Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJARTSÝNIR breskiríhaldsmenn geta huggaðsig við ýmislegt, til dæmisað kjósendur þeirra eru tryggari og líklegri til að kjósa en kjósendur Verkamannaflokksins. Þeir sögufróðu muna líka hvernig íhaldsmaðurinn Edward Heath vann óvæntan sigur á Harold Wilson for- sætisráðherra 1970. En það er erfitt að varðveita bjart- sýnina þegar skoðanakannanir sýna um tuttugu prósentustiga forskot Verkamannaflokksins, nú þegar flestir gera ráð fyrir vorkosningum, nema gin- og klaufaveikin neyði Tony Blair forsætisráðherra og leið- toga Verkamannaflokksins, til að fresta þeim. Og það versta er að minnkandi traust kjósenda á stjórn- inni skilar sér ekki í auknu fylgi Íhaldsflokksins, þrátt fyrir hneyksl- ismál og 800 milljónir punda í mis- heppnaða Þúsaldarhvelfingu. Þau 30 prósent, sem flokkurinn fær í skoðanakönnunum er nákvæm- lega það fylgi, sem skoðanakannana- stofnunin MORI metur sem kjarna- fylgi flokksins. William Hague leiðtoga Íhaldsflokksins tekst enn sem komið er hörmulega illa að ná til kjósenda. Þess vegna eru breskir fjölmiðlar líka uppfullir af getgátum um hvenær hans tími verði á enda og hver verði til að bola honum frá, þó allir séu sammála um að formað- urinn endurspegli flokkinn og ástand hans. Thatcher haldbetri en Hague Nýlega spurðist það út að 45 væntanlegir frambjóðendur Íhalds- flokksins hefðu hitt Lafði Thatcher til að láta mynda sig með henni, hver og einn. Þetta er ekki einstakt, en það var til þess tekið að margir frambjóð- endur treystu betur á hana en Hague, því myndirnar ætla fram- bjóðendurnir að nota í kosningabar- áttunni. Eins og ónefndur frambjóð- andi sagði í viðtali við Guardian nýlega þá vekur sú gamla alltaf hrifningu, ekki síst meðal eldri kjós- enda. Formannstímabil Margaret Thatcher, 1974–1990, var á margan hátt svo einstakt að þó liðinn sé rúm- ur áratugur síðan hún dró sig í hlé sem forsætisráðherra og flokksleið- togi gnæfir hún enn yfir allt og alla í flokknum. Það stóð alls ekki til að kona yrði kosinn formaður 1974, hvað þá Thatcher. Fyrir undarlegar tilviljanir gerðist það samt. Járnfrúin leiddi flokkinn til sigurs í kosningunum 1979, aftur 1983 og hún varð fyrsti breski forsætisráð- herrann á 20. öld til að vinna þrennar kosningar í röð er flokkurinn hélt meirihluta í kosningunum 1987. Þeg- ar henni var bolað frá 1990 hafði eng- inn breskur forsætisráðherra setið lengur síðan 1827. Metávinningur, mettap Thatcher náði tökum á ríkisút- gjöldum, lækkaði skatta og gerði einkavæðingu að ríkjandi efnahags- stefnu, sem breiddist út um allan heim. Hún náði tökum á verkalýðs- hreyfingunni, sem hafði verið mik- ilvægur valdapóll í Bretlandi – og hún tortryggði Evrópu statt og stöð- ugt, þótt hún sæi ekki við mikilvæg- um breytingum þar, er efldu Evr- ópuvaldið. Innan flokksins gerði hún ekkert til að styðja við kynsystur sínar. Á umræðufundi nýlega giskaði Edwina Currie, fyrrum ráðherra Íhalds- flokksins og að eigin sögn ein þeirra kvenna sem áttu erfitt uppdráttar vegna afstöðu Thatcher til kvenna, á að Thatcher hefði líklega fremur lát- ið vera að styðja konur af ótta við að vera sökuð um systraþel en vegna andúðar á konum. Afleiðingin er enn sú að