Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 29
hún allan tímann. Er skemmst frá því að segja að það var mikill léttir að komast á áfangastað þó ekki væri nema til að losna undan því að heyra „Jailhouse Rock“ einu sinni enn. Jakuxar og hefðbundnir búskaparhættir Áður en komið var til Songpan stigu um borð menn sem vildu selja okkur hestaferðina. Kom í ljós að hestaferðin með þremur leiðsögu- mönnum, mat og gistingu í þrjá daga og tvær nætur myndi kosta okkur þrjú samtals um 5.400 kr. ís- lenskar. Aðstæður og búnaður voru reyndar nokkuð langt frá því sem við Vesturlandabúar eigum að venj- ast en leiðsögumennirnir hlóðu und- ir okkur og við þurftum ekki að gera neitt nema að stíga á bak og njóta ferðarinnar. Þeir elduðu ofan í okkur, reistu tjöldin, lögðu á hest- ana og löguðu kraftmikið te sem þeir nefndu hestate. Frá Songpan var farið yfir hrygg yfir í næsta dal sem var iðagrænn og var þar eins og tíminn hefði staðið í stað. Hús byggð með hefð- bundnum stíl úr tré og steini, hús- dýr ráfuðu um í þorpinu og börn og fólk unnu vinnu sína án allra nú- tímahjálpartækja sem við Vestur- landabúar eigum að venjast. Á hryggnum voru jakuxar á beit og kipptu sér lítið upp við þó að við ferðalangarnir riðum í gegnum hóp- inn. Í dalnum sem við riðum niður í var ætlunin að skoða tvær sérstæð- ar náttúruperlur, annars vegar Zhaga-fossinn sem rennur í mjúk- um leirfarvegi og hins vegar krist- altæra lind. Leiðsögumennirnir okkar voru tveir karlmenn um fimmtugt og ungur strákur innan við tvítugt. Þeir voru ráðnir einungis til að fara með okkur í þessa ferð og þeirra vinna var stopul. Hestaleigan réð þá einungis til að fara með okkur í þessa þrjá daga og þeir áttu hest- ana og allan búnað. Hestaleigan þjónaði einungis hlutverki millilið- ar. Eftir það sneru þeir aftur til Songpan og gat þá liðið aftur lang- ur tími þar til þeir fengju næsta túr. Þeir sögðu að á sumrin væri oft tiltölulega mikið að gera en á vet- urna væri ástandið oft frekar dap- urt og litlir möguleikar að vinna fyrir sér með þessu móti. Síðustu tvö árin sögðu þeir að hefðu verið slæm og mun verri en árin þar á undan. Þess vegna þyrftu þeir að treysta á að sumarvertíðin kæmi vel út. Kínverjar, sem nú eru farnir að ferðast mikið innanlands, hefðu engan áhuga á að fara í ferðir sem þessar vegna þess að það þætti ekki nógu fint að hossast í marga daga á hestum. Þeir kysu mikið fremur að fara í þægilegum loftkældum lang- ferðabifreiðum. Um fimm klukku- stunda akstur frá Songpan er þjóð- garður sem nefnist Jiuzhaigou. Þjóðgarður þessi er vinsæll meðal kínverskra ferðamanna en sú um- ferð fer algerlega framhjá Songpan. Hestaleigurnar þar treysta því á út- lendinga sem eru reiðubúnir að leggja á sig langa ferð um lélega vegi til að komast á staðinn. Út- lendingar yrðu að taka venjulegan áætlunarbíl og þægindin væru langt frá því sem þeir ættu að venjast. Leiðsögumennirnir voru þess vegna ekki mjög bjartsýnir á framhaldið. Þeir sáu fyrir sér að umferð um það svæði sem þeir færu með erlenda ferðamenn um ætti eftir að þyngj- ast en þeir sjálfir ættu ekki eftir að bera mikið úr býtum með aukinni umferð innlendra ferðamanna. Eigandinn nýtur mikillar virðingar Þegar við komum aftur til þorps- ins eftir ferðina beið okkar eigandi hestaleigunnar sem greinilega naut mikillar virðingar innan þorpsins en hann er brautryðjandi þessa rekstr- ar. Hann byrjaði seint á tíunda ára- tugnum en skrifstofa hans var enn mjög fábrotin, nokkrir stólar, hita- könnur með tei og veggur veggfóðr- aður með póstkortum frá hinum ýmsu ferðalöngum sem höfðu komið til Songpan og sent leigunni kort frá sínu heimalandi. Við sátum og spjölluðum í nokkurn tíma, hann sagði okkur frá þorpinu, hestaleig- unni, viðskiptunum og fólkinu og ég sagði honum og leiðsögumönnum frá Íslandi, veðrinu og íslenska hestinum sem er ekki ósvipaður þeim sem við riðum í ferðinni. Því miður gafst ekki tími til að vera lengur á þessum slóðum og rútan til Chengdu fór í bítið morguninn eftir. Með söknuði kvöddum við leiðsögu- mennina og eigandann, drukkum síðustu hestaskálina og föðmuð- umst. Eftir að ég kom aftur heim sendi ég þeim kort af íslenskum hestum í vetrarbúningi og kafalds- byl. Vonandi hefur það ratað rétta leið til Songpan þannig að félag- arnir sjái með eigin augum íslenska hestinn og íslenska veðráttu sem þeir voru svo áhugasamir um. Unnið að byggingu búddamusteris. Ekki má nota rafmagnsverkfæri og er öll vinna unnin með handverkfærum. Hestarnir í ferðinni. Þeir eru svipaðir á hæð og íslenski hesturinn. Erduo hai-fjallalindin sem er ein af náttúruperlunum á svæðinu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 29 Margar gerðir og stærðir Verð frá kr. 75.500 Útiarinn/grill úr náttúrulegu efni Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í 2 vorferðir til Costa del Sol, 24. apríl og 8. maí á hreint ótrúlegu verði. Þú getur valið um 14 nætur, eða 28 nætur, og nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Mið- jarðarhafið og getur valið um frábæra gististaði á ströndinni, í göngufæri við veitingastaði, skemmti- staði og strandlífið. Meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir til heillandi staða Andalúsíu. 24. apríl og 8. maí til Costa del Sol í 14 daga frá 47.885 47.885 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 24. apríl, 14 nætur. Santa Clara, íbúð með 1 svefnh., flug, gisting, skattar. 59.930 kr. M.v. 2 studíó, Bajondillo, 24. apríl, 14 nætur, flug, gisting, skattar. Aðeins 50 sæti á sértilboði Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.