Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 18
ÍÞRÓTTIR 18 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari Stoke City, segir á heimasíðu stuðnings- manna félagsins að eftir dapurt gengi í undanförnum leikjum liðsins hafi leikmenn liðsins og þjálfarar sett sér ný markmið fyrir lokaátökin í ensku 2. deildinni. Guðjón segir það óraunhæft markmið að ætla Stoke að verða í einu af tveimur efstu sætunum og að eini raunhæfi möguleiki liðsins sé að komast í úrslitakeppni liðanna sem enda í 3. til 6. sæti deildarinnar. Stjórn félagsins setti það sem markmið í upphafi keppnistímabils- ins að innbyrða 92 stig í deildar- keppninni í vetur og var það talið nægja til að vera í einu af tveimur efstu sætum deildarinnar. Ljóst er að það tekst ekki en miðað við síð- asta tímabil þarf liðið að ná um eða yfir 80 stigum til að enda í einu sex efstu sætanna. SKIPULEGGJENDUR fimm helstu maraþonhlaupa heims hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska endregið eft- ir því að lyfjaeftirlit með kepp- endum í maraþonhlaupum um heim allan verði stórhert. Óska þeir meðal annars eftir því að blóðpróf verði tekin af kepp- endum til þess að fylgjast með hvort þeir noti blóðrauðuster- ann EPO og blóðþynningarefni HES, svo dæmi sé tekið. Lengi hafa verið uppi grunsemdir um að langhlauparar freistist til þess að nota þessi efni en ekk- ert hefur sannast. Eftir að sex finnskir skíðagöngumenn féllu á heimsmeistaramótinu á dög- unum hefur þrýstingur á hert eftirlit vaxið enn með kepp- endum í þolgreinum. Forsvarsmenn maraþon- hlaupanna í Berlín, Boston, Chicago, Lundúnum og New York segja algjörlega nauðsyn- legt að blóðprufur verði teknar af keppendum í maraþon- hlaupi. Það sé eina leiðin til þess að hægt verði að taka úr- slit hlaupanna trúanleg. Skora skipuleggjendur hlaupanna fimm á Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandið, IAAF, að hefja sem fyrst töku blóðsýna af lang- hlaupurum. Til þess þurfi að breyta lögum og það verði að gera svo fljótt sem auðið verð- ur. Segja þeir að með núver- andi lyfjaprófum, þar sem þvagsýni eru rannsökuð, sé ekki hægt að finna þau efni sem helst freisti íþróttamanna sem stundi þolgreinar og vilji hafa rangt við. Undir þessa skoðun hefur tekið heimsmeistarinn í hálf- maraþonhlaupi karla, Paul Tergat frá Kenýa. „Ég styð heilshugar þá kröfu að eftirlit með lyfjamisnotkun verði hert og að hvergi verði til sparað við að koma upp um þá sem hafa rangt við,“ segir Tergat. Jason lék með Fram og Aftureld-ingu áður en hann hleypti heim- draganum og hélt til Þýskalands um miðjan síðasta áratug og lék um tíma hjá Leutershausen. Það- an kom hann heim á nýjan leik og lék með Aftureldingu einn vetur, 1997 til 1998, áður en hann hélt aftur til Þýskalands þar sem hann gerði samning við 2. deildarliðið Dessau. Eftir nokkra leiki með félaginu haustið 1998 fékk Jason þungt högg á vinstra augað í leik gegn B-liði Magdeburgar snemma í nóvember. Eftir það fór hann í að- gerðir og skoðanir af ýmsu tagi en svo virðist sem flest hafi snúist í höndum lækna ytra með þeim afleiðingum að sjóninni á vinstra auga varð ekki bjargað. Jason hefur hins vegar full- komna sjón á hægra auga. Í ljósi sögu Jasonar hefur það vakið eftirtekt að hann er farinn að leika handknattleik á ný. „Ég byrjaði að hreyfa mig á nýjan leik í haust og hef tekið þetta skref fyrir skref, ekki verið að ana að neinu,“ sagði Jason í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. „Það er mjög gaman að vera kominn í boltann á nýjan leik. Ég hef fengið mikinn stuðning og meðbyr frá félögum mín- um innan handknattleikshreyfingar- innar síðan ég byrjaði að leika á nýjan leik. Það hefur verið mér ómetanlegt. En eins og mál standa nú þá gengur námið fyrir og þess vegna æfi ég minna en æskilegt væri,“ segir Jason sem er að ljúka námi í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík í vor. Leikur með hlífðargleraugu Jason segir að fyrir utan sérstök hlífðargleraugu sem hann ber í leikj- um þá hafi aðgerð, sem hann gekkst undir sl. vor hér á landi, verið lykillinn að því að hann gat leikið handknatt- leik á nýjan