Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eingöngu verður heimilt að koma inn á Schen- gensvæðið eða yfirgefa það á tilgreindum landamærastöðvum og á opnunartíma þeirra. Jafnskjótt og borgarar ríkja utan svæðisins fá að koma inn á Schengen-svæðið njóta þeir sama réttar og aðrir til ferða um öll Schengen- löndin án persónueftirlits á innri landamærum í allt að þrjá mánuði. Skoðun farþegalista skemmti- ferðaskipa valdi ekki töfum Með gildistöku Schengen-samstarfsins verð- ur einnig viðhaft landamæraeftirlit í höfnum. Hafnasamband sveitarfélaga benti á í umsögn sinni til Alþingis að vegabréfaafgreiðsla skemmtiferðaskipa í höfnum gæti lengst veru- lega með tilkomu Schengen-reglna og einnig reglna um skoðunarstöðvar fyrir fisk. „Flest skemmtiferðaskip hafa aðeins stutta viðdvöl í hverri höfn og því bagalegt ef mikil lenging eða töf verður vegna vegabréfaskoðunar,“ sagði í umsögninni. Högni Kristjánsson telur að Schengen-þátt- takan muni ekki hafa miklar breytingar í för með sér í höfnum. Skip sem er að koma frá ríki utan Schengen þarf að tilkynna sig til Land- helgisgæslu áður en það kemur til hafnar og þá er áhafnarlistinn skoðaður og annað eftirlit. Ef ekkert athugavert kemur í ljós þá hefur þetta engin áhrif. Ef skemmtiferðaskip sem hingað koma eru á siglingu innan Schengen-svæðisins þarf ekkert eftirlit að fara fram, að hans sögn. Hvert aðildarríki skráir upp- lýsingar í gagnabanka SIS Schengen upplýsingakerfið (SIS) er einn viðamesti hluti samstarfsins en það eru sam- tengdir gagnabankar Schengen-ríkjanna og gegnir kerfið þýðingarmiklu hlutverki við sam- ræmingu ytra landamæraeftirlits alls Schen- gen-svæðisins og við víðtækara samstarf Evr- ópuríkja til að stemma stigu við fíkniefnasmygli og annarri alþjóðlegri glæpa- starfsemi. SIS geymir upplýsingar um eftirlýsta ein- staklinga, einstaklinga sem lýstir hafa verið óæskilegir til innkomu á Schengen-svæðið ásamt eftirlýstum hlutum, s.s. bifreiðum, skot- vopnum, ferðaskilríkjum, peningaseðlum o.fl. Í gagnabanka þessa kerfis er nú að finna nálægt 10 milljónir skráninga sem aðildarríkin hafa fært inn í kerfið og landamæraverðir og lög- regla hafa aðgang að. Strangar reglur hafa verið settar um eftirlit og aðgangstakmarkanir að SIS, hvað skrá má í kerfið og hvernig persónuupplýsingarnar eru varðveittar. Landamæravörðum er skylt að fletta öllum, sem ekki eru borgarar Evrópu- sambandslanda, Íslands eða Noregs, upp í kerfinu þegar landamæraeftirlit fer fram. „Hvert aðildarríki skráir upplýsingar í upp- lýsingakerfi Schengen (SIS), þ.m.t. tilteknar persónuupplýsingar. Er þessum upplýsingum dreift til allra aðildarríkja sem þannig hafa yfir að ráða sömu upplýsingunum. Það byggist á landslögum hvers ríkis hvað það skráir í SIS. Getur því erlent ríki skráð íslenska ríkisborg- ara á grundvelli eigin reglna og verður Ísland bundið af þeirri skráningu en á hinn bóginn gerir Schengen-samningurinn ráð fyrir að að- ildarríki geti sett fyrirvara við skráningu ann- ars ríkis sem þar með undanþiggur viðkomandi ríki þeirri skyldu að bregðast við í samræmi við efni beiðninnar,“ segir í grein sem Högni S. Kristjánsson ritaði um Schengen í tímaritið Úlfljót. Útlendingar hafa fundist skráðir í í SIS hér á landi Schengen-upplýsingakerfið var tekið í fulla notkun hér á landi og á öðrum Norðurlöndum skömmu eftir síðustu áramót og hafa landa- mæraverðir og lögreglumenn um allt land not- að það við löggæslustörf að undanförnu, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag. Hefur kerfið þegar komið að notum. Íslensk- ir löggæslumenn og landamæraverðir hafa nokkrum sinnum stöðvað útlendinga hér á landi frá áramótum, þar sem í ljós kom við upp- flettingu í SIS að þeir eru skráðir í kerfið. Í þremur tilfellum var um svokallaða „óæskilega útlendinga“ að ræða sem synja ber um komu inn á Schengen-svæðið skv. 96. grein Schen- gen-samningsins. Í einu tilviki kom í ljós þegar flett var upp í kerfinu að einstaklingur sem var stöðvaður var skráður í SIS á þeirri forsendu að hann ætti að mæta fyrir dómi erlendis. Hollendingur stöðvaður í Leifs- stöð vegna skráningar í SIS