það sár- vantar frambærilegar konur í Íhaldsflokkinn sem er meira en óheppilegt nú þegar margar dugandi konur setja svip á Verkamanna- flokkinn. Það voru auðvitað liðin rúmlega sex ár frá því hún hætti þegar Íhaldsflokkurinn tapaði svo hrikalega 1997, en þar var enn henn- ar svipur á öllu. Aðgerðir hennar gjörbreyttu ásýnd Bretlands og það varð bæði blessun og bölvun flokks- ins. Bæði efnahagsstefnuna og beisl- un verkalýðshreyfingarinnar gerði Verkamannaflokkurinn að sínu góssi í endurnýjunarferli flokksins uppúr 1994. Svo vel tókst þetta „hugmyndar- án“ Verkamannaflokksins að Íhalds- flokkurinn var skilinn eftir hug- myndalaus og allslaus, utan hvað hann fékk að hanga á Evrópuand- úðinni. Hana hefur flokksforystan gripið fegins hendi. Gallinn er bara sá að það vinnast vart mörg atkvæði með henni, en hún gerir íhaldssama Evrópusinna flokkslausa. Súr epli Skattar, glæpir og Evrópumálin verða að sögn heimildarmanns Morgunblaðsins meðal hugsuða flokksins aðalmálin þrjú í óboðaðri kosningabaráttu næstu vikur eða mánuði. Í skattamálum hefur stjórn- in verið slæg að mati Íhaldsflokks- ins, ekki hækkað tekjuskatt, heldur lætt inn 45 skattahækkunum víða annars staðar. Vissulega eru allir ólmir í skattalækkanir, en á meðan heilbrigðis- og skólakerfið er álitið í fjársvelti er tal um skattalækkanir án verri þjónustu ótrúverðugt. Lög, regla og refsingar eru gamalt hjartans mál íhaldsmanna, en einnig hér verður boðskapur þeirra ögn hjáróma, því Verkamannaflokkurinn hefur óvart einnig tekið þetta mál að sér. Hér eins og í fleiri málum verður Íhaldsflokkurinn að bíta í það súra epli að samkvæmt skoðanakönnun- um treysta kjósendur flokknum miklu síður til að framkvæma það sem þeir lofa en Verkamannaflokkn- um. Samkvæmt afstöðukönnun MORI telja aðeins 30 prósent kjósenda Evrópumálin brýn og þetta er kosn- ingahugsuðum Íhaldsflokksins vart ókunnugt um. Heimildarmaður Morgunblaðsins fullyrðir hins vegar að Evrópumálin falli vel að grundvallarhugmyndum flokksins um þjóðarsamsemd, sem glæði áhuga flokksmanna til að beita sér. Lærdómurinn að vestan Hugsuðir flokksins álíta einnig að margt megi læra af bandarískum stjórnmálum. Þeir álykta sem svo að Bob Dole hafi tapað vegna þess að hann var svo svartsýnn og talaði um hvað allt væri ómögulegt. George W. Bush hafi unnið því hann talaði um þá miklu möguleika, sem Bandaríkin byggju yfir ef þjóðin fengi bara frið fyrir stjórninni. Hjá Dole hafi ríkt svartnætti, en heiðríkja hjá Bush. Nú ætli þeir að halda heiðríkjustefn- unni á lofti. Það hefur þó farið lítið fyrir heið- ríkjunni í málflutningi Hagues und- anfarið. Fyrir tveimur vikum hélt hann ræðu, sem átti að heita stefnu- ræða. Hún fjallaði um að Bretland væri orðið framandi land fyrir flest- um Bretum. Málflutningurinn þótti nálgast útlendingahatur, eins og jafnólík málgögn og Sun og Specta- tor bentu á. Vísast á þessi málflutn- ingur sér einhvers staðar hljóm- grunn, en nær varla til annarra en tryggra kjósenda. Flokkurinn þarf hins vegar að ná í þá ótryggu. Hluti af lærdómi íhaldsmanna frá tapinu mikla 1997 er að þá rak Verkamannaflokkurinn gríðarlegan hræðsluáróður á endasprettinum. Þegar íhaldsframbjóðendur reyndu að svara fyrir sig þvældust