leik. „Í aðgerðinni var tekinn beinmergur úr mjöðminni og honum smurt í augnbotninn, en hann hafði aldrei gróið að fullu eftir slysið. Þar af leiðandi bólgnaði augað alltaf upp við áreynslu. Eftir aðgerðina var ég allur annar maður og gat farið að hreyfa mig að einhverju ráði á nýjan leik. Síðan leiddi eitt af öðru og ég fór að prófa að kasta knetti. Til að byrja með var ég eins og byrjandi, en hef náð mér jafnt og þétt á strik,“ segir Jason sem búsettur er í Hafnarfirði. „Ég bý ekki langt frá Kaplakrikanum og því kom ég að máli við FH-inga í haust og spurði hvort ég mætti ekki mæta á æfingar. Það var auðsótt mál og þegar á veturinn leið var ég spurð- ur hvort ég treysti mér til að spila og mig langaði til að prófa,“ segir Jason sem lék í fyrsta sinn með FH gegn ÍBV í Eyjum 23. febrúar. Skoraði hann fjögur mörk í leiknum. Síðan hafa fjórir leikir bæst við, síðast gegn KA nyrðra sl. föstudag. „Það er enginn annar örvhentur leikmaður með FH svo Guðmundur Karlsson þjálfari setur mig inn á til þess að auka fjölbreytnina í sóknar- leiknum. Mér þykir gaman að vera kominn í leikinn á ný. Það var mjög erfitt að vera tekinn svo skyndilega út úr leiknum og gott að geta verið með að nýju á meðan maður getur komið sér í æfingu til þess að spila. Vonandi get ég orðið félagi mínu eitthvað að liði.“ Skrýtið að byrja aftur Jason segir það hafa verið skrýtið að byrja aftur þar sem hann hafi ekki sjón á vinstra auga og því hafi hann þurft að laga sig að leiknum á nýjan hátt, t.d. þar sem sá sem leikur við hlið hans á miðjunni er á blindu hlið- inni. „Þetta er öðru vísi en áður, en mér hefur gengið vel að venjast þess- um breyttu aðstæðum.“ Jason er á 29. aldursári og er kvæntur Helenu Björk Magnúsdótt- ur. Þau eiga tvö börn, Ísak, 5 ára, og Ísabellu, sem er þriggja ára, og þriðja barnið er væntanlegt í vor. Ekki fengið skaðabætur Jason hefur ekki fengið neinar skaðabætur fyrir slysið sem hann varð fyrir í Þýskalandi. Hann á í málaferlum við félagið og einnig lækna vegna meintra mistaka þeirra sem leiddu til þess að hann missti sjónina við höggið. Ekki sér fyrir end- ann á þessum málarekstri. „Það er mjög erfitt að reka þetta mál út af læknamistökunum. Sönnunarbyrðin hvílir öll á mér og þar af leiðandi er allt frekar þungt í vöfum,“ segir Jas- on en er bjartsýnn á að mál hans fái farsæla niðurstöðu þegar fram líða stundir. Það varð heldur ekki til að bæta úr skák að félagið sem hann lék með, Dessau, lýsti sig gjaldþrota fljótlega eftir að hann varð fyrir slys- inu. Fyrir vikið er erfiðara en ella að sækja skaðabætur þar sem trygg- ingamál voru ekki eins og best varð á kosið. „Þetta er allt í vinnslu,“ segir Jas- on, sem flutti heim til Íslands vorið 1999 og hellti sér þá út í nám við Há- skólann í Reykjavík og nú hefur handknattleikur bæst við á nýjan leik. „Á meðan allt gengur að óskum, er ég staðráðinn í að halda eitthvað áfram í boltanum,“ segir Jason Krist- inn Ólafsson, handknattleiksmaður með FH. Jason Kristinn Ólafsson handknattleiksmaður hefur dregið fram skóna á ný Blindur á vinstra auga JASON Kristinn Ólafsson handknattleiksmaður hefur dregið fram keppnisskóna á nýjan leik og hefur leikið undanfarna leiki með FH. Jason varð fyrir slysi í leik með þýska liðinu Dessau fyrir rúmum þremur árum. Fékk hann þungt högg á vinstra augað. Höggið og röð mistaka ytra ollu því að sjóninni varð ekki bjargað og hefur Jason síðan verið blindur á auganu. Í framhaldinu lagði hann keppn- isskóna á hilluna og flutti heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Morgunblaðið/Ásdís Jason Ólafsson handknattleiksmaður með hlífðargleraugun góðu og í búningi FH-liðsins. Eftir Ívar Benediktsson Ný mark- mið hjá Stoke City Vilja hert lyfjaeftirlit í maraþonhlaupi Eiga titil að verja LILJA Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur E. Stephensen, borðtennismenn úr Víkingi, eiga titil að verja á Íslands- mótinu, sem lýkur í TBR- húsinu í dag. Úrslitaleikir karla og kvenna í einliðaleik verða kl. 15. Úrslitaleikir í tvíliðaleik karla og kvenna verða leikn- ir kl. 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.