen-löndum óhindrað inn landgang Leifsstöðvar, framhjá landamæra- hliðunum og í gegnum flugstöðina án þess að vera krafðir um vegabréf, hvort sem um Íslend- inga eða erlenda ferðamenn er að ræða. Á efri hæð norðurbyggingar flugstöðvarinnar hafa gömlu vegabréfaskoðunarbásarnir verið lagðir niður. Talningu erlendra ferðamanna í landa- mærahliðunum hefur einnig verið hætt. Þegar farþegarnir hafa sótt töskur sínar þurfa þeir eftir sem áður að fara í gegnum tolleft- irlit sem er óbreytt frá því sem verið hefur og gætu þurft að sæta þar leit í handfarangri.                             !!   "#"$ % &'#  (")'       !  *   + , -             '.  /       15 löndum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 11 Hvað er Schengen? + Afnám vegabréfaskoðunar á innri landamærum 15 Schengen-ríkja. + Hert eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. + Óbreytt tolleftirlit á landamærum Ís- lands. + Óbreytt eftirlit með farangri farþega. + Ekki verða tekin upp sérstök per- sónuskilríki. + Ferðamenn þurfa alltaf að hafa vega- bréf meðferðis til annarra landa. + Samtengt upplýsingakerfi (SIS) og gagnabankar með 1–2 milljón skrán- ingum eftirlýstra einstaklinga og óæskilegra útlendinga sem fá ekki að koma inn á svæðið og um 9 milljón skrám yfir týnd skilríki, stolna bíla o.fl. + Um 700 þúsund færslur bætast í upplýsingakerfið með inngöngu Norð- urlandanna. Nokkrir Íslendingar eru þegar skráðir í kerfið. + Fletta má upp í upplýsingakerfinu við landamæraeftirlit, lögreglueftirlit og tolleftirlit, útgáfu vegabréfsáritana og dvalarleyfa. + Aukið og eflt samstarf í baráttu gegn fíkniefnum, alþjóðlegri brotastarfsemi og viðbúnaður vegna ólöglegra inn- flytjenda. + Samræmdar vegabréfsáritanir gilda til allra Schengen-ríkjanna. – Landa- mærastöðvar á Íslandi verða á 5 flug- völlum og í 25 höfnum. – Talningu er- lendra ferðamanna við vegabréfa- skoðun í Leifsstöð hefur verið hætt. + Lögregluskrifstofa (SIRENE) í hús- næði Ríkislögreglustjóra, opin 24 klst. á sólarhring, sinnir lögreglusamvinnu Schengen-ríkja. + Samstarf um móttöku flóttamanna og hælisleitenda. + Erlendir gestir fylla út skráningarkort á hótelum og framvísa persónuskil- ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.