Fyrir nokkru var erlendur ferðamaður einn- ig stöðvaður við eftirlit í Leifsstöð en í ljós kom að ferðaskilríki hans var skráð í kerfið sem stolið. Um var að ræða einstakling sem kvaðst vera hollenskur en vegabréfinu hafði verið stol- ið nokkrum dögum áður. Var hann sendur til baka undir eftirliti til Stokkhólms þaðan sem hann kom. Nokkur sambærileg tilfelli hafa einnig komið upp á öðrum Norðurlöndum frá áramótum. Schengen-ríki skrá eingöngu borgara ríkja sem eru utan Schengen-svæðisins inn í upplýs- ingakerfið á grundvelli 96. greinar (óæskilegir útlendingar) Byggist það á ákvörðun hvers lands um að viðkomandi sé talinn ógnun við al- mannaöryggi og allsherjarreglu eða þjóðarör- yggi. Geta ekki breytt skráningu annars ríkis Þegar skráning fer inn hjá einhverju ríki getur ekkert annað ríki breytt henni, að sögn Þorsteins Jónssonar. „Ef við viljum hins vegar til dæmis ekki framselja mann sem er skráður í öðru landi, þurfum við að biðja um svonefnda flöggun á þessa skráningu, sem þýðir að þó að viðkomandi einstaklingur finnist hér á landi þá verður hann ekki handtekinn og framseldur,“ segir hann. „Hver þjóð getur ákveðið hvort hún skráir hlut eða einstakling í Schengen-upplýsinga- kerfið. Það er ekki skráningarskylda,“ segir hann. Nú þegar hafa nokkrir Íslendingar sem ósk- ast framseldir verið skráðir í Schengen-upplýs- ingakerfið. Önnur lönd kunna einnig að hafa skráð Íslendinga, af ýmsum ástæðum. Ekki er þó búist við mörgum skráningum á Íslandi en svonefnd Sirene-skrifstofa hjá ríkislögreglu- stjóra hefur umsjón með skráningum í íslenska hluta kerfisins. Áætlað hefur verið að ekki verði skráðir fleiri en 5 til 10 Íslendingar á ári í þeim tilgangi að fá þá framselda og færri en tíu sem óæskilegir útlendingar sem ekki mega koma til Schengen-landa. Einnig er gert ráð fyrir sárafáum skráningum í upplýsingakerfið vegna stolinna skilríkja en ekki hefur verið tek- in endanleg ákvörðun varðandi skráningu muna. Er m.a. til skoðunar hversu langur tími ætti að líða þar til bifreiðum sem talið er að hafi verið stolið verða skráðar í kerfin enda ósenni- legt að þær finnist í öðrum löndum og þjónar því litlum tilgangi að skrá þær, að sögn Þor- steins. „Við getum auðvitað skráð í upplýsinga- kerfið þegar vegabréfum er stolið eða menn týna þeim og ekki síður ef stolið er óútfylltum vegabréfum. Við munum skrá öll slík tilvik en skráningar af hálfu íslenskra yfirvalda verða sárafáar,“ segir hann. Fylla út skráningarkort á hótelum og öðrum gististöðum Samkvæmt reglum Schengen-samstarfsins ber starfsmönnum hótela og annarra staða þar sem fólki er seld gisting (s.s. á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum og bátum) að sjá til þess að erlendir gestir, þar með taldir ríkisborgarar Schengen-landanna, að undanskildum mökum, börnum og þátttakendum í hópferðum, fylli persónulega út og undirriti eyðublað eða skráningarkort og sanni á sér deili með því að framvísa gildum persónuskilríkjum til staðfest- ingar. Þessi gögn skulu vera aðgengileg fyrir yfirvöld vegna öryggis, málsmeðferðar, eftir- lýstra manna o.s.frv. Þessar reglur hafa ekki í för með sér neinar breytingar á Íslandi frá því sem verið hefur, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins, þar sem þessar reglur eru í fullu samræmi við gildandi reglugerð um útlendingaeftirlit. Eftirlit lögreglu milli landa getur komið til greina hér Sá hluti Schengen-samningsins sem vakið hefur hvað mestar umræður í nágrannalöndum er heimild lögreglu í einu Schengen-ríki í af- mörkuðum tilvikum til að fara yfir landamæri og inn í annað Schengen-land í þeim tilgangi að halda áfram eftirliti með grunuðum einstak- lingi skv. 40. grein samningsins eða veita hon- um „órofna eftirför“ skv. 41. grein. Gera verður skýran greinarmun á eftirliti og órofinni eft- irför, að sögn Þorsteins. Slík eftirför á ekki við hér á landi, að sögn hans, vegna þess að hún kemur eingöngu til þegar ríki eiga saman landamæri á landi. Hins vegar getur órofið eftirlit lögreglu komið til greina bæði hér á landi og órofið eft- irlit íslenskrar lögreglu í öðrum Schengen-ríkj- um, að sögn hans. „Í