þeir út í varnarræður í stað þess að tala af krafti fyrir eigin hugmyndum. Þessi mistök á ekki að endurtaka. Tölulegar vangaveltur Íhalds- flokksins ganga út á að báðir stóru flokkarnir eigi sér hvor um sig 30 prósenta kjarnahóp. Um 20 prósent fylgja öðrum, 20 prósent eru sveim- huga lausafylgi. Í síðustu kosningum náði Verkamannaflokkurinn nokk- urn veginn öllu lausafylginu, en það verður tæplega endurtekið. Kannan- ir sýna að kjósendur Íhaldsflokksins eru yfirleitt traustari en kjósendur Verkamannaflokksins og líklegri til að kjósa. Vonarglæta flokksins er því að kjósendur Verkamannaflokksins sitji heima, meðan kjósendur Íhalds- flokksins skili sér – og eins að þeim takist að ná til lausafylgisins. Það er þó ærin óskhyggja að ætla að þetta dugi til sigurs og jafnvel að ætla að þetta dugi til að forskot Verka- mannaflokksins fari niður fyrir tíu prósentustig, en það sakar ekki að leggja saman ef og ef. En kosningabarátta er ekki aðeins háð með málefnum heldur af mönn- um. Það hefur saxast á trúverðug- leika Blairs og Íhaldsflokkurinn mun tefla fram Hague, sveitamanninum, Yorkshirebúanum, sem talar tæput- ungulaust, andstætt hinum smarta Blair úr gáfumannahverfinu Isling- ton í London, sem aldrei segir neitt öðruvísi en óskýrt og óljóst. „Styðjið mig eða rekið mig“ Hague hefur ekki tekist að hagga slæmum skoðanakönnunum og hann hefur ekki staðið við loforð um að tvöfalda fjölda flokksmanna, sem ættu auk þess að vera yngri en hann. Spurningin um framtíð hans liggur í loftinu. Þegar óánægðir flokksmenn þjörmuðu að John Major, þáverandi leiðtoga og forsætisráðherra, brá hann fyrir sig því sem hefur verið kallað „styðjið mig eða rekið mig“. Hann sagði af sér sem leiðtogi, en bauð sig svo aftur fram gegn John Redwood og vann. Hague gæti freistað þess sama. En hann gæti líka staðið frammi fyrir því að 15 prósent þingflokksins, 25 þingmenn, færu fram á atkvæða- greiðslu um vantraust á hann. Sagt er að 25 þingmenn hafi þegar tekið sig saman um þetta ef útkoman úr kosningunum verður slæm. Michael Portillo, fyrrum ráðherra, hefur lengi másað í hnakkann á Hague. Hann er Evrópusinni og fyrrum harður nagli, sem nú hefur mýkt ímynd sína. En það dugir ekki til ef rétt er, sem Thatcher nýlega: „Hann er Spánverji. Það er hans vandamál,“ jafnvel þó um gamalt blóð sé að ræða. Nýlega benti Financial Times á nýjan keppinaut, annan ungan mann, Iain Duncan Smith, sem líkt og Hague hefur enga útgeislun og þykir duglegur, en myndi líklega leiða flokkinn enn lengra til hægri. Blaðið ályktar reyndar að Portillo væri sterkari til að byrja með, sökum þess að hann er vel þekktur en Dunc- an Smith alveg óþekktur, en bætir svo við að flokkurinn hafi reyndar „tilhneigingu til að ganga framhjá þeim sem standa augljóslega betur þegar hann kýs sér leiðtoga“. Hvorki arfurinn né nútím- inn gagnast Íhaldsflokknum Reuters William Hague, leiðtoga Íhaldsflokksins, hefur ekki tekist að sannfæra óákveðna kjósendur. Stjórn Verkamannaflokksins hefur fallið verulega í áliti en það hefur þó ekki leitt til þess að kjósendur hafi flykkt sér um Íhalds- flokkinn, segir Sigrún Davíðsdóttir, frétta- ritari í London. BAKSVIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.