þessum tilvikum skal hins vegar alltaf sótt um heimild þess Schengen- ríkis þar sem eftirlitið fer fram. Samkvæmt 2. málsgrein 40. greinar er undir neyðaraðstæð- um heimilt að framkvæma eftirlitið án fyrir- framfengins leyfis en þá skal tafarlaust um það tilkynnt. Vegna landfræðilegrar legu Íslands geta þessar neyðaraðstæður þó aldrei átt við hér á landi. Þannig getur til dæmis íslensk lög- regla sem hefur grunaðan einstakling undir eftirliti hér á landi haldið því eftirliti áfram til dæmis í Hollandi að fengnu leyfi hollenskra yf- irvalda. Sama gildir að sjálfsögðu um hollenska lögreglu hér á landi. Í 3. málsgrein 40. greinar eru tilgreind skilyrði sem lögregla skal fylgja í þessu eftirliti,“ segir Þorstein. Mega hafa með sér vinnuvopn Umrædd skilyrði kveða m.a. á um að lög- reglumennirnir hafi meðferðis skjal sem sýni að leyfi hafi verið veitt. Mega þeir hafa með sér vinnuvopn sín meðan á eftirliti stendur, nema samningsaðilinn, sem beiðni er beint til, hafi tekið annað sérstaklega fram, en notkun þess er ekki leyfileg nema í nauðvörn. Þeim er bann- að að fara inn á einkaheimili og staði sem eru ekki opnir almenningi og mega hvorki stöðva né handtaka þann sem er undir eftirliti. Þá skal gefa yfirvöldum sem ráða yfirráðasvæðinu skýrslu um hverja aðgerð. Viðbúnaðurinn UMFANGSMIKILL og kostnaðarsamurundirbúningur hefur átt sér stað svoÍslendingar gætu talist færir um að taka þátt í Schengen-samstarfinu. Nú á allt að vera til reiðu 25. mars þegar Schengen- samningurinn gengur í gildi hér á landi. 1. áfanga við stækkun flugstöðvar lokið í sumar Byggingarframkvæmdir eru í fullum gangi við stækkun Leifsstöðvar. Schengen- samningurinn krefst algers aðskilnaðar far- þega sem ferðast innan og utan Schengen- svæðisins og þurfti því að hanna hina nýju 17 þúsund fermetra suðurbyggingu með til- liti til þess. Stærstur hluti byggingarinnar verður opnaður 25. mars en verktaki áætlar að byggingin verði fullbúin um miðjan júlí í sumar, töluvert á undan áætlun. Uppsetningu tölvuvædds og samtengds upplýsingakerfis Schengen (SIS) er lokið hér á landi. Dagrétt útgáfa gagnagrunnsins er staðsett hjá Skráningarstofunni hf. Per- sónuvernd hefur fylgst með uppsetningu kerfisins og annast öryggiseftirlit. Búið er að tengja allar lögreglustöðvar landsins við kerfið. Sérstök lögregluskrifstofa (SIRENE) hefur verið opnuð hjá alþjóðadeild Ríkislög- reglustjóra, með 11 starfsmönnum. Verður hún opin allan sólarhringinn. Svonefnt VISION-tölvukerfi hefur verið sett upp hjá Útlendingaeftirlitinu. Nálægt 1.000 lögreglumenn, tollverðir og fleiri hafa fengið fræðslu og þjálfun vegna Schengen-samstarfsins, m.a. í notkun SIS og við landamæraeftirlit. Landamærasveit sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli, lögreglumenn og tollverðir, hafa fengið sérstaka þjálfun. Öryggiseftirlit á flugstöðvarstæðinu hefur verið hert og fullkominn tækjabúnaður tekinn í notkun vegna landamæraeftirlits. Landamærastöðvar á fimm flugvöllum og í 25 höfnum Fjórir innanlandsflugvellir verða landa- mærastöðvar Schengen-svæðisins auk Keflavíkurflugvallar og 25 hafnir. Gera þurfti ýmsar breytingar á flugvöllum og höfnum vegna landamæravörslunnar. Sex úttektarnefndir á vegum Schengen- ríkjanna hafa komið til Íslands á undanförn- um mánuðum til að sannreyna að Ísland geti uppfyllt skyldur sínar. Gerð var úttekt á SIS, lögreglusamvinnu og búnaði á lög- reglustöðvum, öryggisþáttum og persónu- eftirliti og aðstöðu á flugvöllum og höfnum, vernd persónuupplýsinga og á rekstri SIR- ENE-skrifstofunnar. „Það er nýjung í alþjóðlegu samstarfi að ekki er lengur nægilegt að segjast ætla að uppfylla skyldurnar sem þú tekur að þér heldur er haft eftirlit með því hvort þú gerir það,“ segir einn viðmælenda blaðsins. „Við stóðumst skoðun með ágætum. Við erum tilbúnir.“ Morgunblaðið/Golli Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli skoða nýju landamærahliðin í Leifsstöð, sem verða tekin í notkun þegar Ísland verður aðili að Schengen. Allir farþegar sem koma frá löndum utan Schengen fara í gegnum þessi hlið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.